Morgunblaðið - 25.02.2011, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2011
Nú hafa Alþjóðasamtök flug-félaga, IATA, bæst í hóp
þeirra sem vara ríkisstjórn Íslands
við þeirri hættulegu stefnu sem hún
hefur fylgt.
IATAhvetur
ríkisstjórn-
ina til að hætta við að leggja sér-
stakan skatt á flugfarþega, en rík-
isstjórnin hefur séð ofsjónum yfir
því að ferðaþjónustan hér á landi
skuli ekki vera að gefast upp og vill
leggja á hana nokkur hundruð millj-
ónir króna í viðbótarskatt.
Ekkert vit er í fyrirhugaðri skatt-heimtu í hagkerfi sem er að
reyna að ná sér á strik eftir áfall
vegna alþjóðlegu fjármálakrepp-
unnar. Ekki drepa gæsina sem verp-
ir gulleggjunum,“ segir fram-
kvæmdastjóri IATA, Giovanni
Bisignani.
En vandinn við ríkisstjórn Íslandser einmitt að hún gerir allt sem
í hennar valdi stendur til að drepa
gullgæsirnar, hvar sem þær finnast.
Auk ferðaþjónustunnar eru sjáv-arútvegur og stóriðja meðal at-
vinnugreina sem ráðherrar ríkis-
stjórnarinnar og stjórnarþingmenn
hafa lagt sig sérstaklega fram um að
koma í veg fyrir að haldi áfram að
vaxa og dafna hér á landi.
Til að ná fram þessum markmið-um sínum telur ríkisstjórnin
ekki eftir sér að brjóta lög, valda
uppnámi í byggðarlögum um allt
land eða að ganga af fyrirtækjum
dauðum.
Ákafi ríkisstjórnarinnar er slíkurað jafnvel veikburða banka-
kerfið er sett í hættu, ekki síst rík-
isbankinn. Engu er eirt til að þjóna
duttlungunum og fordómunum.
Mörgum
gullgæsum slátrað
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 24.2., kl. 18.00
Reykjavík 4 rigning
Bolungarvík 2 alskýjað
Akureyri 1 alskýjað
Egilsstaðir 7 alskýjað
Kirkjubæjarkl. 4 rigning
Nuuk -12 skafrenningur
Þórshöfn 10 þoka
Ósló -11 skýjað
Kaupmannahöfn -2 heiðskírt
Stokkhólmur -6 snjókoma
Helsinki -17 léttskýjað
Lúxemborg 1 þoka
Brussel 8 þoka
Dublin 12 skýjað
Glasgow 12 léttskýjað
London 13 heiðskírt
París 12 skýjað
Amsterdam 7 þoka
Hamborg 2 heiðskírt
Berlín 0 heiðskírt
Vín 0 heiðskírt
Moskva -15 heiðskírt
Algarve 18 heiðskírt
Madríd 17 heiðskírt
Barcelona 15 léttskýjað
Mallorca 16 léttskýjað
Róm 7 heiðskírt
Aþena 11 skúrir
Winnipeg -22 heiðskírt
Montreal -5 skýjað
New York 4 alskýjað
Chicago 1 alskýjað
Orlando 23 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
25. febrúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:50 18:33
ÍSAFJÖRÐUR 9:02 18:31
SIGLUFJÖRÐUR 8:45 18:13
DJÚPIVOGUR 8:21 18:00
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Hrognatíðin nálgast hámark í þeim
húsum þar sem loðnuhrogn eru kreist
fyrir markaði í Austur-Evrópu og í
Japan. Í nógu er að snúast við fryst-
ingu loðnunnar og síðan í þær þrjár
vikur, sem hrognin eru unnin. Mikið
er í húfi og aukinn mannafli er nauð-
synlegur.
Á Akranesi koma bændur og búalið
af Vesturlandi til að bjarga verðmæt-
um við sjávarsíðuna og sama fólkið
kemur ár eftir ár. Í Vinnslustöðinni í
Eyjum eru það einkum vinnufúsir
framhaldsskólanemar með mæt-
inguna í lagi, sem hlaupa undir bagga.
Unglingarnir kunna vel að meta frí
frá skólabókunum og fúlsa ekki við
17-18 þúsund krónum fyrir vaktina.
Þá vildu fáir vinna í fiski
Gunnar Hermannsson, í hrogna-
vinnslu hjá HB Granda á Akranesi,
segir að um 80 manns starfi við
hrognavinnsluna. Um 30 þeirra starfa
alla jafna í fiskiðjuveri fyrirtækisins,
um 30 koma úr sveitunum; Borgar-
firði, Dölum og Snæfellsnesi. Hópur
Skagamanna tekur þátt í törninni og
þar á meðal einn og einn nemandi í
framhaldskólanum, þeir koma þá að
loknum skóladegi. Ekki hefur verið
leitað eftir fólki af atvinnuleysisskrá.
„Við erum mikið með sama fólkið
ár eftir ár,“ segir Gunnar. „Þetta fólk
sinnti okkur 2007 og 2008 meðan
flestir aðrir voru uppteknir við að
græða peninga og fáir vildu vinna í
fiski. Þau gleymdu okkur ekki og vilji
fólkið sem sinnti okkur í góðærinu
koma hingað þá gengur það fyrir með
vinnu.“
Arnar Eysteinsson, bóndi í Stór-
holti í Dölum, er með um 600 fjár, en
er nú á sinni tíundu hrognavertíð á
Akranesi. Á meðan hann er fjarver-
andi sér Ingveldur Guðmundsdóttir,
kona hans, um búskapinn. Hún hefur
nóg á sinni könnu þessa dagana því
tvö yngstu börnin, 7 og 12 ára, eru
heima og að auki er hún í rúmlega
hálfu starfi á heilsugæslustöðinni í
Búðardal og á sæti í sveitarstjórn
Dalabyggðar.
Þurfum að borga eins og aðrir
„Það veitir ekki af að drýgja tekj-
urnar af búskapnum. Við þurfum að
borga af lánunum eins og aðrir og það
er því gott að geta haft eitthvað auka-
lega,“ segir Arnar. Hann sér um að
halda utan um þennan hóp sem bætt
er við á loðnuvertíðinni og hópurinn
hefur í raun safnast utan um hann síð-
ustu árin.
„Í þessum hópi eru um 20 bændur,
sem eru, eins og ég, að reyna að lifa af
landbúnaði, en einnig börn þeirra og
önnur skyldmenni. Síðan er fólk af
Akranesi í þessu með okkur. Það er
greinilega meiri ásókn í þessi störf
núna heldur en var fyrir nokkrum ár-
um.“
Allt að vikufrí í fjörinu
„Það er alltaf nóg að gera, bara
mismikið,“ sagði Þór Vilhjálmsson,
starfsmannastjóri Vinnslustöðvarinn-
ar í Vestmannaeyjum. Um 80 manns
er bætt við meðan hrognavinnslan er í
gangi hjá Vinnslustöðinni, en sam-
hliða er bolfiskur unninn í salt og
frystingu þannig að á þessum árstíma
eru um 200 manns á launaskrá. Hann
segir það púsl að láta starfsmanna-
haldið ganga upp, en það hafi alltaf
tekist.
„Við höfum lengi verið með samn-
ing við Framhaldsskólann í Vest-
mannaeyjum og þeir sem eru með
góða mætingu fá allt að vikufrí til að
koma hingað í fjörið,“ segir Þór.
„Unnið er á vöktum allan sólarhring-
inn og vaktin gerir 17-18 þúsund
krónur. Skattkortið er ónýtt og þess-
ar tekjur muna miklu fyrir krakkana í
skólanum. Ekki síður fyrir fjölskyld-
ur þeirra og vinnan gerir staðinn ein-
faldlega byggilegri fyrir fjölskyldu-
fólk. Svo kemur töluvert af fólki ofan
af landi sem á skyldmenni hér í Eyj-
um. Sumir þeirra taka sér frí frá ann-
arri vinnu á fastalandinu, en þar er oft
lítið um að vera á þessum tíma.“
Þór segir að hrognatörnin getir
staðið í um þrjár vikur, en það sé þó
misjafnt. Hann segir mikið líf í Vest-
mannaeyjum þessa dagana. Í gær-
morgun hafi tvö flutningaskip verið
að taka mjöl hvort frá sinni bræðsl-
unni og mikið líf hafi verið við bryggj-
urnar.
„Þetta er í raun svona allt árið og
það er liðin tíð að menn taki 80%
aflans á tveimur mánuðum á vetrar-
vertíð. Í gamla daga voru oft toppar í
kringum páskana, en núna er þetta
jafnt og þétt og stýring á öllum veið-
um,“ segir Þór.
Sama fólkið ár eftir ár
Frysting loðnuafurða kallar á aukinn mannskap Bændur og búalið hlaupa undir
bagga við hrognavinnslu á Akranesi Framhaldsskólanemar virkjaðir í Eyjum
Morgunblaðið/RAX
Vertíð Fólk kemur úr ýmsum áttum til að taka þátt í frystingu loðnu og hrogna. Hjá HB Granda á Akranesi er bætt
við um 50 manns og bændur á Vesturlandi hafa í mörg ár tekið þátt í törninni, oft kemur sama fólkið ár eftir ár.
Loðnan hefur síðustu daga veiðst út af Snæfellsnesi
og í gær voru komin á land um 205 þúsund tonn af
loðnu á vertíðinni, samkvæmt bráðabirgðatölum
Fiskistofu. Enn vantar aðeins upp á að þroski hrogna
úr fremstu göngunni sé nægur til að þau verði fryst
fyrir Japansmarkað, en það gæti orðið um eða upp úr helgi.
Fram kemur á heimasíðu HB Granda að hægt er að frysta um 100 tonn af
hrognum á sólarhring á Akranesi. Þegar hrognavertíðin er í hámarki og vel
veiðist eru fersk loðnuhrogn send landleiðina frá Akranesi til Vopnafjarðar
til frystingar og pökkunar auk þess sem skip HB Granda sigla þangað.
Landleiðin
STUTT Í JAPANSFRYSTINGU