Morgunblaðið - 04.02.2011, Page 17
17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2011
Í þingsal Létt var yfir Össuri Skarphéðinssyni á Alþingi í gær og brá hann á leik á meðan verið var að greiða atkvæði um hina umdeildu Icesave-samninga. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra virtust vera í þungum þönkum og með hugann við annað en grín utanríkisráðherrans.
Golli
Tekjur einstaklings
eru hvers konar gæði,
arður, laun og hagn-
aður sem honum
hlotnast og metin
verða til peningaverðs.
Ekki skiptir máli
hvaðan tekjurnar
koma eða í hvaða
formi þær eru. Launa-
tekjur einstaklings eru endurgjald
hans fyrir hvers konar vinnu, starf
eða þjónustu sem hann hefur innt af
hendi fyrir annan aðila. Í stað-
greiðslu fyrir árið 2010 voru þær
skattlagðar þrepaskipt frá 37,22% til
46,12% eftir upphæð launanna en
staðgreiðslan er bráðabirgðagreiðsla
tekjuskatts og útsvars á tekjuári (t.d.
2010) sem síðan er gerð upp við
álagningu á skattári (þá 2011). Tíma-
bundinn auðlegðarskattur, 1,25% af
skattstofni umfram 90 mkr (120 mkr
hjá hjónum), verður lagður á vegna
eigna í árslok 2009 – 2011.
Frádráttur frá launatekjum ein-
staklings er takmarkaður þ.e. hann
greiðir nánast skatt af brúttótekjum
sínum. Þó eru nokkrir liðir sem sem
geta lækkað skattstofninn. Fyrst
skal nefna persónuafsláttinn (530.466
kr árið 2010). Hann tilheyrir hlut-
aðeigandi einstaklingi en mökum og
sambúðaraðilum er heimilt að sam-
nýta persónuafslátt hvort annars að
fullu. Þessi regla gildir ekki um börn,
t.d. einstæð móðir með barn á
menntaskólaaldri (16 ára og eldri)
getur ekki nýtt sér ónýttan persónu-
afslátt þess.
Iðgjöld einstaklinga í lifeyrissjóði
til öflunar lífeyrisréttinda eru frá-
dráttarbær. Frádrátturinn er 4% af
heildarlaunum og að auki vegna við-
bótarlífeyrissparnaðar, 6% fyrir
tímabilið janúar – september 2010 og
4% frá október 2010. Einstaklingar
sem fjárfesta í nýsköpunarfyrir-
tækjum geta dregið kaupverð að há-
marki 300.000 kr frá skattskyldum
tekjum ársins 2010. Þeir sem tóku
þátt í átakinu Allir vinna árið 2010,
geta sótt um frádrátt af tekjuskatts-
stofni vegna vinnu vegna viðhalds og
endurbóta á íbúðarhúsnæði, að há-
marki 200.000 kr hjá einstaklingi og
300.000 kr hjá hjónum og samskött-
uðum. Frestur til að skila inn um-
sóknum vegna vinnu á árinu 2010
rann út 31. jan. n.k.
Til frádráttar af bifreiðahlunn-
indum koma greiðslur einstaklings-
ins til launagreiðanda fyrir afnot af
bílnum. Greiði einstaklingur t.d.
sjálfur rekstrarkostnað bifreiðar,
sem hann hefur full og ótakmörkuð
afnot af, lækkar hlutfall hlunnind-
anna um 6%. Frá ökutækjastyrk má
draga kostnað vegna aksturs í þágu
vinnuveitanda, þ.m.t. árleg afskrift
bifreiðar að hámarki 675.000 kr. Skil-
yrði fyrir frádrætti er að færð hafi
verið akstursdagbók. Á móti fengn-
um dagpeningum má draga frá
kostnað vegna ferða á vegum launa-
greiðanda.
Hafi einstaklingur á framfæri sínu
ungmenni á framhaldsskólaaldri, 16-
21 árs, sem er í námi eða hefur af
öðrum ástæðum lágar tekjur er hægt
að sækja um ívilnun til lækkunar á
tekjuskattstofni. Heimildin er í 3. og
4. tl. 65. gr. skattalaganna.
Fái einstaklingur greidd fargjöld
með strætó frá vinnuveitanda sínum
skal hann ekki telja þær greiðslur til
skattskyldra tekna. Þetta á einnig við
um styrk til heilsuræktar svo og
styrk vegna leigu á orlofshúsnæði.
Viðmið greiðslna er 3.000 kr/mán fyr-
ir strætófargjöld, 25.000 kr fyrir
heilsurækt og 40.000 kr vegna orlofs-
húsnæðis. Einnig er skilyrt að ein-
staklingur geti lagt fram reikning
vegna orlofsdvalarinnar.
Fjármagnstekjur einstaklings eru
tilkomnar vegna eigna hans og voru
þær skattlagðar um 18% á síðasta
tekjuári (2010). Fjármagnstekjur eru
m.a. leigutekjur, vextir, gengishagn-
aður, arður af hlutbréfum og hagn-
aður af sölu eigna. Af fyrstu 100.000
krónunum (svo kallað frítekjumark)
sem einstaklingi hlotnast í fjár-
magnstekjur er ekki reiknaður skatt-
ur og „aðeins“ 70% af tekjum hans af
útleigu íbúðarhúsnæðis er skattlagt.
Frítekjumarkið kemur til sögunnar
við álagningu 2011 og þá fæst oftekin
staðgreiðsla af vaxtatekjum endur-
greidd.
Barnabætur eru aðstoð við fjöl-
skyldur sem eiga börn. Með öllum
börnum yngri en sjö ára eru greiddar
barnbætur að upphæð 61.191 án til-
lits til tekna. Að auki geta komið til
tekjutengdar barnabætur með börn-
um yngri en átján ára. Vaxtabætur
eru aðstoð við þá sem eru að byggja
eða kaupa sér íbúðarhúsnæði til eigin
nota. Þær eru reiknaðar út frá
tekjum og eignum einstaklings.
Hvorki barnabætur né vaxtabætur
hafa nokkuð með tekjuskattslagn-
inguna að gera.
Eftir Rúnar Stein
Ragnarsson
og Atla Þór
Þorvaldsson
» Tekjur einstaklings
eru hvers konar
gæði, arður, laun og
hagnaður sem honum
hlotnast og metin verða
til peningaverðs.
Rúnar Steinn
Ragnarsson
Atli Þór er viðskiptafræðingur, meist-
aranemi við HÍ í reikningsskilum og
endurskoðun. atli@hofudbok.is
Rúnar Steinn er viðskiptafræðingur,
meistaranemi við HÍ í skattarétti og
reikningsskilum. runar@hofudbok.is
Skattskil einstaklinga, tekjur
og hugsanlegir frádráttarliðir
Atli Þór
Þorvaldsson
Frá sjónarhóli
sjálfstæðismanna eru
aðalatriði deilnanna
um Icesave-kröfur
ríkisstjórna Bret-
lands, Hollands og
Íslands á hendur ís-
lensku þjóðinni ein-
föld og auðskilin. Þau
eru þessi:
1. Engin ríkis-
ábyrgð var nokkurn
tíma á þeim netreikn-
ingum sem áhættusæknir breskir
og hollenskir fjármagnseigendur
lögðu sparifé sitt á, í von um
hæstu ávöxtun. Bresk og síðar
hollensk yfirvöld ákváðu hins veg-
ar að bæta þeim tapið, upp að því
sem tryggingasjóður innstæðueig-
enda hafði ábyrgst. Þetta gerðu
þau ekki vegna þess að nokkur
lagaskylda væri til slíks, heldur
vegna þess að þau óttuðust áhlaup
á aðra banka. Bresk og hollensk
stjórnvöld ákváðu síðan að sjá
hvort þau gætu ekki fengið íslensk
stjórnvöld, skelfingu lostin eftir
bankahrunið hér, til þess að borga
þennan herkostnað fyrir sig. Þar
mátu þau staðfestu og úthald ís-
lenskra stjórnmálamanna rétt.
2. Icesave-frumvarp vinstri-
stjórnarinnar, sem hún reynir allt
hvað hún getur að fá stjórnarand-
stöðuna til að ábekja, svona eins
og svindlari vill fá sómakæran ein-
feldning aftan á falsaðan víxil, er
einfaldlega frumvarp um að stór-
felldar skuldir einkabanka skuli
teknar, án dóms og laga, og lagðar
á íslenska skattgreiðendur næstu
ára og áratuga. Það er í raun það
sem þeir berjast fyrir, þessir sem
ólmir segjast vilja „klára málið“. Í
hugum þeirra er þetta grundvall-
aratriði ekki annað en eitthvert
reikningsdæmi.
3. Landsfundur Sjálfstæðis-
flokksins, æðsta vald í málefnum
flokksins, tók mjög eindregna af-
stöðu til málsins síð-
asta sumar. Fyrir
fundinum lágu drög að
ályktun þar sem kröf-
um Breta og Hollend-
inga var eindregið
mótmælt og þær sagð-
ar ósanngjarnar.
Fundurinn breytti
þeim drögum með af-
gerandi hætti og mót-
mælti kröfunum, í
nafni Sjálfstæð-
isflokksins, alfarið og
endanlega, sem „lög-
lausum“. Landsfundur Sjálfstæð-
isflokksins hefur þannig hafnað
nýjum og gömlum Icesave-
frumvörpum vinstristjórnarinnar
og verður sú eindregna stefna
flokksins ekki endurskoðuð af öðr-
um stofnunum hans.
4. Nýjasta Icesave-samkomu-
lagið er skárra en það síðasta.
Fyrr mætti líka vera. En hversu
skárra það er veit enginn. Ekki
einu sinni fulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins í fjárlaganefnd sem nú
hafa sent frá sér yfirlýsingu um
að það sé viðunandi. Fyrir liggur
að áhætta Íslands af samþykkt
frumvarpsins er vel yfir tvö
hundruð milljarðar króna – í er-
lendum gjaldeyri. Ef einhver held-
ur að á milli síðasta Icesave-
samkomulags og þess nýjasta sé
himinn og haf, þá er sá maður
sennilega svo djúpt á kafi að hann
er hættur að sjá til himins.
Icesave er
einfalt mál
Eftir Sigríði Ást-
hildi Andersen
Sigríður Ásthildur
Andersen
»Nýjasta Icesave-
samkomulagið er
skárra en það síðasta.
Fyrr mætti líka vera.
En hversu skárra það er
veit enginn. Áhættan er
vel yfir 200 milljarðar.
Höfundur er héraðsdómslögmaður og
varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.