Morgunblaðið - 25.02.2011, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2011
✝ Kristján ÁgústFlygenring
verkfræðingur
fæddist í húsi afa
síns í Hafnarfirði,
svokölluðu Flygenr-
ingshúsi, 29. júní
1927. Hann lést á St.
Jósefsspítala í Hafn-
arfirði 15. febrúar
2011. Foreldrar
hans voru Ingibjörg
Kristjánsdóttir hús-
freyja, f. 1. janúar 1902, d. 11. jan-
úar 1982, og Garðar Flygenring,
bakari og bifreiðarstjóri, f. 19. júlí
1895, d. 20. október 1957. Systkini
Kristjáns eru Ólafur Haukur, f.
1924, Þórarinn Kampmann, f.
1931, Þórarinn, f. 1932, d. 1985,
Edda, f. 1939. Kristján bjó mestan
hluta ævi sinnar í Hafnarfirði.
Kristján kvæntist hinn 31. júlí
1955, eftirlifandi konu sinni Mar-
gréti Dagbjörtu Bjarnadóttur, f.
2. október 1931. Foreldrar hennar
voru Stefanía Sigríður Magn-
úsdóttir húsmóðir, f. 24. október
1895, d. 1. febrúar 1970, og Bjarni
Matthías Jóhannesson skipstjóri,
f. 16. apríl 1890, d. 14. október
1954. Börn Margrétar og Krist-
jáns eru: 1) Birna Guðrún, f. 4.
janúar 1955, gift Albert Bald-
urssyni, f. 1956, börn þeirra a)
Kristján Flygenring, f. 1987, b)
Stefanía Áslaug, f. 1991, c) Gunn-
ar Bjarni, f. 1993. 2) Garðar, f. 7.
desember 1955, kvæntur Ólöfu
Árið 1951 lauk hann fyrrihluta-
prófi í verkfræði frá Háskóla Ís-
lands og MSc-prófi í vélaverk-
fræði frá Danmarks Tekniske
Højskole (DTH) árið 1954, sér-
grein hans var lagnatækni. Þegar
Kristján kom heim frá námi starf-
aði hann hjá Stálsmiðjunni hf. í
Reykjavík til ársins 1958, hann
varð meðeigandi í verkfræðifyr-
irtækinu Einarsson og Pálsson hf.
og starfaði þar til ársins 1963 er
hann og Guðmundur Björnsson
verkfræðingur stofnuðu Verk-
fræðistofu Guðmundar og Krist-
jáns. Kristján starfaði þar allt til
ársins 2008 er hann lét af störfum.
Á starfsferli sínum kom Kristján
að hönnun og hafði eftirlit með
loftræsti-, kæli-, lagna- og stýri-
kerfum í fjölda opinberra bygg-
inga. Má þar nefna: Kjarvalsstaði,
Borgarleikhúsið, Þjóðarbókhlöð-
una, Seðlabankann, Viðeyjarstofu
og Viðeyjarkirkju, Raunvís-
indastofnun Háskóla Íslands, end-
urbyggingu Dómkirkjunnar og
Hóladómkirkju ásamt Auð-
unarstofu og þjónustuskála Al-
þingis. Síðustu verk Kristjáns
voru Fuglasafnið við Mývatn og
hönnun á nýju loftræsti- og lagna-
kerfi í Hafnarfjarðarkirkju. Krist-
ján gegndi ýmsum trún-
aðarstörfum fyrir
Verkfræðingafélag Íslands. Hann
stofnaði ásamt fleirum Verk-
fræðifélagið VIRKI hf. og var þar
um tíma stjórnarmaður. Hann sat
í stjórn Verkfræðistofu Guð-
mundar og Kristjáns hf. frá 1963-
2000.
Útför Kristjáns fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 25.
febrúar 2011, og hefst athöfnin kl.
13.
Svavarsdóttur, f.
1955, d. 2004, börn
þeirra a) Hilmar
Darri, f. 1980, í sam-
búð með Hólmfríði
Kristjánsdóttur, f.
1974, börn þeirra
aa) Ísfold Ólöf, f.
2007, bb) Úlfur Ólaf-
ur, f. 2009, sonur
Hólmfríðar og fóst-
ursonur Hilmars er
Jack Wallace, f.
1997, b) Margrét Ýr, f. 1985, í
sambúð með Þengli Ólafssyni, f.
1975. 3) Erna, f. 9. september
1958, gift Pétri Þór Gunnarssyni,
f. 1958, börn þeirra a) Margrét
Dagbjört Flygenring, f. 1988,
unnusti Jóhann Gísli Jóhann-
esson, f. 1986, b) Berglind Drífa
Flygenring, f. 1990, c) Kristján
Ágúst Flygenring, f. 1992 d) Mel-
korka Katrín Flygenring, f. 1998.
Uppeldissonur Margrétar og
Kristjáns er Bjarni Sigurðsson, f.
22. febrúar 1970, kvæntur Helgu
B. Sveinsdóttur, f. 1972, þeirra
dætur eru a) Elsa Hrafnhildur, f.
1990, unnusti Úlfar Hrafn Páls-
son, f. 1988, barn þeirra er aa)
Helgi Hrafn, f. 2009, b) Svala
Björk, f. 1995, c) Rannveig, f.
1999.
Kristján lauk stúdentsprófi frá
Verzlunarskóla Íslands 1948 og
sama ár stúdentsprófi í stærð-
fræði, eðlis-, efna- og stjörnufræði
frá Menntaskólanum í Reykjavík.
Það var alltaf svo gott að leiða
þig, pabbi minn, höndin þín var
sterk, hlý og örugg. Þannig varst
þú líka sjálfur. Þú varst mér alltaf
góður og barst hag minn fyrir
brjósti. Þið mamma hafið alltaf
stutt mig heilshugar og staðið eins
og klettar við hlið mér, Pétri og
börnunum, það er okkur ómetan-
legt og ógleymanlegt og það þökk-
um við. Ég er þakklát fyrir hvað
við áttum mikinn tíma saman, öll
árin okkar saman á verkfræðistof-
unni, í Tungu, í Danmörku, á
Laufásveginum, í Klaustur-
hvamminum, í Sléttuhlíðinni og
fyrir austan að veiða og tína ber.
Við áttum svo margt sameiginlegt
og okkur leið vel saman. Það var
gott að fá ykkur mömmu í heim-
sókn, alltaf svo notalegt og gott.
Ég þekki marga af þeim sem þú
vannst með bæði innan og utan
VGK, öllum ber saman um að þú
hafir verið fyrsta flokks fagmaður,
það hef ég alltaf fengið að heyra
og veit að það er rétt. Þú varst alla
tíð skotinn í mömmu og stoltur af
henni, hún var í fyrsta sæti hjá
þér, ásamt okkur börnunum. Þú
varst heiðarlegur, góður, falslaus
og skemmtilegur. Börnin mín áttu
góðan og óeigingjarnan afa, þú
hvattir þau og hjálpaðir þeim og
varst stoltur af þeim. Þú kenndir
þeim heiðarleika, dugnað, að sjá
spaugilegar hliðar á málunum,
hafa auga fyrir fallegum hlutum
eins og þú kenndir mér sjálfri.
Ég man ísbíltúrana á Dairy
Queen í gamla daga á bjöllunni,
þegar þú keyptir smyglað sælgæti
á Vesturgötunni, ferðina okkar
tveggja á Snæfellsnesið þegar við
drukkum ölkelduvatnið, ferðirnar
okkar í mörg ár á Mokka í hádeg-
inu, veiðiferðirnar austur þar sem
þú náðir að hvíla þig og slappa af,
ferðirnar á Þórshöfn að kaupa ís
og Moggann, fótboltaleikina í
sjónvarpinu, hvað þér fannst gott
að borða matinn hans Péturs,
ferðirnar í antikbúðirnar í Dan-
mörku, komur þínar í Gallerí Borg
til okkar Péturs að skoða myndir
og fylgjast með. Þú varst alltaf
góður við vinkonur mínar, þær
muna eftir því að þú komst alltaf
með nammi í skál fyrir okkur þeg-
ar þær voru heima. Ég hef alltaf
verið stolt af því að vera dóttir þín,
takk fyrir allt, elsku hjartans
pabbi minn. Hvíl í friði.
Þín
Erna.
Hvernig minnist maður föður
síns? Oft hef ég hugsað um það á
liðnum dögum. En mér er orða
vant. Við sjúkrabeð hans ég sat og
hélt í höndina á honum og lét ég
hugann reika um liðinn tíma. Þeg-
ar ég var yngri að árum fannst
mér hann faðir minn vera sem
klettur sem aldrei myndi brotna
og þannig var hann alla tíð. Alltaf
til staðar og haggaðist ekki, sama
á hverju gekk. Frá barnæsku
minni á ég margar ljúfar minning-
ar um hann og mömmu. Þó finnst
mér að hann hafi ekki mikið verið
heima heldur sívinnandi en þó ein-
hvern veginn alltaf til staðar.
Móðir mín var heimavinnandi og
saman bjuggu þau okkur systkin-
unum öruggt og gott skjól sem við
gátum alltaf leitað í. Það var þó
ekki fyrr en ég eltist að ég kynnt-
ist honum betur og kannski hvað
best á síðustu árum. Hann var
greindur, strangheiðarlegur,
vinnusamur með afbrigðum, ná-
kvæmur í allri vinnu, samvisku-
samur, umhyggjusamur, ósérhlíf-
inn, gjafmildur og gegnheilt
góðmenni. Hann var líka
skemmtilegur. Þessara eiginleika
höfum við fjölskyldan notið í rík-
um mæli. Hann starfaði í fyrir-
tæki sínu fram yfir áttrætt, vinn-
an var honum mikils virði en
þegar hann ákvað að setjast í
helgan stein fannst mér hann vera
búinn að fá nóg og feginn að vera
laus frá amstrinu. Það var þó ekki
þannig að hann settist með hend-
ur í skauti og biði morgundagsins,
heldur tóku önnur verkefni við og
hann var sístarfandi heima fyrir
meðan heilsa hans leyfði.
Það er ekki sjálfgefið að njóta
foreldra sinna í ríflega hálfa öld.
Ég átti því láni að fagna og fyrir
það er ég þakklát. Við áttum sam-
an margar góðar stundir, hvort
sem var á ferðalögum eða heima
fyrir. Faðir minn bar hag fjöl-
skyldu sinnar fyrir brjósti. Hann
var umhyggjusamur og góður fað-
ir og tengdafaðir og var börnun-
um mínum góður afi. Hann hafði
lifandi áhuga á umhverfi sínu og
því sem fjölskyldan tók sér fyrir
hendur alltaf boðinn og búinn að
rétta fram hjálparhönd. Síðustu
vikur og mánuðir voru honum erf-
iðir, heilsu hans fór hrakandi og
verst þótti honum að hafa ekki
heilsu til að vera heima og hugsa
um mömmu. Missir hennar er
mikill.
Nú er komið að leiðarlokum.
Ég kveð föður minn með söknuði
og þakka honum samfylgdina, alla
elskusemi og allt það sem hann
var mér og fjölskyldu minni. Guð
blessi minningu hans.
Birna G. Flygenring.
Kristján var afburðamaður í
sínu fagi, nákvæmur og vandvirk-
ur í öllu sem hann tók sér fyrir
hendur. Hann var heiðarlegasti
maður sem ég hef kynnst. Hann
vann við endurbætur á Hafnar-
fjarðarkirkju, sem honum fannst
svo vænt um en afi hans lagði
drjúgan skerf til byggingar kirkj-
unnar. Iðnaðarmönnum þótti
hann vera of smámunasamur og
„styttu sér leið“. Kristján brást ill-
ur við og lét þá endurvinna verkið.
Rétt skyldi vera rétt. Ég pirraði
mig stundum á nákvæmi hans. Þó
aldrei meira en þegar ég þurfti að
fljúga landshorna á milli til þess
að taka hreistursýni, sem ég hafði
gleymt að taka úr laxi sem lá í
frystikistu á Akureyri. Þetta
kenndi mér, ég gleymdi aldrei aft-
ur að taka hreistursýni.
Kristján og Maddí komu oft í
heimsókn til okkar Ernu til Óð-
insvéa. Oft var farið til Kaup-
mannahafnar, Kristján þekkti all-
ar antik- og listmunasölurnar.
Hann var safnari af Guðs náð og
keypti óteljandi muni í þessum
ferðum. Aldrei prúttaði hann um
verð, hló bara þegar ég reyndi að
fá hann til þess, borgaði jafnvel
meira en upp var sett. Síðar fór
Kristján að safna gömlum mál-
verkum með íslenskum mótívum.
Ég auglýsti eftir slíkum myndum
fyrir hann í dönskum dagblöðum.
„Ég skelli mér bara með þér,“
sagði hann oft þegar að ég var að
fara til Kaupmannahafnar og urðu
ferðirnar okkar saman margar.
Eitt sinn er við Erna vorum stödd
í Amsterdam með Maddí og Krist-
jáni uppgötvuðum við að bjóða
ætti upp íslenskt verk í Kaup-
mannahöfn. Þá var leigður bíll og
við Kristján ókum til Köben. Það
eru aðeins um tvö ár síðan við
Kristján fórum í okkar síðustu
ferð saman til Kaupmannahafnar.
Eftirminnilegasta ferðin var fyrir
fjórum árum, en þá kom Kristján
með okkur Melkorku til Köben.
Hann 79 ára en hún 8 ára. Það var
yndislegt að sjá þau passa vel upp
á hvort annað alla ferðina. Krist-
ján og Maddí komu alltaf mikið til
okkar Ernu og fastagestir voru
þau þegar fótbolti var í sjónvarp-
inu, hvort heldur sem var enska
deildin eða meistaradeildin. Hann
horfði á alla þrjá leiki kvöldsins í
meistaradeildinni, Erna var búin
að keyra mömmu sína heim og ég
var sofnaður í sófanum en vaknaði
upp þegar síðasta leik lauk og
hann sagði „jæja, þetta var nú ald-
eilis fínt, svo eru leikir á morgun
er það ekki?“
Ég hugsa að Kristján hafi haft
áhrif á flestalla sem kynntust hon-
um. Menn eins og hann verða æ
vandfundnari með árunum. Hann
var af gamla skólanum, 100%
maður orða sinna. Fyrirleit allt
fúsk, hreinskiptinn vinnuþjarkur
sem kom heiðarlega fram við alla.
Ég þakka Kristjáni fyrir allt sem
hann kenndi mér, hvernig maður
veiðir, allar veiðiferðirnar, líka
hvernig taka á hreistursýni, utan-
landsferðirnar og allar skemmti-
legu samverustundirnar yfir bolt-
anum. Mest fyrir stuðninginn og
vináttuna við okkur Ernu og börn-
in.
Allir sem voru í útskriftarveislu
Margrétar og Berglindar fyrir
tæpu ári, muna hversu glöð og fal-
leg Maddí og Kristján voru þá. Þá
mynd munum við alltaf geyma í
huga okkar.
Við sendum starfsfólki St. Jós-
epsspítala bestu þakkir fyrir ynd-
islega umönnun og framkomu.
Pétur Þór Gunnarsson.
Elsku afi, ég gleymi aldrei hvað
þú varst alltaf til í að leggja mikið
á þig til að hjálpa mér, sama hvort
það var að kenna mér að skrifa
rétt, tala rétt, keyra eða læra fyrir
próf í skólanum. Þú varst alltaf
tilbúinn að leggja mér lið og baðst
aldrei um neitt í staðinn.
Þegar ég var lítill var ég alltaf
svo spenntur og ánægður ef ég
fékk að gista í Tungu hjá þér og
ömmu og við lágum þrjú saman
uppi í rúmi að horfa á gamlar spól-
ur með ís og nammi.
Ég man þegar þú bauðst mér
upp á ís, þá keyrðir þú alla leið úr
Hafnarfirði í Kringluna því þar
var besti ísinn og ég mátti velja
eins margar kúlur og ég vildi, þótt
þú leyfðir mér aldrei að fá færri en
tvær. Þú komst á hverjum laug-
ardegi til að ná í okkur systkinin
til að kaupa nammi. Ég man líka
þegar við tveir fórum upp í Sléttu-
hlíð þar sem þú kenndir mér að
keyra þá varst þú alltaf þolinmóð-
ur sama hvernig gekk, þú hélst
áfram þegar allir aðrir hefðu hætt
og gefist upp.
Þegar við pabbi máluðum húsið
ykkar ömmu fórst þú alltaf einu
sinni á dag í bakaríið og bauðst til
að fara oftar þó að við værum
pakksaddir og ef okkur vantaði
eitthvað varst þú alltaf stokkinn af
stað til að redda því.
Frá því ég man eftir mér hefur
þú alltaf verið til í að hjálpa öllum í
kringum þig og hefur alltaf verið
óeigingjarn og alltaf meint vel
með öllu sem þú gerðir. Það var
líka svo sætt hvað þú elskaðir og
varst alltaf tilbúinn að gera hvað
sem var fyrir ömmu.
Ég hef ávallt verið mjög stoltur
af að bera sama nafn og þú. Ást-
arþakkir fyrir allar minningarnar
og allt það sem þú gerðir fyrir
mig.
Þinn nafni,
Kristján Ágúst Flygenring.
Elsku afi okkar. Þótt við vitum
að líða tekur að kveðjustund þá
einhvern veginn erum við aldrei
fullkomlega undir þá stund búin.
Það er svo erfitt að sleppa takinu
og svo sárt að kveðja í hinsta sinn.
En margs er að minnast og margt
er hér að þakka. Já, þegar við lít-
um yfir farinn veg þá rifjast upp
ótal minningar. Allar þessar góðu
stundir sem við áttum saman.
Alltaf varstu svo góður við okkur,
sýndir okkur ómælda athygli allt
fram á síðasta dag, hlustaðir, gafst
þér tíma til að spjalla og alltaf
tilbúinn að leggja fram hjálpar-
hönd. Þú tókst alltaf brosandi á
Kristján Ágúst
Flygenring
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum
þeim sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar
hjartkæra
VAGNS KRISTJÁNSSONAR,
Boðaþingi 7,
Kópavogi,
áður Fellsmúla 14,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Hrafnistu,
Boðaþingi 7, og á Landspítalanum sem annaðist hann.
Svana H. Björnsdóttir,
Kristján Vagnsson, Hólmfríður Ingvarsdóttir,
Björn Vagnsson,
Stefán Vagnsson, Guðveig S. Búadóttir,
Hreinn Vagnsson, Guðrún Sverrisdóttir,
Birgir Vagnsson, Kristín Kristinsdóttir,
Gunnar Vagnsson, Elísabet H. Sigurbjörnsdóttir.
✝
Maðurinn minn,
JÓNAS BJARNASON,
Héðinshöfða,
Tjörnesi,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga
laugardaginn 19. febrúar, verður jarð-
sunginn frá Húsavíkurkirkju laugardaginn
26. febrúar kl. 11.00.
Valgerður Jónsdóttir.
✝
Ástkæri eiginmaðurinn minn, faðir okkar,
fósturfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir,
EGILL H. HANSEN,
sem lést á Hrafnistu laugardaginn
12. febrúar, verður jarðsunginn frá Garða-
kirkju mánudaginn 28. febrúar kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem
vilja minnast hans er bent á Styrktarsjóð SÁÁ.
Fyrir hönd ástvina,
Glenda Bartido,
Hafsteinn, Sigurjón, Egill
og Gunnar Smári Egilssynir.
✝
Okkar ástkæra
ANNA ÞÓRKATLA PÁLSDÓTTIR
lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks
þriðjudaginn 22. febrúar.
Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugar-
daginn 5. mars kl. 11.00.
Fyrir hönd systkina, frændsystkina og
annarra aðstandenda,
Sigurlaug Pálsdóttir.
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og
systir,
KRISTÍN JÓNA HALLDÓRSDÓTTIR,
Boðagranda 7,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
þriðjudaginn 22. febrúar.
Stefanía Guðrún Sæmundsdóttir, Bragi Vilhjálmsson,
Kristín Jóna Bragadóttir,
Vilborg Lilja Bragadóttir,
Óskar Örn Bragason,
Garðar Halldórsson,
Anna Þórunn Halldórsdóttir,
Helgi Þór Helgason,
Hanna Ragnheiður Helgadóttir.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
DAVÍÐ ÞJÓÐLEIFSSON,
lést miðvikudaginn 23. febrúar.
Guðbjörg Elín Ásgeirsdóttir,
Anna Sólveig Davíðsdóttir,
Jón Davíð Davíðsson,
Bjarki Steinar Daðason.