Morgunblaðið - 02.02.2011, Page 21

Morgunblaðið - 02.02.2011, Page 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2011 ✝ Ingibjörg Magn-úsdóttir fæddist í Reykjavík 6. júní 1918. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 26. janúar 2011. Foreldrar hennar voru hjónin Magnús Ólafsson bifreiða- stjóri í Reykjavík, f. 20. ágúst 1888, d. 1. janúar 1989, og Jón- ína Þorsteinsdóttir húsmóðir í Reykjavík, f. 5. október 1894, d. 2. maí 1938. Ingibjörg var önnur í röð þriggja alsystkina en þau voru Ragnheiður, f. 14. mars 1916, d. 29. apríl 1969, fyrri maki Kristinn Ragnar Jóhannesson, f. 28. desem- ber 1913, d. 19. ágúst 1954. Seinni maki Bóas Daði Guðmundsson, f. 20. mars 1919, d. 6. janúar. 1969. Bróðir Ingibjargar var Ísleifur Steinar, f. 28. nóvember 1923, d. 30. janúar 1943. Seinni kona Magn- úsar var Guðrún Sveinsdóttir, f. 3. nóvember 1919, d. 29. júní 2002. Synir þeirra, hálfbræður Ingi- bjargar, eru Steinar, f. 19. október 1946, Ólafur, f. 15. ágúst 1949, og Ingibjörg ólst upp í Reykjavík en barnaskólaár sín eða frá tíu til fjór- tán ára aldurs bjó hún ásamt for- eldrum sínum í Hrólfsskála á Sel- tjarnarnesi og gekk í Mýrarhúsaskóla. Vorið 1935 sótti hún matreiðslunámskeið í Hús- mæðraskólanum að Laugavatni og þar kynntist hún Gunnari verðandi eiginmanni sínum, sem var þar við nám í íþróttaskóla. 1939 giftast þau og flytjast austur á Fáðskrúðsfjörð þar sem Gunnar fékk kenn- arastöðu. 1946 flytjast þau til Nes- kaupstaðar þar sem Gunnar tók við stöðu skólastjóra Barnaskólans og búa þar í tæp fjörutíu ár. Fyrstu hjúskaparárin var Ingibjörg heimavinnandi húsmóðir og þurfti hún þá oft að taka á móti gestum innlendum sem erlendum í tengslum við starf eiginmannsins sem skólastjóra og íþróttafröm- uðar en síðar kenndi Ingibjörg handavinnu stúlkna í barnaskól- anum í Neskaupstað í nokkur ár. 1965 tekur hún við starfi bókavarð- ar í bókasafninu í Neskaupstað og starfar þar fram til ársins 1984 er þau hjónin flytjast suður til Reykja- víkur og setjast í helgan stein. Í Reykjavík bjuggu Ingibjörg og Gunnar í Hraunbæ 42 en 2006 flyt- ur Ingibjörg í þjónustuíbúð á Dal- braut og síðan 2008 á Skjól þar sem hún lést. Útför Ingibjargar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 2. febrúar 2011, og hefst athöfnin kl. 15. Þröstur, f. 15. ágúst 1959. Ingibjörg giftist 13. september 1939 Gunnari Ólafssyni skólastjóra í Nes- kaupstað, f. 21. júní 1911 að Efra Núpi í Miðfirði, d. 29. des- ember 2003. Ingi- björg og Gunnar eignuðust þrjá syni: 1) Ólafur Jóhann, f. 13. mars 1940, kona hans er Helga Frið- riksdóttir, f. 16. ágúst 1941, þau búa í Mosfellsbæ. Fóst- urdóttir þeirra var Hafrún Haf- steinsdóttir, f. 7. janúar 1971, d. 16. desember 2005. Sonur Ólafs er Örn, f. 20. mars 1962. 2) Magnús, f. 30. apríl 1944, kona hans er Morag Gunnarsson, f. 14. ágúst 1951, þau búa í Skotlandi. Börn þeirra eru Gréta, f. 15. júní 1974, Andri, f. 20. mars 1978, og Martin, f. 8. mars 1981. 3) Gunnar Ingi, f. 14. apríl 1948, kona hans er Vigdís Hall- grímsdóttir, f. 13. desember 1949, þau búa í Reykjavík. Börn þeirra eru Inga Hrund, f. 18. mars 1975, og Ketill, f. 28. febrúar 1980. Nú þegar lokið er fjörutíu ára sam- ferð okkar Ingibjargar tengdamóður minnar vil ég minnast hennar með nokkrum orðum. Fyrstu árin sem ég var í fjölskyld- unni bjuggum við hvor á sínu lands- horninu og vorum því ekki í dagleg- um samskiptum eins og síðar varð þegar við vorum öll flutt á höfuðborg- arsvæðið. Fjölskyldan var fyrst og fremst allt í lífi Ingibjargar. Strák- arnir hennar stóðu henni næst hjarta. Það þýddi ekkert að klaga Gunnar Inga fyrir henni, hún gat allt- af snúið hans málum honum í hag. Nú síðast fyrir jólin þegar ég var að segja henni frá bröndurum úr brand- arabók Elmu G. um Norðfirðinga nefndi ég að það væri skrýtið að það væri enginn brandari um Ólaf son hennar sem þó hefði verið fram- kvæmdastjóri í stóru fyrirtæki á Norðfirði í tuttugu ár. Hún var eld- snögg að koma með skýringu sem ekki var hægt að mótmæla, hvers vegna hann hefði ekkert erindi átt í þá bók. Ingibjörg vildi mér alltaf vel. Það tók mig smá tíma að skilja þetta. Ég kunni fyrst ekki að meta athuga- semdir hennar við fötin mín. En svo áttaði ég mig á að hún vildi hjálpa mér og leiðbeina. Ingibjörg lagði metnað sinn í heimili sitt. Hún hafði áhuga á mat- argerð og náði sér gjarnan í upp- skriftir úr dönsku blöðunum. Dönsku hafði hún lært að lesa hjá gamalli konu í Hrólfsskála á Seltjarnarnesi þegar hún átti heima þar barnaskóla- árin sín þ.e. milli tíu og fjórtán ára aldurs. Síðar lærði hún aðeins þýsku eftir linguafón til að undirbúa sig fyr- ir orlofsferð með Gunnari til Þýska- lands 1961 og það nýttist henni vel. Hún eignaðist síðar þýska tengda- dóttur og en svo skoska og síðast ís- lenska. Ég grínaðist með það að sú ís- lenska væri langbest, en þá brosti hún bara. Ingibjörg var orðin ferðalúin síð- ustu mánuðina. Nú í janúar þegar við Gunnar Ingi þurftum að segja henni þau döpurlegu tíðindi að litli dóttur- sonur okkar, hann Fannar Ingi, væri dáinn fór hún strax að hugga okkur og styrkja. Sagði að ég yrði að vera sterk, konur yrðu alltaf að vera sterkar. Sjálf hafði hún þurft að vera sterk á ungum aldri. Þegar hún var um átján ára aldurinn veiktust hún og systkini hennar af berklum og voru öll á berklahæli misjafnlega lengi þó og rúmu ári síðar dó móðir hennar úr krabbameini. Ingibjörg tengdamóðir mín var sterk sómakona. Vigdís. Kæra Ingibjörg, ekki grunaði okk- ur þegar við heimsóttum þig síðast- liðinn sunnudag og hittum þig hressa og káta í borðstofunni, að þú mundir eftir þrjá daga fara frá okkar. Núna eru liðin rúmlega 45 ár síðan leiðir okkar lágu fyrst saman er ég kom frá Berlín til Neskaupstaðar, nýgift Ólafi elsta syni þínum. Við fengum besta herbergið ykkar og vorum fyrsta árið hjá ykkar í skólastjórabústaðnum. Ég hafði enga reynslu sem húsmóðir. Hafði verið að mennta mig í tækni- greinum og ekki þurft að huga að eldamennsku, eða öðrum húsverk- um. Þú varst þá „húsmæðraskóli“ minn og ég gat mikið lært af þér. Þú hafði gaman af því að elda góðan mat og kunnir margt fyrir þér í handa- vinnu, ekki bara að prjóna og sauma, heldur líka í leðurvinnu og að búa til ýmsa fallega hluti úr hornum og beinum. Íslensku hafði ég ekki lært áður en ég kom til Íslands, en þú hafði nokkrum árum áður lært þýsku og hefur dvalið í nokkra mánuði í Þýskalandi, þegar Ólafur lærði þar. Strákarnir í fjölskyldunni kölluðu þetta mál eldhúsþýsku, en okkur gekk prýðilega að skilja hvor aðra og það var aðalatriðið. Við vorum 19 ár saman í Neskaupstað og gerðum margt saman. Þið pössuðuð oft fyrir okkur barn, hús og hund, þegar við vorum á ferðalögum. Þá mátti Haf- rún fara í fötin þín og breytast í fína dömu með skinnkraga, hatt og há- hælaða skó. Oft var lesið fyrir hana eða spilað. 1984 fluttum við öll saman suður. Þið voruð nýhætt að vinna, en voruð hress og voruð fullfær um að sinna áhugamálum ykkar. Gunnar í útivist eins og fjallaferðum, skauta- hlaupi og skíðagöngu. Þú meira inn- anhúss, hafðir falleg heimili, gerðir áfram allskonar handavinnu og varst tíður gestur í bókasafninu. Mágkon- urnar þínar Herborg og Aðalheiður komu oft í heimsókn og þið höfðuð gaman af því að spila, drekka kaffi saman og borða fínar kökur, sem þú hafðir bakað. Samband okkar eftir að suður kom var jafnnáið. Sérstaklega eftirminni- leg eru okkur Þorláksmessukvöldin hjá ykkar með stóru veisluborði fyrir öll börnin og barnabörnin ykkar, sem voru hér í Reykjavík og nágrenni. Þú varst búin að elda í marga daga og undirbúa stórkostlega veislu. Áfram héldum við aðfangadagskvöld hátíð- legt saman og munum sérstaklega sakna ykkar þann dag í framtíðinni. Þegar Gunnar dó, gastu ekki lengur hugsað um heimilið og fluttist fyrst á Dalbraut og síðan á Skjól, þar sem þér leið mjög vel og hrósaðir starfs- fólkinu oft fyrir góða umönnum og kærleik. Það er þess vegna líka í þínu nafni, sem ég vil þakka starfsfólki á 5. hæð á Skjóli fyrir frábæra umönn- um.Við eru búin að ganga langa og ánægjulega leið saman. Við Ólafur þökkum þér fyrir allt gamalt og gott. Hvíldu í friði. Þín tengdadóttir, Helga. Það að amma mín skuli hafa náð að verða rúmlega 92 ára með sína berkla- og reykingasögu er alveg hreint ótrúlegt. Hún hætti þó að reykja um sjötugt sem sýnir að það er aldrei of seint að hætta. Seinustu árin var hugur hennar orðinn frekar fjarlægur og hún var farin að rugla mér og dóttur minni saman. Mínar fyrstu minningar af ömmu eru þegar ég heimsótti hana á sumrin í Neskaupstað. Þá vann hún á bóka- safninu og ég fékk stundum að fara með þangað og stimpla heil ósköp. Svo var mjög spennandi að fara með henni að lesa af veðurathugunarstöð- inni. Eitthvað var hún að reyna að hjálpa mér við handavinnu og á ung- lingsárum mínum prjónuðum við eitt sokkapar saman. Ennþá á ég lopa- peysuna sem hún prjónaði á mig fyrir 20 árum. Þegar við fjölskyldan flutt- um í Árbæjarhverfið í næsta ná- grenni við afa og ömmu áttum við Ketill bróðir athvarf hjá þeim eftir skóla. Ég var nú 11-12 ára og vildi nú miklu frekar vera heima að hlusta á plötur á hæsta styrk heldur en að vera hjá ömmu en oftast kom ég nú við. Það var áhugavert að gramsa í skósafni og skartgripaskríni ömmu og mörgum sinnum skoðaði ég gömlu myndaalbúmin hennar. Amma hafði gaman af tónlist og sagði að ef heilsan hefði verið betri hefði hún dansað miklu meira. Amma og afi voru mjög samrýnd í ellinni en ég veit að amma hefði viljað sjá meira af honum þegar hann var á fullu í fé- lagsstörfunum á árunum sem þau bjuggu fyrir austan. Ég man þegar amma sagði frá því að hún hefði alltaf legið á sömu hliðinni og afi haldið ut- an um hana á nóttunni. Hann hefði nefnilega hrotið svo hátt, þess vegna heyrði hún alltaf svona illa á öðru eyranu. Nú hefur amma fengið hvíld- ina sína. Hún veitti glöð samþykki sitt fyrir því að drengurinn minn yrði jarðsettur hjá afa og það er fallegt til þess að hugsa að nú hvíli þau þar öll saman. Inga Hrund Gunnarsdóttir. Ég og amma mín höfum brallað ýmislegt saman í gegnum tíðina og átt margar skemmtilegar stundir saman. Eins og ömmur eiga víst til, þá var ýmislegt leyfilegt hjá ömmu sem ekki var hægt að láta sig dreyma um að gera heima hjá foreldunum. Til dæm- is þótti mér ótrúlega gaman að leika mér að eldspýtum og kertum þegar ég var krakki. Heima hjá mér var ekki vel séð að aðventukransinn skyldi vera notaður í þessa tilrauna- starfsemi. Hjá ömmu minni var hins vegar allt annað upp á teningnum. Þar var þessi ósiður gerður að alvöru áhugamáli, og amma mín safnaði fyr- ir mig kertabútum og notuðum eld- spýtum sem ég svo notaði til að búa til hálfgerða bálkesti þegar ég kom í heimsókn. Einu sinni varð bálið held- ur meira en lagt var upp með í byrj- un, þó að ekkert alvarlegt hefði nú gerst sem betur fer. Til öryggis ákvað faðir minn nú samt að fjárfesta í eldvarnarteppi handa brennuvörg- unum. Í Hraunbænum var ég oft hjá ömmu og afa eftir skóla og var það mér nokkurs konar annað heimili. Þar man ég annað hvort eftir að hafa verið í áðurnefndum eldverkefnum, eða þá að ég dundaði mér við að tálga. Einu sinni tálgaði ég nú reynd- ar af mér hálfan þumalinn hjá ömmu, en hún tók því bara með jafnaðargeði og batt um sárið eftir að hafa stoppað blæðinguna með svuntunni sinni. Hún amma mín var orðin mjög heilsuveil á síðustu árum. Þar sem ég var mestan þann tíma í útlöndum, gat ég ekki komið oft í heimsókn til henn- ar. En þá sjaldan ég kom var hún allt- af mjög glöð að sjá mig, og nokkurn veginn með hlutina á hreinu þó svo að hún spyrði mig nú stundum oft að því sama. Amma og afi voru alltaf góð við mig þegar ég var lítill drengur. Það er því gott að geta hugsað til þess að þau geti nú passað upp á litla dreng- inn hennar systur minnar þar sem þau hvíla öll saman. Hvíl í friði, amma mín, þinn, Ketill. Þegar við Kristín fluttumst til Neskaupstaðar haustið 1963 voru Gunnar Ólafsson og Ingibjörg Magnúsdóttir með þeim fyrstu sem við heimsóttum. Steinsnar var þá milli heimila okkar og hélst svo um áratugi þótt báðar fjölskyldurnar flyttu sig um set. Fyrir Kristínu sem hingað var komin í framandi um- hverfi var mikils virði að geta þegið ráð hjá Ingibjörgu sem reyndri hús- móður. Ólaf son þeirra þekktum við frá námsárunum í Þýskalandi þar sem hann festi ráð sitt, og þannig varð margt sem tengdi fjölskyldurn- ar saman. Gestkvæmt var á heimili þeirra, meðal annars af Fáskrúðs- firðingum, en á Búðum áttu þau heima öll stríðsárin uns Gunnar varð skólastjóri á Norðfirði 1946. Meðal þeirra sem áttu innkomu hjá þeim að vetrarlagi var Lúðvík Jósepsson sem leigði sína íbúð að jafnaði um þing- tímann. Við minnumst skemmtilegra kvöldstunda yfir kaffibolla hjá þeim hjónum þar sem aldrei skorti um- ræðuefni. Ingibjörg gaf körlunum ekkert eftir með skarplegum at- hugasemdum og græskulausri glettni sem var einn af hennar góðu eðliskostum. Ingibjörg vann verk sín heima fyr- ir áreynslulaust, að best varð séð, heimilið alltaf slétt og fágað og bar hannyrðakonunni fagurt vitni. Hún vann utan heimilis eftir að synir hennar þrír uxu úr grasi, kenndi handavinnu við Barnaskólann og varð síðan bókavörður eftir að Bóka- safn Neskaupstaðar flutti í nýtt hús- næði í Egilsbúð. Einnig þar var reiða á öllu og þægilegt andrúmsloft. Ef- laust lagði Gunnar þar einnig hönd að verki, sjálfur bókamaður og annt um varðveislu heimilda. Þau hjón voru hátt í fjóra áratugi ein af helstu stoð- um byggðarlagsins og féllu vel að því metnaðarfulla og róttæka andrúms- lofti sem þar ríkti á öldinni sem leið. Eftir að Gunnar hætti skólastjórn eystra lá leið þeirra hjóna til Reykja- víkur 1984, þar sem þau eignuðust á ný fallegt heimili. Ingibjörg var þar á heimavelli og skammt að leita til fjöl- skyldna sonanna sem þar voru bú- settir. Samverustundirnar strjáluð- ust en þó leið aldrei ár svo að leiðir lægju ekki saman. Undravert fannst okkur hversu aldurinn fór vel með þau bæði. Það er þess virði að komast á tíræðisaldur þegar andlegt þrek helst til síðustu stundar. Við þökkum Ingibjörgu og öllu hennar fólki sam- fylgdina. Kristín og Hjörleifur Guttormsson. Ingibjörg Magnúsdóttir ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HRÖNN THORARENSEN, lést sunnudaginn 23. janúar. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir fyrir frábæra umönnun og hlýju fær allt starfsfólk 2. h. s. á hjúkrunarheimilinu Eir. Sigríður Thorarensen, Kristján Thorarensen, Friðrik Thorarensen, Vilhelmína Thorarensen, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær eiginmaður minn, vinur, faðir, tengdafaðir og afi, JAN GERRITSEN blaðamaður, Blómsturvöllum 2, Stokkseyri, lést á heimili sínu sunnudaginn 16. janúar. Kveðjuathöfn hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Inga Hlöðvers, Rakel Hermannsdóttir, Salka, Ísak, Benjamín, Páll Hermannsson, Hafdís Bjarnadóttir, Guðni Kolbeinn, Bjarni, Niels Gerritsen, Alida, Suzanne Gerritsen, Jasmijn, Violet, Gijs Gerritsen, Froukje Luske, Luca. Lokað Lokað eftir hádegi í dag, miðvikudaginn 2. febrúar, frá kl. 12.00 vegna jarðarfarar BJÖRNS BJÖRNSSONAR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.