Morgunblaðið - 25.02.2011, Síða 17
Grunnurinn að
Icesave-málinu er
tilskipun ESB um
innistæðutrygg-
ingar. Þegar Íslend-
ingar innleiddu til-
skipunina árið 1999
var ekki mikið rætt
um hugsanlegar
hættur sem væru
því samfara. Jó-
hanna Sigurð-
ardóttir og Ög-
mundur Jónasson sýndu hins
vegar af sér fádæma dóm-
greindarbrest. Tillaga þeirra var
að ábyrgð á innistæðum yrði
ótakmörkuð í stað þess að miða
við hámark sem nam 20.887 evr-
um. Sem betur fer var tillaga
þeirra felld af miklum meiri-
hluta þingmanna. Nú er verið að
ganga frá hinu svokallað Ice-
save-máli en lítið rætt um þá hlið
málsins er snýr að innistæðu-
tryggingakerfinu. Brotalöm í til-
skipun ESB er þó órjúfanlegur
hluti af Icesave-deilunni.
Nýja innistæðu-
tryggingakerfið
Fyrir þinginu liggur frum-
varp frá efnahags- og við-
skiptaráðherra um innistæðu-
tryggingakerfi. Það er byggt á
nýrri tilskipun ESB sem ekki
hefur verið samþykkt af EES-
löndunum. Helstu breyting-
arnar eru eftirfarandi
1. Orðalag ákvæðisins um
tryggingar á innistæðum breyt-
ist þannig að í stað shall stipu-
late kemur shall ensure. Stjórn-
armeirihlutinn hefur túlkað
þetta með þeim hætti að rík-
isvaldið verði að tryggja fjár-
mögnun innistæðutrygg-
ingasjóðsins ef og þegar hann
þarf að taka lán til að geta staðið
við skuldbindingar sínar. Það er
erfitt að sjá muninn á því að
þurfa að tryggja fjármögnun og
ríkisábyrgð.
2. Innistæðutryggingin hækk-
ar úr 20.887 evrum í 100.000 evr-
ur. Eða úr 3.3 milljónum króna í
15,8 milljónir fyrir hvern inni-
stæðueigenda í viðkomandi fjár-
málastofnun.
3. Iðgjald fjár-
málafyrirtækja
hækkar og út-
greiðsluskilmálar
eru hertir. Hug-
mynd stjórnarliða er
að Tryggingasjóð-
urinn verði deilda-
skiptur þannig að
gamla deildin haldi
utan um „Icesave“-
skuldbindingarnar
og aðrar skuldbind-
ingar sem tengjast
hruninu. Ekki er vit-
að hversu miklar skuldbinding-
arnar verða þar sem eftir er að
útkljá fjölmörg mál fyrir dóm-
stólum. En innistæðueigendur í
Evrópu eru að sækja á Trygg-
ingasjóðinn. Forstöðumaður
Tryggingasjóðsins benti á að
það gæti reynst erfitt að fá
deildarskiptinguna við-
urkennda. Þannig væri vafa-
samt að hægt væri að vísa þeim
sem gerði kröfu á sjóðinn á
gjaldþrota deild þegar um fleiri
deildir væri að ræða hjá sama
lögaðilanum, Tryggingasjóðn-
um.
Noregur gætir sinna
hagsmuna – ekki Ísland
Tilskipunin hefur ekki verið
innleidd í EES-samninginn.
Ástæðan er að Norðmenn hafa
staðið á bremsunni og vilja fá
leyfi til að hafa vernd á innistæð-
um hærri. Þeir geta það sökum
fjárhagslegrar stöðu sinnar.
Enginn íslenskur ráðherra í rík-
isstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur
hefur gætt hagsmuna Íslend-
inga í þessu máli. Brussel-
ferðirnar hafa verið nýttar í ann-
að.
Gengur ekki upp
fyrir Ísland
Tryggingar eru í eðli sínu
dreifing á áhættu. Innistæðu-
tryggingakerfið er þar engin
undantekning en það á uppruna
sinn í Bandaríkjunum þar sem
allar fjármálastofnanir sem taka
við innlánum eru í aðilar að kerf-
inu með greiðslu iðgjalda. Í Evr-
ópu er hverju ríki gert að setja
upp sinn eigin tryggingasjóð.
Það gengur ekkert sérstaklega
vel upp í fjölmennum ríkjum
Evrópu og það er fullkomlega
vonlaust í minni ríkjunum og er
Ísland gott dæmi um það.
Innistæður á Íslandi
eru 1.500 milljarðar!
Innistæður á Íslandi eru 1.500
milljarðar eða þrisvar sinnum ís-
lensku fjárlögin. Á Íslandi eru
þrír bankar með 70-80% af
þeirri upphæð og þeir eru svip-
aðir að stærð. Það þýðir að dreif-
ing áhættunnar er sáralítil. Mið-
að við þá útreikninga sem
viðskiptanefnd Alþingis fékk í
hendurnar þá tekur það nær
heila öld að safna í trygg-
ingasjóð sem stæði undir inni-
stæðum í einum banka ef svo illa
færi að hann kæmist í þrot. Því
hefur verið haldið fram að bank-
ar muni ekki falla í framtíðinni.
Reynslan kennir okkur annað og
það er sömuleiðis nokkuð öruggt
að ef fyrningaleið ríkisstjórn-
arinnar verður farin muni rík-
isbankinn – Landsbankinn –
ekki standa eftir það!
Gerum ekki
sömu mistök aftur!
Okkur er öllum ljóst að við
hefðum betur vandað lagasetn-
ingu fyrir hrun. Einnig væri bet-
ur fyrir okkur komið ef við hefð-
um metið áhættu betur en við
gerðum. Við breytum ekki hinu
liðna en það er engin ástæða til
að endurtaka mistökin. Það eru
stór mistök að samþykkja frum-
varp ríkisstjórnarinnar óbreytt.
Með því er verið að blekkja al-
menning, búa til falskt traust og
leggja allt þjóðarbúið undir.
Eftir Guðlaug
Þór Þórðarson » Það er sömuleiðis
nokkuð öruggt
að ef fyrningarleið
ríkisstjórnarinnar
verður farin muni
ríkisbankinn –
Landsbankinn – ekki
standa eftir það.
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Höfundur er alþingismaður.
Fljótum við aftur
sofandi að feigðarósi?
17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2011
Stuðningur Líbíumenn búsettir hérlendis héldu samstöðufund á Austurvelli í gær og vöktu athygli á voðaverkum sem verið er að vinna á almennum borgurum í Líbíu.
Árni Sæberg
Forseti Ís-
lands ákvað að
vísa Icesave
til þjóðarinnar
á nýjan leik.
Byggist
ákvörðunin á
öryggisákvæði
stjórnarskrár-
innar sem er í
26. gr. hennar
og er því þjóð-
aratkvæðagreiðslan bind-
andi. Þetta ákvæði ver Ís-
lendinga fyrir ofríki
ríkisstjórnarinnar og
meirihluta Alþingis. Rík-
isstjórnin er umboðslaus,
þingið er búið að afgreiða
málið og er það nú hjá
þjóðinni. Við þingmenn
Framsóknarflokksins
gerðum allt sem við gát-
um til að svipta hulunni af
leynimakkinu sem umlyk-
ur Icesave án árangurs
þrátt fyrir ríka upplýs-
ingaskyldu ráðherra.
Nú er komið að þjóðinni
að krefjast svara hjá fjár-
málaráðherra og verk-
lausu ríkisstjórninni.
Fyrsta spurningin sem
bera verður upp er: Hvar
eru Icesave-peningarnir?
Samkvæmt fréttum runnu
tæplega 200 milljarðar til
fyrrverandi eigenda Ice-
land-keðjunnar en þeir
voru Baugur, Fons o.fl.
Félagið liggur nú inni í
þrotabúi Landsbankans í
London og er ein stærsta
eign þrotabúsins. Skuldir
Iceland eru himinháar og
eru þær tilkomnar vegna
arðgreiðslu til þessara
fyrrum eigenda félagsins
á árinu 2007. Árið 2008
seldu eigendurnir Iceland-
félagið til Landsbankans
með forkaupsrétti sem
síðan var veðsettur hjá
Glitni. Á einhvern óút-
skýrðan hátt blandast
Deutsche Bank inn í þessa
fléttu og er sá banki allt
um kring í íslensku við-
skiptalífi í dag.
Er talið að Ac-
tavis skuldi
þeim banka
hátt í 1.000
milljarða – tær
snilld í ljósi
þess að nú er
krafist að þjóð-
in borgi reikn-
inga eigandans
vegna Lands-
bankans.
Gleymum ekki
að Actavis – sem hefur
heimilisfesti hér á landi –
skuldar sem nemur 70%
að landsframleiðslu Ís-
lands en það er sambæri-
leg upphæð og talið er að
fallið hafi á hið opinbera í
fjármálakreppunni. Skuld-
ir Actavis eru reiknaðar
inn í stöðu þjóðarbúsins
og draga lánshæfismat Ís-
lands niður. Áætlað er að
undirliggjandi hrein staða
þjóðarbúsins sé neikvæð á
bilinu 57-82% af lands-
framleiðslu í lok árs 2010,
en ef eignum og skuldum
Actavis er haldið til hliðar
er hrein skuld aðeins á
bilinu 18-38%. Sjá ekki
allir hvað hér er í gangi?
Síðan verður að svara
því hverjir tóku arð eða
eignir úr Landsbankanum
sem liggur til grundvallar
skuldabréfi því sem Stein-
grímur J. lét nýja Lands-
bankann taka fyrir 280
milljarða, með fullri rík-
isábyrgð og í erlendri
mynt. Nú hefur komið í
ljós að bankinn er tæpast
greiðslufær og hefur ekki
gjaldeyri til að standa í
skilum. Þessir 280 millj-
arðar eru fyrirfram-
greiðsla upp í Icesave.
Það verður að spyrja hví
ekki er beðið með Icesave
þar til sakamálarannsókn
á Landsbankanum er lok-
ið. Ólöglegt er að byggja
kröfu á atburði eða gjörn-
ingi sem saknæmur er að
lögum. Undanfarið hef ég
spurt sjálfa mig hver það
sé sem stjórni nýja
Landsbankanum í raun og
veru – getur verið að
skuggastjórnendur séu í
„ríkisbankanum“ sjálfum?
Hvernig stóð á því að nýi
Landsbankinn afskrifaði
margra milljarða skuldir
365 miðla? – Jú, til að
ráða þjóðfélagi þarftu að
eiga fjölmiðlanet til að
stjórna umræðunni.
Hverjir hafa hag af því að
„stjórna“ fjölmiðli og
hverjir eru það sem
„ekki“ er fjallað um í miðl-
um 365? Eru það ekki
1.000 milljarða skulda-
mennirnir tveir? Velferð-
arríkisstjórnin verður að
svar þessum spurningum
því þetta er að gerast á
hennar vakt og virðist
með hennar vilja. Eins
verður ríkisstjórnin að
viðurkenna að Icesave og
ESB eru nátengd og ann-
að getur ekki án hins ver-
ið – enda fullyrða hol-
lenskir fjölmiðlar að svo
sé.
Þegar þessum spurn-
ingum er svarað er hægt
að taka afstöðu með eða á
móti Icesave. Sú stað-
reynd liggur samt alltaf
fyrir og er grunnurinn í
málinu að Íslendingum
ber ekki að taka á sig
ólögvarðar og ólöglegar
skuldir einkabanka og
óreiðumanna.
Eftir Vigdísi
Hauksdóttur
»Nú á þjóðin að
krefja fjár-
málaráðherra og
verklausu rík-
isstjórnina svara.
Fyrsta spurn-
ingin sem bera
verður upp er:
Hvar eru Icesave-
peningarnir?
Vigdís Hauksdóttir
Höfundur er lögfræðingur
og þingmaður Framsókn-
arflokksins í Reykjavík.
Ríkisstjórnin
og Icesave