Morgunblaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 24
24 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand SJÁUM NÚ TIL... HVAÐ ER NÆST Á TOSSALISTANUM ÞÁ ER ÞAÐ KOMIÐ ÉG ÞOLI EKKI ÞENNAN LISTA ÞÚ HLÝTUR AÐ VERA FREKAR HEIMSKUR FYRST ÞÚ HEFUR GAMAN AÐ ÞVÍ AÐ HORFA Á LAUFIN FALLA ÞETTA ER GAMAN HVER HREINSAÐI FISKINN? ÞAÐ VAR ÉG HANN BRAGÐAST EITTHVAÐ SKRINGILEGA KANNSKI ER ÞAÐ SÁPAN SEM ÉG NOTAÐI TIL AÐ HREINSA HANN MEÐ FINNST ÞÉR LEÐURLYKTIN AF NÝJUM FORSTJÓRUM EKKI GÓÐ ÞÚ HEFUR RÉTT FYRIR ÞÉR ÁSTIN MÍN, VIÐ ÆTTUM AÐ LÁTA FELLA TRÉÐ TRÉÐ ER FALLEGT OG MÉR ÞYKIR MJÖG VÆNT UM ÞAÐ, EN EF ÞAÐ GETUR FALLIÐ Á HÚSIÐ OKKAR ÞÁ VERÐUM VIÐ AÐ LÁTA ÞAÐ FARA ÞÚ ERT GÓÐUR FAÐIR ÁSTIN MÍN GÓÐAN DAGINN, HVAÐ TAKIÐ ÞIÐ MIKIÐ FYRIR ÞAÐ AÐ MYRÐA GAMLA EIK? LÁTTU HANN FINNA FYRIR ÞVÍ! EF ÉG HEFÐI EINUNGIS VERIÐ BÚINN AÐ LÆRA LEYNDARDÓMA ADAMANTIUMSINS, ÞÁ VÆRI ÉG ÓSTÖÐVANDI! MAÐUR GETUR EKKI FENGIÐ ALLT SEM MANN LANGAR Í! Gnarrinn í rusli 15 metra sorphirðu- regla Gnarrsins er ekki fyndið excel-skjal – bara arfavitlaust. Sum tunnugerði eru utan 15 metranna, en innan deiliskipulags. Ergo: Maður þarf að brjóta deiliskipulag til að uppfylla 15 metr- ana. Bara óska eftir viðbótarþjónustu, seg- ir símadaman hjá sorphirðunni, en nei, þá er verið að brjóta á jafnræðisreglu, því þá eru sumir skyldugir en hafa ekki val eins og hinir. Ef maður velur nú tunnustæði eftir þörfum – utan deiliskipulags – til að uppfylla reglur um breytta sorphirðu – hver samþykkir það? Ef við færum nú ekki tunnustæðið, heldur trillum (eins og sagt er í kynningarbæklingi) tunnunum á losunardegi, nær los- unarstað kl. 8 að morgni. Höldum til vinnu – sorpbíllinn kemur upp úr eitt. Í millitíðinni skellur á vonsku- veður og tunnan fellur um koll og innihaldið á götuna. Hver ber ábyrgð á því? Veðrið helst stöðugt fram yfir losun – en þá gerir vonskuveður og tunnan tóm nálægt losunarstað. Hvernig bregðast tómar tunnur við norðangarra? Jú, þær falla um koll og feykjast um – kannski á nærliggjandi bíla. Hver ber ábyrgð á því? Nú er besta veður á losunardegi, búið að trilla tunnunum og los- un hefur bara gengið vel. Hvað segja tómar tunnur okkur úti við götu? Jú, nákvæmlega það sem þið eruð búin að fatta – að það er enginn heima. Gott fyrir þá sem eru í ann- arlegum hugleiðingum. (Ekki ætlast borg- arstjóri til að menn séu að keyra úr og í vinnu til að fylgjast með ruslatunnunum sínum – og eyða bensíni og vinnutímum í það?) Erum við ekki búin að reikna okkur nógu oft til andskotans – án neins hagn- aðarauka – þetta er enn eitt dæmið um það. Það er í góðu lagi að tæma á tíu daga fresti með óbreyttu fyr- irkomulagi. Því ef ég er í fríi, lasin, eða gleymi mér, eða með barnið á bráðamóttökunni eða hvað sem er, og trilla ekki tunnunni út að losunar- stað þá líða 20 dagar milli losunar. Hvaða rugl er þetta og frá hverjum er þetta komið? Borgarbúi. Ást er… … þegar hann skipu- leggur rómantíska helgi fyrir ykkur. Afs kekk t hóte l 100 km Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, út- skurður/myndlist kl. 13, félagsvist kl. 13.30. Geysir-Bistrómótið í félagsvist þriggja skipta mótaröð kl. 13.30, glæsi- legur aðalvinningur. Árskógar 4 | Handavinna/smíði/ útskurður kl. 9. Félagsvist kl. 13.30. Myndlist kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | Handavinna, leikfimi kl. 13. Dalbraut 18-20 | Myndlist og postulín kl. 9, leikfimi kl. 10 brids kl. 13. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8, bænast. kl. 9.30, leikfimi kl. 11, upp- lestur kl. 14. Ferðaklúbburinn Flækjufótur | Eigum nokkur sæti laus í ferðina til Ítalíu 4.-11. júní nk. Allar uppl. í síma 898-2468. Félagsheimilið Boðinn | Jóga kl. 9. Botsía kl. 11. Handverksklúbbur kl. 13. Félagsheimilið Gjábakki | Handavinna kl. 9, botsía kl. 9.30, gler- og postulín kl. 9.30/13, lomber kl. 13, canasta kl. 13.15, kóræfing kl. 17, skapandi skrif kl. 20. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postulín kl. 9, ganga kl. 10. Handavinna og brids kl. 13. Félagsvist kl. 20.30. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10, 11, vatns- leikfimi kl. 12.10, opinn fræðslufundur um tryggingamál kl. 13.30 í Jónshúsi. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9, m.a. tréútskurður/handavinna. Vatnsleikfimi kl. 9.50. Spilasalur frá hád. Kóræfing kl. 15.30. Á morgun kl. 15.30 hefst jóga í samstarfi við Hugarafl. Furugerði 1, félagsstarf | Bókband kl. 10. Leikfimi kl. 13. Framhaldssaga kl. 14. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Félagsvist í Setrinu kl. 13. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, ganga kl. 10 frá Haukahúsi, kór kl. 10.30, gler- bræðsla kl. 13, tréskurður kl. 13, fé- lagsvist og botsía kl. 13.30. Vatnsleikfimi kl. 14.40. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30, 9.30 og 10.30. Vinnustofa kl. 9. Brids kl. 13. Hæðargarður 31 | Morgunstund með Steinunni Finnbogadóttur kl. 10. Gestur: Guðrún Ögmundsdóttir. Tölvukennsla kl. 13.15. Bókmenntahópur annað kvöld kl. 20. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Smár- anum kl. 11.30. Korpúlfar Grafarvogi | Ganga í Egilshöll kl. 10 mánudag, sjúkra- leikfimi kl. 14.30 í Eirborgum. Á morgun er sundleikfimi kl 9.30. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Við Hringborðið, spjallhópur kvenna kl. 10.30, handverks- og bókastofa kl. 11.30, prjónaklúbbur ofl. kl. 13, botsía kl. 13.30, kaffiveitingar kl. 14.30, söngstund kl. 15. Vesturgata 7 | Handavinna og botsía kl. 9, leikfimi kl. 10.30, kóræfing kl. 13, tölvukennsla kl. 12. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, bókband og postulínsmálun kl. 9, morgunstund kl. 9.30, botsía kl. 19, upp- lestur kl. 12.30, handavinnustofan opin eftir hádegi, spilað, stóladans kl. 13. Mikil umræða hefur skapast umendurútgáfu á Skólaljóð- unum. Óttar Einarsson yrkir: Þjaki sorgin þung sem blý og þyngist ævislóðin, þá er gott að grípa í „gömlu skólaljóðin. Sól hækkar á lofti og Pétur Stef- ánsson er farinn að hlakka til betri tíðar: Veturinn líður óðum á, andinn fyllist þori, innra með mér iðar þrá eftir sól og vori. Sigmundur Benediktsson tekur undir: Ferskan þrái fuglaklið, fé og græna haga, sólarljós og lækjarnið, ljúfa sumardaga. Þá Jón Gissurarson: Okkur vermir vorsins þrá vetrarkuli rúin. Veður gott hér verður þá vestan hríðin búin. En það er ennþá vetur. Þegar farið var að hvessa og gerði hálku, þá orti Jón fallega vísu: Veður bálast blundar ró braut ég hála feta. Ljúf í sálu lifað þó ljóðamálin geta. Sigmundur hreifst af vísunni, gaf henni fimm stjörnur og orti: Lífið rís er ljósbrot ný ljóðadísin fæðir. Ljúflingsvísa hjartahlý hugarísinn bræðir. Jón svaraði: Ennþá ljóðalistin tær létt mér getur vöku. Stjörnur fimm ég fékk í gær fyrir eina stöku. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af vori og Skólaljóðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.