Morgunblaðið - 02.02.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.02.2011, Blaðsíða 23
anum með flugustöngina í hendi og þá helst eigin flugu sem agn. Við fór- um snemma saman til veiða og að- eins einu sinni gat ég kennt honum til verka. Það var þegar við fórum fyrst í Kjósina. Annars var Bjössi minn kennari, sem af þolinmæði leiddi mig inn í leyndardóma flugu- veiðinnar. Veiðiferðirnar voru margar og minningarnar skemmti- legar, en veiðiferðin til Rússlands sumarið 2008 var ævintýri fyrir okk- ur báða. Þar naut Bjössi sín sérstak- lega í glímunni við stórlaxinn. Í einkalífinu var Bjössi gæfumað- ur. Gagnkvæm ást og virðing ein- kenndi hjónaband hans og Önnu G. Egilsdóttur. Ekkert var dýrmætara í huga hans en fjölskyldan og tvær glæsilegar dætur, Elísabet og Eva. Og þótt Bjössi væri dulur maður á eigin líðan þá fór hann aldrei leynt með það hversu hreykinn hann var af dætrunum. Það er erfitt að kveðja góðan vin og einstakan samverkamann. Eftir lifir minningin um drengskapar- manninn Björn Björnsson. Einstak- ur maður er genginn til hvílu en ég sé Bjössa fyrir mér á fallegum ár- bakkanum, brosandi með stöngina í hendi, þar sem hann fylgist með lax- inum. En nú er komið að leiðarlokum. Fátækleg þakkarorð ná ekki að segja allt sem mér býr í brjósti. Við Ásta þökkum fyrir einstaka vináttu um leið og við færum Önnu, Elísa- betu og Evu okkar innilegustu sam- úðaróskir. Hjörtur Nielsen. Með Birni Björnssyni er genginn drengur góður. Heilsteyptur og réttsýnn maður, maður hugsjóna og vináttu. Leiðir okkar lágu fyrst saman þegar hann hóf störf fyrir Ísól og byrjaði að selja okkur allt milli himins og jarð- ar. Í okkar hópi var hann alltaf kall- aður Bjössi í Ísól. Hann var hafsjór af fróðleik um þær vörur sem hann seldi okkur og alltaf boðinn og búinn að veita ráðgjöf um efni og eigin- leika þess þegar leitað var til hans. Hann var mikill „fyrirtækismaður“, en alls ekki feiminn að ráðleggja að nota efni frá öðrum birgjum, ef hann taldi þau betri. Það varð til þess að við bárum óbifanlegt traust til hans og treystum orðum hans. Hann tal- aði ætíð vel um vinnuveitendur sína enda reyndust þeir honum vel í erf- iðum veikindum, sem nú hafa lagt hann, langt fyrir aldur fram. Fljótlega kom veiðiáhugi Bjössa í ljós enda mikill veiðimaður þar á ferð. Hann var ónískur að deila veiðisögum og leiðbeiningum um hvernig best væri að bera sig að með okkur sem styttra vorum komnir í veiðinni. Fyrir mörgum árum hélt hann fyrir okkur fluguhnýtingar- námskeið, sem enn eru við lýði hjá ÍAV. Stuttu eftir fyrsta námskeiðið var stofnaður veiðiklúbbur og var hann aðalhvatamaðurinn að þeim klúbbi. Undanfarin ár höfum við veitt í Laxá í Aðaldal, tuttugu manna hópur, þar sem aðaláherslan hefur verið lögð á samveruna og að njóta líðandi stundar, byggt á virð- ingu og bróðurkærleika. Ekki hefur sakað þó sett væri í einn og einn lax. Við Bjössi vorum sammála því að enginn gæti lýst þeirri upplifun bet- ur en Steingrímur Baldvinsson í Nesi þar sem hann segir: Þegar stríkkar stangartaumur, stöngin svignar, hjólið malar, þýtur um æðar þungur straumur, þanin taug við laxinn hjalar. Bjössi var okkar leiðtogi í veiði- klúbbnum. Ósérhlífinn skipuleggj- andi hópsins og um leið forystumað- ur í því að kalla hópinn saman og bóka veiðidaga. Hann lét ekki lang- vinna og erfiða meðferð stoppa sig í þessu. Til veiða skyldi haldið meðan stætt var. Um leið kenndi hann okk- ur hve djörfung, æðruleysi og bjart- sýni eru mikilvægir þættir í baráttu lífsins. Hann barðist hetjulega og þar sjáum við hann sem sigurvegara enda þótt skil verði nú á leið. Og þá koma aftur í hugann orð Steingríms í Nesi : Fiskur er ég á færi í lífsins hyl, fyrr en varir kraftar mínir dvína. Djarfleg vörn mín dugar ekki til, dauðinn missir aldrei fiska sína. Bjössa verður sárt saknað af veiðifélögunum sínum. Minning hans mun ætíð speglast í hyljunum okkar í Laxá. Þannig lifir minningin um góðan og heiðarlegan dreng sem lagði sig fram við að rétta öðrum hjálparhönd. Ástvinum hans sendum við sam- úðarkveðjur. Fyrir hönd veiðifélaga í Laxá í Aðaldal, Oddur H. Oddsson. Í dag kveðjum við vin okkar Bjössa sem hverfur á braut til nýrra heima langt fyrir aldur fram. Oft verður okkur hugleikið á svona stundum tilgangur lífsins og hvað lífið getur verið óvægið þegar góður vinur er tekinn frá okkur í blóma lífsins og ekki laust við að ákveðin reiði leiti á mann. Þegar við hugleiðum hvernig Bjössi var í við- kynningu og hvernig hann almennt tók á öllum málum þá hverfur fljótt öll reiði. Bjössi var ekki að velta sér upp úr því í lífinu af hverju hlutirnir væru svona eða hinsegin, heldur var honum miklu meira hugleikið að taka á hlutum með einurð og stefnu- festu og ekki síður af heiðarleika. Bjössi var maður sterkra skoðana og var ekkert að skafa utan að því ef honum mislíkaði athafnir eða gerðir manna. Hin mikla sérþekking Bjössa í starfi sem sölumaður, veiði- maður eða veiðileiðsögumaður dylst engum. Leituðu margir í viskubrunn hans bæði í leik og starfi og var hann ávallt reiðubúinn að miðla af þekk- ingu sinni á öllum sviðum. Það var eitt sem við lærðum fljótt í veiðiskap með Bjössa og það var ástundun í veiði og virðing fyrir um- hverfi í náttúru okkar. Í hans huga var magnið í veiði ekki takmark heldur miklu frekar ástundun og að njóta þessa að vera í veiði í fögru umhverfi og ekki síður að vera í góð- um félagsskap. Það var lýsandi fyrir Bjössa í veiði að oft þegar okkur þótti staðan æði vonlaus þá hélt hann alltaf áfram í sama hyl eða dreif okkur í þann næsta. Þegar við inntum eftir hvaða vitleysa þetta væri, að vera að þessu streði, var svar hans einfalt: „Maður verður að reyna, annars gerist ekkert.“ Þetta svar endurspeglar vel eljusemi hans í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og kennir okkur hinum að við verð- um allaf að reyna okkar besta í líf- inu. Hvort heldur sem er í leik, starfi eða í veikindum, við verðum „að reyna“. Það gerði Bjössi svo sann- arlega af öllum sínum kröftum, allt til síðasta dags og mættum við öll taka okkur það til eftirbreytni. Bjössa verður sárt saknað af öll- um sem til hans þekktu og við veiði- félagarnir höfum misst kæran fé- laga úr okkar röðum. Í huga okkar félaganna vitum við að Bjössi heldur nú á vit himneskra áa og tekur þar sín fögru fluguköst á himneska laxa sem okkur alla dreymir um að fanga. Við skulum rifja hér upp fyrsta og síðasta erindi úr kvæðinu Bæn veiðimannsins eftir Kristján frá Djúpalæk um leið og við kveðj- um kæran veiðifélag. Ó Vatnaguð heyr veiðimannsins bæn, sem vinur kem ég inn í ríki þitt, með guð í hug til alls að finna frið. Með ferðamal um öxl og stöng við hlið. Gef veiði mér, lát rætast djarfan draum, í dag, við þína hylji, flúð og straum, Ó Vatnaguð, heyr veiðimannsins bæn. Ó Vatnguð, heyr veiðimannsins bæn um vor og sól og dvöl við silungsá, við skyggðan hyl og stríðan flugustraum, með stöng við hlið lát rætast vetrar draum, um maðka, flugu, spón og sporða- köst, og sprækan fisk í silfurtærri röst. Ó Vatnaguð, heyr veiðimannsins bæn. Sendum Önnu og dætrum innileg- ustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Bjössa. Fyrir hönd veiðifélaga í Þverá, Pétur Hans Pétursson. Þegar við hugsum til samferða- fólks okkar í lífinu er athyglisvert að skoða hverjir það eru sem snerta við manni og gleðja með nærveru sinni. Bjössi var einn af þeim sem gáfu deginum lit og hann skilur eftir sig slóð af góðum minningum. Hann var greiðvikni þúsundþjalasmiðurinn sem mætti með hamar, sög og nagla þegar þörf var á að henda upp nokkrum spýtum eins og hann orð- aði það. Hann var fengsæli laxveiði- maðurinn sem elskaði árbakkann þar sem hann naut þess að kasta eig- in flugu og fanga þann stóra. Hann var glaðværi húmoristinn sem sagði skemmtilegar sögur með kaffinu. Hann var rökfasti náunginn sem ræddi um þjóðmál af svo miklum sannfæringakrafti að menn skiptu um skoðun eins og ekkert væri. Hann var jákvæði vinurinn sem var óspar á hrósyrði fyrir vel unnin störf og hvatti til dáða. Hann var hug- rakki björninn sem tók veikindin engum vettlingatökum, heldur barð- ist á móti og lét engan bilbug á sér finna. Þannig birtist Bjössi sam- ferðamönnum sínum; hlýr, greiðvik- inn, skemmtilegur og duglegur. Sínum nánustu var hann svo miklu miklu meira. Hann var eig- inkonu sinni Önnu, elskuríkur eig- inmaður og góður vinur og stelpun- um sínum Elísabetu og Evu, sterk og góð fyrirmynd, ástríkur faðir sem umvafði þær og dáðist að þeim. Missir þeirra er mikill og harmur sár en þær eru heppnar að hafa átt svona sterkan og góðan eiginmann og föður sem lifir í minningum þeirra og hjörtum um ókomin ár. Um leið og við kveðjum okkar góða vin þökkum við af heilum hug fyrir að hafa fengið að kynnast þess- um stórbrotna baráttujaxli og góða dreng. Við erum lánsöm að hafa fengið að vera samferða manni eins og Bjössa á lífsins leið. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Viðar, Guðlaug, Arnar Gísli og Gunnlaugur Gísli. Í draumalandinu okkar skín sól í heiði í landi Litla-Klofa í Landsveit í Rangárþingi og við sjóndeildar- hringinn rís Hekla eins og drottning eldfjallanna upp úr hraunjaðri tún- anna. Í augum barnanna virðast túnin óendanleg og víðáttumikil, eins og stór leikvangur byggður af náttúrunnar hendi. Alla hlakkar til að koma í heimsókn til Busa frænda og Önnu, sem ásamt dætrum sínum, Elísabetu og Evu, taka ævinlega vel á móti gestum. Dvölin þar hefst um það leyti sem skrjóðurinn skríður yfir plankabrúna við Stöðvarhyl í Minnivallalæk og spennan við að komast í sveitina til frændfólksins, yfirstígur frekari sætaskipan. Krakkarnir og hundurinn Bangsi hlaupa eins og þau eigi lífið að leysa út og undan farartækinu, stökkva yfir hliðið og hverfa sjónum. Við hjónin slökum á við angan umhverf- isins og hlýðum á létt tif lækjarins leika um sína máðu steina. Við vitum að frekari unaður bíður okkar í kotinu káta og erum engin undan- tekning á þeirri reglu gestgjafanna. Sumarsólstöður eru heldur engu lík- ar! Við taka fjörugar nætur og elju- samir dagar. Túnið slegið með vélknúinni sláttuvél, sem beygir ávallt til vinstri þegar stýrinu er snúið til hægri og öfugt. Busi tekur ævinlega fyrsta hringinn, ekur í kringum trén, sem þau hjónakornin hafa gróðursett af natni á undan- förnum árum og treystir mér til þess að sjá um afganginn. Ég bý að reynslu sem hann telur þess verða að hleypa mér á öfugsnúðinn. Eftir slátt og rakstur er borið á verstu bit- in eftir mýið, sem þyrlast hefur upp við atganginn. „Hættu þessu voli, veimiltítan þín, það er ekkert að þér!“ segir hann í stríðni og hlær. Ég bít á jaxlinn með kláða og roða að afloknu góðu dagsverki. Börnin vaða lækinn á meðan hundurinn svamlar og geltir á ærnar og lömbin á tjarnarbakkanum. Sólin sígur til viðjar á bjartasta degi ársins og sendir síðustu sólargeislana sína yf- ir sveitina. Fjörugir púkarnir fá frest til morguns, til að endurhlaða lífsneistann og ungdóminn. Næsta dag tekur við veiði í Tangavatni, vel- útilátin grillveisla og fullvissa um að lífið leiki okkur við. Eitthvað á þennan veg munum við njóta minninganna úr sveitinni með frænda okkar og fjölskyldu hans, sem lifandi tákni um frændsemi og góðan vilja í gegnum tíðina. Samúð okkar liggur hjá fjölskyldu og ættmennum góðs drengs og frænda. Valur Ketilsson og fjölskylda. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hafðu þökk fyrir allt og allt, kæri vinur. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum það yrði margt, ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta, þá helstu tryggð og vináttunnar ljós. Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir) Elsku Anna okkar, Elísabet og Eva, góður Guð styrki ykkur og styðji í ykkar miklu sorg. Helga og Ágúst. Í dag kveðjum við kæran vin og samstarfsfélaga, Björn Björnsson. Björn var slyngur veiðimaður og mikill náttúruunnandi. Björn, eða Bjössi eins og við kölluðum hann alltaf, starfaði með okkur í mörg ár sem leiðsögumaður, mestmegnis á bökkum Eystri-Rangár. Hann hafði mjög hlýlegt viðmót og varð gjarnan mikill vinur bæði samstarfsmanna sem og viðskiptavina. Á veturna kom Bjössi oft við í kaffi og spjall á skrifstofuna sem var alltaf gaman, enda maðurinn einstaklega glað- lyndur og skemmtilegur. Hann gerði ávallt lítið úr veikindum sínum og gerði allt sem í hans valdi stóð til að sinna leiðsögu og veiðimennsku. Svo mikill var áhuginn fyrir veiðinni að ekkert fékk hann stöðvað. En Bjössi lét aldrei deigan síga, hann var manna hjálplegastur þegar kom að því að leysa vandamál og tók veikindum sínum af ótrúlegu æðru- leysi. Við erum afskaplega þakklát öll að hafa fengið að kynnast Bjössa, eiga hann fyrir vin og samstarfs- mann. Við þökkum honum fyrir allt sem hann var okkur, hans er þegar sárt saknað. Við biðjum Guð að styrkja fjöl- skyldu Bjössa á þessum erfiðu tím- um. Kveðja, félagar hjá Lax-á, Stefán Sigurðsson. HINSTA KVEÐJA Elsku frændi minn. Kraftur og dugnaður fylgdi þér alltaf, svo drífandi og hress. Þannig minnist ég þín með söknuði og þakklæti fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Megi góður Guð geyma þig. Síðustu geislar sólar í vestur horfnir Fyrstu geislar í austri endurbornir. (Gunnar Dal). Ásdís Ólafsdóttir. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Elsku Anna, Elísabet og Eva við vottum ykkur og öðrum ást- vinum Bjössa okkar dýpstu samúð. Minning um góðan og einstakan mann lifir. Hugrún og Hrafnhildur. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2011 ✝ Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og tengdasonur, MATTHÍAS BJARKI GUÐMUNDSSON, sem lést miðvikudaginn 26. janúar, verður jarð- sunginn frá Hjallakirkju föstudaginn 4. febrúar kl. 11.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands, Ljósið eða önnur líknarfélög. Björg Ragna Erlingsdóttir, Lúðvík Már Matthíasson, Máni Matthíasson, Markús Ingi Matthíasson, Guðmundur G. Magnússon, Anna Björk Matthíasdóttir, Magnús Víðir Guðmundsson, Kristín K. Ólafsdóttir, Ágúst Hlynur Guðmundsson, Kristín Valdemarsdóttir, Erlingur Lúðvíksson, Jakobína Ingadóttir. ✝ Móðursystir okkar og mágkona, ÞORBJÖRG ANDRÉSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 44, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 31. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Andrés Svavarsson, Kristín Svava Svavarsdóttir, Guðni Birgir Svavarsson, Rannveig Beiter, Svavar Guðnason og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.