Morgunblaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2011 Síðasta kvöldið fyrir þjóðar-atkvæðagreiðsluna góðu var RÚV með langlokuviðtal við Stein- grím J. Sigfússon einan, sem var að reyna að fá fólk til að mæta ekki á kjörstað. Það var hans bjargfasta trú og kalda mat að ógnarsamning- urinn sá væri þjóðinni sá besti í stöðunni.    Félagarnir RÚVog Steingrímur J. eru enn að bíða eftir rétta tækifær- inu til að biðjast af- sökunar á framferði sínu.    Í millitíðinni þótti rétt að hafanýtt kastljósviðtal við Steingrím 21. þessa mánaðar. Þar sagðist hann vera lýðræðissinni og ekki á móti þjóðaratkvæði. Hann hefði meira að segja skrifað um það í bók hvað slíkar kosningar væru mikil- vægar.    En hann tæki líka fram að þæryrðu að uppfylla tiltekin skil- yrði.    Forsvarmenn Kastljóssins sýnduSteingrími þann sjálfsagða sóma að mæta ólesnir til viðtalsins. Ef þeir hefðu ekki gert það hefðu þeir orðið að segja frá því að Stein- grímur nefndi í bókinni að uppfylla yrði eitt af þremur skilyrðum:    20-30 þúsund undirskriftir. 27þingmenn eða fleiri bæðu um atkvæðagreiðsluna. Eða að forseti nýtti sér sinn rétt.    Núverandi þjóðaratkvæða-greiðsla uppfyllir ekki aðeins eitt heldur öll skilyrðin og gott bet- ur.    Léttir fyrir Steingrím að RÚVvar ólesið eins og vant er. Steingrímur J. Ólesnir í Kastljósi STAKSTEINAR Veður víða um heim 27.2., kl. 18.00 Reykjavík 5 súld Bolungarvík 3 skýjað Akureyri 5 alskýjað Egilsstaðir 3 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 5 rigning Nuuk -7 snjóél Þórshöfn 6 skýjað Ósló -3 skýjað Kaupmannahöfn -1 alskýjað Stokkhólmur -2 skýjað Helsinki -5 heiðskírt Lúxemborg 6 skýjað Brussel 6 skýjað Dublin 7 léttskýjað Glasgow 8 heiðskírt London 5 skúrir París 7 skýjað Amsterdam 5 skúrir Hamborg 2 þoka Berlín 3 skýjað Vín 2 heiðskírt Moskva -11 heiðskírt Algarve 22 heiðskírt Madríd 11 heiðskírt Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 10 léttskýjað Róm 8 léttskýjað Aþena 6 skýjað Winnipeg -16 léttskýjað Montreal -10 skýjað New York 6 heiðskírt Chicago 0 léttskýjað Orlando 24 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 28. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:40 18:42 ÍSAFJÖRÐUR 8:50 18:41 SIGLUFJÖRÐUR 8:34 18:24 DJÚPIVOGUR 8:11 18:10 Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is TVEGGJA TÍMA HLÁTURSKAST... MEÐ HLÉI Opal – bætir andrúmsloið Fáðu þér frískandi Opal og skelltu þér á Nei ráðherra! – sprenghlægilegan gamanleik – í Borgarleikhúsinu. F í t o n / S Í A Heitt vatn fór af hluta Breiðholts- hverfis í Reykjavík um helgina þeg- ar bilun varð í tveimur vatns- leiðslum með stuttu millibili. Í fyrra tilfellinu brast önnur aðalæð heita- vatnsflutnings til suðurhluta höf- uðborgarsvæðisins í Mjóddinni laust fyrir klukkan tíu á laugar- dagskvöldið. Skömmu síðar virðist sveifla í þrýstingi hafa rofið aðra æð þar í grenndinni sem sér íbúum neðsta hluta neðra Breiðholts, í raðhúsum við Bakka og húsum í Mjódd, fyrir heitu vatni. Bráðabirgðaviðgerð lauk á tíunda tímanum í gærmorg- un með því að tengja framhjá bil- uninni en endanlegri viðgerð var síðan lokið í gærkvöld. Bilanirnar eru raktar til há- spennubilunar í rafdreifikerfi Kópavogs á laugadagskvöld sem virðist hafa leitt til þrýstings- sveiflna í dreifikerfi heitavatnsins sem að verulegu leyti er knúið raf- drifnum dælum. Morgunblaðið/Ómar Heitt bað Lögreglubíll öslar heita vatnið sem flæddi um Stekkjarbakka. Tvær leiðslur í sundur í Breiðholti Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða kröfur um öryggis- og verndarbúnað eigi að gera til hjól- reiðafólks í nýjum umferðarlögum, en í frumvarpi er m.a. kveðið á um heimild innanríkisráðherra til þess „að setja ákvæði í reglugerð um öryggis- og verndarbúnað hjól- reiðamanna og annarra óvarinna vegfarenda“. Í núgildandi umferðarlögum segir: „Ráðherra getur sett reglur um notkun hlífðarhjálms við hjól- reiðar.“ Því er ljóst að í nýjum lög- um er gert ráð fyrir mun opnara og víðtækara orðalagi. Ekki feng- ust þó upplýsingar frá innanrík- isráðuneytinu um það hvaða kröfur hjólreiðafólk getur átt von á að gerðar verði til þess í framtíðinni. Í greinargerð með frumvarp- inu segir: „Hér gæti t.d. verið um að ræða frekari útfærslu á notkun hlífðarhjálma við hjólreiðar, svo og um endurskinsfatnað og annan búnað til að gera gangandi og hjól- andi vegfarendur sýnilegri í um- ferðinni og um kröfur til slíks bún- aðar.“ Óljóst hvaða kröfur eigi að gera til hjólreiðafólks - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.