Morgunblaðið - 04.02.2011, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2011
Sterkar tennur, fallegt bros
– það er Flux!
Hefur þú skolað
í dag?
Fyrir
börn og
fullorðna
Að skola daglega með flúorlausn er áhrifarík
leið til að verjast tannskemmdum og góð
viðbót við tannburstun með flúortannkremi.
Flux fjölskyldan fæst í apótekum HVÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Útlendingastofnun vísaði 45 út-
lendingum úr landi árið 2010 en
þeir höfðu þá afplánað refsidóma
í íslenskum fangelsum. Þetta
kemur fram í tölfræði Útlend-
ingastofnunar fyrir síðasta ár.
Aukningin er mikil ef miðað er
við árið 2009 en þá var 34 ein-
staklingum vísað úr landi eftir af-
plánun refsidóma. Árið 2008 var
hins vegar 48 einstaklingum vísað
úr landi. Árin þar áður voru það á
milli 17 og 22.
Í 20. grein laga um útlendinga
segir að heimilt sé að vísa útlend-
ingi úr landi ef „hann hefur verið
dæmdur hér á landi til refsingar
eða til að sæta öryggisráðstöf-
unum fyrir háttsemi sem getur
varðað fangelsi lengur en þrjá
mánuði eða oftar en einu sinni
verið dæmdur á síðustu þremur
árum til fangelsisrefsingar.“
Fjórir dvöldu ólöglega
Brottvísun felur í sér bann við
komu til landsins síðar og getur
endurkomubannið gilt fyrir fullt
og allt eða um tiltekinn tíma. Þó
að jafnaði ekki skemur en þrjú
ár.
Flestir þeirra sem vísað er úr
landi vegna refsidóma koma hing-
að á leið sinni til Kanada á föls-
uðu vegabréfi. Þeir eru dæmdir
til þrjátíu daga fangelsisvistar og
í kjölfarið vísað úr landi.
Einnig eru þó inni í tölunum
menn sem hafa afplánað lengri
dóma, hvort sem er að hluta eða
öllu leyti. Og jafnframt þeir sem
klára afplánun í heimalandinu.
Á fimmta tug
var vísað frá
vegna refsidóma
Árin 2010 og 2008 skera sig úr
Flestir komu hingað á leið til Kanada
Ákvarðanir um brottvísun
2010
50
45
40
35
30
25
20
15
10
5
0
Ólögmæt
dvöl
Refsidómur Synjun á
hæli
4 4
45
Frumvarp um að fjölga bæði hér-
aðsdómurum og hæstaréttardóm-
urum var samþykkt á Alþingi í gær-
dag með 39 samhljóða atkvæðum.
Samkvæmt frumvarpinu verður
héraðsdómurum fjölgað tímabund-
ið um fimm og í Hæstarétti um þrjá
frá og með 1. mars næstkomandi.
Dómurum
verður fjölgað
Kennslustundum við Fossvogsskóla
fækkar á næsta skólaári um 38 stund-
ir vegna hagræðingar. Þetta jafngild-
ir rúmlega einni kennarastöðu. Þetta
er á meðal þess sem kom fram á fundi
foreldrafélags skólans með skóla-
stjórnendum á miðvikudag. Þá verður
verk- og listgreinum fækkað í 44
stundir á næsta skólaári en þær hafa
verið 95 stundir hingað til. Ekki
stendur til að skerða sérkennslu.
Foreldrafélag skólans sendi í gær
öllum foreldrum barna við skólann
bréf með upplýsingum um efni fund-
arins og ályktun foreldrafélagsins þar
sem þess er krafist að hugmyndir um
kennsluskerðingu verði lagðar á hill-
una.
Brotið á börnunum
Þar kemur einnig fram að ljóst sé
að til uppsagna muni koma en þær
muni reynast Fossvogsskóla mjög
dýrar þar sem flestir kennarar þar
séu með háan starfsaldur og eigi rétt
á biðlaunum. Sá kostnaður lendi allur
á skólanum sjálfum.
„Skólastjórinn fór bara yfir með
okkur hvar þessi sparnaður sem hon-
um er gert að ná fram kemur fram í
okkar skóla. Það er nokkuð ljóst að á
haustönninni núna 2011 verður skerð-
ing á kennslumagni sem kemur til
með að bitna á list- og verkgreinunum
fyrst og fremst. Það er eitthvað sem
okkur finnst ekki viðunandi því að
þær eru að sjálfsögðu hluti af aðal-
námskrá. Með þessu er verið að
brjóta á börnunum okkar,“ segir
Helga Dögg Björgvinsdóttir, formað-
ur Foreldrafélags Fossvogsskóla.
kjartan@mbl.is
Kennslustundum fækkað
Niðurskurður við Fossvogsskóla kynntur foreldrum á fundi með stjórnendum
Foreldrar vilja að fallið verði frá öllum hugmyndum um fækkun kennslustunda
Niðurskurður
» Kennslustundum fækkað
um 38 á næsta skólaári.
» Í verk- og listgreinum verður
stundum fækkað úr 95 í 43.
» Fjölgun í námshópum, fá-
breyttara námsval og aukin
samkennsla árganga er einnig
hugsanleg.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Rannsókn á áður ókunnum skjölum
um útileguhjúin Fjalla-Eyvind og
Höllu hefur m.a. leitt í ljós að þau
eignuðust barn í útilegubæli í
Drangavíkurfjalli á Ströndum í
mars árið 1763, skömmu áður en
þau voru handtekin fyrir sauða-
þjófnað og dæmd til ævilangrar
refsivistar. Áður en til þess kom
struku þau. Lík af ungbarninu
fannst í bælinu eftir handtökuna,
en barnið lifði aðeins í tvo daga.
Björk Ingimundardóttir, skjala-
vörður á Þjóðskjalasafninu, komst
að þessu er hún fór að rýna í skjöl
um yfirheyrslur yfir þeim hjúum,
sem fram fóru í Árnesi í Trékyll-
isvík og á Hrófbergi við Stein-
grímsfjörð vorið 1763. Dómur var
svo kveðinn upp í Broddanesi í
Kollafirði 30. maí sama ár.
Björk segir í samtali við Morg-
unblaðið að til þessa hafi dvöl
þeirra í Drangavíkurfjalli og lík-
fundur á barninu ekki verið al-
kunna. Það komi einnig ýmislegt
fram í yfirheyrslunum sem stað-
festir að þau hafi áður verið á
Hveravöllum en þó ekki haft þar
vetursetu. Nánar verður greint frá
þessari rannsókn í grein sem Björk
er að vinna fyrir tímarit Stranda-
mannafélags Reykjavíkur,
Strandapóstinn.
Dóttirin Ólöf með í bælinu
Áður en Eyvindur Jónsson,
Fjalla-Eyvindur, kynntist ekkjunni
Höllu Jónsdóttur á Ströndum hafði
hann sem ungur maður eignast tvö
börn á Suðurlandi, en Eyvindur
fæddist í Hlíð í Hrunamannahreppi
árið 1714 og gerðist síðar vinnu-
maður í Traðarholti í Flóa, þaðan
sem hann strauk.
Að sögn Bjarkar benda skjölin
frá yfirheyrslunum til þess að þau
Eyvindur og Halla hafi átt a.m.k.
eitt barn áður en þau voru hand-
tekin, Ólöfu, sem líklegt er að hafi
verið í bælinu með þeim í Dranga-
víkurfjalli. Munnmælasögur hafa
bent til þess að þau hafi eignast
fleiri börn en um þau er lítið vitað.
Eignuðust barn
í bæli á Ströndum
Áður ókunn skjöl um Fjalla-Eyvind og Höllu leiða
ýmislegt nýtt í ljós um veru þeirra til fjalla á Ströndum
Erindi sem byggist á rannsókn Bjarkar Ingimundardóttur verður flutt á
Hólmavík á morgun, laugardag, af Kjartani Ólafssyni, fv. þingmanni og
ritstjóra. Fékk Kjartan aðgang að skjölunum í tilefni ferðar sem hann fór
sl. sumar á slóðir Fjalla-Eyvindar og Höllu á Ströndum. Erindið verður
flutt kl. 16 í Skelinni, lista- og fræðimannadvöl Þjóðfræðistofu á Hólma-
vík. Heitt verður á könnunni og allir velkomnir en yfirskrift erindis Kjart-
ans er „Nýjar fréttir af Fjalla-Eyvindi á Ströndum“. Þess ber að geta að
Björk hefur einnig flutt erindi um rannsókn sína, m.a. hjá Sögufélagi Ár-
nesinga.
Nýjar fréttir af Fjalla-Eyvindi
ERINDI FLUTT Á HÓLMAVÍK Á MORGUN
Ljósmynd/Leikfélag Reykjavíkur
Útilegumenn Saga Eyvindar og Höllu hefur orðið mörgum yrkisefni í gegnum tíðina, ritaðar bækur, greinar og
leikrit. Hér eru Helgi Helgason og Guðrún Indriðadóttir í vinsælli uppfærslu LR fyrir um 100 árum.