Morgunblaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2011 Sjúkratryggingum Íslands hefur verið falið að endur- greiða kostnað sjúkratryggðra sem dvöldu á sjúkra- hótelinu Lind á tímabilinu 15. september 2005 til og með 30. september 2009. Teljir þú þig eiga rétt á endurgreiðslu vegna dvalar á sjúkrahótelinu á þessu tímabili hvetjum við þig til að senda rafræna umsókn þess efnis, sem finna má á vef stofnunarinnar www.sjukra.is, eða hafa samband við þjónustumiðstöð í síma 515-0000. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2011. Átt þú rétt á endur- greiðslu vegna dvalar á sjúkrahóteli? SJÚKRATRYGGINGAR ÍSLANDS LAUGAVEGI 114 150 REYKJAVÍK www.sjukra.is VIÐTAL Gísli Baldur Gíslason gislibaldur@mbl.is Jeff Wieland starfar hjá vefveldinu Facebook í höfuðstöðvum þess í Palo Alto í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hann er einn af um tvö þúsund starfsmönnum fyrirtækisins fræga, en sker sig nokkuð úr þeim hópi. Jeff er Íslendingur en hefur alla tíð átt heima í Bandaríkjunum. „Móðir mín er íslensk, svo ég ólst upp á heimili þar sem snæddar voru fiskibollur og hangikjöt í kvöldmat. Móðir mín er ein sex systkina, en öll hin búa á Íslandi. Ég fór oft til Ís- lands þegar ég var krakki, sem gerði mér kleift að viðhalda sambandi við fjölskylduna,“ segir Jeff. Hann kveðst reyna að fara í heimsókn til Íslands að minnsta kosti annað hvert ár. Úr Njálu í notendaviðmót „Mér gafst tækifæri til að stunda nám við Háskóla Íslands einn vetur. Ég varði níu mánuðum árið 2004 í að þreifa mig áfram í samræðu-íslensku og læra um Njál,“ segir Jeff. Jeff hóf störf fyrir Facebook árið 2006. Fyrst um sinn var hlutverk hans að fylgjast með öllum göllum síðunnar sem notendur tilkynntu og koma kvörtunum áleiðis til réttra forritara. Árið 2008 skipti Jeff um deild og starfar í dag við hönnunar- hlið síðunnar. „Mitt helsta hlutverk hjá Facebo- ok er að afla upplýsinga um viðhorf og notkun notenda síðunnar, svo teymin sem þróa síðuna geti tekið eins vel upplýstar ákvarðanir og hægt er. Við viðmótshönnun vef- síðna er yfirleitt byggt á nokkuð ófullkomnum upplýsingum – en mitt starf er til að tryggja að við vitum eins mikið og við getum áður en við bjóðum 500 milljónum notenda upp á vöruna okkar.“ Jeff segir að hann líti án efa á sjálfan sig sem Íslending og að ís- lenska fánanum sé gjarnan flaggað á skrifborði hans í vinnunni. En hefur hann tileinkað sér eitthvað úr ís- lenskri menningu? „Ég er heittrúaður knattspyrnu- áhugamaður,“ segir Jeff, en knatt- spyrna hefur ekki enn náð miklum vinsældum vestan hafs, að minnsta kosti ekki í samanburði við Ísland. Íslendingar eru óhræddir „Á öðrum nótum þykir mér for- vitnilegt hversu óhræddir Íslending- ar eru að eðlisfari, þrátt fyrir fá- menni og takmörkuð pólitísk áhrif. Ég hef alltaf dáðst að þessu. Hvort sem það eru hinir frábæru íslensku tónlistarmenn, rithöfundar eða vís- indamenn sem reyna að kortleggja genamengi mannsins – Íslendingar takast á við viðfangsefni sem gefa kannski ekki rétta mynd af þeirra látlausa uppruna. Ég elska að starfa sem lítilmagni og Ísland er hinn eini og sanni lítilmagni.“ Fulltrúi Íslands hjá Facebook  Íslendingur starfar fyrir vefveldið í Kaliforníu  Ólst upp við að snæða hangikjöt og fiskibollur í kvöldmat og flaggar íslenska fánanum í vinnunni  Segir íslenskt samfélag henta vel fyrir Facebook Í höfuðstöðvunum Facebook Hér stendur Jeff fyrir framan vegginn fræga sem er í anddyri höfuðstöðvanna. Íslendingar eru einstaklega Facebook-vædd þjóð. Sam- kvæmt Time Magazine eru um 86% Íslendinga á Facebook. Jeff segir að hann geti því mið- ur ekki eignað sér heiðurinn af þessum miklu vinsældum hér á landi, en kann þó skýringu á þessu. „Mín reynsla af Íslandi er sú, að samfélagið er afar samtengt og fjölskyldumeðlimir og vinir eru gríðarlega mikilvægir. Þessi miklu tengsl aðlagast vel að Facebook, í ljósi þess að okkar vara er hönnuð fyrir frábæra félagslega upplifun fyrir fólk,“ segir Jeff, sem kveðst ekki vera fulltrúi Íslands hjá Facebook. „Nei, það er ég ekki, en það hljómar vel – ef til vill ætti ég að breyta um starfstitil.“ Facebook- vædd þjóð FJÖLMARGIR NOTENDUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.