Morgunblaðið - 04.02.2011, Side 31

Morgunblaðið - 04.02.2011, Side 31
Harry Potter kvikmyndaserían mun hljóta heið- ursverðlaun bresku kvik- myndaakademíunn- ar fyrir framlag sitt til listgrein- arinnar á Bafta verðlaunahátíð- inni sem haldin verður 13. febr- úar. Fyrsta myndin um galdrastrák- inn var sýnd árið 2001 en í sumar verður áttunda og síðasta myndin frumsýnd. Daniel Radcliffe sagði við þetta tækifæri að hann hefði notið hverrar einustu mínútu við gerð myndanna. MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2011 VINSÆLA STA MYND VE RALDAR ÞRJÁR V IKUR Í RÖ Ð! ÍSLENSKT TAL - 3-D SMÁRABÍÓ Nánar á Miði.is Nánar á Miði.isBORGARBÍÓ THE DILEMMA kl. 8 MÚMÍNÁLFARNIR 3D KL. 6 THE GREEN HORNET 3D kl. 10.10 ALFA OG ÓMEGA 2D kl. 6 DEVIL kl. 8 - 10.10 L L 12 L 16 Nánar á Miði.is BLACK SWAN kl. 5.40 - 8 - 10.30 BLACK SWAN LÚXUS kl. 5.40 - 8 - 10.30 MÚMÍNÁLFARNIR 3D KL. 3.40 THE DILEMMA kl. 5.30 - 8 - 10.30 THE GREEN HORNET 3D kl. 3.30 - 5.25 - 8 - 10.35 ALFA OG ÓMEGA 3D kl. 3.30 THE TOURIST kl. 8 - 10.20 GULLIVER´S TRAVELS 3D kl. 3.30 - 5.50 16 16 L L 12 L 12 L BLACK SWAN kl. 5.30 - 8 - 10.30 LONDON BOULEVARD kl. 8 - 10.10 THE FIGHTER KL. 5.30 - 8 - 10.30 BURLESQUE KL. 8 - 10.30 GAURAGANGUR KL. 5.50 BARA HÚSMÓÐIR* kl. 6 Enskur texti Sýnd áfram í nokkra daga 16 16 14 L 7 L HÁSKÓLABÍÓGLERAUGU SELD SÉR 5% /haskolabio/smarabio -Þ.Þ., FRÉTTATÍMINN B. I., KVIKMYNDIR.COM T.V. - KVIKMYNDIR.IS -H.S.S., MBL 5% LAUGARÁSBÍÓ LONDON BOULEVARD Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:10 THE FIGHTER Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:20 MÚMMÍNÁLFARNIR 3D Sýnd kl. 3:50 ísl. tal ALFA OG ÓMEGA Í 3D Sýnd kl. 4 ísl. tal ALFA OG ÓMEGA Í 2D Sýnd kl. 4 ísl. tal LITTLE FOCKERS Sýnd kl. 6, 8 og 10 Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum Sýningartímar ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND FRÁ ÓSKARS- VERÐLAUNAHAFANUM WILLIAM MONAHAN, LEIKSTJÓRA “THE DEPARTED” -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Það er ekki oft sem maðuryfirgefur bíósal full-komlega sáttur og rúm-lega það, nánast í skýj- unum. Sú var þó raunin með Black Swan, nýjasta verk hins hæfileika- ríka leikstjóra Darrens Aronofsky. Myndin er hreint afbragð, hvar sem á er litið. Margt kemur þar til og allt smellur fullkomlega saman: handrit, leikur, myndataka, leik- myndir, tónlist og dans. Myndin er allt í senn, hlaðin spennu, angist, átökum og síðast en ekki síst feg- urð. Aronofsky sagði síðast af þjáð- um fjölbragðaglímukappa sem kom- inn er á seinasta snúning, líkaminn að gefa sig og andinn með, í öflugri túlkun leikarans Mickey Rourke. Hér bætir Aronofsky um betur, ótrúlegt en satt, og dembir sér að þessu sinni í heim ballettdansara. Í Svarta svaninum, Black Swan, vefur Aronofsky hið þekkta ballettverk Svanavatnið með öllum sínum átök- um milli góðs og ills við sögu af ball- ettdansmey sem gengur ekki heil til skógar og á auk þess við líkamlegar þjáningar að glíma enda álagið gríð- arlegt sem fylgir dansstarfinu. Hryllingur Í myndinni segir í stuttu máli af ballettdansmeynni Ninu sem túlkuð er frábærlega af Natalie Portman. Nina er dansari hjá virtum ballettdansflokki í New York og á sér þann draum heit- astan að fá að dansa aðalhlutverk í næstu uppfærslu flokksins sem jafnframt er sú fyrsta á starfs- árinu, á Svanavatninu. Nina lifir og hrærist í ballettlistinni og ekk- ert annað virðist komast að, enda alin upp af strangri móður sem eitt sinn var ballerína. Móðirin stýrir henni í einu og öllu og virð- ist eiga stóran þátt í því að dótt- irin er félagslega einangruð og á erfitt með samskipti við stall- systur sínar í dansflokknum. List- rænn stjórnandi flokksins, Thom- as (leikinn af hinum djöfullega Vincent Cassel) tekur þá ákvörðun að segja upp aðaldansaranum sín- um, Beth, og við það verður laus staða aðaldansara í verkinu. Dans- meyjarnar hafa allar hug á því að dansa hlutverk hvíta og svarta svansins og hreppir Nina hnossið sér til mikillar furðu. En önnur dansmær heillar einnig Thomas, Lily, og grípur Ninu mikill ótti um að hún muni stela af henni hlutverk- inu. Hlutverkið krefst þess að dans- arinn sýni bæði sakleysi og þokka í túlkun sinni sem hvíti svanurinn en myrkari hliðar og kynferðislegri sem svarti svanurinn. Nina getur vissulega túlkað hvíta svaninn en hefur hún það sem þarf til að dansa hlutverk svarta svansins sem Lily virðist sniðin í? Kynferðisleg áreitni Thomas í garð Ninu og gríðarlegar kröfur hans til hennar á æfingum verða til þess að Nina missir tökin á raunveruleikanum, hryllilegar sýnir fara að sækja á hana sem og rang- hugmyndir. Ef setja þarf myndina í einhvern sérstakan flokk þá væri líklega nær lagi að kalla hana dramatískan sál- artrylli, eitthvað í þá veru, en það væri algjör einföldun. Í grunninn er þetta harmleikur og það býsna hrollvekjandi. Hið holdlega er áber- andi út í gegn í myndinni, ýmist kynferðislegt eða sársaukafullt. Aronofsky beitir margoft brellum hryllingsmynda og skipar mynda- taka þar afar mikilvægt hlutverk, áhorfandanum er brugðið hvað eftir annað og hárin fá að rísa (og fjaðr- irnar líka). Áferðin á myndinni er kornótt á köflum og mikið um hand- helda myndatöku sem magnar upp þá tilfinningu að maður sé fluga á vegg, hluti af atburðarásinni og samspil ljóss, skugga og lita er oftar en ekki undurfallegt. Fórnin og fegurðin Þá kemur sagan einnig inn á þær þjáningar og fórnir sem atvinnu- dansarar hafa þurft að færa, oftast nær frá barnsaldri og í sumum til- fellum eflaust píndir áfram af for- eldrum sem vilja að þeir nái á topp- inn, líkt og í Black Swan. Segja má að hér sé komin ný og vissulega hrollvekjandi sýn á hið undurfagra og ævintýralega ballettverk Svana- vatnið og tónlist Tsjækofskíj skipar í myndinni veigamikið hlutverk, eða öllu heldur meðhöndlun Clints Man- sells á henni en hann sá um að semja tónlist við myndina. Leikara- valið er virkilega vel heppnað, Port- man á hér stjörnuleik, Barbara Hershey er verulega ógnvekjandi í hlutverki móðurinnar. Mila Kunis stendur sig einnig prýðilega sem kynþokkafullur keppinautur Ninu og Cassell allt að því dýrslegur í hlutverki þess sem öllu ræður í dansflokknum. Er rýnir að gleyma einhverju? Eflaust. Aronofsky er hér í fimmta gír, ekkert gefið eftir. Svarti svanurinn er veisla fyrir augu og eyru sem verður einfald- lega ekki notið til fulls nema í bíó- sal. Sjón er svo sannarlega sögu rík- ari. Veisla „Hið holdlega er áberandi út í gegn í myndinni, ýmist kynferðislegt eða sársaukafullt,“ segir m.a. í dómi Helga Snæs Sigurðssonar um nýjustu mynd Darren Aronofsky, Black Swan. Hér má sjá Natalie Portman í burðarrullunni. Smárabíó, Háskólabíó Black Swan bbbbb Leikstjóri: Darren Aronofsky. Aðal- hlutverk: Natalie Portman, Barbara Hershey, Vincent Cassel og Mila Kunis. Bandaríkin 2010. 108 mín. HELGI SNÆR SIG- URÐSSON KVIKMYNDIR Seiðandi, svartur svanur Bandaríska rokktvíeykið í The White Stripes hefur slökkt á magn- aranum og stungið gítarnöglunum í vasann. Jack og Meg White hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að hljómsveitin sé hætt. Þau þakka aðdáendum sínum fyrir stuðninginn í tilkynningu sem er birt á vefsíðu Detroit-sveitar- innar. The White Stripes var stofnuð fyrir 13 árum og hefur gefið út sex hljóðversplötur. Hljómsveitin sótti Ísland heim árið 2005 og lék fyrir troðfullri Laugardalshöll. Hætt Rokksveitin The White Stripes hefur lagt upp laupana. White Stripes lætur staðar numið Harry Potter serían verðlaunuð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.