Morgunblaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 27
MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2011 Árni Matthíasson arnim@mbl.is Bandaríska söngkonan Lucinda Williams er fræg fyrir sína þung- lyndislegu texta; ef hún er ekki að syngja um ómögulega sambúð eða erfiðan skilnað syngur hún um dauðann. Víst er þetta einföldun en óhætt að segja þó að treginn hafi verið hennar aðal allt frá því hún sendi frá sér fyrstu skífuna með eigin tónlist fyrir rúmum þremur áratugum. Smádjöflar og manndjöflar Frá fyrstu plötunni og að þeirri næstu liðu átta ár og svo enn fjög- ur ár í næstu plötu þar á eftir og svo sex ár í þriðju skífuna. Fram- an af ferlinum var hún því ekki ýkja iðin við að senda frá sér plöt- ur, en þess iðnari við að vera óhamingjusöm, glíma við erf- iðleika, smádjöfla og manndjöfla. Með tímanum hefur henni þó gengið betur og flest í haginn síð- ustu ár sem skilar sér í meiri af- köstum. Lucinda Williams er komin af listafólki, faðir hennar þekktur og móðirin konsertpíanisti. Hún hefur tónlistaráhugann reyndar frá föð- ur sínum því hann var áhugamað- ur um kántrí og blús. Henni fannst þó ekki nóg að hlusta, heldur vildi hún spila líka og þá á gítar. Hún lærði reyndar á píanó fram eftir aldri en þegar hún varð tólf ára varð píanóið að víkja fyrir gít- arnum og segja má að hún hafi ekki lagt hann frá sér upp frá því. Þjóðlagarokkið heillar Þó að Lucinda hafi verið alin upp á kántríi heillaði þjóðlagarokk hana líka og hún hefur sagt frá því að helsti áhrifavaldur sinn í tónlist hafi verið Bob Dylan-platan Highway 61 Revisited, sem varð umdeild fyrir það á sínum tíma að á henni hrærir Dylan saman blús- grunnuðu rokki og þjóðlagasöng með lykluðum og snúnum og bein- línis súrrealískum textum. Að þessu sögðu voru fyrstu plöt- ur Lucindu, sem hún gerði með aðstoð Gurf Morlix, sem þekktur er fyrir vinnu sína með ýmsum jaðarkántrítónlistarmönnum, mun nær kántrítónlist en það sem síðar varð. Reyndar var fyrsta platan, Ramblin’, sem kom út 1978, upp Lucinda og hamingjan  Ný plata frá söngkonunni Lucindu Williams, Blessed, sem kemur út á þriðju- daginn, ómar af glaðværð og sátt en er vel krydduð þó með trega og tárum Tregi Það hefur ekki skort á trega og depurð í textum bandarísku söngkonunnar Lucindu Williams en hún kann líka flestum fremur að syngja um hamingjuna líkt og hún gerir svikalaust á nýrri breiðskífu sinni. full af þjóðlögum og gömlum blúslummum, enda tekin upp fyrir Smithson-safnið bandaríska, en næstu plötur með hennar eigin lögum kántrívæddum. Kántrívin- um þótti hún þó fullhörð fyrir sinn smekk og hún náði illa til þeirra sem vildu meiri trommur og þétt- ari bassa. Segir sitt að aðrir lista- menn kepptust við að taka upp lög hennar með góðum árangri en henni gekk ekki sem skyldi. Sorg og sút, tregi og tár Á endanum ákvað Lucinda að venda sínu kvæði í kross, hætti að vinna með Morlix og fann sér samstarfsmenn við hæfi. Svo furðulegt sem það kann að virðast þá sækjum við helst í hörmungar, kjósum fátt heldur en að hlusta á söngva um sorg og sút, trega og tár. Það hefur ekki skort slíkt hjá Luc- indu Williams, sérstaklega hefur henni gengið illa að velja sér menn við hæfi, hvað þá að haldast á þeim. Smám saman hefur ham- ingjan þó haldið innreið sína í texta Williams, óendurgoldin ást er ekki lengur efst á baugi og á síðustu skífu, Little Honey, sá þess stað – lögin voru fjörugri og textarnir eru líflegri, jafnvel glað- værir á köflum. Þó ekki væri treg- inn sá sami var skífan einkar vel heppnuð og Blessed fetar sömu slóð; fjölbreytt yrkisefni og fjöl- breytt lög, sennilega sú skífa Luc- indu Williams sem líklegust er til að skora hjá sem flestum – áhuga- samir taki eftir. Ekki eintóm gleði Ekki má skilja þetta svo sem það sé eintóm hamingja í boði á Blessed, lífið er ekki þannig og ekki plötur Lucindu Williams. Þannig er á skífunni mjög áhrifa- mikið lag sem hún samdi um tón- listarmanninn snjalla Vic Chest- nutt, sem svipti sig lífi fyrir rúmu ári. Í því lagi tekur Elvis Costello magnað gítarsóló, en hann kemur líka víðar við á skífunni, spilar raf- gítar í fleiri lögum og syngur bak- raddir. Upptökustjórar á skífunni eru Don Was, Eric Liljestrand og Tom Overby, eiginmaður Lucindu en þeir Liljestrand og Overby véluðu einnig um Little Honey. Ekki liggur fyrir hvaða útgáfa Blessed verður í boði hér á landi þegar platan kemur út á þriðju- daginn, en bendi áhugasömum á að lúxusútgáfa plötunnar er gefin út með átta mis- munandi myndum á um- slagi aukinheldur sem sérstakur diskur fylgir með prufupptökum af lögunum á Blessed sem tekin voru upp í eldhúsi henn- ar. Heitir líka Eldhúsupptök- urnar. Til við- bótar verður sérstök útgáfa af skífunni á diski og vínyl og svo hefð- bundin útgáfa. Ótal afbrigði af Blessed ÚTGÁFAN Lucinda Willams Heimsbyggðin hefur staðið á önd- inni yfir kanadíska ungstirninu Justin Bieber og hinni nýju ofur- djörfu klippingu hans. Bieber er þó fleira til lista lagt en að láta klippa sig, piltur sendi frá sér breiðskífu á síðasta ári, plötuna My World 2.0. Á nýlegri verðlaunahátíð breska tónlistartímaritsins New Musical Express, svonefndum Shockwave NME Awards, kom Bieber við sögu, enda var hann tilnefndur til tvennra verðlauna og hreppti hvor tveggja, annars vegar fyrir verstu plötu ársins og hins vegar sem hall- ærislegasti gaur ársins. Bieber er hallæris- legastur allra Getty Images Óklipptur Justin Bieber fékk háðu- lega útreið á verðlaunahátíð NME. Paul McCartney hefur glímt við klassískar tónsmíðar með mis- jöfnum árangri á undanförnum ár- um þótt enginn frýi honum hæfi- leika í popplagasmíði. Nú situr McCartney við skriftir að ganga frá tónverki sem hann samdi fyrir New York-ballettinn að ósk ballettsins, en hann hefur unnið að því meira og minna síðustu tvö ár. Verkið heitir Ocean’s Kingdom, er ævintýrakennt og segir frá ást- arsambandi dóttur hafsins og sonar jarðarkonungsins. Tónskáldið John Wilson leggur McCartney lið við frágang verks- ins, en til stendur að frumsýna það í september næstkomandi. Bítill semur ballett Paul McCartney popplagakóngur. MÖGNUÐ HASARSPENNUMYND SEM ENGINN MÁ MISSA AF! THE MECHANIC KL. 5.50 - 8 - 10.10 16 HOW DO YOU KNOW KL. 5.20 - 8 - 10.35 L BIG MOMMA´S HOUSE KL. 3.30 - 5.40 - 8 L THE EAGLE KL. 10.30 16 JUST GO WITH IT KL. 5.30 - 8 - 10.30 L BLACK SWAN LÚXUS KL. 5.30 - 10.30 16 GULLIVER´S TRAVEL 3D KL. 3.30 L ALFA OG OMEGA 3D KL. 3.30 L SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5% 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS T.V. - KVIKMYNDIR.IS -H.S.S.,MBL HOW DO YOU KNOW KL. 8 - 10.10 L BIG MOMMA´S HOUSE KL. 5.50 - 8 L JUST GO WITH IT KL. 10.10 L SÚÐBYRÐINGUR, SAGA BÁTS KL. 6 L T.V. - KVIKMYNDIR.IS-H.H., MBL -H.V.A., FBL HOW DO YOU KNOW KL. 5.25 - 8 - 10.35 L BIG MOMMA´S HOUSE KL. 5.30 - 8 L 127 HOURS KL. 5.50 - 8 - 10.10 12 BLACK SWAN KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 THE FIGHTER KL. 10.30 14 GLERAUGU SELD SÉR THE MECHANIC Sýnd kl. 6, 8 og 10:25 TRUE GRIT Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:25 BIG MOMMA’S HOUSE 3 Sýnd kl. 5:50 JUST GO WITH IT Sýnd kl. 8 Stundum þarf maður stelpu, til að ná stelpunni SPRENGHLÆGILEG GAMANMYND SEM ENGIN MÁ MISSA AF HHH „Myndin hin besta skemmtun sem hentar öllum aldurshópum“ -H.H. - MBL LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.