Morgunblaðið - 25.02.2011, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2011
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Yfirlýsing Pálma Haraldssonar um
að hægt væri að ganga að eignum
hans í Bandaríkjunum ef á Íslandi
félli dómur slitastjórn Glitnis í hag,
barst dómstóli í New York í gær.
Dómarinn Charles E. Ramos hafði
hins vegar áður ákveðið að máli sem
slitastjórn Glitnis höfðaði á hendur
þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni,
Ingibjörgu Pálmadóttur, Jóni Sig-
urðssyni, Þorsteini Jónssyni, Lárusi
Welding, Hannesi Smárasyni og
Pálma, vegna ráðstöfunar fjár sem
Glitnir aflaði sér í skuldabréfaútboði
í New York haustið 2007, skyldi vís-
að frá og það flutt á Íslandi. En með
þeim skilyrðum sem eru nefnd að of-
an. Frá því var greint í Morgun-
blaðinu í gær að mál slitastjórnar,
sem áður hafði verið vísað til föður-
húsanna, yrði endurupptekið í New
York.
Yfirlýsingar á lokametrunum
Fram kemur í gögnum sem liggja
fyrir á vefsvæði dómstólsins, að
starfsmaður hans hafi sent lögmönn-
um allra aðila málsins tölvupóst á
þriðjudagskvöld að íslenskum tíma,
þar sem fram kemur að Ramos dóm-
ari hafi ákveðið að taka málið fyrir
aftur, þar sem tveir hinna stefndu,
Hannes og Pálmi, hafi ekki skilað inn
yfirlýsingum um aðfararhæfni í sam-
ræmi við óskir dómarans. Þessum
fullyrðingum svarar lögmaður
Hannesar snarlega, og bendir á að
yfirlýsingu í nafni Hannesar hafi
sannarlega verið skilað inn til dóm-
stólsins. Meðfylgjandi í tölvupósti
lögmanns Hannesar er yfirlýsingin
sem um ræðir, en er dagsett 23. febr-
úar, eða samdægurs og starfsmaður
dómstólsins tilkynnti aðilum málsins
um endurupptöku þess.
Í gögnum málsins má einnig sjá
yfirlýsingu frá Pálma, dagsetta 24.
febrúar, þar sem hann fellst á að
hægt verði að ganga að eigum hans í
Bandaríkjunum, fari svo að dómur á
Íslandi falli slitastjórn Glitnis í hag.
Yfirlýsing Pálma er að sögn Sigurð-
ar Guðjónssonar, lögmanns Pálma,
sú þriðja sem hann skilar inn til dóm-
stólsins vestanhafs.
Pálmi skilaði yfirlýsingunni
til New York-dómstóls í gær
Dómarinn ákvað að taka málið upp aftur í fyrradag vegna skorts á yfirlýsingum
Reuters
New York Málssókn slitastjórnar Glitnis á hendur sjömenningum áður
tengdum Glitni hefur staðið yfir síðan 11. maí á síðasta ári.
Yfirlýsingar
» Jón Ásgeir, Ingibjörg, Jón,
Lárus og Þorsteinn skiluðu síð-
ast inn sameiginlegri yfirlýs-
ingu þann 7. febrúar síðastlið-
inn, samkvæmt gögnum á vef
dómstólsins í New York.
» Hannes skilaði síðast inn yf-
irlýsingu í fyrra, en Pálmi gerði
slíkt hið sama í gær.
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Kathrin Muehlbronner, sérfræðing-
ur hjá Moody’s í lánshæfi íslenska
ríkisins, segir skoðun matsfyrirtæk-
isins vera þá að staðfesting Icesave-
samningsins ein og sér dugi ekki til
þess að hægt sé að losa um gjaldeyr-
ishöft hér á landi. Hinsvegar sé það
mat Moody’s að höfnun samningsins
muni leiða til þess að íslenska hag-
kerfið muni verða lengur í viðjum
hafta en ella.
Moody’s sendi frá sér á miðviku-
dag skýrslu um stöðu mála hér á
landi. Í henni kom fram að líklega
myndi lánshæfiseinkunn íslenska
ríkisins fara í ruslflokk ef Icesave
yrði ekki staðfest í komandi þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Ástæðan er sú að
slík niðurstaða er sögð líkleg til þess
að tefja greiðslur af lánum Norður-
landanna og hindra framgang efna-
hagsáætlunar stjórnvalda.
Margir sérfræðingar hafa bent á
að endanlegur kostnaður íslenska
ríkisins vegna Icesave sé svo háður
gengisþróun á samningstímanum að
erfitt verði að afnema gjaldeyrishöft
meðan á greiðslum stendur. Spurð
um þetta segir Kathrin að staðfest-
ing Icesave sé aðeins skref í átt að af-
námi hafta og skapi ekki ein og sér
svigrúm til þess. Hún segir að höftin
gagnist stjórnvöldum nú þar sem
þau haldi innlendum fjármagns-
kostnaði ríkisins niðri en gerir þó
ekki lítið úr kostnaðinum sem þeim
fylgir. Sökum hans er brýnt að losa
um höftin en að sama skapi verður
tímasetning afnámsins og fram-
kvæmd að vera vandlega ígrunduð.
Spurð um gengisáhættuna á bak-
við Icesave-samninginn og áhrif
hennar á skuldsetningu ríkissjóðs –
miðað við útreikninga GAM Ma-
nagement gæti munurinn verið yfir
100 milljarðar miðað við mismunandi
gengisforsendur – vísar Kathrin til
skýrslu Moody’s á miðvikudag en
þar kemur fram að forsendur út-
reikninga á skuldastöðunni vegna
Icesave kunni að reynast vera of
bjartsýnar.
Icesave losar ekki um höftin
Moody’s segir að staðfesting Icesave
dugi ekki ein og sér til afnáms hafta
Morgunblaðið/Ómar
Icesave Ávallt umdeilt.
Hræringar í Mið-Austurlöndum og
Norður-Afríku hafa sett mark sitt á
heimsmarkaðsverð á olíu. Verð á
framvirkum samningum um afhend-
ingu Norðursjávarolíu í apríl náði
120 dollurum í viðskiptum gærdags-
ins í kauphöllinni í London. Fyrir
opnun markaða í Bandaríkjunum
snertu sambærilegir samningar 100
dollara markið. Átök í Líbíu hafa
meiri áhrif á verð olíu heldur en í
Egyptalandi, enda fyrrnefnda ríkið
stærri framleiðandi. Haft hefur verið
eftir forstjóra ítalska olíurisans
ENI, Pablo Scaroni, að olíufram-
leiðsla í Líbíu hefði dregist saman
um 75% frá því að átökin þar í landi
hófust fyrir skömmu. Nemur fram-
leiðslan í dag um 300 milljónum
tunna, en í friðsamara árferði hefur
framleiðslan numið um 1,5 milljón
tunnum á dag. Líbía er þó ekki með-
al 15 stærstu olíuframleiðenda í
heimi.
Hermann Guðmundsson, forstjóri
N1, telur að olíuverðhækkanirnar
séu komnar til að vera. „Það er ekk-
ert á sjóndeildarhringnum sem
bendir til þess að þetta verð sé farið
að falla aftur. Hagkerfi heimsins er
að rétta úr kútnum víðast hvar, sem
eykur vitanlega eftirspurn.“
Verð á blýlausu 95 oktana bensíni
á Íslandi kostar um 220 krónur í
smásölu í dag. Hermann bendir á að
ríflega helmingur þess fari til ríkis-
ins. „Heimsmarkaðsverð á olíu þyrfti
að fara í 160-170 dollara til verðið hér
heima nálgaðist 300 krónurnar á lítr-
ann. Mig grunar að olían fari ekki
niður fyrir 80-90 dollara, að minnsta
kosti fram á haust.“ thg@mbl.is
Olíuverð hækkar hratt og
lækkun á ný talin ólíkleg
Framleiðsla í Líbíu hefur minnkað um allt að þrjá fjórðu
Morgunblaðið/Jim Smart
Bensín Heimsmarkaðsverð þyrfti að fara í 160-70 dollara til að bensínverð
hér heima nálgaðist 300 krónurnar, segir Hermann Guðmundsson hjá N1.
● Hagnaður Tryggingamiðstöðv-
arinnar af reglulegri starfsemi á
árinu 2010 var 765 milljónir króna,
samanborið við 237 milljóna kr.
hagnað árið 2009.
Fram kemur í tilkynningu frá TM
að heildartekjur fyrirtækisins í fyrra
hafi verið 11,6 milljarðar króna, en
hafi verið 12,8 milljarðar árið 2009.
Heildargjöld 2010 hafi verið 10,8
milljarðar en 12,5 milljarðar 2009.
Þá segir að eigin iðgjöld hafi auk-
ist um 8%; hafi verið 10,2 milljarðar
króna í fyrra, miðað við 9,4 milljarða
árið á undan.
Haft er eftir Sigurði Viðarssyni,
forstjóra TM, í tilkynningu, að af-
koma TM á árinu sé mjög góð í ljósi
efnahags- og samkeppnisaðstæðna.
Iðgjaldatekjur hafi aukist á sama
tíma og tjónakostnaður hafi lækkað
umtalsvert. Afkoma af vátrygginga-
starfsemi sé ein sú besta í sögu fé-
lagsins.
TM hagnaðist um 765
milljónir króna 2010
● Íslandsbanki og
DataMarket hafa í
samvinnu þróað og
hannað upplýs-
ingaveitu um al-
þjóðlegan jarð-
hitamarkað.
Upplýsingarnar
birtast á jarð-
hitamælaborði á
vefsíðu Íslandsbanka. Þar er hægt að
fylgjast með jarðhitamarkaðnum víðs-
vegar um heiminn en þó er lögð sérstök
áhersla á Bandaríkin og Ísland. Á mæla-
borðinu má meðal annars finna upplýs-
ingar um framleiðslugetu rafmagns úr
jarðhita og áætlaða framleiðslugetu
jarðhita eftir löndum.
Ný upplýsingaveita
● Tiltölulega lítil velta var á skulda-
bréfamarkaðnum í gær en hún nam
tæpum 5,4 milljörðum króna. Skulda-
bréfavísitala Gamma hækkaði lítillega
í viðskiptunum eða um 0,1%. Vísitalan
hefur hækkað um 0,5% frá áramót-
um. Vísitalan fyrir verðtryggð bréf
hækkaði um 0,2% í viðskiptum gær-
dagsins og nam veltan með þau 2,7
milljörðum. Óverðtryggt hækkaði um
0,1% og nam velta viðskiptanna 2,6
milljörðum.
Lítil velta á markaðnum
Stuttar fréttir…
!"# $% " &'( )* '$*
++,-.,
+/0-01
++0-/.
2+-310
24-503
+/-+,2
+2,-++
+-3+0+
+/2-4,
+,.-/1
++5-21
+//-+.
++/-23
2+-,
24-01,
+/-24,
+2,-35
+-32+2
+/2-,.
+54-2/
2+5-1+33
++5-,+
+//-5,
++/-,.
2+-,51
24-0.5
+/-2,/
+2,-/+
+-32,1
+/1-+1
+54-01