Morgunblaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2011
Hlíðasmára 14
sími 588 2122
www.eltak.is
Eltak sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafðu samband
líðas ára 14
Sí i 588 2122
.eltak.is
Gunnlaugur Árnason
Stykkishólmur | Íslensk bláskel ehf.
í Stykkishólmi er í þeirri ein-
kennilegu aðstöðu að vera eina fyr-
irtækið á Íslandi sem hefur leyfi til að
selja ferska bláskel hér á landi, eftir
að Norðurskel í Hrísey fór í þrot.
Ræktun á bláskel (kræklingi) gengur
vel og vöxtur skeljanna er góður.
Fyrirtækið býður upp á ferska blás-
kel allan ársins hring.
Íslensk bláskel ehf. byrjaði ræktun
á bláskel fyrir þremur árum og var
farið með varkárni í uppbyggingu og
þess gætt að skuldsetja ekki fyr-
irtækið því hér er um að ræða frum-
kvöðlastarf sem fylgir mikil áhætta.
Símon Sturluson er einn af eigend-
unum og segir að bláskelin hafi vaxið
feikna vel og eru greinilega góð skil-
yrði í Breiðafirði. Fyrirtækið á nú
talsvert af úrvalsbláskel sem er kom-
in í kjörstærð og tilbúin til sölu.
Selt skel í rúmlega ár
„Það er komið rúmt ár síðan við
byrjuðum að selja bláskel og höfum
eingöngu verið á innanlandsmarkaði,
og er sá markaður vaxandi því með
stöðugu framboði geta kaupendur
gengið að ferskri bláskel í verslunum
og veitingahúsum. Flest betri veit-
ingahúsin á höfuðborgarsvæðinu eru
með bláskel á sínum matseðli og
núna getur fólk nálgast hana ferska í
Fylgifiskum og í Melabúðinni,“ segir
Símon. „Það er óhætt að segja að
hjólin eru farin að snúast. Þetta fer
hægt af stað en við ætlum okkur
stærri hluti því framleiðslan hjá okk-
ur á eftir að aukast mikið,“ segir Sím-
on.
En það er fleira sem vex á lín-
unum. Það hefur komið í ljós að belt-
isþari er duglegur að festa sig á lín-
urnar og hafa þar búsetu. Símon
fræðir okkur betur: „Það kom okkur
á óvart hvað mikið af beltisþara
festist á línurnar og hvað
hann vex hratt við þessi
skilyrði. Þessa afurð
viljum við nýta í stað
þess að henda henni í
hafið aftur og þá
höfum við líka sett
út sérstakar þara-
söfnunarlínur. Gæðin
eru mikil og alltaf
hægt að ganga að þar-
anum og uppskera af
línunum.“
Þarinn er þurrkaður
fyrir innlenda kaupendur en
fyrirtækið er einnig með í þróun
aðrar verkunaraðferðir sem erlendir
kaupendur hafa sýnt áhuga.
Þararæktun hentar prýðilega sam-
hliða bláskeljarræktun. Hægt er að
samnýta báta, húsnæði, mannskap og
sölu- og dreifingarkerfi. Símon hefur
mikinn áhuga á verkefninu. Hann er
viss um að það leynist miklir mögu-
leikar bæði varðandi bláskel og svo
þarann.
„Sjórinn á ræktunarsvæðunum
okkar hefur fengi A-vottun hjá Mast
sem er besta einkunn um hreinleika
og það er ekki sjálfgefið,“ segir Sím-
on. „Einn af okkar hæfustu mat-
reiðslumönnum, Jóhannes Jóhann-
esson, sem nýverið hefur tekið við
Sjávarkjallaranum og fær hjá okkur
þara og bláskel, hefur áhuga á að fá
sjó á flöskum úr Breiðafirði til að elda
bláskelina upp úr.“
Kannski verður því sala og útflutn-
ingur á hreinum sjó afurð hjá Ís-
lenskri bláskel áður en langt um líð-
ur.
Breiðafjörðurinn var kallaður mat-
arkista Íslands og með starfseminni
er ætlunin að auka verðmæti sjáv-
arfangs úr Breiðafirði því af nógu er
að taka. Hér er um nýsköpun að
ræða og verið að fara inn á lítt plægð-
an akur. Ræktunin og vinnslan skap-
ar ný störf og það er ætlun þeirra fé-
laga að fyrirtækið verði með vinnslu
stærstan hluta ársins og skili sem
mestum virðisauka inn í samfélagið.
Sjávargrænmeti nýjasta
hollustufæðan í Hollywood
Ljósmynd/Símon Sturluson
Af línunum Alex Páll Ólafsson tínir bláskelina af línum. Á þeim vex beltisþari hratt en hann er þurrkaður og étinn.
Íslensk bláskel eina fyrirtæki landsins sem má selja ferska bláskel
Fer vel að rækta þara samhliða bláskelinni og þurrka til neyslu
Það er eins og með bláskelina að Íslendingar eru ekki vanir að
borða þara. Það þarf að kenna Íslendingum að meta þessa
hollustu úr hafinu. „Ég kalla þarann og annan sjáv-
argróður sjávargrænmeti. Hvað er þetta annað? Þar-
inn er góður matur. Ég hef smakkað hann eldaðan á
ýmsan hátt. Hann er hitaeiningasnauður og afar rík-
ur af steinefnum og trefjaefnum sem draga í sig
kólesteról og þungmálma. Sjávargrænmeti er nýj-
asta hollustan og megrunarfæðan hjá stjörnunum í
Hollywood og á neyslan eftir að aukast mikið í hin-
um vestræna heimi en í Asíu er aldalöng hefð fyrir
neyslu á sjávargróðri og t.d. er neyslan í Kína um 5
milljónir tonna á ári. Við Íslendingar fluttum inn af-
urðir úr sjávarfangi fyrir 50 milljónir á síðasta ári. Eitt-
hvað af þessum vörum ætti að vera hægt að framleiða
hér á landi,“ segir Símon.
Fólki kennt að borða þara
FÁAR HITAEININGAR EN MIKIÐ AF STEINEFNUM OG TREFJUM
Réttur Glæsilegur sjávarréttur. Bláskel og þari.
Matarkistan
Breiðafjörður
» Íslensk bláskel finnst í haf-
inu í kringum Ísland. Í matar-
sögu Íslendinga hefur bláskel-
in ekki verið nýtt mikið til
matar, en í Evrópu þykir
kræklingurinn herramanns-
matur.
» Vaxtarskeið bláskeljar í
Breiðafirði í markaðsstærð er
um 28 mánuðir. Straumar eru
miklir á svæðinu og það hefur
sýnt sig að bláskelin hefur
góða holdfyllingu.
» Íslensk bláskel ehf. hefur
sett út sérstakar línur til söfn-
unar á þara. Framundan er
vinnsla á ferskum beltisþara
hjá fyrirtækinu og hugmyndir
eru uppi um að koma honum
á borð neytandans.
» Djúpsteiktur þari er sérlega
góður. Einnig er hann notaður
í súpur og svo þykir gott að
sjóða þara í appelsínusafa,
sem gefur sérstakt salt/sætt
bragð. Í Austur-Asíu er þarinn
matreiddur á fjölbreyttan hátt
og þykir góður og hollur.
Þátttakendum í Lífshlaupinu fjölg-
aði um 23% frá 2010, fóru úr 13.337 í
16.449, en verðlaunaafhending Lífs-
hlaupsins 2011 fór fram á föstudag.
Lífshlaupið er átaksverkefni
Íþróttasambands Íslands og höfðar
til allra landsmanna, sem eru hvattir
til þess að huga að daglegri hreyf-
ingu sinni og auka hana eins og kost-
ur er. Boðið er upp á vinnustaða-
keppni og hvatningarverkefni fyrir
grunnskóla auk einstaklingskeppni.
Að þessu sinni tóku 10.910 manns
þátt í vinnustaðakeppni og 4.705 í
hvatningarleik grunnskólanna. 834
einstaklingar skráðu stig inn í ein-
staklingskeppnina. 1.432 lið frá 432
fyrirtækjum tóku þátt í vinnustaða-
keppninni en 340 bekkir frá 40 skól-
um tóku þátt í hvatningarleiknum.
Ganga var sú tegund hreyfingar
sem var vinsælust meðal þátttak-
enda, en 24,4% þeirra tóku þátt í
göngu, 14,95% í almennri líkams-
rækt, 3,97% í hlaupi og 3,41% fóru á
skíði.
Nánari úrslit má finna á vef Lífs-
hlaupsins (www.lifshlaupid.is).
Um 23%
aukning í
Lífshlaupinu
Tæplega 16.500 voru
með um allt land
Sigurvegarar Nemendur og kenn-
arar Víkurskóla, Ólafur Rafnsson,
forseti ÍSÍ, Gestur G. Gestsson, for-
stjóri Skýrr, og Haukur Magnússon,
framkvæmdastjóri Ávaxtabílsins.