Morgunblaðið - 02.02.2011, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2011
Elsku Inga mín,
það er komið að
Ingveldur
Magnúsdóttir
✝ Ingveldur Magn-úsdóttir húsfreyja
frá Ólafsvík fæddist
21. desember 1930.
Ingveldur lést á
Sankti Franciskus-
spítalanum í Stykk-
ishólmi 13. janúar
2011.
Útför Ingveldar
var gerð frá Ólafsvík-
urkirkju 21. janúar
2011.
kveðjustund. Ég hef
þekkt þig alla mína
ævi og var sem heim-
alningur á heimili
þínu, Rikka og Kötu í
Ólafsvík. Það er
margt að minnast um
þessa tíma, en eitt
stendur þó alltaf upp
úr í minningunni, það
var blessaða sérríið
sem þér þótti svo gott
að dreypa á og þegar
ég var komin á aldur
fékk ég loksins að
smakka. Man að ég
var búin að bíða svo lengi eftir því.
Við fengum okkur oft staup saman
þegar ég kom til þín í heimsókn og
mikið var spjallað og hlegið.
Elsku frænka og vinkona, ég
kveð þig með þessum orðum. Góðu
stundanna mun ég minnast með
gleði í hjarta og þakklæti fyrir þann
tíma sem við áttum saman í gegnum
árin.
Hvíl í friði Inga mín.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(Vald. Briem)
Elsku Kata, Stebbi,
Hafdís, Sigurvin og Ísabella, ég
votta ykkur mína samúð.
Anna Sofía Gærdbo.
✝ Ingibjörg Ragn-heiður Svein-
björnsdóttir fæddist í
Vesturkoti á Skeiðum
30. september 1953.
Hún lést á Landspít-
alanum í Fossvogi 24.
janúar 2011.
Foreldrar hennar
eru Guðrún Sigurð-
ardóttir, f. 7. febrúar
1915, og Sveinbjörn
Kristjánsson, f. 29.
apríl 1913, d. 17. júlí
2003. Systkini Ingi-
bjargar eru: Sigrún
Gyða, f. 1937, Ólína Kristín, f. 1940,
Magnús, f. 1941, Kolbrún, f. 1942,
Svanhildur, f. 1947, Sigurður
Magni, f. 1951, Hörður, f. 1956,
Þröstur Kamban, f. 1959. Systk-
inabörnin eru mörg sem Ingibjörg
fylgdist vel með.
Ingibjörg var í sambúð frá 1992
með Björgvini Guðmundssyni þar til
hann lést 27. júlí 2009.
Ingibjörg ólst upp í
sveitinni til 11 ára ald-
urs, þá var hún vistuð
á Sólheimum í Gríms-
nesi en var mikið
heima á sumrin. For-
eldrar hennar brugðu
búi 1973. Flutti hún
með þeim til Reykja-
víkur og bjó hjá þeim.
Var í starfsþjálfun á
Bjarkarási nokkur ár,
síðan í Múlalundi.
Þegar starfsgetan
þvarr fór hún í dag-
vistun og var í Iðjubergi síðustu 10
árin. Á sambýlið í Víðihlíð 7 fór
Ingibjörg árið 1985. Ingibjörg og
Björgvin bjuggu lengst af í Auð-
arstræti 15, en síðast í Langagerði
122.
Ingibjörg verður jarðsungin frá
Grafarvogskirkju í dag, 2. febrúar
2011, og hefst athöfnin kl. 15.
Minningarnar streyma fram, allt
frá því að Ingibjörg fæddist. Það var
yndisleg lítil stúlka sem kom í heim-
inn síðsumars í gömlu baðstofunni í
Vesturkoti.
Ljósmóðirin setti barnið í hand-
klæði og í fangið á stóru systur, sex-
tán ára gamalli. Svo vorið eftir, við
fermingu næstelstu systur, fékk ég,
stóra systir, að halda litlu systur und-
ir skírn. Fljótlega kom í ljós að ekki
var „allt í lagi“, þroskinn var ekki eins
fljótur að koma og hjá öðrum. En per-
sónuleikinn var strax skemmtilegur
og glaðværðin mikil. Hún var góð og
blíð. Hún eignaðist tvo yngri bræður,
þremur og sex árum seinna og eldri
systkinin eru sex.
Ingibjörg ólst upp í sveitinni við allt
það frjálsræði sem er þar, samlagað-
ist skepnunum, var með í því að reka
og sækja kýrnar og gefa kálfunum.
En hestarnir voru hennar uppáhald.
Hún var ekki gömul þegar hún fór að
sitja hest, að príla á bak, og Gráni
stóð grafkyrr á meðan, svo skokkaði
hann með hana á milli bæja í hverf-
inu. Stundum var tvímennt, þá fékk
litli bróðir að vera með. Þegar ferð-
irnar nálguðust 20 á dag, var Gráni
stundum þreyttur og glefsaði laust í
þau.
Ingibjörg var á Sólheimum í
Grímsnesi í nokkur ár en flutti með
foreldrum okkar suður og tóku þá við
nokkur ár í starfsþjálfun og í dagvist-
un, síðan á sambýli.
Það var hreykin og sjálfstæð kona
sem gaf okkur kaffi í íbúðinni sem
innréttuð var fyrir þau Björgvin á
efstu hæðinni í Auðarstrætinu. Þau
áttu þar mörg góð ár saman. Og hún
sagði oft „Ég ræð mér sjálf“. Hún
hafði unun af ferðalögum og að fara í
heimsóknir til ættingjanna og vera
helgi öðru hvoru hjá systkinum sín-
um.
Nú er hún farin í ferðina löngu og
hittir Björgvin sinn, og hún hafði lof-
að honum að koma bráðum til hans.
Ég þakka fyrir að hafa átt þessa
systur og fyrir allt sem hún hefur
kennt mér.
Gyða systir.
Það er með miklum söknuði að ég
kveð hana Ingibjörgu móðursystur
mína. Satt að segja er ég ekki alveg
farin að trúa því að ég eigi ekki lengur
von á að fá kremjuknús frá henni með
tilheyrandi prakkaraglotti, eitthvað
sem enginn maður getur verið án.
Eitt var það sem einkenndi Ingu
umfram flesta aðra og það var að hún
var gleðigjafi. Hún var ein af þessum
sjaldgæfu manneskjum sem alltaf eru
með bros á vör, tilbúin að umvefja
sína nánustu með öllum þeim kærleik
sem hún átti til. Og það var betra að
vera viðbúin þegar Inga frænka
knúsaði því að hún var handsterk í
meira lagi.
Inga var ættrækin með afbrigðum
og vildi hafa ættingja sína og vini sem
mest nærri sér. 30. september á
hverju ári var dagur sem henni fannst
jaðra við að eiga að vera almennur frí-
dagur og það var ekki hvaða afsökun
sem var tekin gild þegar Inga frænka
bauð í afmæli. Það gleyma því fáir
sem viðstaddir voru á annað borð
þegar afmælisveisla hjá henni stóð
sem hæst og fólk sat í litlum hópum
og naut veitinga þegar skyndilega var
barið hraustlega á stofugluggann að
utanverðu, þá hafði hún vippað sér út
á svalir og tekið til sinna ráða þegar
henni fannst athyglin vera orðin
óþarflega lítil í hennar eigin afmæli!
Ingu dugðu engin venjuleg orð
þegar átti að lýsa ást sinni og söknuði
eftir ættingjum og vinum ef henni
fannst of langt líða milli endurfunda.
Ekki séð þig lengi er orðalag sem
flestir nota en það var ekki nógu
sterkt orðalag fyrir Ingu, hún varð að
nota sterkustu orð sem hún vissi til að
lýsa tifinningum sínum og aldrei séð
þig lengi var hennar útgáfa. Og það
vissi hver manneskja að þegar Inga
knúsaði mann nánast til bana og sagði
með áherslu um leið og hún lygndi
aftur augunum; elsku frænka mín,
aldrei séð þig lengi, þá var það meint
af öllu hjarta.
Hennar Ingibjargar verður sárt
saknað.
Margrét Birna
Auðunsdóttir.
Minningar okkar um Ingibjörgu
Ragnheiði Sveinbjörnsdóttur eru
margar. Þar var á ferðinni ákveðin,
skemmtileg og frændrækin kona.
Hún hafði mikinn áhuga á fólki al-
mennt, aðstæðum þess og þá sérstak-
lega af hvaða ætt viðkomandi væri.
Ingibjörg var þjóðleg í háttum,
fannst fátt skemmtilegra en að borða
alvöru íslenskan sveitamat og þá
helst eitthvað með beini. Hún var
kona með stóra drauma, átti margt
eftir ógert eins og þeir vita sem
þekkja hana vel. Í vetur stundaði hún
nám í Myndlistaskóla Reykjavíkur,
var afar ánægð með það. Áhugamálin
voru mörg og nýtti Ingibjörg vel tím-
ann sem hún fékk. Hún var alltaf eitt-
hvað að sýsla heima, prjóna, taka í
sundur tæki, horfa á sjónvarpið,
hlusta á tónlist, kíkja í blöð eða tíma-
rit og skipuleggja framtíðina. Kallið
kom fyrr en hún ætlaði. Ingibjörg var
ekki búin að lifa alla sína drauma.
Hún hafði þó ákveðið legstað sinn við
hlið mannsins síns hans Björgvins
sem féll frá árið 2009.
Við minnumst Ingibjargar með
þakklæti og söknuð í hjarta.
Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta sinni
hér
og hlýhug allra vannstu er fengu að kynn-
ast þér.
Þín blessuð minning vakir og býr í vina-
hjörtum
á brautir okkar stráðir þú, yl og geislum
björtum.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Fjölskyldu Ingibjargar sendum við
innilegar samúðarkveðjur og þökk
fyrir samveruna.
F.h. íbúa og starfsfólks í Langa-
gerði 122,
Hrefna Sigurðardóttir.
Ingibjörg var nemandi Myndlista-
skólans í Reykjavík nú í vetur.
Hún var opin og hlý og hafði mik-
inn áhuga á umhverfi sínu og fólkinu í
kringum sig. Ingibjörg heilsaði manni
innilega, smellti kossi á kinn og
spurði gjarnan hverrar ættar maður
væri en sjálf sagðist hún vera af Vík-
ingaætt. Hún var hrifnæm og hressti
oft upp á andrúmsloftið með
skemmtilegum athugasemdum um
allt milli himins og jarðar. Undanfar-
in ár hefur Myndlistaskólinn átt sam-
starf við Fjölmennt, fullorðinsfræðslu
fatlaðra og þaðan hafa nemendur
komið sem sýnt hafa sérstakan áhuga
á myndlist. Hópurinn frá Fjölmennt
hefur aukið enn á fjölbreytilega flóru
nemenda við skólann. Ingibjörg var
rétt að byrja sinn námsferil í Mynd-
listaskólanum og þó höfðu kennarar
hennar á orði að sjaldan hefðu þeir
séð jafn mikla framför hjá einum
nemanda og í vetur hjá Ingibjörgu.
Ekki þekki ég til lífshlaups Ingi-
bjargar en sjálfsagt var hún af þeirri
kynslóð fatlaðra sem hafði lengi fram-
an færri tækifæri í lífinu en eru í boði í
dag. Í það minnsta nýtti Ingibjörg sér
námið til hins ýtrasta og var glöð og
ánægð og deildi þeirri gleði með sam-
nemendum sínum og kennurum. Við
munum öll sakna Ingibjargar og þyk-
ir leitt að hafa ekki fengið að njóta
samvista við hana lengur.
Fyrir hönd kennara og nemenda
Myndlistaskólans í Reykjavík.
Ingibjörg Jóhannsdóttir,
skólastjóri.
Ingibjörg Ragnheiður
Sveinbjörnsdóttir✝Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og
systir,
SÓLEY TÓMASDÓTTIR,
lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn
25. janúar.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 4. febrúar kl. 13.00.
Hallgrímur G. Magnússon, Anna G. Ástþórsdóttir,
Hrafn Magnússon,
barnabörn og langömmubörn,
Fjóla Tómasdóttir.
✝
Ástkær faðir okkar, afi og langafi,
ÁRMANN KRISTJÁNSSON,
verður jarðsunginn frá Kotstrandakirkju fimmtu-
daginn 3. febrúar kl. 13.00.
Rögnvaldur Rúnar Ármannsson,
Kristín Inga Ármannsdóttir,
Ingólfur Ómar Ármannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn,
JÓNAS MAGNÚSSON
húsasmíðameistari,
áður til heimilis að Rauðalæk 32,
lést á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 22. janúar.
Útför hans fer fram frá Laugarneskirkju föstudag-
inn 4. febrúar kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningar-
kort Blindrafélagsins eða Hrafnistu í Reykjavík.
Sigríður Þorkelsdóttir.
✝
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR,
Dalbraut 27,
áður Espigerði 4,
lést á líknardeild Landspítala, Landakoti mánu-
daginn 31. janúar.
Jarðarför verður auglýst síðar.
Björg Helgadóttir,
Hróðmar Helgason, Yrsa Björt Löve,
Sigríður Hrönn Helgadóttir, Jónas Ingi Ketilsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
KLARA ÞORLEIFSDÓTTIR,
Teigaseli 9,
Reykjavík,
lést á heimili sínu sunnudaginn 30. janúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn
11. febrúar kl. 13.00.
Þorleifur Jónsson, Halldóra Andrésdóttir,
Andrés Þorleifsson,
Hjalti Þorleifsson.
✝
JÓNÍDA STEFÁNSDÓTTIR
á Sigurðarstöðum
er andaðist mánudaginn 24. janúar, verður
jarðsungin frá Lundarbrekkukirkju laugardaginn
5. febrúar kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir
sem vilja minnast hennar láti Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga eða aðrar líknarstofnanir njóta þess.
Ríkarður Sölvason,
Steinunn Sölvadóttir,
dætur hennar og fjölskyldur.