Morgunblaðið - 04.02.2011, Blaðsíða 9
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Óánægjuólgunni innan Sjálfstæðis-
flokksins vegna Icesave-málsins og
þeirrar afstöðu forystu flokksins á
Alþingi að styðja Icesave-frumvarp-
ið, skaut einnig upp á yfirborðið á Al-
þingi í gær við atkvæðagreiðslu eftir
2. umræðu um málið.
Fimm þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins, eða tæpur þriðjungur
þingflokksins, studdu ekki frum-
varpið. Níu þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins studdu frumvarpið en tveir
voru fjarverandi.
Unnur Brá Konráðsdóttir, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, greiddi
atkvæði á móti en þingmennirnir
Birgir Ármannsson, Guðlaugur Þór
Þórðarson, Pétur H. Blöndal og Sig-
urður Kári Kristjánsson sátu hjá við
atkvæðagreiðsluna. Aðrir þingmenn
Sjálfstæðisflokksins sögðu já í
nafnakalli við atkvæðagreiðsluna en
þá voru greidd atkvæði um 1. grein
Icesave-frumvarpsins, sem heimilar
fjármálaráðherra að staðfesta samn-
ingsdrögin við Breta og Hollendinga
sem árituð voru í London 8. desem-
ber.
Lærum af mistökunum
„Ég deili ekki skoðunum með
þeim sem eru tilbúnir að samþykkja
þetta frumvarp á þessu stigi máls-
ins,“ sagði Birgir Ármannsson, er
hann gerði grein fyrir atkvæði sínu.
„Ennþá er mat manna mismunandi á
því hvort sá kostur sem nú er á borð-
inu sé góður eða ekki, sé tækur eða
ekki og við þessar aðstæður þá sit ég
hjá,“ sagði hann.
„Við skulum læra af mistökunum,“
sagði Guðlaugur Þór Þórðarson og
benti m.a. á að enn væru órædd og
óútkljáð mál sem vörðuðu trygg-
ingasjóð innstæðueigenda sem
byggja þyrfti upp. Hann sat hjá eins
og áður segir og sagðist eins og
flokksfélagar hans sem ekki greiddu
atkvæði, ætla að gera grein fyrir
endanlegri afstöðu við lokaafgreiðslu
málsins.
2 framsóknarmenn sátu hjá
Allir stjórnarþingmenn Samfylk-
ingarinnar og Vinstri grænna sem
voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna,
samþykktu frumvarpið.
Framsóknarmenn greiddu
hinsvegar atkvæði á móti að und-
anskildum þingmönnunum Siv
Friðleifsdóttur og Guðmundi
Steingrímssyni, sem sátu hjá. All-
ir þingmenn Hreyfingarinnar
sögðu nei við atkvæðagreiðsluna.
Úrslit atkvæðagreiðslunnar
urðu þau að 40 sögðu já, 11 þing-
menn sögðu nei
og sex
þingmenn
sátu hjá.
Morgunblaðið/Golli
Alþingi 2. umræðu um Icesave frumvarpið lauk í gær. Atkvæðagreiðsla fór fram að viðhöfðu nafnakalli og gerðu margir þingmenn grein fyrir atkvæði sínu.
9 sjálfstæðismenn sögðu já
Icesave-frumvarpið afgreitt til þriðju umræðu með 40 atkvæðum gegn 11
Sex sátu hjá Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins studdu ekki frumvarpið
Ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins gegn Icesave-kröfunum í júní
á seinasta ári er afdráttarlaus. Í stjórnmálaályktuninni segja sjálfstæð-
ismenn ,,nei við löglausum kröfum Breta og Hollendinga í Icesave-
málinu“.
Á landsfundinum var hert á orðalagi í ályktunardrögunum um Ice-
save-málið og gengið skrefi lengra í andstöðu sjálfstæðismanna við Ice-
save.
Í tillögudrögum sem lágu fyrir fundinum er hafnað „ósanngjörnum
kröfum“ Breta og Hollendinga á hendur Íslendingum.
Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður kvaddi sér hljóðs við um-
ræður um stjórnmálaályktunina á landsfundinum og sagðist vera sam-
mála því að kröfur Hollendinga og Breta á hendur Íslendingum í Icesave-
málinu væru ósanngjarnar, „en ég tel að í þessari stjórnmálaályktun sé
ekki gengið nægilega langt í því að andmæla þeirra kröfum.
Við, sem höfum fylgst með þessu máli og lesið til að mynda skýrslu
Rannsóknarnefndar Alþingis, sem fjallar mjög vandlega um Ice-
save-málið og grundvöll þeirra krafna sem Bretar og Hollend-
ingar gera á hendur okkur, á hendur íslenskum skattgreið-
endum, vitum að ekkert í löggjöf Evrópusambandsins mælir
fyrir um það að íslenskir skattgreiðendur eigi lögum sam-
kvæmt að standa undir skuldum einkafyrirtækja og
greiða þær kröfur sem Bretar og Hollendingar eru
með og hafa komið fram með á okkar hendur.
Þess vegna legg ég til að í stað þess að við
segjum nei við ósanngjörnum kröfum Breta og
Hollendinga í Icesave-málinu, þá höfnum við lög-
lausum kröfum Breta og Hollendinga í Icesave-
málinu,“ sagði Sigurður Kári.
Var breytingartillagan samþykkt í endanlegri
stjórnmálaályktun landsfundarins.
Hafna löglausum kröfum
AFDRÁTTARLAUS ÁLYKTUN LANDSFUNDAR GEGN ICESAVE
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2011
Útsala
Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard.
Hæðasmára 4
– Í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan
Smáralind
Símar 555 7355 og 553 7355
15%
aukaafsl.
af allri
útsöluvöru
„Okkur ber ekki
lagaleg skylda til
þess og ef maður
íhugar það eigi að
síður verða rökin
að vera mjög
góð,“ segir Unn-
ur Brá Konráðs-
dóttir, þingmaður
Sjálfstæðis-
flokksins í Suður-
kjördæmi, sem
greiddi atkvæði á móti Icesave-
málinu í gær, einn þingmanna
flokksins. Hún var spurð hvað réði
afstöðu hennar.
„Það verður að meta hagsmuni
þess að ganga að þessum samn-
ingum og að gera það ekki. Við erum
búin að liggja yfir málinu í margar
vikur. Það er mitt mat að óvissan í
þessum samningum sé svo mikil að
ég tel ekki réttlætanlegt að sam-
þykkja þá. Auðvitað hefði verið hægt
að láta þá skoðun koma fram seinna
en mér fannst heiðarlegra að gefa
afstöðuna upp á þessum tímapunkti,
af því að hún liggur fyrir,“ segir
Unnur Brá. helgi@mbl.is
Ekki rétt-
lætanlegt
vegna óvissu
Unnur Brá greiddi at-
kvæði á móti Icesave
Unnur Brá
Konráðsdóttir
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi
ritstjóri Morgunblaðsins, segir í
pistli á vefsíðu Evrópuvaktarinnar
að þjóðin eigi að hafa síðasta orðið
um Icesave. Alþingismenn verði að
horfast í augu við „að þegar einu
sinni er búið að vísa málinu til þjóð-
arinnar er það lýðræðisleg krafa al-
mennings í þessu landi að hann fái
að hafa síðasta orðið,“ skrifar hann.
Bylgja andstöðu að rísa
innan Sjálfstæðisflokksins
„Það eru meiriháttar pólitísk mis-
tök hjá meirihluta þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins og forystu þess
flokks að gera sér ekki grein fyrir
þessu. Þess vegna er nú að rísa
bylgja andstöðu
innan flokksins
vegna þessarar
afstöðu meiri-
hluta þingflokks-
ins,“ skrifar
Styrmir.
Þingflokkurinn
geti enn bætt fyr-
ir þessi mistök
með því að flytja
tillögu á Alþingi
um að þjóðin taki þessa ákvörðun
sjálf. „Á hvorn veg sem sú ákvörðun
færi yrði ekki um hana deilt eftir
það,“ segir Styrmir.
Hann rifjar upp að í upphafi um-
ræðna um Icesave-málið í kjölfar
hrunsins voru margir á báðum átt-
um um það hvað gera skyldi.
„Smátt og smátt kom í ljós, að Ís-
land hafði aldrei undirskrifað neina
samninga, sem gerði það að verkum,
að þjóðin hefði tekið á sig alþjóð-
legar skuldbindingar um að skatt-
greiðendur á Íslandi tækju að sér að
greiða skuldir einkafyrirtækis við
fólk í öðrum löndum. Sterkasta lög-
fræðilega röksemdafærslan fyrir
þeirri skoðun kemur fram í gagn-
merkum kafla í skýrslu rannsókn-
arnefndar Alþingis um þetta mál.
Það lögfræðilega mat sem þar kem-
ur fram hefur hlotið stuðning víða
um lönd,“ segir Styrmir í pistlinum.
Meiriháttar pólitísk mistök
Styrmir Gunn-
arsson
Lagafrumvarpið um heimild til
handa fjármálaráðherra til að stað-
festa Icesave-samningana var af-
greitt til 3. og síðustu umræðu á Al-
þingi í gær. Frumvarpið fer aftur til
fjárlaganefndar á milli umræðna og
líklegt má telja að einhverjir þættir
þess komi einnig til kasta efnahags-
og viðskiptanefndar.
Eftir því sem næst verður komist
er ekki vitað hversu langur tími mun
líða þar til frumvarpið verður af-
greitt úr fjárlaganefnd og kemur til
lokaumræðu á Alþingi. Ætla má að
einhverjar vikur líði þar til Alþingi
tekur endanlega afstöðu til frum-
varpsins þegar lokaatkvæða-
greiðslan fer fram.
Enn og aftur í
fjárlaganefnd
Björn Bjarnason,
fyrrverandi þing-
maður Sjálfstæð-
isflokksins og
ráðherra, telur að
það sé sjálfsögð
og eðlileg krafa
að Alþingi ákveði
að bera Icesave
að nýju undir
þjóðina.
Þessari skoðun lýsir Björn í pistli
á vef Evrópuvaktarinnar. „Sporin
hræða í Icesave-málinu og sagan
sýnir að breið samstaða þingmanna
um lausn á alþjóðlegu ágreinings-
máli þar sem þeir eru beittir miklum
þrýstingi af öðrum þjóðum eða hags-
munaaðilum samræmist ekki endi-
lega þjóðarhagsmunum. Úr því að
Icesave-málið var lagt í dóm þjóðar-
innar og niðurstaða þess dóms leiddi
til gjörbreyttrar samningsstöðu og
síðan mun skynsamlegri niðurstöðu
að mati þorra þingmanna er sjálf-
sögð og eðlileg krafa að Alþingi
ákveði að bera Icesave að nýju undir
þjóðina,“ segir Björn meðal annars.
Icesave verði
borið undir
þjóðina
Björn Bjarnason