Morgunblaðið - 04.02.2011, Side 12

Morgunblaðið - 04.02.2011, Side 12
BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Frá því lögum um dvalarleyfi var breytt í september sl. til að koma til móts við fórnarlömb mansals, hefur ein kona fengið tímabundið dvalar- leyfi hér á landi á þessum grundvelli og önnur hefur sótt um slíkt leyfi. Áður en lögin tóku gildi var konum í þessari stöðu reyndar ekki vísað úr landi ef dvalarleyfi þeirra rann út, heldur horfðu stjórnvöld í gegnum fingur sér á meðan mál þeirra voru til skoðunar, að sögn Hildar Jóns- dóttur, formanns sérfræði- og sam- hæfingarteymis um mansal. Hildur flytur í dag fyrirlestur á Jafnréttisþingi um hvort aðgerðar- áætlun stjórnvalda gegn mansali hafi staðist prófið. Aðgerðaáætlunin var samþykkt af ríkisstjórn í mars 2009. Hún gildir til ársloka 2012 og þegar hún rennur sitt skeið á enda á að vera búið að hrinda 25 sérstaklega tilgreindum aðgerðum í framkvæmd. Nú þegar er búið að afgreiða 16 af þessum 25 aðgerðum. Hildur segir að mikilvægasta að- gerðin sem hafi komið til fram- kvæmda sé að búið sé að fullgilda Palermo-samninginn um baráttu gegn fjölþjóðlegri og skipulagðri glæpastarfsemi. Um leið hafi skil- greining á mansali í almennum hegn- ingarlögum verið færð til samræmis við Palermo-samninginn. Með þess- um breytingum hafi ákvæði um man- sal í lögum verið gerð mun bein- skeyttari og saksókn auðvelduð. Taldar fórnarlömb mansals Meðal annarra aðgerða er að nú er búið að semja tvær nýjar tegundir dvalarleyfa fyrir meint fórnarlömb mansals. Annars vegar umþóttunar- leyfi sem er dvalarleyfi til sex mán- aða þannig að fórnarlömbum gefist ráðrúm til að slíta sig úr tengslum við þá sem seldu þau mansali og gera upp hug sinn um mögulegt samstarf við lögreglu. Hins vegar er veitt dvalarleyfi til árs sem veitt er í kjölfar umþóttun- arleyfis en það er háð ýmsum skil- yrðum, s.s. samstarfi við lögreglu. Ein kona hefur fengið umþóttunar- leyfi og umsókn liggur fyrir frá ann- arri um að fá dvalarleyfi til eins árs vegna mansals. Í báðum tilfellum hefur sérfræði- og samhæfingar- teymi um mansal komist að þeirri niðurstöðu að þær séu fórnarlömb mansals. Tvær fái dvalar- leyfi vegna mansals  Búið að ljúka 16 af 25 þáttum í aðgerðaráætlun gegn mansali Dæmdir Í fyrra voru fimm Litháar dæmdir af Hæstarétti í 4-5 ára fangelsi fyrir mansal. Tveir þeirra sjást á mynd- inni, annar er í rauðri peysu og horfir í myndavélina, hinn er í bleikri skyrtu. Fórnarlambið var 19 ára stúlka. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2011 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Talsmenn leigubílstjóra og leigu- bílastöðva segja að leigubílstjórar sitji við sama borð og aðrir í þjóð- félaginu. Laun þeirra hafi dregist saman og kostnaður hækkað en þeir þurfi ekki að kvarta umfram aðra. Haft var eftir leigubílstjóra í Morgunblaðinu í gær að meðalárs- tekjur í stéttinni væru um 4,5 millj- ónir króna en þegar búið væri að draga kostnað frá væru meðallaunin 411 krónur á tímann. Ástgeir Þorsteinsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama – fé- lags leigubílstjóra, segir að til- greindir útreikningar séu út í hött. Til dæmis sé ekkert minnst á elds- neytiskostnað og miðað við 70.000 km akstur megi ætla hann um 1,3 milljónir króna. Þá eigi maðurinn eftir 180 þúsund eða 15 þúsund krónur á mánuði. Aukinheldur standist ekki að maður sem aki 70.000 km sé ekki með meiri akst- ursinnkomu en 4,5 milljónir kr. á ári. Tilfellið sé að 4,5 milljónir séu ekki há upphæð í akstursinnkomu miðað við 10 til 14 tíma vinnu á dag. Vissulega hafi vinnan dregist saman um 30-35% frá hruni og kostnaður aukist mikið á sama tíma, bílverð t.d. tvöfaldast, en leigubílstjórar geti stjórnað vinnu sinni og senni- lega sé umræddur bílstjóri ekki með leyfi. Happdrætti Sæmundur Sigurlaugsson, fram- kvæmdastjóri Hreyfils, segir að auðvitað hafi tekjur dregist saman hjá leigubílstjórum eins og öðrum og kostnaður rokið upp úr öllu valdi. Hins vegar hafi leigubílstjórar þau forréttindi að geta lengt vinnutím- ann og þeir sem hafi áhuga á starf- inu og stundi vinnu sína samvisku- samlega séu með mun meiri akstursinnkomu en 4,5 milljónir króna á ári. „Þeir fiska sem róa,“ segir hann og áréttar að aksturinn sé happdrætti. Suma daga sé mikið að gera og aðra ekki neitt. Þetta sé tarnavinna og menn þurfi að vera við þegar von sé á vinnu. „Sá sem keyrir bara fyrir 4,5 milljónir á ári á að fá sér annað að gera.“ Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR, tekur í sama streng og vísar ummælum bíl- stjórans til föðurhúsanna. Hann segir að hver sé sinnar gæfu smiður. Leigubílstjórar hjá BSR verði að skila 40 tíma vinnuviku en framhald- ið sé undir þeim sjálfum komið. Jan- úar hafi alltaf verið lakasti mánuð- urinn og horfa verði á árið í heild sinni. „Ég ráðlegg þessum leigubíl- stjóra að fá sér aðra vinnu,“ segir hann. „Við hjá BSR þurfum ekki að kvarta umfram aðra.“ Bílstjórar þurfa ekki að kvarta umfram aðra  Vinnan dregist saman um 30-35% Morgunblaðið/Jim Smart Laus Leigubílar skera sig úr og bíl- stjórar reyna að vera til taks. Leigubílar » Gjaldið hjá Hreyfli hækkaði um 7% 1. febrúar og hafði þá verið óbreytt í ár. Talsmenn segja að hækkunin vegi ekki upp á móti auknum kostnaði. » Algengasta startgjald fyrir leigubíl er frá 550-650 kr. » Vinna leigubílstjóra hefur dregist saman um 30-35% frá hruni og kostnaður aukist mik- ið á sama tíma. Á jafnréttisþinginu í dag mun Louise Shelley sem er virtur sér- fræðingur í mansali á heimsvísu halda fyrirlestur um alþjóðlega þróun í þessum málaflokki. Tiltölulega stutt er síðan stjórnvöld gerðu sér grein fyrir að mansal hefði skotið hér rót- um. Í ljós kom að ýmsu þurfti að breyta, þ.m.t. lögum. Fyrir nokkr- um árum kom upp mál á kín- verskri nuddstofu sem ekki leiddi þó til ákæru um mansal. Hildur Jónsdóttir er þeirrar skoðunar að ef sambærilegt mál kæmi upp nú gæti það leitt til ákæru fyrir mansal. Ekki hefur þó öllum hindr- unum verið rutt úr vegi og á jafn- réttisþinginu í dag mun Alda Hrönn Jóhanns- dóttir, saksóknari, fjalla um lagahindranir við rannsókn mansalsmála. Hindranir enn til staðar JAFNRÉTTISÞING Í DAG Andri Karl andri@mbl.is Fyrstu niðurstöður íslenskrar rann- sóknar gefa til kynna að nýgengi lifrarskaða af völdum lyfja og náttúruefna (e. drug induced liver inj- ury) sé hærra á Íslandi en nýgengi í rannsóknum frá öðrum löndum. Greiningin er hins vegar erfið og því er lifrarskaði hugsanlega van- greindur og tölurnar því hærri. Um er að ræða framsýna rannsókn sem tekur til allra tilvika lifrarskaða af völdum lyfja og náttúruefna frá því í byrjun mars 2010 til loka febrúar 2012. Upplýsingaöflun er þannig háttað að öllum læknum á Íslandi var sent bréf um rannsóknina í byrjun síðasta árs og þeir beðnir um að til- kynna öll tilvik. Einn rannsakenda, Einar Stefán Björnsson, prófessor í meltingarsjúkdómafræðum við læknadeild Háskóla Íslands og yfir- læknir við meltingarsjúkdómadeild Landspítala, bendir á að um sé að ræða svolitla aukavinnu fyrir hvern og einn lækni og því sé ekki víst allir gefi sér tíma til þess að skila upplýs- ingunum. „Svo getur maður ímyndað sér ef sjúklingur fær einhverjar hækkanir, en þær ganga mjög hratt til baka þegar lyfjagjöf er hætt, þá er ekki víst að þetta sé tilkynnt til okk- ar.“ Vantar upp á skráningu Einar segir allar aukaverkanir af þessu taginu gífurlega vanskráðar bæði hér á landi og erlendis, og því engar tölur til. „Nú er farið að safna þessu saman og þessar tölur geta náttúrlega hjálpað læknum. Niður- stöðurnar geta til að mynda haft áhrif á það hvaða lyfjum er ávísað,“ segir Einar og sér fyrir sér að hægt sé að tengja niðurstöðurnar gagnagrunni embættis Landlæknis. Slíkt er hins vegar aðeins hægt með þau lyf sem ávísað er af læknum. Öðru máli gegnir um náttúruefni. Í þann flokk falla hvers kyns fæðubóta- efni og svokölluð megrunarlyf. „Þær tölur eru mikið á reiki og erfitt að fá upplýsingar um hvaða lyf eru notuð.“ Samkvæmt fyrstu niðurstöðum voru náttúruefni orsakir lifrar- skemmda í um 20% tilvika. Það er heldur meira en í öðrum löndum. „Sambærileg rannsókn stendur yfir í Bandaríkjunum en þar voru þessi náttúruefni og fæðubótaefni um 11% sem er talsvert minna en hjá okkur.“ Algengasta einstaka lyfið er hins vegar sýklalyfið aug- mentin en það inni- heldur tvö virk efni, amoxicillín og kla- vúlansýru. Algengustu orsakir lifrar- skemmda skv. fyrstu niður- stöðum voru amoxicillín með klavúlansýru, tæp 30% og nátt- úruefni um tuttugu prósent. Einar segir að það sem sameig- inlegt sé með flestum náttúru- efnunum sé að þau innihalda Camellia sinensis, en það er þykkni græns tes. Greinilegt þykir að einhverjir þoli það ekki, þó svo að það þýði að sjálfsögðu ekki að enginn þoli það. Varasamt þykkni? CAMELLIA SINENSIS Hærra nýgengi lifrarskaða vegna lyfja  Samkvæmt fyrstu niðurstöðum íslenskrar rannsóknar sem enn stendur yfir voru náttúruefni á borð við hvers kyns fæðubótaefni og megrunarlyf orsakir lifrarskemmda í um 20% tilvika Lifrin í tölum 43 tilvik lifrarskaða af völdum lyfja og náttúruefna frá mars 2010 til desember 2010. Nýgengi 17 tilfelli á hverja 100.000 íbúa á ári Konur eru í meirihluta (59%) og meðalaldur er 53 ár. Algengustu orsakir voru amoxicillín með klavúlansýru (28%) og náttúruefni (21%) Fyrstu niðurstöður íslenskrar rannsóknar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.