Morgunblaðið - 02.02.2011, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.02.2011, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2011 FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Mikil óvissa ríkir um framvinduna í Egyptalandi ef Hosni Mubarak, for- seti landsins, hrökklast frá völdum eða lofar að sækjast ekki eftir endur- kjöri í september þegar forsetakosn- ingar eiga að fara fram. Stjórnvöld á Vesturlöndum óttast að skyndileg afsögn Mubaraks myndi leiða til pólitísks tómarúms og glund- roða sem íslamskir öfgamenn geti fært sér í nyt og herinn kunni þá að þurfa að taka völdin í sínar hendur. Stjórn Bandaríkjanna hefur því hvatt til „skipulagðra umskipta“ í Egyptalandi til að koma í veg fyrir glundroða og átök. Í slíkum umskipt- um gæti falist að Mubarak og nánustu samstarfsmenn hans lofuðu að láta af embætti eftir forsetakosningarnar og leiðtogar stjórnarandstöðunnar féll- ust á viðræður um tilhögun kosning- anna. Skiptar skoðanir um ElBaradei Verði þessi lausn ofan á er hugsan- legt að Mohamed ElBaradei, fyrrver- andi framkvæmdastjóri Alþjóða- kjarnorkustofnunarinnar, fari fyrir bráðabirgðastjórn sem fengi það verkefni að undirbúa lýðræðislegar forsetakosningar og einnig kosningar til nýs þings. Vandinn er hins vegar sá að ekki er víst að ElBaradei, sem er 68 ára, njóti nægilegs stuðnings meðal þeirra sem taka þátt í götumótmælunum og krefjast þess að Mubarak segi af sér þegar í stað. Það skiptir mjög í tvö horn um álit mótmælendanna á El- Baradei. Margir þeirra segjast ekki líta á hann sem Egypta vegna þess hversu lengi hann hefur starfað er- lendis. Hóparnir sem taka þátt í mótmæl- unum eru mjög sundurleitir og eiga fátt sameiginlegt annað en andstöð- una við Mubarak. „Við viljum hvorki ElBaradei né Bræðralag múslíma og við viljum ekki stjórnarflokkinn,“ hafði The New York Times eftir þrí- tugum mótmælanda í Kaíró. „Fyrirsláttur og lygi“ Vestrænir ráðamenn tortryggja einnig Bræðralag múslíma, stærsta stjórnarandstöðuflokk Egyptalands. Nokkrir þeirra hafa látið í ljósi áhyggjur af því að íslamskir öfga- menn komist til valda ef efnt verður til lýðræðislegra kosninga. Tony Blair, sendimaður Kvartettsins svo- nefnda í Mið-Austurlöndum, hefur varað við því að uppreisnin geti leitt til „trúarlegs einveldis“. Khalil al-Anani, sérfræðingur í stjórnmálabaráttu íslamista í Egyptalandi, segir að margir Vestur- landabúar ofmeti áhrif Bræðralags múslíma í landinu og telur að sam- tökin geti ekki náð meirihluta á þinginu. „Algengt er að menn ýki hlutverk Bræðralagsins í egypsku samfélagi,“ hefur Guardian eftir Al- Anani. „Stjórn Mubaraks var leikin í því að ýkja áhrif Bræðralagsins og lýsa því sem ógn við egypska sam- félagið og Vesturlönd. Þetta var fyrirsláttur ein- ræðisstjórnar Mub- araks og lygi.“ Vill eitt kalífa- dæmi Bræðralag músl- íma var stofnað í Egyptalandi 1928 og fékk um 20% at- kvæða í þingkosning- um árið 2005 áður en stjórn Mubaraks bann- aði flokkinn. Bræðralag múslíma er öflugt í fleiri arabalöndum og samtökunum hefur verið lýst sem áhrifamestu hreyfingu íslamista í heiminum. Yfirlýst mark- mið samtakanna er að stofna íslamskt ríki, þ.e. ríki sem lúti íslömskum lög- um. Lokamarkmið samtakanna er að sameina araba í eitt kalífadæmi eins og var fyrstu aldirnar eftir dauða Mú- hameðs spámanns. Þess má geta að hryðjuverkaleið- toginn Osama bin Laden hefur einnig átt sér þann draum að sameina araba í íslamskt kalífadæmi en Bræðralag múslíma segist vera andvígt því að of- beldi sé beitt til að ná markmiðunum. Stjórn Mubaraks hefur dregið slíkar yfirlýsingar samtakanna í efa og sak- að þau um manndráp í Egyptalandi. Þótt Mubarak kunni að hafa ýkt hættuna hljóta að vakna spurningar um hvernig yfirlýstur stuðningur Bræðralags múslíma við meginreglur lýðræðisins samræmist því markmiði samtakanna að stofna íslamskt kalíf- adæmi. „Bræðralag múslíma er vissu- lega ekki eins og talibanar, en er það nógu líkt flokkum á borð við AK- flokkinn í Tyrklandi – hófsaman ísl- amskan flokk – til að geta myndað einhvers konar gagnleg tengsl við Vesturlönd?“ spyr fréttaskýrandi BBC, Tarik Kafala. Óttast valdatómarúm og upplausn Reuters Fjöldamótmæli Hundruð þúsunda Egypta komu saman í miðborg Kaíró í gær til að krefjast þess að Hosni Mubarak léti af embætti forseta.  Óttast að hugsanleg afsögn Mubaraks leiði til glundroða sem íslamskir öfgamenn geti fært sér í nyt  Bræðralag múslíma stefnir að íslömsku ríki en sérfræðingur telur að áhrif samtakanna séu ofmetin Á varðbergi Hermaður á verði við opinbera byggingu í Kaíró. Einvaldur Mótmælandi í Kaíró með mynd af Hosni Mubarak. Efnahagslífið í Egyptalandi er að lamast vegna pólitísku ólgunnar sem hefur meðal annars orðið til þess að bankar hafa verið lokaðir, skortur er á eldsneyti, starfsemi verksmiðja hefur stöðvast og ferða- menn hafa flúið landið. Ákveðið var að loka bönkunum af ótta við að margir sparifjáreig- endur tæmdu bankareikninga sína vegna óvissunnar í landinu. Skortur á reiðufé hefur orðið til þess að margir hraðbankar hafa einnig lokast. „Ég ók um borgina til að leita að opnum hraðbanka og fann bara einn – í hverfi þar sem fólk notar yfirleitt ekki hrað- banka,“ sagði bílstjóri í höfuðborg- inni. Margir stórmarkaðir hafa hætt að taka við greiðslukortum og vilja aðeins reiðufé. Margir íbúar Kaíró hafa hamstrað matvæli og óttast er að skortur verði á lífsnauðsynjum, svo sem brauði og vatni. Egypsk yfirvöld segja að nægar matvæla- birgðir séu í landinu, m.a. hveiti, en dreifing matvælanna hefur raskast vegna glundroðans í höfuðborg- inni. Kauphöllin lokuð Verslunarráð Egyptalands skor- aði á kaupmenn í Kaíró að opna verslanir sínar að nýju á mánudag en margir þeirra urðu ekki við því. Margar bensínstöðvar eru lok- aðar og langar biðraðir myndast við þær stöðvar sem eru enn opnar. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa orðið fyrir miklum skaða vegna ólgunnar í landinu. Margir Evr- ópubúar ferðast til Egyptalands á þessum tíma til að láta sólina verma sig en margar ferðaskrifstofur hafa frestað ferðum til landsins og bók- anir hafa stöðvast. Egyptair hefur aflýst öllum flugferðum sínum frá klukkan þrjú eftir hádegi til átta á morgnana vegna útgöngubanns sem gildir í öllu landinu á kvöldin og næturnar. Fraktflug til og frá landinu hefur einnig raskast. Kauphöllin í Kaíró hefur verið lokuð frá því að mótmælin hófust fyrir rúmri viku þegar gengi hluta- bréfa lækkaði um 16% að meðaltali. Efnahagslíf Egyptalands að lamast  Margar verksmiðjur og verslanir lokaðar  Skortur er á eldsneyti og dreifing matvæla hefur raskast  Ólgan þegar farin að skaða ferðaþjónustuna í landinu Reuters Flúðu Ferðafólk á þýskum flugvelli eftir að hafa flúið frá Egyptalandi. Omar Suleiman, sem Hosni Mubarak skipaði í nýtt embætti varaforseta, hefur verið yfir- maður leyniþjónustu Egypta- lands. Hermt er að Suleiman hafi skipulagt yfirheyrslur yfir föngum sem bandaríska leyni- þjónustan CIA handtók vegna gruns um að þeir tengdust hryðjuverkum og flutti síðan leynilega með flugvélum til Egypta- lands. Mannréttinda- samtök segja að fang- arnir hafi oft sætt pynt- ingum í fangelsum í Egypta- landi. Í skýrslu öld- ungadeildar Bandaríkjaþings frá 2006 er því m.a. lýst hvernig fangi sætti bar- smíðum í egypsku fangelsi þegar reynt var að fá hann til að játa tengsl við al-Qaeda Viðriðinn fangaflug CIA SULEIMAN VARAFORSETI Þjóð í vanda » Talsverður hagvöxtur hefur verið í Egyptalandi á síðustu árum þrátt fyrir fjármálakrepp- una í heiminum. Hagvöxturinn var 4,7% árið 2009, 5% á liðnu ári og fyrir uppreisnina var spáð um 6% hagvexti í ár. » Hagvöxturinn er m.a. rakinn til aðgerða sem miðuðu að því að færa landið í átt að frjálsum markaðsbúskap til að auka er- lendar fjárfestingar. » Þrátt fyrir hagvöxtinn hafa mörg efnahagsleg vandamál hlaðist upp, m.a. auknar skuld- ir, hærra matvælaverð og auk- ið atvinnuleysi. » Fjárlagahalli Egyptalands nemur nú 8% af vergri lands- framleiðslu. » Verðbólgan er nú 10% og matvælaverð hefur hækkað um 17% á ári. » Hagfræðingar áætla að at- vinnuleysið sé um 25%. » Um 40% þjóðarinnar eru undir fátæktarmörkum og lifa á minna en sem svarar 230 krónum á dag. Fólkið er háð opinberum niðurgreiðslum, m.a. á matvælum og eldsneyti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.