Morgunblaðið - 02.02.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.02.2011, Blaðsíða 36
Jóhann kveðst ekki hafa haldið upp á afmælið með mikilli fyrirhöfn. Hann lét sér nægja að taka á móti fjölskyldunni. Fjölskylduafmæli Jóhanns eru þó varla smá í sniðum, enda á hann fjölmarga afkomendur. „Ég á 34 afkomendur og einhverjir þeirra komu til mín.“ Aðrir voru staddir erlendis og skiluðu kveðju símleiðis. En hvað hefur níutíu ára langt æviskeið kennt Jóhanni? „Það sem mér finnst mikilvægast er góð heilsa, gott hjónaband og barnalán. Ég hef fengið stóran skammt af þessu öllu og á mikið að þakka.“ FAGNAÐI AFMÆLINU MEÐ FJÖLSKYLDUNNI Jóhann Hjartarson MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 33. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318 1. Grætur sig í svefn í kvöld 2. Varð samkynhneigður kynlífsfíkill 3. Bent hissa á valinu á Alexander 4. „Aron gæti orðið einn sá besti“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Finnski trommu- og slagverksleik- arinn Samuli Kosminen lék á barna- og fjölskyldutónleikum í Norræna húsinu á sunnudaginn. Voru þeir liður í Myrkum músíkdögum sem lauk þann dag. »32 Morgunblaðið/Ómar Slegið og barið fyrir börnin á Myrkum  Fyrstu sex nöfnin á Iceland Airwaves 2011 eru eftirfarandi: Í erlendu deild- inni eru það The Vaccines, svart- þungarokks- sveitin Liturgy og þýsku raftónlistarunglingarnir í Siz- arr. Íslensk nöfn eru sigurvegarar Músíktilrauna 2010, Of Monsters and Men, Who Knew og þungarokks- sveitin Endless Dark. Fyrstu hljómsveit- irnar á Airwaves  Ragnar Kjartansson og Snorri Ásmundsson sýna í 002 Gallerí um næstu helgi. Ragnar og Snorri eru þekktir fyrir gjörninga og mynd- bandsverk, en sýna málverk að þessu sinni. Ragnar hefur að undanförnu brugðið sér í kraftgall- ann og málað utan dyra en Snorri mun sýna málverk af ballerín- um. Raggi Kjartans og Snorri Ásmunds sýna Á fimmtudag Suðvestan 8-15 m/s. Él sunnan- og vestanlands en þurrt austanlands og frost 0 til 6 stig. Hvessir vestanlands um kvöldið með aukinni ofankomu. Á föstudag Minnkandi suðvestlæg átt og él um vestanvert landið en annars þurrt og bjart. Frost 0 til 7 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 10-15 og snjókoma norðan- og norðvestanlands en annars fremur hæg breytileg átt og slydduél. Hvessir allra syðst í kvöld. VEÐUR Rúnar Kárason og félagar í þýska handboltaliðinu Bergischen Löwen eru komnir á topp 2. deildar eftir að þeir endurheimtu sex stig sem áður höfðu verið dregin af þeim. „Framundan er því krefjandi og spennandi tími hjá okkur við að halda stöðu okkar og stíga skrefið upp í fyrstu deild í vor,“ sagði Rúnar við Morgunblaðið. »2-3 Endurheimtu stigin og eru efstir Fulham er vænlegri kostur fyrir Eið Smára „Tilfinningin er skrítin. Þetta er bara eins og maður sé að losna úr fang- elsi, fyrir þá sem hafa upplifað það,“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, knattspyrnumaður frá Vest- mannaeyjum, sem fékk sig loks laus- an frá danska félaginu Esbjerg í gær. Hann reiknar með því að spila áfram á Norðurlöndum og er í sambandi við nokkur félög. »2 Eins og maður sé að losna úr fangelsi ÍÞRÓTTIR Gísli Baldur Gíslason gislibaldur@mbl.is „Við förum ekki laugardaga, sunnu- daga eða helgidaga. Við förum alla aðra daga, allan ársins hring. Ef hundi er út sigandi, þá förum við,“ segir Jóhann Hjartarson kylfingur. Jóhann tilheyrir hópi kylfinga, sem láta fátt komast upp á milli sín og golfiðkunar. Jóhann er aldurs- forseti hópsins, en hann hélt upp á níræðisafmæli sitt um síðustu helgi. Jóhann hóf að spila golf fyrir fjörutíu árum þegar hann var fimmtugur. Hann kveðst fyrst og fremst spila sér til ánægju og hefur ekki hugsað um forgjöfina árum saman. „Það er gaman að þessu. Þetta er nákvæmnisíþrótt og kjörið til að slappa af og hafa það gott,“ segir Jóhann. Golf til heilsubótar Jóhann segir golfiðkunina einnig vera til heilsubótar. „Enda er heils- an fín,“ segir hann. „Ég er ekki einu sinni nokkurn hlut skjálfhentur. Ég hef aldrei komið inn á spítala og aldrei tekið lyf.“ En hverju þakkar Jóhann sína einstaklega góðu heilsu? „Ég hef alltaf haldið því fram að það væru genin sem hefðu mest að segja. Svo er það golfið, útivistin og hreyfingin.“ Högglangur Kristján G. Jóhannsson, félagi Jóhanns, segir aldursforsetann ekk- ert gefa eftir. „Á sumrin fer hann níu holur á fjörutíu og tveimur höggum. Átta- tíu og fjögur högg er það besta hjá honum, en meðalskorið er um níu- tíu högg. Hann spilar því á aldri sínum. Það er svolítill metnaður hjá golfurum á þessum aldri,“ segir Kristján og hlær. „Við erum í vandræðum með að vinna hann. Hann er högglangur og mjög öruggur með sig.“ Um sextán kylfingar mynda kjarna hópsins. Meðalaldurinn er um sjötíu og fjögur ár. Kristján verður sjálfur áttræður næsta sum- ar. „Ég er alltaf að tala um að ég hlakki svo til að verða níræður. Þá næ ég honum kannski og spila eins vel og hann.“ Höggin jafnmörg og árin  Níræður kylf- ingur spilar nærri alla daga, allan ársins hring Morgunblaðið/Allan Spilar á Korpúlfsstaðavelli Gamla mjólkurbúið, sem stendur fyrir aftan Jóhann á myndinni hér að ofan, var reist af Thor Jensen þegar hann átti Korpúlfsstaði. Jóhann var fjögurra ára gamall þegar hafið var að byggja húsið. MMeira á mbl.is | Sjónvarp Eiður Smári Guðjohnsen gæti leikið sinn fyrsta leik með Fulham í kvöld þegar liðið mætir Newcastle. Í röðum Fulham eru margir ágætir leikmenn, leikur liðsins er töluvert meira fyrir augað en hjá Stoke og það er því mun vænlegri kostur fyrir Eið að spila með. Lið Fulham er skoðað í frétta- skýringu í dag. »4 Afkomendurnir orðnir 34

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.