Morgunblaðið - 02.02.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.02.2011, Blaðsíða 28
28 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2011 Sudoku Frumstig 4 7 5 3 2 1 5 8 9 3 9 5 7 4 2 8 7 8 2 3 1 2 9 4 3 8 3 1 2 4 2 7 4 8 7 9 2 3 8 5 9 2 8 5 7 8 1 4 5 4 2 7 9 2 9 4 5 8 1 9 8 3 6 4 7 8 5 6 1 3 8 4 2 5 3 1 6 8 4 5 2 1 9 7 3 9 2 7 3 8 6 1 5 4 3 1 5 9 7 4 2 6 8 5 9 8 2 6 7 4 3 1 4 6 1 8 3 9 7 2 5 7 3 2 4 1 5 6 8 9 8 7 6 1 9 3 5 4 2 2 4 9 6 5 8 3 1 7 1 5 3 7 4 2 8 9 6 1 2 6 9 8 3 5 7 4 8 4 9 5 7 6 1 3 2 7 5 3 2 4 1 8 9 6 3 1 2 6 9 5 7 4 8 5 7 8 4 1 2 3 6 9 6 9 4 8 3 7 2 5 1 4 6 1 7 5 8 9 2 3 2 3 5 1 6 9 4 8 7 9 8 7 3 2 4 6 1 5 7 6 9 4 1 2 8 3 5 4 1 8 5 3 6 2 9 7 5 3 2 8 7 9 6 4 1 3 5 6 1 8 4 9 7 2 9 4 1 2 6 7 5 8 3 2 8 7 9 5 3 1 6 4 8 7 4 6 2 5 3 1 9 1 9 5 3 4 8 7 2 6 6 2 3 7 9 1 4 5 8 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er miðvikudagur 2. febrúar, 33. dagur ársins 2011 Orð dagsins: Úr fjarlægð birtist Drott- inn mér: „Með ævarandi elsku hef ég elskað þig. Fyrir því hefi ég látið náð mína haldast við þig.“ (Jer. 31, 3.) Sögnin að staðsetja nýtur munmeiri vinsælda en hún á skilið. Menn og mannvirki eru staðsett út um allar trissur. Víkverji las um daginn að staðsetja ætti hús á tilteknum stað og fannst að nær hefði verið að tala um hvar húsið ætti að rísa. Eins er hægt að tala um að hús standi til dæmis á Skagaströnd og einstaklingar geta einfaldlega verið á Raufarhöfn í stað þess að vera staðsettir þar. x x x Sögnin að byggja hefur fengið allt ofmikið vægi í málinu. Talað er um að byggja hús, göng, vegi og brýr. Vík- verja finnst mun stílhreinna að tala um að reisa hús, grafa göng, leggja vegi og smíða brýr. Hann bíður hins vegar eftir að heyra einhvern tala um að byggja blað í stað þess að prenta það. x x x Þá er tilhneigingin til að gera ein-falda hluti flókna allt of algeng. Nýlega las Víkverji vangaveltur um hvað myndi gerast héldi heimsmark- aðsverð á tiltekinni vöru áfram að þróast á óhagstæðan hátt. Eftir smá umhugsun áttaði Víkverji sig á að spurningin var sú hvort verðið héldi áfram að hækka. Þarna hefði eitt orð komið í stað fjögurra. x x x Rétt fyrir hrun keypti Víkverji sérnýjan bíl. Nýja bíla á ekki að þurfa að skoða fyrr en þeir verða þriggja ára. Bílnúmer Víkverja kveður hins vegar á um að hann eigi að láta skoða bílinn sinn í janúar og gildir þá einu að hann hefur bara átt hann í tvö og hálft ár. Víkverja finnst þetta mót- sagnakennt. Lesendum kann að virð- ast þetta sparðatíningur, en þá má benda á að samkvæmt þessu gætu sumir ekki þurft að láta skoða bílinn sinn fyrr en þeir hafa átt hann í fjögur ár, það er ef þeir hafa keypt hann í janúar, en bílnúmerið kveður á um að þeir eigi ekki að koma með hann í skoðun fyrr en í janúar. Einstaklingur, sem kaupir í desember, en þarf að láta skoða í janúar, þyrfti hins vegar að láta skoða bílinn eftir aðeins tvö ár. Þrjú ár hvað? víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 sníkja, 4 sér eftir, 7 hitt, 8 snákum, 9 hagnað, 11 grugg, 13 óska, 14 rán- dýr, 15 smábátur, 17 líkams- hluta, 20 lík, 22 gufa, 23 við- felldin, 24 kylfu, 25 örlæti. Lóðrétt | 1 kjaftæði, 2 fugls, 3 ójafna, 4 stuðningur, 5 fær af sér, 6 pílára, 10 skott, 12 gúlp, 13 fjandi, 15 ís, 16 mannsnafn, 18 forar, 19 skynfærin, 20 lof, 21 guð. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 handfærið, 8 suddi, 9 telja, 10 lúi, 11 renna, 13 rimma, 15 gamma, 18 snáfa, 21 fim, 22 lítil, 23 ámóta, 24 fiðringur. Lóðrétt: 2 aldin, 3 deila, 4 æptir, 5 illum, 6 ósar, 7 haka, 12 næm, 14 iðn, 15 gull, 16 metri, 17 aflar, 18 smáan, 19 Áróru, 20 afar. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 e5 7. Rb3 Be7 8. Be3 0-0 9. g4 Be6 10. g5 Rfd7 11. h4 Rb6 12. Dd2 R8d7 13. f4 exf4 14. Bxf4 Re5 15. 0-0-0 Hc8 16. Kb1 Dc7 17. h5 Hfe8 18. Ka1 Bf8 19. Rd4 Dc5 20. g6 Rec4 21. Bxc4 Rxc4 22. Dd3 fxg6 23. hxg6 h6 24. Dg3 Db6 25. Bc1 Da5 26. Hdf1 Re5 27. Rd5 Bxd5 28. exd5 Dxd5 Staðan kom upp í A-flokki Tata Steel- skákhátíðarinnar sem lauk fyrir skömmu í Wijk aan Zee í Hollandi. Stigahæsti skákmaður heims, Norðmað- urinn Magnus Carlsen (2.814), hafði hvítt gegn Bandaríkjamanninum Hik- aru Nakamura (2.751). 29. Bxh6! gxh6 30. g7! Be7 svartur hefði einnig tapað eftir 30. … Bxg7 31. Rf5. 31. Hxh6 Rf7 32. Dg6! Rxh6 33. Dxh6 Bf6 34. Dh8+ Kf7 35. g8=D+! Hxg8 36. Dxf6+ Ke8 37. He1+ og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Þangbrandur svarar. N-Enginn. Norður ♠76 ♥G9632 ♦D1042 ♣108 Vestur Austur ♠-- ♠953 ♥KD1085 ♥Á74 ♦K973 ♦ÁG6 ♣KG62 ♣D953 Suður ♠ÁKDG10842 ♥-- ♦85 ♣Á74 Suður spilar 5♠ doblaða. Lítum til vesturs. Norður passar í upphafi, makker líka og suður opnar á 4♠. Á vestur að blanda sér í sagnir? Enginn á hættu. Þangbrandur þreytti var spurður álits. Hann sagði: „Í mínum huga koma þrjár sagnir til greina: dobl, 4G og pass. Ég myndi kasta upp krónu og dobla ef fiskurinn kemur upp, segja 4G ef bergrisinn birtist, en passa ef peningurinn lendir upp á rönd.“ Á þessa speki reyndi í lokaumferð- inni í tvímenningi Bridshátíðar. Þeir keppendur sem dobluðu 4♠ fengu 16% skor fyrir að gefa út 590. Þeir sem völdu passið hlutu 49% fyrir mín- us 420, en best vegnaði þeim sem börðust í 4G. Yfirleitt ýtti sú sögn suðri í 5♠, einn niður. Hundrað- kallinn (einn niður í 5♠ dobluðum) gaf AV 88% skor. 2. febrúar 1988 Hjarta og lungu voru grædd í Halldór Halldórsson, 25 ára Kópavogsbúa, fyrstan Íslend- inga. Aðgerðin tók átta klukkustundir og var gerð í London. 2. febrúar 1990 Þjóðarsáttin. Launþegar og atvinnurekendur undirrituðu heildarkjarasamninga sem áttu að ná verðbólgu hratt nið- ur og tryggja atvinnuöryggi. „Tímamótasamningar,“ sagði í fyrirsögn á forsíðu Tímans. Árið áður hafði vísitala neysluverðs hækkað um 21%. 2. febrúar 1996 Mjög hásjávað var. Sjór flæddi inn í kjallara húsa á Álftanesi og gekk yfir þjóðveginn á Kjalarnesi og í Brynjudal. Skemmdir urðu við höfnina í Flatey og á Reykhólum. 2. febrúar 1998 Fréttavefur Morgunblaðsins, mbl.is, var opnaður. Fyrsta mánuðinn voru að meðaltali um fimm þúsund heimsóknir á dag en nú eru notendur um 390 þúsund á viku. Gagnasafn Morgunblaðsins hafði verið aðgengilegt síðan 1994. 2. febrúar 1998 Samningur milli Íslenskrar erfðagreiningar og svissneska lyfjafyrirtækisins Hoffman La Roche um rannsóknir á tólf sjúkdómum var undirritaður í Perlunni. Samningsupphæðin var 15 milljarðar króna á fimm árum. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… mbl.is Ásgeir Elíasson fagnar tvítugsafmæli sínu í dag en hann segist ekki hafa skipulagt neitt sérstakt í til- efni dagsins. Skóladegi Ásgeirs lýkur á hádegi og því ætti honum að gefast nægur tími til að gera sér glaðan dag. „Ég held svo pínu upp á afmælið á föstudaginn og býð nánustu vinum og fjölskyldu.“ Aðspurður segist Ásgeir ekki hafa haldið mikið upp á afmæli sín hin síðari ár en 18. ára afmælið hans er honum minnisstæðast. „Ég hélt partí á verkstæðinu hjá pabba mínum og það vakti ekki lukku. Það var svolítið meira en hann gerði ráð fyrir. Aðeins meira vín en átti að vera.“ Ásgeir segir pabba sinn ekki erfa þetta atvik og honum lítist vel á að son- urinn sé að bjóða til afmælisveislu í ár. Ásgeir leggur stund á nám í bifvélavirkjun í Borgarholtsskóla ásamt því að ljúka stúdentsprófi. Samhliða náminu æfir hann og keppir í mótorkrossi og á hann, þrátt fyrir ungan aldur, tvö mótor- krosshjól. „Maður skipuleggur æfingarnar sjálfur og ég fer helst á Mótómos, sem er brautin í Mosfellsbæ.“ Aðspurður hvað sé efst á óskalistanum í ár slær Ásgeir á létta strengi: „Eitthvað rándýrt og ljótt sem ég get ekki notað.“ hugrun@mbl.is Ásgeir Elíasson er tvítugur í dag Afmælisveislan á föstudag Nýirborgarar Danmörk Alex- ander Leslie fæddist 22. júní kl. 13.49. Hann vó 3.650 g og var 50 cm lang- ur. Foreldrar hans eru Jenni- fer Ann Kric- ker og Páll Mel- steð Ríkharðs- son. Flóðogfjara 2. febrúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 6.13 3,9 12.28 0,6 18.28 3,6 10.06 17.18 Ísafjörður 1.59 0,4 8.07 2,1 14.35 0,3 20.23 1,8 10.27 17.07 Siglufjörður 4.14 0,3 10.22 1,3 16.47 0,1 23.06 1,1 10.10 16.49 Djúpivogur 3.28 1,9 9.36 0,4 15.28 1,7 21.39 0,2 9.40 16.43 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Reyndu að rífa þig upp úr gamla farinu þótt ekki sé nema að gera hlutina í annarri röð en í gær. Sá sem er ánægður hefur meiri drifkraft, öfugt við þann óánægða. (20. apríl - 20. maí)  Naut Reyndu að skoða hegðun þína í raun- sæju ljósi þannig að þú getir lært eitthvað nýtt um sjálfa/n þig. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú þarft að sýna sveigjanleika til þess að geta leyst það mál sem þyngst hvílir á þér. Taktu ekki meira að þér en þú getur staðið við. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Reyndu að ná þeim áhrifum að þú getir opnað þér nýjar leiðir í leik og starfi. Hjón lífga upp á sambandið með því að eyða tíma saman. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Dugnaður þinn gæti ógnað núverandi samböndum. Ástin er eitt sinn hafnaði þér gerði þig bæði elskulegri og þolinmóðari. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Trygglyndi þitt er þekkt. Fiskar og sporðdrekar sýna þér virðingu. Þekkir þú ekki þín takmörk? (23. sept. - 22. okt.)  Vog Mundu að græddur er geymdur eyrir. Einhver reynir að bregða fyrir þig fæti en það mun ekki takast. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það er engin ástæða til að gera of mikið úr hlutunum þótt allt gangi ekki upp hjá þér. Gerðu hreint fyrir þínum dyrum. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það léttir lífið að slá á létta strengi en mundu að öllu gamni fylgir nokk- ur alvara. Allt á sinn tíma og nú er aðalmálið að halda fast utanum budduna. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Hafðu nánar gætur á fjármálunum því lítið má út af bera svo ekki skapist af meiriháttar vandræði. Einhver sem þú ekki þekkir sýnir þér velvilja. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Ástvinir munu vilja hjálpa þér og leysa öll þín vandamál – í flestum tilfellum á rangan hátt. Tækifærin eru mörg svo þú átt ekki að vera í vandræðum með að velja. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Notaðu tækifærið og skipuleggðu ferðalag eða sestu aftur á skólabekk. Innst inni veltir þú því fyrir þér hvert þú eigir raun- verulega að stefna í lífinu. Stjörnuspá Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.