Morgunblaðið - 04.02.2011, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2011
–– Meira fyrir lesendur
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Morgunblaðið gefur út glæsilegt
sérblað um Tísku og förðun
föstudaginn 18. febrúar 2011.
Í Tísku og förðun verður fjallað
um tískuna vorið 2011 í förðun,
snyrtingu og fatnaði, fylgihlutir
auk umhirðu húðarinnar,
dekur og fleira.
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 14. febrúar.
MEÐAL EFNIS:
Förðunarvörur.
Förðrun.
Húðin,krem og meðferð.
Snyrting.
Neglur.
Kventíska.
Herratíska.
Fylgihlutir.
Skartgripir.
Það heitasta í tísku fyrir
árshátíðirnar.
Hvað verður í tísku á vor-
mánuðum.
Tíska & Förðun
sérblað
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Eldgosið í Eyjafjallajöklifærði okkur ýmislegt;ösku, athygli, hatur flug-farþega og hana Nicola
Pittaway frá Birmingham í Eng-
landi. Eldgosið varð til þess að hún
ákvað að koma til Íslands í starfs-
nám í einn mánuð nú í janúar nýliðn-
um. Nicola leggur stund á masters-
nám í almannatengslum við De
Montfort háskólann í Leicester og
er hluti af náminu að starfa hjá al-
mannatengslafyrirtæki í einn mánuð
á lokaárinu. Flestir fara til fyrir-
tækja á Bretlandseyjum en Nicola
ákvað að koma hingað og var að
ljúka verknámi hjá KOM almanna-
tengslum í Borgartúni.
„Ég vissi ekki svo mikið um Ís-
land og fékk ekki áhuga á því fyrr en
á síðasta ári þegar það var svo mikið
af fréttum af eldgosinu í breskum
fjölmiðlum. Með eldgosinu kom önn-
ur sýn á landið og þá kviknaði áhugi
minn,“ segir Nicola sem kom í fyrsta
skipti til Íslands á nýársdag þegar
hún lenti í Keflavík.
„Það er mikil áhersla lögð á
Bretland og Bandaríkin í náminu og
því langaði mig að fara eitthvað ann-
að og kynnast annars konar starfs-
aðferðum en þeim sem við þekkjum í
Bretlandi og Bandaríkjunum. Þegar
leiðbeinandi minn, Liz Bridgen,
spurði hvort ég vildi fara til Íslands
ákvað ég að slá til,“ segir Nicola en
Liz Bridgen, lektor og leiðbeinandi
hennar, er fyrrverandi starfsmaður
KOM.
Netið er áhugamálið
Starf Nicola hjá KOM hefur
verið margvíslegt en í lok starfs-
námsins þarf hún að vinna skýrslu
um það og skila af sér.
„Ég hef verið að fylgjast með
því hvernig fyrirtækið virkar með
utanaðkomandi sjónarhorni. Ég hef
skoðað það sem þau eru að gera, set-
ið fundi með fólki í fyrirtækinu og
með viðskiptavinum KOM til að gera
mína eigin rannsókn til að hafa í rit-
gerðinni.
Ég eyddi nokkrum dögum hjá
Sif snyrtivörum og skoðaði kynning-
armálin hjá þeim. Svo var ég einn
dag hjá Alþjóðlegu kvikmyndahátíð-
inni í Reykjavík og aðra daga hjá
Kvikmyndasafninu og Biskupsstofu
að ræða vefhönnunina og fleira. Ég
var að skoða hvernig þessi fyrirtæki
nota netmiðla og hvernig þau gætu
notað þá og fleira. Það er nokkuð
ólíkt hvernig netið er notað í al-
mannatengslum hér miðað við heima
í Bretlandi, þar nota fyrirtæki alla
Kynnt fyrir
forsetanum
og handbolta
„Íslendingar eru vinalegasta fólk sem ég hef hitt svo ég
sé hreinskilin,“ segir Nicola Pittaway, 23 ára Breti
sem dvaldi hér á landi í starfsnámi í janúar í
tengslum við mastersnám sitt í almannatengslum.
Nicola hitti Ólaf Ragnar Grímsson forseta og sá
handboltaleik í fyrsta skipti en hún hafði ekki heyrt
um þá íþrótt fyrr en hún kom hingað til lands.
Stundum þarf maður
bara eitthvað fallegt til
að horfa á. Það er ekki
verra að fá að vita af því
nýjasta í tískuheiminum í
leiðinni eða jafnvel fá inn-
blástur í fatavali. Þrjár
vinkonur frá Danmörku
láta þetta gerast á degi
hverjum í gegnum síðu
sína anywho.dk.
Stelpurnar heita Ing-
rid, Elise og Stephanie og
hafa þær deilt tískuáhuga
sínum með heiminum frá
árinu 2008. Í dag er
bloggið þeirra ein flott-
asta tískusíða Danmerk-
ur og á degi hverjum
kemur fjöldinn allur af
áhugasömum lesendum
inn á síðuna.
Á síðuna setja stelp-
urnar inn texta og myndir
af því sem þeim þykir flott hverju sinni. Blandan er skemmtileg, stundum má
sjá götutísku, myndir af þeim sjálfum, myndir af tískusýningum eða bara því
sem þeim þykir fallegt. Einnig eru þær duglegar að hlaða inn myndum af við-
burðum og því sérstaklega skemmtilegt að kíkja á þær þessa dagana þegar
tískuvikan í Kaupmannahöfn er í fullum gangi.
Skemmtileg síða fyrir tískuáhugafólk sem og aðra sem vilja eitthvað fallegt
til að horfa á.
Vefsíðan www.anywho.dk
Pæjur Ingrid, Elise og Stephanie, eiga síðuna.
Fallegt fyrir augað
Með frumsýningu myndarinnar Black
Swan hafa snúðar í hárið öðlast enn
meiri vinsældir. Það er fagnaðarefni,
því snúðar eru bæði einfaldir og fara
vel, bæði sem dag- og kvöldgreiðsla.
Klassískur ballerínusnúður er ofar-
lega á höfðinu en snúðar geta verið í
fjölbreyttum útfærslum. Til dæmis er
hægt að færa hann neðar á höfuðið
eða hafa hann á hlið. Einnig getur
verið flott að gera hann örlítið úfinn.
Byrjið á því að setja tagl í hárið.
Passið lausa enda og snúið svo
hárinu í hring og setjið teygju utan
um. Festið niður með spennum svo
að snúðurinn sitji fastur. Fyrir þær
sem eru með þunnt hár er til lítið
leyndarmál. Í mörgum fylgi-
hlutabúðum og í apótekum má finna
fyllingu sem hægt er að setja yfir
taglið og vefja hárinu utan um. Slík
fylling getur gert kraftaverk og oft er
hægt að fá þær í mismunandi stærð-
um.
Snúðar eru líka einstaklega hent-
ugir þegar hitnar í veðri eða á dans-
gólfinu, því þá festist svitinn ekki í
síðu hárinu.
Hár
Snúðar í anda Black Swan
Snúður Kate Bosworth er þekkt fyrir flottan hárstíl.
MMeira á mbl.is/Rokk og rúllur
Að vaxa upp úr því að gera snjókarl er
ekki hægt. Hvort sem maður er sex
ára, tuttugu og sex ára eða sextíu ára
er ótrúlega gaman að reyna að hnoða
saman snjókarl með öllu tilheyrandi.
Það er auðvelt og hressandi að
skreppa út í frímínútunum með vin-
unum, hvort sem er í grunnskóla,
framhaldsskóla eða háskóla, og gera
eina snjókarlafjölskyldu eða bara
fara í eitt gamalt og gott snjókast.
Endilega …
… gerið
snjókarl
Morgunblaðið/Golli
Snjókarl Skemmtilega uppáklæddur.