Morgunblaðið - 04.02.2011, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2011
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Listmunauppboð
í Galleríi Fold
Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu
fer fram mánudaginn og þriðjudaginn
7. og 8. febrúar, kl. 18 báða dagana
í Galleríi Fold, á Rauðarárstíg
Jóhannes
S.Kjarval
Á uppboðinu er úrval góðra verka, meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna
Verkin verða sýnd:
í dag föstud. 10–18, laugard. 11–17, sunnud. 12–17, mánud. 10–17 (öll verk)
þriðjud. kl. 10–17 (verkin sem ekki eru boðin upp á mánudag)
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
Það kom mörgum sjálfstæðis-mönnum á óvart að forysta
þess flokks skyldi fremur flaðra
upp um Steingrím J. Sigfússon en
virða vilja eigin flokksmanna. Vildi
heldur leita fanga hjá 2% í þjóðar-
atkvæðagreiðslunni
um Icesave en hjá
98%.
Jón Baldur Lor-ange skrifar:
„Ætli dagurinn í
dag verði ekki
,,dagur reiðinnar“
hjá sjálfstæðismönnum eftir tíma-
mótaákvörðun þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins í Icesave.
Stjórnmálamenn verða að hafakjark til að standa með fólkinu
í landinu, standa á réttindum lands
og þjóðar og berjast gegn ranglát-
um kröfum annarra ríkja. Icesave
snýst um frelsi fyrst og síðast.
Frelsi einstaklinga og frelsi þjóð-arinnar í bráð og lengd. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur staðið upp
úr í baráttunni gegn núverandi
ríkisstjórn, sem ætlaði sér allt en
gerði ekkert.
Orðið undanhald kemur ósjálf-rátt upp í hugann.
Og nú hefur forysta Sjálfstæðis-flokksins gengið í lið með rík-
isstjórninni gegn fólkinu í landinu.
Verður þetta svona líka í ESB-málinu þegar á hólminn er
komið? En látum hverjum degi
nægja sína þjáningu.
Vonandi ná sjálfstæðismennvopnum sínum aftur.
Í gær voru þeir afvopnaðir af for-ystunni.“
Jón Baldur
Lorange
Vaklandi í Valhöll
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 3.2., kl. 18.00
Reykjavík -3 skýjað
Bolungarvík -1 snjókoma
Akureyri -2 léttskýjað
Egilsstaðir -5 heiðskírt
Kirkjubæjarkl. -6 skýjað
Nuuk -11 léttskýjað
Þórshöfn 2 skýjað
Ósló 1 heiðskírt
Kaupmannahöfn 3 skýjað
Stokkhólmur 3 léttskýjað
Helsinki 1 slydda
Lúxemborg 2 skýjað
Brussel 7 léttskýjað
Dublin 8 skýjað
Glasgow 7 skúrir
London 10 léttskýjað
París 7 skýjað
Amsterdam 6 heiðskírt
Hamborg 6 léttskýjað
Berlín 3 léttskýjað
Vín 2 skýjað
Moskva 1 skýjað
Algarve 13 heiðskírt
Madríd 13 heiðskírt
Barcelona 13 léttskýjað
Mallorca 13 léttskýjað
Róm 13 heiðskírt
Aþena 8 skúrir
Winnipeg -3 alskýjað
Montreal -12 heiðskírt
New York -2 léttskýjað
Chicago -14 heiðskírt
Orlando 19 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
4. febrúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:59 17:25
ÍSAFJÖRÐUR 10:20 17:14
SIGLUFJÖRÐUR 10:03 16:57
DJÚPIVOGUR 9:33 16:50
Andri Karl
andri@mbl.is
Lúxusjeppinn Land Cruiser 200
verður ófáanlegur nýr í ár, eflaust
einhverjum til armæðu. Um er að
kenna reglum Evrópusambandsins
um mengunarvarnir en hert var á
þeim um áramót. Vél jeppans upp-
fyllir ekki kröfur þeirrar reglu-
gerðar. Framkvæmdastjóri sölu-
og markaðssviðs Toyota á Íslandi
hefur þó ekki miklar áhyggjur,
enda sala á Land Cruiser 200 ekki
mikil miðað við sölu á Land Crui-
ser 150 en biðlisti er eftir honum.
Mengunarstaðaðallinn sem um
ræðir nefnist Euro 5 og vélar bif-
reiða verða að uppfylla hann til að
selja megi þá nýja í Evrópu. Stað-
allinn tekur við af Euro 4 sem
Land Cruiser 200 uppfyllir. Aðrir
bílar sem Toyota á Íslandi selur
uppfylla Euro 5-staðalinn.
Alkunna er að bílamarkaðurinn
hefur verið nokkuð hægur undan-
farin misseri en til gamans má geta
að í ársbyrjun 2008 seldi Toyota á
Íslandi hátt í tvö hundruð Land
Cruiser 200-lúxusjeppa. Bíllinn
hafði þá verið ófáanlegur nýr árið
áður. „Þá var náttúrlega búin að
vera ársbið og mikil eftirvænting
eftir nýja útlitinu,“ segir Kristinn
G. Bjarnason, framkvæmdastjóri
sölu- og markaðssviðs Toyota á Ís-
landi. Hann á ekki von á annarri
eins sölu í byrjun næsta árs þegar
Land Cruiser 200 kemur aftur í
sölu, með nýrri vél sem uppfyllir
Euro 5.
Sautján seldir á síðasta ári
Reglugerðarbreytingin hefur
engin áhrif á þá sem þegar hafa
keypt sér Land Cruiser 200, nema
þá til hins betra. „Þeir sem eiga
slíkan bíl eru þá komnir í betri
stöðu þegar kemur að endursölu.
Þar sem ekki er til nýr bíll á mark-
aðnum mun Land Cruiser 200 að-
eins ganga kaupum og sölum á not-
aða markaðnum,“ segir Kristinn. Á
síðasta ári seldust 17 nýir Land
Cruiser 200 en þeir kosta á átjándu
milljón króna.
Sala á dýrari bílum hefur verið
með ágætum að undanförnu, að
sögn Kristins, og tekur fram að
ekki hafi orðið sú sprenging í sölu
ódýrari bíla sem búist var við í kjöl-
far vörugjaldabreytinga. „En við
vonum að markaðurinn fari að taka
við sér og gerum raunar ráð fyrir
að það verði á síðari hluta þessa
árs.“
Enginn nýr Land Cruiser 200 seldur í ár
Uppfyllir ekki mengunarstaðla
Evrópusambandsins Ný vél verður
ekki tilbúin fyrr en í ársbyrjun 2012
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lúxus Nýr Land Cruiser 200 kostar á bilinu 17.5-17,8 milljónir króna.
Í tilefni alþjóðlega krabbameins-
dagsins sem er í dag, boðar
Krabbameinsfélagið til örráðstefn-
unnar Stattu með mér. Á ráðstefn-
unni verður fjallað um stuðning og
samskipti og reynslu þeirra sem
hafa greinst með krabbamein og
aðstandendur þeirra.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
bendir á að krabbamein eru ein al-
gengustu dánarmein í veröldinni en
um 84 milljónir munu látast af völd-
um krabbameina á árabilinu 2005-
2015, ef ekkert er að gert.
Ragnheiður Haraldsdóttir for-
stjóri Krabbameinsfélags Íslands
mun setja ráðstefnuna. Síðan munu
nokkrir einstaklinga sem glíma eða
hafa glímt við krabbamein segja frá
reynslu sinni.
Ráðstefnan hefst klukkan 15:30
og stendur til 17:30 og verður hald-
in í Skógarhlíð 8. Allir eru vel-
komnir og aðgangur að sjálfsögðu
ókeypis.
Alþjóðlegi krabba-
meinsdagurinn