Morgunblaðið - 02.02.2011, Side 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2011
Stuðningur Þessi ungi maður veit hvað íshokkí snýst um og studdi sína menn ákaft á leik Bjarnarins og SR í Íslandsmótinu í gærkvöldi, en það verða SR og SA sem leika til úrslita.
Kristinn
Á undanförnum
misserum höfum við
horft upp á endalaus
klúðursmál. Í flestum
tilvikum mátti sjá
vandræðin fyrir og
forðast þau með því að
vanda vinnubrögð og
draga rökréttar álykt-
anir. Senn hefjast aftur
umræður á Alþingi um
meginklúðrið, Icesave-
málið. Nú ríður á að menn læri af
reynslunni, taki upp fagleg vinnu-
brögð og beiti skynsemi og rök-
hugsun við lausn þess máls.
Það virðist orðið óumdeilt að ís-
lenska ríkinu beri ekki lagaleg
skylda til að greiða kröfur breska og
hollenska fjármálaráðuneytisins.
Hins vegar kunna einhverjir að telja
að það sé engu að síður rétt að verða
við kröfunum af öðrum ástæðum. Af
þeim sökum er nauðsynlegt að fara
yfir staðreyndir málsins svo leggja
megi á þær rökrétt mat:
Langlundargeð Íslendinga
Allir flokkar á Alþingi samein-
uðust í upphafi árs 2010 um að veita
nýrri samninganefnd umboð til að
leita samninga sem byggðust á því
að þrotabú Landsbankans fjármagn-
aði greiðslurnar án lántöku eða
ábyrgðar íslenska ríkisins. Upp úr
þeim viðræðum slitnaði í aðdraganda
kosninga í Bretlandi og Hollandi.
Sú viðleitni allra flokka sýndi mik-
ið langlundargeð gagnvart stjórn-
völdum í hinum erlendu ríkjum sem
höfðu áður beitt Íslendinga þving-
unum í gegnum AGS og Evrópska
fjárfestingabankann. Sérstaklega
teygðu Íslendingar sig langt gagn-
vart breskum stjórnvöldum sem
sýndu Íslendingum óheyrilegan yf-
irgang í upphafi fjármálakrísunnar
m.a. með beitingu hryðjuverkalaga,
yfirlýsingum um gjaldþrot Íslands,
frystingu íslenskra eigna óháð
tengslum við Landsbankann og með
því að setja tvo breska banka í eigu
Íslendinga í þrot um leið og aðrir
breskir bankar fengu neyðarlán. Síð-
ar kom í ljós að bank-
arnir tveir, Singer &
Friedlander og Her-
itable Bank, voru
hvergi nærri gjald-
þrota. Tjónið af þessum
aðgerðum hleypur lík-
lega á hundruðum
milljarða og það hefur í
engu verið bætt.
Eftir að fjár-
málaráðuneyti Íslands
hafði, án vitneskju Al-
þingis, lengi gengið á
eftir Bretum og Hol-
lendingum, hófust á ný
fundahöld sem loks lauk með nýju
tilboði Breta og Hollendinga. Stjórn-
arandstaðan féllst á að nefndin
mætti skila tilboðinu en það mætti
þó alls ekki túlka fyrirfram sem
stuðning við nýja tilboðið enda væri
það langt utan þess umboðs sem allir
flokkar höfðu sameinast um þegar
samninganefndin var skipuð.
Nýju samningsdrögin
Munurinn á nýju samningsdrög-
unum sem nú eru í umfjöllun Alþing-
is og gömlu samningsdrögunum
(Icesave 2) er gríðarmikill. Fyr-
irsjáanlegur munur nemur 4-500
milljörðum króna þótt stuðst sé við
opinber gögn fjármálaráðuneytisins.
Stjórnvöld hafa reynt að færa þessa
tölu niður í 1-200 milljarða með ,,af-
vöxtunaraðferðum“ sem eru í senn
órökréttar og þversagnakenndar.
Þrátt fyrir þær reikniæfingar eru
nýju samningsdrögin metin til 71%
kostnaðarlækkunar í greinargerð
ríkisstjórnarinnar sjálfrar með nýja
Icesave-frumvarpinu. Það er því
óumdeilt að á þessu tvennu er gríð-
arlegur munur.
Engu að síður er kostnaðurinn við
hið nýja tilboð umtalsverður. Gert er
ráð fyrir að Íslendingar greiði vexti
aftur í tímann. Uppsafnaðir vextir
við síðustu áramót námu 26 millj-
örðum króna. Það er meira en allur
samanlagður niðurskurður á síðustu
fjárlögum. Þessir uppsöfnuðu vextir
einir og sér jafngilda raunar yfir 50
milljarða kostnaði innanlands vegna
margföldunaráhrifa því peningarnir
fara út úr hagkerfinu í erlendri
mynt.
Heildarkostnaðurinn er óljós. Tal-
að hefur verið um að e.t.v. verði hann
bara tæplega 50 milljarðar (100 m.v.
margföldunaráhrifin af því að taka
upphæðina úr hagkerfinu).
Þar með er þó aðeins hálf sagan
sögð. Álitsgjafar fjárlaganefndar
hafa t.d. bent á að kostnaðurinn gæti
orðið margfalt hærri, m.a. vegna
gengisáhættu og óvissu um út-
greiðslur úr þrotabúi Landsbankans.
Áhættan
Verra er þó að við skoðun á nýja
tilboðinu hefur komið í ljós að Ís-
lendingar eiga áfram einir að bera
áhættuna. Og áhættan er mikil.
1. Óljóst er hvenær farið verður að
greiða út úr þrotabúi Landsbankans.
Fram að því hrúgast upp vextir sem
ríkið mun svo sitja uppi með. Margir
hafa bent á að langt geti verið í að
greiðslur hefjist t.d. vegna málaferla
(dæmi eru um að gjaldþrota bankar
hafi beðið í áratugi með að greiða út).
2. Eignir þrotabúsins eru enn að
mestu leyti áhættufjárfestingar.
Verði framhald á fjármálakrísunni í
Evrópu mun verðmæti þeirra falla
mikið. Sveiflurnar eru miklar: Versl-
anakeðjan Iceland fór t.d. úr því að
teljast nánast gjaldþrota í að vera
metin á yfir 200 milljarða.
3. Gengi krónunnar má ekki falla
frá því sem nú er. Gerist það mun
kostnaðurinn sem lendir á skatt-
greiðendum aukast. Þá er gagnlegt
að minnast þess að gengið sem
reiknað var með við mat á tilboðinu
er ekki raunverulegt gengi krón-
unnar erlendis heldur gengi Seðla-
bankans. Einn af ráðgjöfum fjár-
laganefndar, greiningarfyrirtækið
Gamma, benti t.d. á að það þyrfti
ekki mikla breytingu á gengi krón-
unnar og endurheimtum og greiðslu-
tíma þrotabúsins til þess að kostn-
aður íslenska ríkisins færi yfir 230
milljarða.
4. Gengissveiflur erlendra gjald-
miðla hafa einnig áhrif á kostnað rík-
isins. Ef sterlingspund styrkist
gagnvart helstu myntum eykst
kostnaðurinn. Nánar er farið yfir
þetta í umsögnum Gamma og InDe-
fence hópsins til fjárlaganefndar.
5. Landsbankinn telur heild-
söluinnlán (innistæður sveitarfélaga,
stofnana osfrv.) ekki til forgangs-
krafna. Glitnir flokkar þau hins veg-
ar sem forgangskröfur. Ef Lands-
bankinn tapar yfirstandandi
málaferlum vegna þessa bætast yfir
170 milljarðar, á Seðlabankagengi,
við kröfurnar og hvað ætli það verði
mikið ef krónan fellur?
Áhættan hleypur enn á hund-
ruðum milljarða. Þessa áhættu
mætti minnka töluvert með því að
setja inn í samningana hið svo kall-
aða Ragnars H. Hall ákvæði, um
aukinn forgang krafna.
Dómsmál
Almennt virðast menn orðnir sam-
mála um að lagaskylda hvíli ekki á
ríkinu. Þess var jafnvel getið í frum-
varpi ríkisstjórnarinnar. Þrátt fyrir
þetta hefur því verið haldið á lofti,
einkum af þeim sem börðust hvað
harðast fyrir því að fyrsta Icesave-
frumvarpið yrði samþykkt sumarið
2009, að dómsmál sé mjög áhættu-
samt og því sé okkur e.t.v. hollast að
fallast á kröfurnar. Því var meira að
segja ranglega haldið fram að Lee C.
Buchheit formaður samninganefnd-
arinnar teldi að Íslendingar þyrftu
að óttast dómsmál. Þvert á móti hafa
hann og fjölmargir aðrir fært rök
fyrir því að Íslendingar hafi lögin
með sér. Buchheit tók raunar fram
að hann hefði nálgast málið öðruvísi
frá upphafi hefði hann fengið að
ráða. Hlutverk hans var hins vegar
að vinna samkvæmt leiðsögn fjár-
málaráðuneytisins.
Áhættan sem fylgir dómsmáli er
mun meiri fyrir Breta og Hollend-
inga en Íslendinga. Tapi þeir málinu
getur það sett fjármálakerfi Evrópu
í uppnám en tapi Íslendingar þurfa
þeir í mesta lagi að gera það sama og
ætlast er til að þeir geri samkvæmt
núverandi tilboði.
Rétt er að hafa í huga að þótt
EFTA-dómstóllinn geti gefið álit
þarf að sækja peninga til ríkisins fyr-
ir Héraðsdómi Reykjavíkur og
Hæstarétti.
Neyðarlögin og mismunun
Nefnt hefur verið að meginhættan
við að fallast ekki á kröfu Breta og
Hollendinga sé sú að neyðarlögin feli
í sér mismunun og viðbúið sé að þá
verði höfðað mál til að fá lögunum
hnekkt. Það fylgir svo sögunni að
kostnaðurinn við það geti orðið
margfalt meiri en kostnaðurinn við
Icesave-samning.
Neyðarlögin, sem setja innistæður
framar öðrum kröfum, tryggja Bret-
um og Hollendingum gríðarlegan
ávinning. Í stað þess að endurheimta
aðeins lítinn hluta af höfuðstól sínum
fá þeir líklega allan höfuðstólinn
greiddan. Lánveitendur teldu það í
flestum tilvikum harla gott að end-
urheimta allan höfuðstól láns þegar
lántakinn fer á hausinn!
Í raun fóru flestir breskir og hol-
lenskir innistæðueigendur í Lands-
bankanum mun betur út úr gjald-
þroti bankans en íslenskir
innistæðueigendur. Bretar og Hol-
lendingar fengu flestir 100% af þeim
verðmætum sem þeir áttu fyrir hrun
því þeim var greitt í erlendri mynt
þótt lögin geri ráð fyrir greiðslu í
krónum. Íslendingarnir tóku hins
vegar á sig mikið högg vegna verð-
bólgu og falls krónunnar. Á hvorum
bitnaði mismununin?
Þrátt fyrir þetta ætlast fjár-
málaráðuneyti Hollands og Bret-
lands til þess að Íslendingar greiði
þeim vexti á það sem þeir ákváðu
sjálfir að greiða út strax. Það er sem-
sagt ekki nóg að þeim sé tryggður
höfuðstóllinn þrátt fyrir gjaldþrot
heldur fara þeir fram á vexti líka.
Menn endurheimta nánast aldrei
höfuðstólinn við gjaldþrot og það eru
aldrei greiddir vextir.
Í öllu falli er ljóst að Bretar og
Hollendingar væru þeir síðustu sem
myndu vilja fella neyðarlögin hvort
sem skrifað er undir nýjustu samn-
ingsdrögin eða ekki.
Eftir Sigmund
Davíð
Gunnlaugsson
» Í öllu falli er ljóst að
Bretar og Hollend-
ingar væru þeir síðustu
sem myndu vilja fella
neyðarlögin hvort sem
skrifað er undir nýjasta
tilboðið eða ekki.
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Höfundur er formaður
Framsóknarflokksins.
Icesave – Áhættan er enn til staðar