Morgunblaðið - 25.02.2011, Side 2

Morgunblaðið - 25.02.2011, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hin goðsagnakennda rokk- hljómsveit Eagles, sem verið hefur ein vinsælasta hljómsveit heims í fjóra áratugi, treður upp í Laug- ardalshöllinni hinn 9. júní næst- komandi. Það er afþreyingarfyrir- tækið Sena sem stendur fyrir tónleikunum. Eagles er ein sölu- hæsta hljómsveit sögunnar og hef- ur meðal annars unnið til sex Grammy-verðlauna í gegnum tíð- ina. Nýjasta plata þeirra, „Long road out of Eden“, kom út árið 2007. Ráðgert er að miðasala hefj- ist í fyrri hluta næsta mánaðar. Eagles spila í Höllinni Vinsælir Rokkhljómsveitin Eagles er loksins á leiðinni til Íslands. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Niðurstaða Hæstaréttar verður ekki skilin með öðrum hætti en svo að kosningin til stjórnlagaþings hafi ver- ið ótraust, að hún hafi byggst á ann- mörkum á löggjöfinni um stjórnlaga- þingið, þ.e.a.s. að ekki hafi verið fylgt þeim efnisreglum sem gilda um kosn- ingu til stjórnlagaþings,“ segir Ró- bert Spanó, prófessor og forseti laga- deildar Háskóla Íslands, spurður um það meirihlutaálit samráðsnefndar um stjórnlagaþing að Alþingi skipi stjórnlagaráð með sömu einstak- lingum og náðu bestum árangri í stjórnlagaþingskjörinu. Ekki á traustum forsendum „Það er ekki hægt að ganga út frá því með réttu að vera þeirra 25 á lista yfir þá sem urðu hlutskarpastir í stjórnlagaþingskosningunum sé byggð á traustum forsendum. Velji stjórnmálamenn á Alþingi að þessir 25 skipi einhverja slíka nefnd eða ráð verður það að vera byggt á öðrum málefnalegum forsendum en þeim að þeir hafi hlotið kosningu í þessum til- teknu kosningum sem voru metnar ógildar. Sú niðurstaða að þeir 25 sem voru í upphaflega hópnum skuli sitja í þessu ráði er ekki traust,“ segir hann og víkur að umsögn nefndarinnar. „Í tilkynningu frá samráðs- nefndinni er það orðað þannig að val á þessum 25 einstaklingum sé ekki í ósamræmi við dóm Hæstaréttar, þar sem af dómnum verði ekki dregnar neinar ályktanir um það að niður- staða kosninganna sé byggð á ein- hverju misferli eða því að Hæstirétt- ur hafi metið það svo að þeir annmarkar sem voru á kosningunni hafi haft áhrif á úrslit þeirra. Að mínu áliti verður niðurstaða Hæstaréttar ekki skilin með öðrum hætti en svo að þeir annmarkar sem Hæstiréttur taldi vera á stjórnlaga- þingskosningunni, sem í tveimur til- vikum voru taldir verulegir, hafi í eðli sínu verið til þess fallnir að hafa áhrif á úrslit kosninganna.“ Löglegt en óheppilegt Ragnhildur Helgadóttir, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, vísar einnig til Hæstaréttar. „Það er í sjálfu sér heimilt að breyta lögunum um stjórnlagaþing og ákveða að það verði skipað með ein- hverjum öðrum hætti en með kosn- ingu. Mér finnst þetta hins vegar óheppilegt. Hæstiréttur tók, hvort sem menn eru sammála því eða ósam- mála, ákvörðun um að ógilda þessar kosningar, enda væru ágallarnir það alvarlegir að hann ætti ekki annarra kosta völ. Mér finnst þessi tillaga óheppileg, vegna þess að hún felur í sér að Alþingi setur sitt mat á því hvort það átti að ógilda kosninguna á grundvelli þessara annmarka í stað mats Hæstaréttar.“ – Ætti að fara fram uppkosning? „Já. Ég hefði verið sáttari við það. Fram fóru almennar kosningar í landinu sem Hæstiréttur er búinn að ákveða að séu ógildar. Engu að síður metur Alþingi það svo að það verði byggt á þeim. Það er ekki heppileg mynd sem þarna er gefin af stjórn- skipuninni. Íslendingar myndu segja eitthvað ef þetta væri gert í öðrum löndum.“ Farið á svig við dóm Hæstaréttar  Forseti lagadeildar HÍ telur skipan sömu einstaklinga og urðu hlutskarpastir í stjórnlagaþingskosn- ingunni í stjórnlagaráð ekki hvíla á traustum forsendum  Prófessor við HR hefði viljað uppkosningu Fjórir flokkar » Fulltrúar VG, Samfylkingar, Framsóknar og Hreyfingar- innar lögðu til að ráðgefandi stjórnlagaráð yrði skipað með þingsályktun en Sjálfstæðis- flokkur skilaði séráliti. Róbert Spanó Ragnhildur Helgadóttir Birgir Ármanns- son, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, á sæti í samráðsnefnd um stjórnlaga- þingið. Hann telur til- lögu um stjórn- lagaráð fela í sér að Alþingi reyni að víkja sér und- an dómi Hæstaréttar. „Það lýsir sér auðvitað best í því að einu efnislegu breytingarnar sem gert er ráð fyrir er að það verði skipt um nafn. Stjórnlagaþing heitir nú stjórnlagaráð og fulltrúarnir þar fá skipunarbréf frá forseta Alþingis en ekki kjörbréf frá landskjörstjórn. Hér er auðvitað verið að fara á svig við niðurstöðu Hæstaréttar, vegna þess að það er byggt á niður- stöðu kosningar við val í ráðið sem var úrskurðuð ógild. Mér finnst það fráleit vinnubrögð að þingið fari þannig á svig við niðurstöðu frá Hæstarétti,“ segir Birgir. „Fráleit“ tillaga Birgir Ármannsson Ráðið feli aðeins í sér nafnbreytingu Undanfarið hafa loðnuhrogn verið unnin fyrir markaði í Austur-Evrópu, en þroski hrognanna nálgast að vera hæfur fyrir hinn verðmæta Japans- markað. Törnin sem tengist vinnslunni kallar víða á aukinn mannskap og á Akranesi hafa bændur á Vesturlandi hlaupið undir bagga, en í Eyjum eru framhaldsskólanemar kallaðir til. Á myndinni ber Gunnar Hermannsson hjá HB Granda á Akranesi sig fagmannlega að við að bragða á hrognunum. »8 Morgunblaðið/RAX Bragðað á hrognunum Gullið er gult Ekkert bendir til þess að örorkubæt- ur séu svo háar að þeir sem þiggja t.d. atvinnuleysisbætur sækist eftir því að fá örorku metna og sú mynd sem dregin er upp af öryrkjum í fjöl- miðlum er mjög úr takti við þann raunveruleika sem þeir búa við. Margir upplifa niðurlægingu og höfn- un af hálfu samfélagsins. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar á fá- tækt og félagslegum aðstæðum ör- yrkja, sem kynnt verður á málþingi í dag. Sjónarmið öryrkja sjálfra Í rannsókninni er einkum lögð áhersla á viðtöl við öryrkja, og með því leitast við að varpa ljósi á aðstæð- ur þeirra sem og félagslega stöðu og hvernig þeir upplifa afstöðu sam- félagsins í sinn garð. Niðurstöðurnar eru í takt við þær sem áður hafa verið gerðar hvað það varðar að tekjur fólks á örorkubótum eru afar lágar. Margir þátttakendur í rannsókninni kváðust eiga í veruleg- um erfiðleikum með að ná endum saman. Sumir gátu það alls ekki. Flækjustig bótakerfisins gerði það að verkum að í mörgum tilfellum fengu bótaþegar ofgreiddar bætur sem þurfti að endurgreiða. Þá gera flókn- ar tekjutengingar öryrkjum erfitt fyrir að bæta fjárhagslegar aðstæður sínar. Að flestra mati er eina úrræðið að spara sem mest við sig, og gera litlar kröfur um efnisleg gæði. Fæstir eru í aðstöðu til þess að leggja fyrir. Málþingið, sem ber yfirskriftina „Daglegt líf, afkoma og aðstæður ör- yrkja“, hefst kl. 13 á Grand hóteli. einarorn@mbl.is Öryrkjar upp- lifa höfnun  Venja sig á að gera litlar kröfur um efnisleg gæði  Ná endum illa saman Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir „Langflest okkar [stjórnlagaþings- frambjóðendanna 25] hafa viljað að þessu starfi yrði haldið áfram. Það var einróma álit hjá okkur að hvaða leið sem yrði farin væri æskilegt að tillögur okkar yrðu fyrst lagðar í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en þingið tæki þær til meðferðar,“ seg- ir stjórnlagaþingsframbjóðandinn Ómar Ragnarsson. „Ég bendi á að 74% þeirra sem tóku afstöðu um þetta mál nýlega í skoðanakönnun vildu að starfinu yrði haldið áfram og yfirgnæfandi meirihluti þeirra vildi að þessi leið yrði farin,“ segir Ómar en samfram- bjóðendur hans, Lýður Árnason, Ei- ríkur Bergmann Einarsson og Gísli Tryggvason, sem einnig urðu á með- al 25 efstu í kjörinu, tóku undir að rétt væri að þjóðaratkvæðagreiðsla um niðurstöðu stjórnlagaþingshóps- ins færi fram áður en Alþingi fengi málið í hendur. Gísli segist hafa verið í vafa um hvaða leið væri heppilegust en það hafi hugnast sér best að endurtelja. „Ég hlíti þessari niðurstöðu. Það er gott að þessari óvissu skuli hafa ver- ið eytt.“ Þorsteinn Arnalds bauð sig fram en var ekki á meðal 25 efstu. „Mér finnst þetta fráleitt. Þessi hugmynd var nefnd eftir úrskurð Hæstaréttar en mér fannst hún svo fráleit að ég tók hana ekki alvarlega. Hér er ver- ið að skapa hættulegt fordæmi. Verður þetta gert í næstu sveitar- stjórnarkosningum ef kosningin er ógild?“ Vilja þjóðaratkvæði um tillögu hópsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.