Morgunblaðið - 02.02.2011, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2011
Verk eftir Stefán Jónsson erusjaldséð á höfuðborg-arsvæðinu en um þessarmundir lætur hann að sér
kveða í Sverrissal Hafnarborgar með
sýningunni „Kjarvalar“, í frjórri og
bráðskemmtilegri samræðu við verk
og arfleifð Jóhannesar S. Kjarvals.
Til sýnis eru 10 skúlptúrar, eða Kjar-
valar, og 8 stafrænt prent sem bera
yfirskriftina Kjarval og ég.
Ríkuleg efniskennd skúlptúranna
vekur strax athygli sýningargesta.
Þeir eru unnir með ýmsum efnum, svo
sem gifsi, bronsi, steypu, hraungrjóti,
flísum, korki, lakki, garni, tré og
pappa. Efnin skírskota til listasög-
unnar, náttúrunnar, handverks og iðn-
aðar auk vísunar af ýmsu tagi í verk
Kjarvals. Hraungrjótið í verkinu Kjar-
vali XII (Í Meðallandi) er fengið beint
úr náttúrunni, ólíkt því sem „flust“
hefur með táknrænum hætti inn í verk
Kjarvals og þar með inn á söfn og
heimili. Túlkun Stefáns á Botnssúlum í
Kjarvala VIII, er á hinn bóginn fyrst
og fremst út frá verkum Kjarvals
fremur en hinni náttúrulegu fyr-
irmynd. Einföld form „fjalla“ eru
klædd prjónverki í jarðbundnum litum
og þannig vísar verkið til fortíðar og
alþýðumenningar. Stöpullinn – undir-
staðan – er þakinn blómableiku garni,
eins og til að árétta prjónaiðju kvenna,
starfa sem á sér stað á heimilinu.
Heimilið er raunar ekki langt und-
an í Kjarvölum Stefáns, enda ekki
ófáir heimilisveggir sem skarta Kjar-
valsverki. Oft á tíðum gefa slík verk
til kynna borgaralega stöðu eig-
endanna eða fjölskyldunnar, auk þess
sem þau lýsa tengslum náttúru og
sjálfsvitund þjóðarinnar í víðara sam-
hengi. Útfærsla verkanna Kjarvali V
(Úti og inni), VI (Mosi við Vífilsfell),
IX (Snjór og gjá) og XI (Dverghamr-
ar) undirstrikar heimilissamhengi
listaverkanna á kíminn hátt. Í Kjar-
vala V umbreytast mósaíkflísar í
„kúbískt“ fjallsform og í Kjarvala IX
er kunnuglegur klettur úr verkum
Kjarvals mósaíklæddur þar sem hann
hvílir á stöpli lögðum venjulegum
baðherbergisflísum. Í Kjarvala VI er
það annað algengt gólfefni híbýla,
korkur, sem tekur á sig svipmót lands
í lúmskri skírskotun til þeirra „verð-
mæta við hvert fótmál“ sem hraunið,
grjótið og mosinn í verkum Kjarvals
opnaði augu þjóðarinnar fyrir, eins og
oft er sagt. Stefán vekur þarna áleitn-
ar spurningar um gildismat, ekki síst
hvað snertir viðhorf til náttúru, listar
og markaðsvæðingar, og sókn eftir
efnislegum gæðum. Mörk listaverka,
nytjahluta og hönnunar eru á reiki í
verkinu Kjarvali XI þar sem slegið er
saman landslagssýn Kjarvals á
Dverghamra og fjöldaframleiddum,
lituðum glösum af ýmsum stærðum
og gerðum sem standa á gulu borði,
eða stalli.
Stefáni er hugleikið hversu Kjar-
valsverk, jafnvel sem hlutir meðal
hluta, eru samofin menningarvitund-
inni sem merkingarbær stef, minni
eða tákn í hversdagslegri tilveru.
Borgarsamhengi hinnar manngerðu
náttúru er undirstrikað í „endurgerð“
Stefáns á Fjallamjólk Kjarvals, eða
Kjarvali IV: viðarkubbum á trékassa
er hafa ásýnd borgarlandslags. Pens-
ilför á gifsformi á pappastöpli í Kjar-
vala X (Landslag) leiða hugann und-
ireins að málverkum Kjarvals, jafnvel
þótt efniviðurinn sé fábrotinn og
fjöldaframleiddur, auk þess að vísa til
safngeymslna. Skúlptúrarnir hafa
tvívíða virkni í þeim skilningi að þar
er gert ráð fyrir að horft sé að mestu
beint fram á þá, líkt og sést í tvívíðu
verkunum, Kjarval og ég. Þar virðast
áhrif Kjarvals yfirþyrmandi; svo er
sem sýn listamannanna tveggja hafi
runnið saman – er unnt að greina
þarna á milli?
Það býr í senn smitandi leikgleði og
íhugun í verkum Stefáns sem útfærð
eru af næmri tilfinningu. Kjarval er
miðlægur á sýningunni en verkin búa
engu að síður yfir eigin aðdráttarafli,
um leið og þau bregða upp óvæntum
og ögrandi sjónarhornum á verk Kjar-
vals og arfleifð. Raunar eru þau prýði-
legt dæmi um hvernig unnt er að
spinna áfram þræði úr listasögunni
þannig að hún birtist okkur sem sí-
kvikt og lifandi afl.
Kjarvalar á kreiki
Morgunblaðið/Golli
Listamaðurinn Stefán Jónsson við verk sinn Kjarvali III.
Morgunblaðið/Golli
Gólfefni „Stefán vekur þarna
áleitnar spurningar um gildismat...“
Hafnarborg – Menningar- og
listamiðstöð Hafnarfjarðar
Kjarvalar – Stefán Jónsson
bbbbm
Til 6. febrúar 2011. Opið kl. 11-17 alla
daga, fimmtud. til kl. 21. Lokað á þriðju-
dögum. Aðgangur ókeypis.
ANNA JÓA
MYNDLIST
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Þau Libia og Ólafur eru sífellt að takast á við fé-
lagslegar og pólitískar spurningar; þau eru ekki aðgerða-
sinnar en vinna sem slíkir innan listarinnar,“ segir þýski
sýningarstjórinn Ellen Blumenstein. Hún er að tala um
myndlist tvíeykisins Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar
sem verða fulltrúar Íslands á Feneyjatvíæringnum sem
verður opnaður í júní næstkomandi. Blumenstein var á
síðasta ári ráðin sýningarstjóri verkefnsisins. Þau búa öll
og starfa í Berlín og hafa átt í miklum samræðum þar
síðustu mánuði en Blumenstein hefur starfað sem sýn-
ingastjóri í rúman áratug og sett upp fjölda sýninga.
Blumenstein segir að á síðustu vikum hafi skýrst
hvaða stefnu sýning þeirra Libiu og Ólafs í Feneyjum
taki. „Þar koma saman verkefni og þræðir sem þau hafa
unnið með síðustu ár,“ segir hún. Þau Libia og Ólafur
hafa sýnt reglulega hér heima en starfa annars á meg-
inlandi Evrópu. „Eitt verkið sem þau vinna áfram með,
en með nýjum fókus, kannast margir við; „Your Country
Doesn’t Exist“. Þau byrjuðu að vinna með þá hugmynd
árið 2003 og hafa gert nokkrar útgáfur af því, hér á Ís-
landi og erlendis. Það verður sett upp á nýjan hátt sem
verk í opinberu rými í Feneyjum.“
Þau Libia og Ólafur munu því bæði vinnan innan nýs
sýningarrýmis sem ríkið hefur leigt úti í borginni, ekki
fjarri húsnæðinu sem Ragnar Kjartansson og Stein-
grímur Eyfjörð sýndu í á síðustu tvíæringum, en einnig í
opinberu rými í borginni.
Verkin bæði alvarleg og mótuð af leik
Í list sinni fást Libia og Ólafur við ákveðin ferli og
vinna með ýmsa miðla, myndbönd og hljóð þar á meðal.
Þegar Blumenstein er beðin um að lýsa list þeirra segir
hún að þau hafi upp á síðkastið rætt þær skilgreiningar.
„Ég sagði að mér þætti erfitt að lýsa verkunum þeirra
í einni eða tveimur setningum en þá spurðu þau: hvers
vegna ættirðu að vilja gera það?“ segir hún og hlær.
„Verk þeirra eru í senn alvarleg og mótuð af
ákveðnum leik, ákveðnum húmor. Ég ímynda mér að
hugmyndaauðgi þeirra sé svo mikil þar sem þau hafa af-
ar ólíkan bakgrunn, hér á Íslandi og á Spáni, og hafa ólík
áhugamál. Listin er vettvangur þar sem þessi áhugamál
þeirra mætast, á áhugaverðan hátt.
Ólafur og Libia spyrja ákveðinna spurninga, eins og
hvað við sem eintaklingar getum gert innan samfélags-
ins. Þau takast á við pólitískar spurningar sem þau færa
iðulega út úr safninu eða sýningarýminu; þau flytja
listina út í samfélagið og samfélagið inn í listheiminn.“
Blumenstein segir að þótt Libia og Ólafur vinni með
tæki listheimsins þurfi fólk ekki að vera innvígt í þann
heim, því þau vinna oft með myndbönd og kvikmyndir
sem má horfa á á sama hátt og tónlistarmyndbönd. „Og
fyrir vikið virka verkin ekki bara innan listheimsins held-
ur stökkva út úr honum,“ segir hún.
Í sambandi við sýningu Libiu og Ólafs í Feneyjum
kemur út sýningarskrá þar sem í fyrsta sinn verður
fjallað ítarlega um listsköpun þeirra síðasta áratug.
Vinna eins og aðgerðas-
innar innan listarinnar
Ellen Blumenstein er sýn-
ingastjóri Libiu Castro og
Ólafs Ólafssonar í Feneyjum
Morgunblaðið/Einar Falur
Ellen Blumenstein Sýningarstjórinn segir að á sýningu
Ólafs og Libiu komi saman þræðir úr fyrri verkum.
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Ofviðrið – „Ógleymanleg stund,“ B.S pressan.is
Ofviðrið (Stóra sviðið)
Fim 3/2 kl. 20:00 9.k Sun 20/2 kl. 20:00 Sun 13/3 kl. 20:00
Fim 10/2 kl. 20:00 10.k Fim 3/3 kl. 20:00
Fim 17/2 kl. 20:00 7.k Fim 10/3 kl. 20:00
Ástir, átök og leiftrandi húmor
Fjölskyldan (Stóra svið)
Fös 4/2 kl. 19:00 auka Fös 11/2 kl. 19:00 aukas Sun 27/2 kl. 19:00 lokas
Lau 5/2 kl. 19:00 aukas Lau 19/2 kl. 19:00 aukas
Síðustu sýningar
Faust (Stóra svið)
Sun 6/2 kl. 20:00 aukas Sun 13/2 kl. 20:00 aukas
Lau 12/2 kl. 20:00 aukas Fös 18/2 kl. 20:00 lokas
Aukasýningar vegna fjölda áskorana
Elsku Barn (Nýja Sviðið)
Mið 2/2 kl. 20:00 Mið 9/2 kl. 20:00 Mið 16/2 kl. 20:00
Fim 3/2 kl. 20:00 Fim 10/2 kl. 20:00 Fim 17/2 kl. 20:00 lokas
Sýningum lýkur í febrúar!
Afinn (Litla sviðið)
Fim 3/2 kl. 20:00 Fös 11/2 kl. 19:00 Fös 18/2 kl. 19:00
Fös 4/2 kl. 19:00 Lau 12/2 kl. 19:00 Lau 19/2 kl. 19:00
Lau 5/2 kl. 19:00 Sun 13/2 kl. 20:00 Sun 20/2 kl. 20:00
Sun 6/2 kl. 20:00 Fim 17/2 kl. 20:00 Sun 27/2 kl. 20:00
Óumflýjanlegt framhald Pabbans
Nýdönsk í nánd (Litla svið)
Mið 9/2 kl. 20:00 frums Mið 23/2 kl. 20:00 4.k Fös 25/2 kl. 22:00
Fim 10/2 kl. 20:00 2.k Fim 24/2 kl. 20:00 5.k
Mið 16/2 kl. 20:00 3.k Fös 25/2 kl. 20:00 6.k
Sáldrandi brjáli sem aldrei fyrr
Skoppa og Skrítla á tímaflakki (Litla svið)
Lau 5/2 kl. 14:00 Sun 13/2 kl. 14:00 Lau 26/2 kl. 14:00
Sun 6/2 kl. 14:00 Lau 19/2 kl. 14:00 Sun 27/2 kl. 14:00
Lau 12/2 kl. 14:00 Sun 20/2 kl. 14:00
Bestu vinkonur allra barna
Ath. Sýningar hefjast kl. 19:00
Nánar á leikhusid.is
Sími miðasölu 551 1200
Mbl, GSP
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ