Morgunblaðið - 02.02.2011, Side 11
eru ótrúlega næm á umhverfið sitt,
þau lesa í veðrið, vita nákvæmlega
hvernig er hægt að nýta hvaða
hluta af plöntu til matargerðar og
þau kunna að rækta allan þann mat
sem þau borða. Hluti af hug-
myndafræði skólans er að viðhalda
þessari mikilvægu þekkingu og því
sjá krakkarnir um garðinn við skól-
ann þar sem allt hráefni til mat-
argerðarinnar er ræktað, hrísgrjón,
kartöflur, maís, tómatar, kúrbítur,
eggaldin, chili, dahl, karrílauf, engi-
fer og krydd. Þar eru líka ávaxtatré
af ýmsu tagi og ótrúlegustu krydd-
jurtir. Það litla sem upp á vantar til
matreiðslu er fengið úr nágranna-
görðum. Við fengum því ævinlega
mat sem gerður var úr afar fersku
hráefni og við hvetjum fólk sem
kaupir uppskriftirnar okkar til að
taka þetta til fyrirmyndar og
styrkja íslenskan landbúnað með
því að kaupa íslenskt hráefni frekar
en innflutt. Betra væri þó að fólk
ræktaði sjálft sitt grænmeti úti í
garði, ef það hefur kost á.“
Taka virkan þátt í skólanum
Guðrún Hulda og Jóhanna
Björk fóru til Indlands síðastliðið
haust til starfa í skólanum sem er
svokallaður Rural Development
Fund-skóli (RDF) „RDF eru sam-
tök sem reka sjö skóla á Indlandi og
hugmyndafræðin byggist meðal
annars á lýðræði nemenda og kenn-
ara. Krakkarnir taka því virkan
þátt í rekstri skólans, fimmti bekk-
ur sér um nemendabankann, sjötti
og sjöundi bekkur sjá um að halda
skólanum hreinum, áttundi bekkur
sér um að rækta garðinn og níundi
og tíundi bekkur hjálpa til í eldhús-
inu. Jafnvel börnin í yngstu deild-
inni, sem eru fjögurra og fimm ára,
hafa hlutverk. Þau kunna að sauma
og þau sjá sjálf um að laga fötin
sín.“
Guðrún segir börnin í skól-
anum ekki taka menntun sem sjálf-
sögðum hlut, heldur séu þau afar
þakklát fyrir að geta verið í skóla,
því það er ekki sjálfsagt mál fyrir
þau að fá frí frá vinnunni heimafyrir
þar sem eru bæði skepnur, hrís-
grjónarækt og bómullarrækt. „Ekki
eru nema nokkur ár síðan skólinn
var stofnaður og því eru nemend-
urnir fyrsta kynslóð læsra ein-
staklinga á svæðinu. Þau eru mjög
metnaðarfull og ætla að nota
menntun sína til að bæta samfélagið
sitt.“
Bjuggu með 40 froskum
„Að vera í Matendla var
dásamlegt ævintýr. Við vorum ber-
fættar meira og minna allan tímann.
Herbergið okkar var mjög látlaust,
við sváfum á trébekkjum og bjugg-
um með 40 froskum. Við fengum
þrjár máltíðir á dag, aldrei fisk eða
kjöt, aðeins eitt harðsoðið egg á dag
með hádegisverðinum. Við bjuggum
í skólanum og þrátt fyrir fábrotinn
aðbúnað þá var hugsað mjög vel um
okkur. Á hverjum morgni færði
kokkurinn og dýrlingurinn Ramesh
okkur te og matreiddi dásamlegan
morgunverð. Matmálstímum fylgdi
ákveðin serimonía. Þegar öll börnin
370 voru sest niður í lótusstellingu
með diskinn sinn fóru þau með
möntru. Við matargerðina voru
aldrei notuð verkfæri. Hráefnið var
rifið, tætt og kreist og eldhúsið var
opið svæði með hlóðum. Okkur
fannst gott að fá hvíld frá vestrænu
neyslusamfélagi. Það var bæði ynd-
islegt og þroskandi að búa í þessu
fallega samfélagi.“
Indlandi
4
1 Guðrún Hulda (með appels-
ínugult sjal) og Jóhanna með nem-
endum sínum.
2 Yelava að skera eggaldin - Vang
Kaya - með fótahníf.
3 Einn af girnilegu réttunum
þeirra.
4 Matseld með berum höndum.
5 Kokkurinn Ramesh að störfum í
eldhúsinu.
3
5
2
Heimasíða Guðrúnar Huldar og
Jóhönnu Bjarkar:
www.web.me.com/creat-
ingrealities (þar má nálgast upp-
skriftirnar undir flipanum Buy a
Recipe.) Samtökin sem reka RDF
skólana: www.rdfindia.org
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2011
18% staðgreiðsla
Frá 1. janúar 2010 ber bönkum og öðrum fjármálastofnunum að reikna
og halda eftir 18% staðgreiðslu af vaxtatekjum og innleystum gengis-
hagnaði ársfjórðungslega. Sama gildir um arð sem greiddur er til eigenda
af eignarhlutum í félögum.
Athygli er vakin á breyttum reglum um skattalega meðferð á úthlut-
uðum arði sem fer umfram 20% af skattalegu bókfærðu eigin fé viðkom-
andi félags í lok viðmiðunartímans til þeirra sem skylt er að reikna sér
endurgjald vegna starfa í þágu félagsins.
Rafræn skil á fjármagnstekjuskatti
Nú er hægt að gera skil á fjármagnstekjuskatti á rafrænan hátt.
Farið er á þjónustusíðu ríkisskattstjóra, skattur.is, með kennitölu og aðallykli
eða skilalykli. Síðan er valið vefskil > staðgreiðsla fjármagnstekjuskatts
og opnast þá form útfyllingar. Fylgja þarf leiðbeiningum til enda og verður
þá til krafa í heimabanka gjaldanda. Hafi ekki verið um að ræða neinar skatt-
skyldar greiðslur arðs og vaxtatekna á tímabilinu skal gera grein fyrir því.
Gjalddagar
Fjármagnstekjuskattur er 18% frá 1. janúar 2010.
Gjalddagar afdreginnar staðgreiðslu eru 20. apríl, 20. júlí og
20. október 2010 og 20. janúar 2011. Eindagi er 15 dögum síðar.
Gjalddagi afdreginnar staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts
á fjórða ársfjórðungi 2010 er 20. jan. en eindagi er 4. feb.
Fjármagnstekjuskattur
Tímabilið 1. október - 31. desember