Morgunblaðið - 04.02.2011, Side 6

Morgunblaðið - 04.02.2011, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2011 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Enn þokast lítt áfram í kjaraviðræð- um Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins og strandar enn á kröfu SA um að ríkisstjórnin geri grein fyrir framtíðarleið í stjórnun fiskveiða. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir sam- tökin í samskiptum við stjórnvöld um málið og reiknar með því að það verði leyst. Þeir Vilhjálmur og Gylfi Arn- björnsson, forseti ASÍ, voru gestir opins fundar Verkalýðsráðs Sjálf- stæðisflokksins um kjaramál í gær- kvöldi. „Ég held því fram að það hafi ekki gerst að ASÍ hafi með þessum hætti tekið samfélagslegt mál sem atvinnurekendur geta ekki mætt og sett það sem skilyrði fyrir gerð kjarasamninga,“ sagði Gylfi sem sagði ennfremur að viðræður kæm- ust ekki áfram undir skilmálum SA um lausn á fiskveiðistjórnunarmál- um. Sagði hann þessa þvingunar- kröfu SA alveg á jaðri laganna. Benti Gylfi á að þeir sem lékju sér óvarlega með flugelda ættu það á hættu að þeir spryngju í andlitið á þeim. Skortur á trausti Vilhjálmur sagði ástæðuna fyrir þeirri stöðu sem væri uppi í sjávar- útvegi þá að traust gagnvart stjórn- völdum væri alveg horfið. Farið hefði verið gegn öllu því sem sagt hefði verið, til dæmis með skötusels- frumvarpinu og frumvarpi sjávarút- vegsráðherra um kvótaaukningu. „Við erum ekkert að reyna í sjálfu sér að halda neinum í gíslingu. Okk- ur finnst það oft frekar þannig að það sé ríkisstjórnin sem sé að halda okkar framtíð í gíslingu og að við eig- um að hjakkast hérna áfram í öllu þessu atvinnuleysi. Fá yfir okkur nýjar skattahækkanir og nýja nið- urskurðarbylgju þegar við gætum verið að sækja fram. Það er það sem er það grátlegasta í þessu öllu sam- an. Við ætlum okkur ekki að þola þetta,“ sagði Vilhjálmur. Lagði hann áherslu á atvinnuleið SA út úr kreppunni. Nokkur verka- lýðsfélög vildu þó fara verðbólguleið og ná sínu fram með verkföllum en það sagði Vilhjálmur að Samtök atvinnulífsins ætluðu sér ekki að láta yfir sig ganga. Þau ætl- uðu sér hins vegar að ná fram sam- ræmdri launastefnu, semja til þriggja ára og koma einhverju viti í samfélagið. Býst við að lausn finnist á sjávarútvegskröfu SA  Forseti Alþýðusambandsins segir kröfu SA á mörkum laga Vilhjálmur Egilsson Gylfi Arnbjörnsson Gísli Baldur Gíslason gislibaldur@mbl.is Snákur, froskar og skjaldbökur eru meðal nýjustu meðlima dýrafjölskyldunnar í Húsdýragarðinum. Í kvöld hefst ný sýning í Húsdýragarðinum, sem ber yfirskriftina „Forvitnilegt og framandi“. Fjallar sýn- ingin helst um skriðdýr og froskdýr. Um tuttugu dýr frá ýmsum heimsálfum hafa verið flutt sérstaklega til landsins í tilefni hennar. „Meginþemað er þróun dýra frá fiskum og yfir í frosk- og skriðdýr og hvernig breytingarnar eru,“ segir Fannar Þeyr Guðmundsson, líffræðingur og einn umsjónarmanna sýningarinnar. Snákar og skjaldbökur Meðal þeirra dýra sem verða til sýnis eru mjólkur- snákur frá Mið-Ameríku og baulfroskur frá Afríku. Þá verður svokallaður „pac-man“-froskur einnig til sýnis, en sá hlaut viðurnefni sitt vegna sláandi lík- inda við samnefnda tölvuleikjapersónu. Gestir sýn- ingarinnar geta einnig séð „þriggja táa salamöndru“ og skjaldlbökur. „Þriggja táa salamandra getur orðið allt að einn og hálfur metri á lengd. Lungnafiskur verður á sýningunni, en hann þykir sýna þróunar- ferli dýra ágætlega. Lungnafiskur þarf að koma upp á yfirborðið til að anda, enda með lungu en ekki tálkn. Mjólkursnákurinn er ekki eitraður og segir Fann- ar Þeyr að ekkert dýranna á sýningunni sé hættu- legt. Þó verða þau geymd í lokuðum búrum vegna salmonelluhættu sem fylgir oft skriðdýrum. Falleg og skemmtileg dýr „Við erum með eina snákinn á Íslandi sem er með íslenska kennitölu,“ segir Fannar og hlær. „Þetta ætti því að vera gott tækifæri fyrir fólk til að sjá lif- andi skriðdýr hér á landi. Þetta eru gífurlega falleg og skemmtileg dýr.“ Sýningin verður opnuð fyrir árskortshafa í Hús- dýragarðinum í kvöld. Um helgina verður sýningin opnuð almenningi og mun standa yfir í mánuð. Dýrin fara þó hvergi eftir sýninguna og munu vera áfram í Húsdýragarðinum. Morgunblaðið/Ómar Félagar Fannar Þeyr segir að skriðdýr og froskdýr séu „gífurlega falleg og skemmtileg“. Hér er hann ásamt afríska baulfrosknum Legolas, en á bak við þá má sjá tvo spaka skeggdreka frá Ástralíu. Skriðdýr í Húsdýragarði  Eini snákurinn á Íslandi sem er með íslenska kennitölu  Einnig framandi froskar, skjaldbökur og salamöndrur Meinlaus Mjólkursnákurinn er ekki eitraður, en er ansi svipaður hinum eitraða Kóralsnák. Félagsdómur dæmdi í gær boðað verkfall starfsmanna í loðnuverk- smiðjum ólöglegt. Fyrsta verkfallið átti að hefjast 7. febrúar. Dómur- inn taldi að ekki hefðu verið haldn- ir formlegir sáttafundir í deilunni áður en verkfallið var boðað. Samtök atvinnulífsins fóru með málið fyrir félagsdóm þar sem samtökin töldu að svokallaður bræðslusamningur væri hluti af aðalkjarasamningi og ekki væri hægt að boða verkfall til að þrýsta á um gerð samnings þegar ekki væri búið að ljúka gerð aðal- kjarasamnings. Félagsdómur dæmdi verkfallið hins vegar ekki ólöglegt á þessari forsendu heldur þeirri að ekki hefðu verið haldnir formlegir sáttafundir áður en verkfallið var boðað. Samninganefndir Afls á Austur- landi og Drífanda í Vestmanna- eyjum hafa ritað ríkissáttasemjara bréf og óskað eftir því að strax verði haldinn samningafundur í kjaradeilu starfsfólks í fiskimjöls- verksmiðjum. „Ef ekki verður ár- angur af þessum viðræðum mun- um við fara í atkvæðagreiðslu um verkfall. Við munum afgreiða þá atkvæðagreiðslu á einum degi, en ekki viku eins og síðast. Ef til kemur verður það ótímabundið verkfall,“ segir Sverrir Mar Al- bertsson, framkvæmdastjóri Afls. Verkfall í loðnu- bræðslum ólöglegt  Vilja viðræður strax og hóta verkfalli Á miðri vertíð » Verkfallið var boðað af Afli á Austurlandi og Drífanda í Vest- mannaeyjum. » Það átti að ná til loðnu- bræðslna á Vopnafirði, Seyðis- firði, Norðfirði, Eskifirði, Fá- skrúðsfirði, Hornafirði og í Vestmannaeyjum. Guðmundur Runólfs- son, skipstjóri og út- gerðarmaður í Grund- arfirði, lést síðastliðinn þriðjudag, níræður að aldri. Hann var heið- ursborgari Grundar- fjarðarbæjar. Guðmundur var fæddur 9. október 1920 í Stekkjartröð í Eyrarsveit, sonur hjónanna Sesselju Gísladóttur og Runólfs Jónatanssonar. Eiginkona hans var Ingibjörg S. Kristjáns- dóttir, fædd 3. mars 1922, en hún lést 9. október 2008. Þau eignuðust níu börn, þau Runólf, Kristján, Pál Guðfinn, Inga Þór, Guðmund Smára, Svan, Maríu Magðalenu og Unnstein, auk drengs sem lést í frumbernsku. Eftir nokkur ár á sjó og fiski- mannapróf frá Stýrimannaskóla Ís- lands árið 1947 helgaði Guðmundur sig sjómennsku og útgerð í Grund- arfirði. Útgerðar- félagið Runólfur hf. var stofnað um rekst- ur trébáts sem hann og fleiri létu smíða. Fékk hann nafnið Runólfur og síðan hef- ur hann gert út nokk- ur skip með því nafni. Það nafn bar fyrsti togarinn sem Grund- firðingar eignuðust. Félagið Guðmundur Runólfsson hf. var stofnað um rekstur togarans og er það í hópi öflugustu fyrir- tækja á Snæfellsnesi. Það er rekið af fjölskyldu Guðmundar. Guðmundur tók að sér ýmis trún- aðarstörf fyrir sjávarútveginn og sína heimabyggð. Hann var út- nefndur heiðursborgari Grundarfjarðarbæjar á níræð- isafmæli sínu síðastliðið haust í þakklætisskyni fyrir margvísleg framfaramál sem hann hefur unnið að. Andlát Guðmundur Runólfsson Vinnumálastofnun stefnir að því um næstu mánaðamót að flytja höf- uðstöðvar sínar í ný húsakynni, þar sem Morgunblaðið og síðar HR voru til húsa í Kringlunni 1. Fyrir er í húsinu Umboðsmaður skuldara, Klak nýsköpunarmiðstöð og fleiri aðilar. Verður Vinnumálastofnun á 1. hæðinni auk tengibyggingar á 1. og 2. hæð yfir í hina gömlu prent- smiðju Morgunblaðsins. Í tengi- byggingunni verður m.a. starfsleit- armiðstöð. Að sögn Gissurar Péturssonar, forstjóra Vinnumálastofnunar, flyst starfsemin í Kringluna frá fjórum stöðum; Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, Engjateigi, Suður- landsbraut og Síðumúla. Hjá stofn- uninni starfa nú um 80 manns. bjb@mbl.is Vinnumálastofnun flytur í gamla Morgunblaðshúsið Morgunblaðið/Árni Sæberg Umferðin í janúar dróst saman um tæplega átta prósent borin saman við umferðina í janúar 2010 á 16 völdum talningarstöðum á Hring- vegi. „Þetta er gífurlegur samdráttur en í ljós verður að koma hvort hann eigi einungis við um janúarmánuð eða muni halda áfram eftir því sem á árið líður,“ segir á heimasíðu Vegagerðarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem sam- dráttur mælist á öllum landsvæðum samtímis milli janúarmánaða. Að- eins einu sinni áður, frá árinu 2005, hefur orðið samdráttur í akstri milli janúarmánaða en hann varð 1,2% á milli áranna 2009 og 2010. 8% samdráttur í umferðinni Fjórir bjóða sig fram til formanns VR, en frestur til að tilkynna fram- boð rann út á hádegi í gær. Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR, hefur ákveðið að sækjast eftir end- urkjöri, en auk hans hafa þau Guð- rún Jóhanna Ólafsdóttir, Stefán Einar Stefánsson og Lúðvík Lúð- víksson lýst því yfir opinberlega að þau ætli að bjóða sig fram til for- manns VR. Fjórir í framboði til formanns VR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.