Morgunblaðið - 02.02.2011, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.02.2011, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2011 ákvarðanir. Okkar sýn á heri er að þar er alltaf einn maður á toppnum, sem tekur ákvarðanir, sem aðrir undirmenn hans fylgja mögl- unarlaust.    Svo var því ekki farið meðmálaliðana tíu þúsund. Jafnvel áður en leiðtogarnir voru teknir af lífi í miðri Persíu er greinilegt að grísku málaliðarnir eru óvenju- legir. Nær allar stórar ákvarðanir kalla á fund allra hermannanna þar sem hver og einn hefur rétt til að láta sínar skoðanir í ljós og svo er reynt að ná einhvers konar sátt um AF FORNFRÆÐUM Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Fyrir snilld hátækninnar,iPod Touch annars vegarog Stanza forritsins hins vegar hef ég sankað að mér nokkr- um klassískum ritum, grískum og rómverskum. Ég tel að menntun mín sé ófullkomin – ekki að mennt- un manns sé nokkurn tímann full- komin eða að henni sé nokkurn tím- ann lokið – þar sem ég hef ekki lesið þessi rit.    Fyrst fyrir valinu varð meist-araverkið Anabasis eftir Xenofón, sem skrifað er á fjórðu öld fyrir Krist. Anabasis (sem út- leggja má á íslensku sem „Ferðin inn í land“) segir frá för 10.000 grískra málaliða, sem tóku þátt í uppreisn Cýrusar gegn bróður sín- um, sem þá var Persakóngur. Í orr- ustu við Cunaxa komst her Cýrusar nærri því að vinna sigur, en vinnu- veitandi málaliðanna féll hins vegar í orrustunni. Persarnir tóku af lífi alla helstu leiðtoga málaliðanna, en náðu ekki að grípa hermennina sjálfa. Þeir þrömmuðu langa leið að Svartahafi og tóku þar skip aftur heim til Grikklands. Leiðin var löng og ströng, enda þurftu þeir að kljást við bræðandi eyðimerkursól og nístandi kulda í fjöllum Litlu- Asíu á meðan þeir þurftu að berjast við persneska herflokka nær alla leiðina.    Afrek málaliðanna er mikið ogsagan er spennandi, en það sem vakti einna mestan áhuga hjá mér var það hvernig herinn tók næstu skref. Leiðtogarnir á leiðinni inn í land beittu vissulega alls kyns brögðum til að fá mennina á sitt band, en aldrei var neinn vafi um hvar valdið lá. Undirliggjandi er sú almennt viðurkennda staðreynd að hverjum hermanni var frjálst að standa upp og labba frá hernum.    Málaliðunum tíu þúsund hef-ur því verið líkt við gangandi borgríki, þar sem menn kusu leið- toga sína, gjaldkera og greiddu at- kvæði um hvernig takast ætti á við hinar ýmsu hindranir. Þetta voru ekki endilega bestu synir Grikk- lands, því þeir voru jú menn sem voru tilbúnir að berjast og drepa ókunnuga fyrir gull og loforð um jarðir og góðar stöður hjá Cýrusi eftir ætlaðan sigur hans. En hug- myndin um að hver þeirra hefði mikilvæg og óaðskiljanleg réttindi var svo sterk að þeir fórnuðu henni ekki þótt umkringdir væru óvinum í miðju fjandsamlegu landi. Einhver gæti haldið að þetta stjórnleysi myndi leiða til þess að ákvarðanir væru seint teknar og að stjórn flokksins einkenndist af ringulreið, en svo er ekki. Gangan að hafinu tók vissulega sinn tíma, en lang- stærstur hluti málaliðanna komst heilu og höldnu á áfangastað. Þótt saga af gráðugum málaliðum sé ef til vill ekki til þess fallin að auka hróður lýðræðislegra vinnubragða sýnir hún samt að ríki, þar sem flestir fá að koma að ákvarð- anatöku og hlustað er á allar hug- myndir er síst verra stjórnarform en alræði hinna fáu.    Sagan minnti mig líka á sög-una af því þegar herir Oktav- íanusar og Antóníusar stóðu hvor gegn öðru nærri Brundisium 360 árum eftir göngu Xenófóns og fé- laga. Þá hafði Rómarveldi logað í borgarastríði um margra ára skeið og voru hermennirnir orðnir lang- þreyttir á að berjast við samborg- ara sína. Hundraðshöfðingjar í herjunum tveimur ákváðu því að nú væri nóg komið og neytuðu að berj- ast. Óbreyttir hermennirnir tóku mark á þessu og lögðu líka niður vopn og þurftu hershöfðingjarnir tveir því að tala saman eins og sið- aðir menn. Hippar spurðu stundum á sjöunda áratugnum hvað myndi gerast ef kallað væri til stríðs og enginn mætti á staðinn. Hundraðs- höfðingjarnir svara þessari spurn- ingu afar vel. Gangandi borgríki »Málaliðunum tíuþúsund hefur því verið líkt við gangandi borgríki, þar sem menn kusu leiðtoga sína, gjaldkera og greiddu atkvæði um hvernig takast ætti á við hinar ýmsu hindranir. Hörfað Málaliðarnir 10.000 hopa á þessu málverki Jean Adrien Guignet en verkið er í Louvre-safninu góða. LAUGARÁSBÍÓ THE FIGHTER Sýnd kl. 8 og 10:20 THE GREEN HORNET 3D Sýnd kl. 8 ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI 3D Sýnd kl. 6 ísl. tal SAW 3D Sýnd kl. 10:20 ótextuð ALFA OG ÓMEGA Í 2D Sýnd kl. 6 ísl. tal LITTLE FOCKERS Sýnd kl. 8 og 10 HHHHH „SKEMMTILEG, FYNDINN OG SPENNANDI” - S.V BOXOFFICE MAGAZINE SPENNANDI ÆVINTÝRI SEM FÆR ÞIG TIL AÐ GRENJA ÚR HLÁTRI. FRÁBÆR TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA. LÖGIN ERU BROTIN ÞEIM TIL BJARGAR í3D SÝND Í 3D HROTTALEG SPENNA Í ÞVÍVÍDD Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þúgreiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum Sýningartímar -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is VINSÆLA STA MYND VE RALDAR ÞRJÁR V IKUR Í RÖ Ð! NÁNARI UPPL. Á AF.IS OG MIDI.IS SMÁRABÍÓ Nánar á Miði.is Nánar á Miði.isBORGARBÍÓ THE DILEMMA kl. 5.50 - 8 - 10.10 THE GREEN HORNET 3D kl. 8 - 10.10 ALFA OG ÓMEGA 3D kl. 5.50 L 12 L Nánar á Miði.is THE DILEMMA kl. 5.30 - 8 - 10.30 THE DILEMMA LÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.30 THE GREEN HORNET 3D kl. 5.25 - 8 - 10.35 BURLESQUE kl. 8 - 10.35 ALFA OG ÓMEGA 3D kl. 3.30 THE TOURIST kl. 5.40 - 8 - 10.20 GULLIVER´S TRAVELS 3D kl. 3.30 - 5.50 MEGAMIND 3D ÍSL. TAL KL. 3.40 NARNIA 3 3D KL. 3.30 L L 12 L L 12 L L 7 THE FIGHTER KL. 5.30 - 8 - 10.30 BURLESQUE KL. 10.10 GAURAGANGUR KL. 5.50 - 8 LÍFSLÖNGUN kl. 6 Enskur texti BARA HÚSMÓÐIR kl. 8 Enskur texti HVÍTAR LYGAR kl. 5.20 Íslenskur texti EINS OG HINIR KL. 8 Enskur texti ÆVINTÝRI ADÉLE KL. 10 Íslenskur texti VELKOMIN KL. 10 Enskur texti 14 L 7 L L L L L L HÁSKÓLABÍÓGLERAUGU SELD SÉR 5% Ath: Tilboðin gilda ekki í Borgarbíó/haskolabio/smarabio -Þ.Þ., FRÉTTATÍMINN-H.S.S., MBL 5% Titilllag næstu plötu Fleet Fox- es, Helplessness Blues, er farið að fljóta um netið. Platan kem- ur út í maí komandi. Óhætt er að segja að tónlistaráhugafólk bíði spennt eftir þessari næstu plötu Fleet Foxes en frum- burður þessarar Seattle- sveitar sem kom út 2008 var lofaður í hástert og toppaði ófáa árslista málsmetandi tón- listargagnrýnenda.Nýmeti Fleet Foxes. Nýtt lag frá Fleet Foxes Ringo Starr, trymbillinn knái og kersknislegi, hefur sótt um einka- leyfi fyrir nafninu Ringo og hyggst hann nota það í tölvuleikjagerð samkvæmt því sem breskir miðlar komast næst. Miklar vangaveltur eru nú um það í Bretlandi hvað Ringo hyggst nákvæmlega gera. Kannski er hann kominn á bragðið eftir góða sölu á The Beatles Rock Band leiknum? Ringo er með varirnar læstar hvað málið varðar og hvorki geng- ur né rekur hjá breskum miðlum að fá hann til að láta nokkuð uppi. Það var sumarið 2009 sem hann og McCartney, bassagígjuleikari Bítalanna mættu glaðbeittir til að kynna leikinn áðurnefnda en hann hefur nú selst í um 2 milljónum ein- taka. Síðasta hljómplata Starr kom út á síðasta ári, Y Not, og þótti svona skítsæmileg, ekki mikið meira en það. Sólóferill Starr hefur verið gloppóttur í meira lagi þannig að tölvuleikjabransinn er kannski upp- lagður fyrir hann … Morgunblaðið/Ómar Tölvugúrú Ringo gamli Starr. Ringo í tölvuleikjagerð?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.