Morgunblaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 21
Rauðalæk þegar við vorum
krakkar og hann flutti fyrir okkur
ævintýri eftir H.C. Andersen af
svo mikilli innlifun að við pissuð-
um næstum í okkur af hræðslu.
Hann gat reyndar gert alla brjál-
aða með þrjóskulegum hugmynd-
um en hann var svo heppinn að
vera með „púka“ á öxlinni sem
skaut upp kollinum á svona
stundum og kenndi hann þá hon-
um um. Afi var heimspekingur
inn að beini og kenndi okkur
margt með því að deila með okkur
hugmyndum sínum. Ákveðin
hugðarefni fylgdu honum svo
langt sem við munum og ber þar
hæst þá eindregnu skoðun hans
að það hafi verið grundvallarmis-
tök í íslensku þjóðfélagi að gera
nám að skyldu. Við urðum þess
aldrei vör að hann þreyttist á því
að tala um þetta. Honum var illa
við Mammon, þann sem glepur
fólk til græðgi, og kenndi okkur
að varast hann. Hann þoldi ekki
óréttlæti. Trúmál voru honum
einnig afar hugleikin með tilvist-
arpælingum um hlutverk okkar í
þessu lífi og reyndi hann mikið að
ráða í hvað skaparinn hefði verið
að hugsa. Ekki skemmdi nú fyrir
ef hann náði að ganga fram af
fólki. Hann var í essinu sínu ef
hann gat fengið fólk í samræður á
heimspekilegum nótum og var
svo gríðarlega víðlesinn að aldrei
var komið að tómum kofunum.
Þótt að það sé hægt að segja
margt um manninn Viggó
Tryggvason þá var hann fyrir
okkur „Afi á Rauðó“ og magnað-
ur sem slíkur. Elsku afi, við
kveðjum þig með söknuði og
þakklæti fyrir að hafa notið
þeirra forréttinda að fá að kynn-
ast þér.
Kristín, Hrafn og Skúli.
Bernskan er mikilvæg í lífi
sérhvers manns. Ef þá er sáð
fræjum, sem verða að fallegum
gróðri, þá nýtur maður hans alla
tíð.
Viggó og Hrafnhildur voru
tíðir gestir á bernskuheimili
mínu og við fjölskyldan hjá
þeim.
Þeir Viggó og pabbi voru að
mörgu leyti mjög ólíkir menn, en
þeir áttu það sameiginlegt að
elska tónlist. Þeir hittust á tón-
leikum, hlustuðu saman á plötur,
báru saman ýmsa tónlistarmenn
og nutu fjölbreyttrar tónlistar.
Þeir voru oft sammála en alls
ekki alltaf og það skipti þá alls
engu máli. Mér finnst í minning-
unni, sem þeir hafi meira að
segja haft lúmskt gaman af því
að vera ósammála. Það var sem
það vekti hjá þeim gáska og
gleði. Þetta var gefandi fyrir
barn að alast upp við og víkkaði
sjóndeildarhringinn. Ég dróst
að tónlistinni og umræðunum.
Fyrst var ég eins og fluga á
vegg, en svo fór ég smám saman
að segja mínar skoðanir. Þeir
tóku mig sem jafningja. Þá fann
ég samkenndina. Samkennd
þeirra sem hrífast, samkennd
þeirra sem hrífast af tónlist, til-
finning sem fer með mann á
æðra plan. Þar skiptir ekki máli
að vera alltaf sammála, því
sterkari kraftur tengir mann
saman þ.e. galdurinn að geta
hrifist. Þetta fundu vinirnir og
leyfðu mér að njóta með þeim.
Fyrir það er ég þeim ævinlega
þakklát.
Ég kveð mætan mann með
virðingu og þakklæti og sendi
öllum aðstandendum innilegar
samúðarkveðjur.
Brynja Guttormsdóttir.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2011
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR INGVI SIGURÐSSON
hæstaréttarlögmaður,
sem lést mánudaginn 21. febrúar, verður
jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn
3. mars kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast
afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á
Krabbameinsfélag Íslands.
Sigurður Guðmundsson, Sigríður Snæbjörnsdóttir,
Þórður Ingvi Guðmundsson, Guðrún Salóme Jónsdóttir,
Þórunn Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elsku frænka okkar,
RAGNA SIGURBJÖRG
GUÐMUNDSDÓTTIR NORÐDAHL
hjúkrunarkona,
er látin.
Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju þriðju-
daginn 1. mars kl. 13.00.
Margrét Pálsdóttir,
Norma Norðdahl.
✝
Sonur minn og bróðir okkar,
ÆVAR GÍSLASON,
Vanabyggð 2f,
Akureyri,
lést miðvikudaginn 23. febrúar.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju
miðvikudaginn 2. mars kl. 13.30.
Elín Sigurjónsdóttir,
Kári Gíslason,
Árni Gíslason
og fjölskyldur.
Sigurðsson er látinn eftir stutt en
erfið veikindi.
Við vorum ekki gamlir er við
byrjuðum í hljómlistinni en okkar
fyrstu skref á þeirri braut hófust
upp úr fermingu. Það er margs að
minnast. Elfar var þeirrar náð-
argáfu gæddur að falla alls staðar
inn í hópinn sama hvort það voru
eldri eða yngri menn að leika á
hljóðfæri en eins og við segjum
stundum hann var góður „band-
maður“.
Elfar hefur á sínum ferli leikið
með flestum af okkar danshljóm-
listarmönnum þessa lands en
lengst af með okkur Lúdófélög-
um sínum þar sem skarðið í
hljómsveitinni er mikið við fráfall
hans og verður erfitt að fylla í
það, þar sem frumkvöðull og einn
af stofnendum sveitarinnar er
fallinn frá.
Margar ferðir voru farnar vítt
og breitt um landið, það að hafa
félaga eins og Elfar innanborðs
eins og t.d. ef um skemmtiatriði
var að ræða og það vantaði píanó-
leikara, þá var vinur okkar alltaf
til í að bjarga málum, enda maður
með reynslu.
Það er margs að minnast á
löngum tíma eins og t.d. þegar við
héldum upp á silfurbrúðkaups-
sveiflu okkar Lúdófélaga bæði
fyrrverandi og þáverandi ásamt
mökum og börnum okkar og
margt, margt fleira væri hægt
upp að telja eftir margar ánægju-
legar samveru stundir í gegnum
hálfa öld.
Við kveðjum nú góðan vin.
Þessi kveðjustund er ekki auð-
veld og að okkar mati ekki tíma-
bær. Elsku Guðfinna okkar. Megi
góður Guð vernda þig, börnin þín
og barnabörnin. Hann blessi ykk-
ur öll og gefi ykkur styrk.
Þig vil ég bænir biðja,
blessaði faðir minn,
Viltu mig veika styðja
og vef mig í faðminn þinn
(G.J.)
Hvíl í friði, kæri vinur.
F.h. okkar Lúdófélaga,
Arthur Moon.
Fleiri minningargreinar
um Elfar Berg Sigurðs-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝ Guðrún Gísla-dóttir fæddist á
Hnappavöllum í
Öræfum 27. desem-
ber 1926. Hún lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 17. febrúar
2011. Foreldrar
hennar voru Gísli
Jónsson bóndi á
Hnappavöllum, f. 5.
janúar 1885, d. 2.
október 1963, og
Guðný Pálsdóttir húsfreyja á
Hnappavöllum, f. 4. febrúar
1889, d. 29. júní 1973. Systkini
Guðrúnar eru 1) Jón, f. 17. ágúst
1918, d. 28. desember 2003,
Guðný, f. 17. ágúst 1918, d. 15.
desember 2010, Þuríður, f. 2.
desember 1919, og Páll, f. 16.
febrúar 1924, d. 24. júlí 1924.
Guðrún kvæntist Óla Runólfs-
syni, f. 16. nóvember 1920, d. 20.
júní 2003. Þau skildu. Börn
þeirra eru 1) Sigríður Guðrún, f.
Dætur þeirra eru Katrín Alda, f.
9.9. 1996, og Thelma Karen, f.
12.5. 2002. 5) Sigurbjörg, f. 10.8.
1957. Sonur hennar er Óli Ró-
bert, f. 25.8. 1974. Börn hans eru
Eva Luna Sigurbjörg Delpech, f.
21.1. 2003, og Esteben Helgi Del-
pech, f. f. 29.9. 2007. 6) Helga, f.
16.7. 1960. Dætur hennar eru
Stefanía, f. 14.11. 1984, og Þur-
íður Elín, f. 23.11. 1990.
Guðrún bjó hjá foreldrum sín-
um á Hnappavöllum þar til hún
kynntist manni sínum Óla Run-
ólfssyni og bjuggu þau á Hnappa-
völlum frá 1948-1963. Fluttust
þau þá til Reykjavíkur með börn-
um sínum. Guðrún dvaldist síð-
ustu æviárin á Hrafnistu í
Reykjavík. Guðrún starfaði á
Landspítalanum við ræstingar
og seinna á Hrafnistu í Reykjavík
við aðhlynningu. Hún fór eitt ár á
Húsmæðraskólann á Löngumýri.
Guðrún var mikil hannyrðakona
og eftir hana liggja mörg falleg
verk.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Áskirkju í dag, 28. febrúar 2011,
og hefst athöfnin kl. 13.
8.3. 1948, sambýlis-
maður hennar er
Ásgeir Ásgeirsson.
Dætur hennar eru
Anna Sveinbjörg, f.
31.3. 1967, og Guð-
rún Óla, f. 25.8.
1974. Maður Guð-
rúnar er Bjarki Sig-
urðsson og eiga þau
tvo syni Aron Frey
og Viktor Óla,
fæddir 1.7. 2004. 2)
Guðný Kristbjörg, f. 2.2. 1950,
maður hennar er Jóhann Vík-
ingsson. 3) Símon, f. 21.4. 1951,
kona hans er Þorbjörg Jóns-
dóttir. Dóttir Símonar er Anna
Karen, f. 24.8. 1979, dóttir henn-
ar er Serena Björg, f. 2.7. 2010.
Sonur Þorbjargar og fóstursonur
Símonar er Kristinn Nikulás, f.
12.1. 1980. 4) Katrín Sigurrós, f.
20.10. 1953. Dóttir hennar er
Lilja Kolbrún, f. 21.6. 1973, mað-
ur hennar er Bjarni Sveinsson.
Elsku mamma, nú er komið að
kveðjustund og eftir sit ég og öll
fjölskyldan með góðar minningar
um þig og okkar tíma saman. Góða
skapið sem þú hafðir er eitthvað
sem ég mun taka með mér og vona
að ég geti verið eins og þú. Það var
ekkert sem kom þér úr jafnvægi,
þú varst svo sterk og þótt þú værir
með Alzheimer breytti það ekki
þínu skapi eða þinni persónu, þú
varst ávallt kletturinn minn.
Bestu minningarnar eru þeir
tímar sem við vorum tvær saman
að syngja, alltaf gafst þú sama
svarið þegar ég spurði hvort við
ættum ekki að syngja saman, þú
sagðist ekki kunna það, en um leið
og ég var búin að syngja eitt erindi
eða svo þá tókst þú undir, því þótt
minnið væri kannski farið þá
mundir þú alla söngtexta.
Hvernig sem þér leið þá gastu
alltaf gefið manni bros sem yljaði
manni um hjartarætur. Þú varst
einstaklega orðheppin sem gerði
það oft að verkum að maður gat
ekki hætt að hlæja. Þú varst sann-
kallaður gleðigjafi. Eftir allar þess-
ar stundir okkar saman fór ég heim
alsæl.
Ég á eftir að sakna þín, elsku
mamma mín, því hlýrri og for-
dómalausari manneskju er ekki
hægt að finna.
„Einstakur“ er orð sem notað er
þegar lýsa á því sem engu öðru er
líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða
manni sem veitir ástúð með brosi
eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast
af rödd síns hjarta og hefur í huga
hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá sem eru dáðir
og dýrmætir og hverra skarð verður
aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir
þér.
(Terri Fernandez.)
Mig langar að lokum til að
þakka öllu því frábæra starfsfólki
sem annaðist þig á Hrafnistu
(sjúkradeild E, F og G), það var
morgunljóst að þeim þótti vænt
um þig.
Ég mun sakna þín, elsku
mamma mín, megi Guð geyma
þig.
Þín dóttir,
Helga.
Svo viðkvæmt er lífið sem
vordagsins blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann alls-
herjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla
stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson.)
Með trega en þakklæti í huga
kveð ég móður mína í dag. Þakk-
lát fyrir einstaka móður sem um-
vafði mig elsku sinni og góð-
mennsku. Hún var fulltrúi sinnar
kynslóðar sem var til staðar fyrir
sína fjölskyldu hvenær sem
þurfti.
Mamma var glaðlynd og já-
kvæð að eðlisfari og það var
ánægjulegt og gott að umgangast
hana. Nægjusemi, umburðarlyndi
og góðmennska voru hennar
miklu kostir. Sjaldan eða aldrei
skipti hún skapi. Hún var trúuð og
sagðist aldrei fara að sofa án þess
að biðja bænirnar sínar. Allt fram
á síðasta dag var hún brosandi og
þakklát fyrir það sem fyrir hana
var gert. Þótt erfitt hafi verið síð-
ustu árin að fylgjast með heilsu
hennar hraka og finna minnis-
leysið ágerast var aldrei erfitt að
heimsækja hana. Jafnvel í þessum
aðstæðum átti hún það til að vera
glettin og geta gert góðlátlegt
grín. Fortíðina mundi hún lengi
vel og hafði gaman af að rifja upp
gamla tíma. Eins gladdi það hana
að fá kveðjur og heimsóknir frá
vinum og vandamönnum.
Síðustu árin dvaldi hún á
Hrafnistu þar sem hún naut ein-
stakrar velvildar og góðrar
umönnunar starfsfólksins. Það er
þakkarvert að geta kvatt móður
sína eftir farsæla og langa sam-
ferð með vissu um að hennar bíði
góðar móttökur í nýjum heim-
kynnum. Megi hún hvíla í friði og
góður Guð varðveita hana að ei-
lífu.
Katrín.
Elsku hjartans besta amma
mín. Þá er komið að kveðjustund-
inni sem ég bjóst ekki við að kæmi
að nærri strax. Þegar þú veiktist
núna fyrir stuttu bjóst ég við að
þú myndir standa þau veikindin af
þér en svo varð ekki. Þótt ég sakni
þín meira en hægt er að lýsa er ég
þakklát fyrir að þú skyldir fá
hvíldina sem þú varst farin að þrá.
Þú hefur verið stór hluti af lífi
mínu alveg síðan ég fæddist. Ég
var svo lánsöm að fá að alast upp
hjá þér og afa, Gógó systir bættist
svo í þann hópinn og mamma var
líka heima, en þú og afi voruð okk-
ur alveg eins og bestu foreldrar.
Þú og ég vorum svo nánar og góð-
ar vinkonur alla tíð. Alltaf gat ég
leitað til þín með hvað sem var, þú
tókst þátt í öllu því sem ég tók
mér fyrir hendur, ég gat talað við
þig um hvað sem er og þú varst
bara mín allra besta vinkona.
Samband okkar var einstakt. Þú
hugsaðir alltaf svo vel um mig,
eins og þú hugsaðir um alla aðra.
Alltaf varstu þakklát fyrir það
sem var gert fyrir þig, þér þótti
svo vænt um börnin þín öll, barna-
börnin og langömmubörnin þín og
sú væntumþykja var svo sannar-
lega gagnkvæm.
Við gerðum margt saman,
elsku amma mín, ógleymanlegar
eru sundferðirnar okkar, leikhús-
ferðirnar, kvöldstundirnar í
barnaskólanum, allt þetta fórstu
með mér þar sem mamma var svo
oft að vinna. Þú varst mér ævin-
lega stoð og stytta. Í veikindum
var yndislegt að eiga þig að, það
voru nú ófáar næturnar sem þú
vaknaðir með mér þegar ég veikt-
ist og vildi ekki vera ein veik.
Elsku amma, ég gæti skrifað
heilt Morgunblað um þig. Þú
varst yndislegasta manneskja og
besta amma sem til er í þessum
heimi. Ég sakna þess sárt að geta
ekki lengur heimsótt þig eða
hringt í þig. Símtölin okkar eru
ógleymanleg. Oft þegar vont var
veður og mig langaði að heim-
sækja þig þá vildir þú það ekki, þú
vildir heldur að ég hringdi í þig og
við töluðum lengi saman, og okkur
skorti aldrei umræðuefni. Það
verður skrýtið að vera ekki með
þér um næstu jól og áramót, við
vorum alltaf saman, nú síðustu ár-
in hjá Helgu og stelpunum henn-
ar. Ég veit að þú verður samt hjá
okkur í anda.
Elsku hjartans yndislega
amma mín. Ástarþakkir fyrir þau
43 ár sem ég fékk að njóta með
þér. Takk fyrir alla þína elsku-
semi, umhyggju, ástúð, hlýju og
vináttu sem þú gafst mér. Takk
fyrir að ala mig upp, bæta mér við
barnahópinn þinn sem er mér
eins og besti systkinahópur. Takk
fyrir allt sem þú kenndir mér.
Þín verður sárt saknað. Ég
mun aldrei gleyma þér. Ég elska
þig.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þín dótturdóttir,
Anna Sveinbjörg.
Yndislega, fallega og góða
amma mín. Mér finnst allt vera
svo tómlegt án þín. Ég sit heima
þegar ég skrifa þetta og mér er
hugsað til allra minninganna sem
ég á með þér. Eins langt aftur í
tímann og ég man eftir mér er það
mér efst í huga hvað mér þótti
gott að kúra hjá þér. Þú varst svo
hlý og blíð, alveg fram á síðasta
dag. Ég man eftir því þegar ég
kom til þín á Norðurbrúnina hvað
mér þótti gott að vera hjá þér. Ég
var alltaf spennt að koma til þín
því mér þótti svo gott að halda ut-
an um þig. Síðastliðin ár höfum
við Stella og mamma komið til þín
á Hrafnistu og okkur þótti ekkert
skemmtilegra en að syngja með
þér uppáhaldslögin þín og uppá-
haldslögin okkar. Þú söngst alltaf
með. Þú kunnir textana líka svo
vel. Ég er líka svo heppin með
eitt, ég fékk svo skemmtilegan
eiginleika frá þér. Ég fékk húm-
orinn. Þú varst svo skemmtileg og
gast verið svo stríðin. En stríðnin
var alltaf svo falleg og það kom
alltaf svo fallegt bros á þig eftir á.
Þú áttir þér enga líka og ég veit að
það er tekið vel á móti þér þar
sem þú ert núna. Ég bið Guð um
að geyma þig og ég veit að þú ert
umvafin englum. Þú lifir alltaf í
hjarta mínu. Mín elsku amma, ég
læt hér fylgja lag sem við sungum
oft saman.
Ég leitaði blárra blóma
að binda þér dálítinn sveig,
en fölleit kom nóttin og frostið kalt
á fegurstu blöðin hneig.
Og ég gat ei handsamað heldur
þá hljóma, sem flögruðu um mig,
því það voru allt saman orðlausir
draumar
um ástina, vorið og þig.
En bráðum fer sumar að sunnan
og syngur þér öll þau ljóð,
sem ég hefði kosið að kveða
þér einn
um kvöldin sólbjört og hljóð.
Það varpar á veg þinn rósum
og vakir við rúmið þitt,
og leggur hóglátt að hjarta þínu
hvítasta blómið sitt.
Ég veit ég öfunda vorið,
sem vekur þig sérhvern dag,
sem syngur þér kvæði og
kveður þig
með kossi hvert sólarlag.
Þó get ég ei annað en glaðst við
hvern geisla, er á veg þinn skín,
og óskað, að söngur, ástir og rósir,
sé alla tíð saga þín.
(Tómas Guðmundsson.)
Þitt barnabarn,
Þuríður Elín (Ebba).
Guðrún Gísladóttir HINSTA KVEÐJA
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Við kveðjum í dag ynd-
islega ömmu og langömmu.
Við höfum átt kærleiksríka
samfylgd sem við þökkum.
Hugurinn reikar og yndis-
legar minningar rifjast upp.
Þessar minningar munum
við varðveita í hjörtum okk-
ar um ókomna tíð. Hvíl þú í
friði elsku amma.
Lilja Kolbrún, Bjarni,
Katrín Alda og
Thelma Karen.
Fleiri minningargreinar
um Guðrúnu Gísladóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.