Morgunblaðið - 25.02.2011, Page 36
FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 56. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318
1. Facebook-mynd sannaði svindl
2. Clooney sofið hjá of mörgum
3. Dóttir Gaddafis reyndi að flýja
4. Stakk á bólgin kynfæri
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Herranótt, leikfélag MR, frumsýnir
Draum á Jónsmessunótt eftir William
Shakespeare í kvöld. Sýningar verða í
Norðurpólnum á Seltjarnarnesi.
Leikstjóri er Gunnar Helgason og
tónlist er í höndum nemenda.
Herranótt sýnir
Draum Shakespeares
Hljómsveitin
Mystic Dragon
heldur tónleika á
Sódóma Reykja-
vík í kvöld og hefj-
ast þeir kl. 23.
Mystic Dragon
leikur fjörugt
glysrokk frá ní-
unda áratugnum.
Hljómsveitin leikur lög þekktra
hljómsveita með sínu nefi og má þar
nefna Kiss, Bon Jovi, Mötley Crue,
Skid Row, Journey og Billy Idol.
Fjörugt glysrokk
Mystic Dragon
Færeyska tónlistarkonan Eivör
Pálsdóttir heldur kirkjutónleika í
Landakirkju í Vestmannaeyjum 3.
mars nk. kl. 20 og er það
í fyrsta sinn sem hún
heldur tónleika þar.
Söngkonan Sísi Ást-
þórsdóttir hitar upp
fyrir Eivöru. 6. mars
kl. 20 mun Eivör
svo halda tón-
leika í Aust-
urbæ í Reykja-
vík.
Eivör með kirkju-
tónleika í Eyjum
Á laugardag Suðvestan 8-15 m/s og él, en þurrt A-lands. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost í
innsveitum.
Á sunnudag Ákveðin vestanátt. Bjartviðri A-til, annars él, en úrkomulítið síðdegis. Hiti
um eða undir frostmarki.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Snýst í suðvestan og vestan 10-20, hvassast SA-lands og við V-
ströndina síðdegis. Rigning eða slydda, síðan skúrir eða él. Kólnandi veður.
VEÐUR
Halldór Ingólfsson var í gær
rekinn úr starfi þjálfara
karlaliðs Hauka í hand-
knattleik. Halldór segir
tímasetninguna undarlega
enda liðið ekki búið að tapa
nema einum leik af síðustu
níu. Hann er ósáttur við
þessi vinnubrögð stjórnar
Hauka. Valdimar Ósk-
arsson, formaður hand-
knattleiksdeildar Hauka,
segir að uppsögnin snúist
ekki um stigin á töflunni. »1
Halldór rekinn frá
Haukum
Brynjar Björn Gunnarsson, landsliðs-
maður í knattspyrnu og
leikmaður Reading á
Englandi, vill komast á
lán það sem eftir
lifir tíma-
bilsins.
Brynjar
Björn hefur
verið á mála hjá
Reading frá árinu
2005 en samn-
ingur hans við
enska félagið
rennur út í
sumar. »1
Brynjar Björn er á förum
frá enska liðinu Reading
Ingvar Ágúst Jochumsson, fim-
leikamaður úr Gerplu í Kópavogi, er
að gera það gott í Pennsylvaníuríki.
Ingvar vann sig inn í fimleikalið Penn
State-háskólans, sem er eitt sterk-
asta liðið í Bandaríkjunum, á sínu
fyrsta ári í skólanum. Auk þess að
æfa sex sinnum í viku og keppa um
helgar leggur Ingvar stund á iðn-
aðarverkfræði. »3
Fimleikakappi gerir það
gott vestanhafs
ÍÞRÓTTIR
Morgunblaðið/Ómar
Hlýindi Þessi kylfingur naut veð-
urblíðunnar á Hvaleyrarvelli.
Meðalhitinn í Reykjavík það sem af
er þessum mánuði er 1,7 stigum yfir
meðallagi og 1,2 stigum yfir á Ak-
ureyri. Hefur ekki verið hlýrra í
febrúarmánuði í fimm ár, eða frá
2006. Að sögn Trausta Jónssonar
veðurfræðings á hið sama við ef jan-
úar síðastliðinn er tekinn með í
reikninginn. Reiknar Trausti ekki
með miklum breytingum á meðalhit-
anum þó að einhverjir dagar séu eftir
af mánuðinum. Hann segir hitatöl-
urnar vera svipaðar af öðrum veð-
urmælingastöðum á landinu.
Hlýindin hafa ekki aðeins verið
mikil hér á landi heldur einnig á
Grænlandi. Trausti segir hitatölur
fyrir síðasta ár með miklum ólík-
indum, sér í lagi fyrir vesturströnd
Grænlands. Þannig var meðalhiti
síðasta árs 2,6 stig í Nuuk, sem er
4,2 stigum yfir meðallagi áranna
1961-1990. Í Narsarssuaq var með-
alhitinn 5,4 stig í fyrra og síðasta ár
var hið næsthlýjasta í sögu mælinga
í Ammassalik á austurströndinni.
Trausti segir hitastökkið á Græn-
landi langt umfram það sem búist sé
við af hnattrænni hlýnun næstu ára-
tugina. Spennandi verði að fylgjast
áfram með þróun mála.
Guðmundur Thorsteinsson hefur
búið lengi í Nuuk. Hann segir við
Morgunblaðið að tíðarfarið í fyrra
hafi verið óvenjulegt, til dæmis allt
að 20 stiga hiti í október sl. Breyt-
ingar verði á lifnaðarháttum fólks
og hærri hita sé ekki alls staðar vel
tekið, t.d. hafi veiðimenn með
hundasleða átt erfitt með að veiða á
ísnum sökum bráðnunar. Á móti
dafni landbúnaður víða. »12
Hlýjasti febrúar í fimm ár
Hitinn í Reykjavík í febrúar 1,7 stigum yfir meðallagi
Hinn ástsæli söngvari og trommu-
leikari Engilbert Jensen átti sjötugs-
afmæli í gær og fékk vini sína Gunn-
ar Þórðarson, Óttar Felix Hauksson,
Erling Björnsson og Jón Ólafsson í
afmæliskaffi. Þeir færðu honum köku
og dugði ekkert minna en kaka árs-
ins, sköpunarverk Sigurðar M. Guð-
jónssonar hjá Bernhöftsbakaríi.
Engilbert sagði að Óttar Felix
hefði viljað færa honum köku og
koma í kaffi með nokkrum félögum.
„Ég ætlaði ekki að vera með neitt,
sagði að ef hann vildi koma með eitt-
hvert fólk þá yrði hann að sjá um það.
Ég sagði að það væri nýkomin kaka
ársins, úr Bernhöftsbakaríi, hann
skyldi bara koma með hana,“ sagði
Engilbert, eldhress á sjötugsafmæl-
inu. Hann sagði afmælisdaginn eins
og hvern annan dag: „Þetta er bara
sami dagurinn í dag og í gær, það
kemur bara einn í einu.“
Og Engilbert var harður á því að
boðið ætti ekki að standa lengur en
hálftíma. Það ætti að hefjast klukkan
hálffjögur og gestirnir yrðu reknir út
hálftíma síðar. helgisnaer@mbl.is
Kaka ársins á afmælinu
Eins og hver
annar dagur, segir
Engilbert sjötugur
Morgunblaðið/Sigurgeir S
Veisla Jón Ólafsson, Erlingur Björnsson, Engilbert Jensen, Gunnar Þórðarson og Óttar Felix Hauksson. Vinirnir
héldu upp á daginn með því að færa afmælisbarninu köku ársins og kunni Engilbert vel að meta kræsingarnar.