Morgunblaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2011 Okkar ástkæri mágur, föðurbróðir, afabróðir og frændi, ÖRN JÓHANNESSON, Reynimel 74, 107 Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn 25. febrúar. Erla Ársælsdóttir, Dagmar Gunnarsdóttir, Rikharð Bess Júlíusson, Jóhanna Gunnarsdóttir, Lúðvík Þorvaldsson, Stefanía G. Sæmundsdóttir, Bragi Vilhjálmsson, börn og barnabörn. Okkar elskulegi FREDERICK ALAN JÓNSSON (Bates) 30.06.50 - 25.02.11 lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands síðastliðinn föstudag. Hafdís Harðardóttir, Jón Símon Fr., Stefán Bjartur Stefánsson, Pétur Marinó Fr., Helga S. Stefánsdóttir, Heimir Fr. Bates, Íris G. Hjálmarsdóttir, Anton Reynir H. Bates, Guðmundur S. Hjálmarsson, tengdabörn, barnabörn, og systkini. ✝ Guðrún Magn-ea Jóhann- esdóttir fæddist í Viðvík við Laug- arnesveg 80 í Reykjavík 5. sept- ember 1922. Hún lést á heimili sínu, Gullsmára 7, Kópa- vogi, 16. febrúar 2011. Foreldrar hennar voru Jó- hannes Magnússon beykir (tunnusmiður), f. 29.11. 1893, d. 1.11. 1930, og Lára Sig- urðardóttir matráðskona, f. 5.10. 1898, d. 18.4. 1973. Guðrún var annað barn þeirra Láru og Jó- hannesar, eldri var Harald Ragn- ar, f. 4.8. 1919, d. 28.3. 1968, yngri var Katrín, f. 8.4. 1928, d. 29.1. 2011, systir Guðrúnar sam- mæðra er Jóhanna Margrét Ing- ólfsdóttir, f. 13.2. 1933, faðir hennar var Ingólfur Theodórs- son. Guðrún var gift Gísla Ein- arssyni, f. 21. okt. 1912, d. 18. hannessyni, f. 1953. Börn þeirra eru Ragnheiður, f. 1979, Guðni Rúnar, f. 1984, d. 2007, Kristinn Rúnar, f. 1989, Ingi Rúnar, f. 1993, Bjarki Rúnar, f. 1996, og Magni Rúnar, f. 1999. Barna- barnabörnin eru ellefu og barna- barnabarnabarn er eitt. Guðrún ólst upp hjá móður sinni og systkinum í Viðvík í Laugarneshverfinu, hún lauk barnaskólaprófi frá Laugarnes- skóla 12 ára. Þar sem hún missti föður sinn einungis átta ára að aldri varð hún ung að hjálpa til við heimilishaldið og bera björg í bú við ýmis störf. Þar á meðal vist á heimilum og við fisk- vinnslu. Síðan fann hún sér far- veg sem henni fannst skemmti- legur, við þjónustustörf, þar á meðal á Hótel Valhöll á Þingvöll- um og á Hressingarskálanum sem þerna. Vegna ævintýraþrár sinnar fór hún nokkra túra sem þerna og þjónn á millilandaskipi. Hún var mikil athafnakona og rak meðal annars blómabúð í 16 ár. Guðrún var listræn og liggja margar fallegar myndir eftir hana. Guðrún verður jarðsungin frá Digraneskirkju í dag, 28. febrúar 2011, og hefst athöfnin kl. 15. sept. 1983. Saman áttu þau soninn Lár- us, f. 30. jan. 1944. Eiginkona Lárusar er Edda Norðdahl, f. 1946. Dætur þeirra eru Harpa, f. 1968, og Freyja, f. 1971. Fyrir átti Edda soninn Gunn- ar, f. 1961. Seinni eiginmaður Guð- rúnar var Guðni Ár- sælsson, húsasmíðameistari frá Eystri-Tungu í Vestur- Landeyjum, f. 16.11. 1924, d. 18. sept. 1989. Byggðu þau hús á Hrísateig 43 ásamt fjölskyldu og þar bjuggu þau öll sín búskap- arár. Dætur þeirra eru 1) Ragn- heiður Guðnadóttir, f. 22.2. 1955, ekkja Halldórs Gunnarssonar, f. 1953, d. 2006. Börn þeirra eru Guðni, f. 1973, Gunnar, f. 1977, Heiðrún, f. 1986, og Guðrún, f. 1989. 2) Áslaug Erla Guðnadótt- ir, f. 29.12. 1956, gift Kristni Jó- „Margs er að minnast, margt er hér að þakka.“ (Vald. Briem) Elsku hjartans mamma okkar, það eru fallegar og góðar minn- ingar sem streyma um huga okkar þessa dagana. Við erum svo þakk- látar fyrir allan okkar tíma saman, sem spannar yfir þó nokkur ár. Glaðlyndi þitt var óþrjótandi. Kjarkur þinn óbilandi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þínar elskandi dætur, Áslaug og Ragnheiður. Gunna tengdamóðir mín var sannkölluð Reykjavíkurmær. Hún fæddist á Laugaveginum og þar steig hún sín fyrstu spor. Barn að aldri fluttist hún með fjölskyldu sinni í Laugarneshverfið og bjó þar megnið af ævi sinni. Bróðirinn Harald lést um aldur fram og eftir voru systurnar Gunna, Kata og Hanna. Þær syst- ur voru samrýndar og var stórt skarð höggvið í hópinn þegar Kata lést sl. 29. janúar og aftur nú þeg- ar Gunna er fallin frá. Stutt varð á milli þeirra systra Kötu og Gunnu og hugur minn er hjá Hönnu, yngstu systurinni, sem hefur með svo stuttu millibili misst báðar systur sínar og bestu vinkonur. Ung að árum giftist Gunna sín- um fyrri manni, Gísla Einarssyni, og eignaðist með honum soninn Jóhannes Lárus Gíslason, sem er eiginmaður undirritaðrar. Þau báru ekki gæfu til langrar sam- búðar og skildu. Seinni eiginmaður Gunnu var Guðni Ársælsson og það varð far- sælt hjónaband. Þau eignuðust dæturnar Ragnheiði og Áslaugu Erlu. Þegar ég kynntist Gunnu fyrst bjuggu þau Guðni á Hrísateignum á sínu fallega og myndarlega heimili. Þau fengu fljótlega titlana amma og afi á Hrísó og þeir titlar eru ennþá í fullu gildi. Margir voru þeir sunnudagarn- ir sem við kíktum þar inn með börnin okkar og vorum alltaf vel- komin. Ósjaldan var þar saltað hrossakjöt á borðum sem okkur þótti mikið lostæti. Ísbúðin á Laugalæk handan götunnar hafði mikið aðdráttarafl og Guðni brá gjarnan undir sig betri fætinum með litla fötu í hendi að sækja eft- irrétt handa smáfólkinu. Dóttir mín, þá fimm ára, hvíslaði einu sinni að mér „þau eru sko með ís á heilanum“ en það var langt frá því að íslag væri á heila þeirra eða heimili, þvert á móti var þar hlýja og ástúð. Og ekki spilltu þær fyrir litlu mágkonurnar mínar Ragn- heiður og Áslaug. Eftir að Guðni lést árið 1989 flutti Gunna á Kleppsveginn og síðar í Gullsmárann í Kópavogi, þar sem hún bjó sín síðustu ár. Og sama hvar hún bjó þá var heimili hennar fallegt og hlýlegt og þar var sem fyrr alltaf gott að koma. Gunna var búin mörgum góð- um kostum, hún var skapgóð, glaðvær og félagslynd. Víst er að margir minnast hennar við ýmsar uppákomur reytandi af sér brand- ara til hægri og vinstri. En hún var ekki bara brand- arakerling því þar að auki var hún einstaklega hjartahlý og skiln- ingsrík kona sem mátti ekkert aumt sjá. Það vakti oft furðu mína, þá sérstaklega hin síðari ár, hvað hún var víðsýn og gat sett sig inn í ótrúlegustu aðstæður þegar við átti. Hún var dugleg og áræðin kona sem hikaði ekki við að framkvæma sínar hugmyndir og verslunar- rekstur var hennar líf og yndi. Mér hefur þó alltaf þótt höfuð- kostur Gunnu vera hversu barn- góð hún var. Henni tókst að laða flest börn að sér og börnunum okkar var hún óendanlega góð. Hún mundi alla tíð eftir börnum, ömmubörnum, langömmubörnum og langalangömmubarninu. Það má með sanni segja að hún stóð alltaf undir nafninu amma á Hrísó. Með þakklæti fyrir vináttu, elsku og umhyggju, mér og minni fjölskyldu til handa, kveð ég tengdamóður mína. Blessuð sé hennar minning. Edda Norðdahl. Fyrir 23 árum var ég nýkomin til Íslands frá Kólombíu til náms- dvalar í eitt ár. Haustið 1988 opn- uðu heiðurshjónin Guðrún og Guðni á Hrísateig mér heimili sitt og létu mér finnast sem þau væru í senn fósturvinir og ég velkominn gestur. Þræðir örlaganna spunn- ust þannig að það teygðist úr Ís- landsdvöl minni. Ég féll fyrir land- inu, fólkinu og íslenskum eiginmanni mínum. Við eignuð- umst börnin Davíð og Alexöndru og heimili okkar var áfram í næsta nágrenni við Guðrúnu og Guðna í Laugarnesi. Það varð okkur öllum áfall þegar Guðni féll óvænt frá skömmu eftir upphaf góðra kynna okkar, en áfram þróaðist vinátta milli Guðrúnar og fjölskyldu minnar. Raunar lét hún mér alltaf finnast að ég væri sem dóttir hennar. Dætur Guðrúnar, Áslaug og Ragnheiður, erfa greinilega styrk og gæði foreldranna og milli okkar og fjölskyldna þeirra liggja góð vinabönd. „Amma á Hrísateig“ varð nafn barna minna tveggja á Guðrúnu sem segir meira en mörg orð um gæsku Guðrúnar og umhyggju. Í „ömmunni“ sameinaðist styrkur, greind, listfengi og húmor, víðsýni og þolinmæði. Ég lýsi ekki með orðum mikilvægi þessarar stoðar í lífi mínu á fyrstu Íslandsárunum og taustrar vináttu milli okkar næstu 23 árin. Vitund barna okkar Baldurs um „ömmu á Hrísateig“ varð þeim styrkur á bernskuárun- um og vináttan þar á milli var hrein og fölskvalaus. Suðuramerískt eðli mitt ætti að hvetja mig til orðaflaums vegna sorgar og söknuðar nú, þegar mikilvæg stoð og vinkona fellur frá. En Guðrún var rammíslensk. Hið innra bar hún með sér sam- líðan með öðrum og sorgir vegna óvæntra dauðsfalla í næruhverfi fjölksyldunnar síðustu árin. Styrkurinn var þó mikill og hann varð sú gjöf, sem hún gaf öðrum í umhverfinu á raunastund jafnt og á gleðimótum. „Guðrún amma“ var sannlega orkuveita velvildar og orð lýsa ekki eftirsjá minni, eig- inmanns og barna. Rammíslensk var Guðrún og þá líka heimsborgari um leið. Henni verður örugglega vel tekið á nýj- um slóðum nú. Ég sé hana þar brosa kankvísa, lyfta sérríglasi og boða áfram ástúð og gleði eins og hún gerði löngum á veraldarvolk- inu hér. Alltaf leikur birta um Guðrúnu og minningu hennar. Þú stóðst á veginum og horfðir um öxl, og hvernig áttirðu að vita að þúsundir blóma féllu af hári þínu og ég tíndi þau upp af veginum. (Jón Óskar.) Fjölskyldu Guðrúnar og ástvin- um flyt ég innilegar samúðar- kveðjur: Rosenda Guerrero, Baldur, Alexandra og Davíð. Þá er hún amma á Hrísó fallin frá, södd lífdaga eftir langa, við- burðaríka og oftast skemmtilega ævi. Þó ofarlega í huga sé þakk- læti fyrir öll góðu árin og allar þær ljúfu minningar sem eftir sitja er ljóst að söknuðurinn er mikill enda óborganlega skemmtileg og góð kona sem yfirgefur sviðið. Óhætt er að segja að margar minningar komi upp í hugann á þessum tímapunkti, en allar ein- kennast þær af gleði, hlýju, gáska og kærleika. Bernskuminningar um það þegar við bræðurnir mættum í orlof á Hrísateiginn hjá afa og ömmu, ferðalög á Landcru- isernum, þar sem amma gerði ekki annað en að setja út á akst- urslag afa, án þess að hann virtist svo mikið sem taka eftir aðfinnsl- unum og margar aðrar góðar minningar um þau frábæru hjón. Síðar tók amma að sér það vandasama verk að skjóta yfir undirritaðan skjólshúsi, þegar heimdraganum skyldi hleypt og menntavegurinn genginn. Skömmu eftir að sú ganga hófst féll afi Guðni frá, langt fyrir aldur fram, og bjuggum við amma tvö saman í mörg ár eftir það. Er óhætt að segja að á þeim árum hafi myndast á milli okkar órjúf- anleg bönd og ómetanleg vinátta. Þó að mörg ár séu liðin frá sam- búðarslitum okkar ömmu er minn- ingin um þá sambúð ljóslifandi og einkennist hún af því hversu mikl- ir vinir við vorum og áttum auð- velt með að ræða hvaða mál sem var enda var amma afar hispurs- laus og opin og gat gefið ungum manninum ráð um hvaðeina sem var eða látið hann heyra það eftir því sem við átti hverju sinni. Við sem eftir sitjum huggum okkur við góðar og skemmtilegar minningar um ótrúlega konu sem vandséð er að muni nokkurntíma eignast sinn líka. Guðni. Elsku amma á Hrísó. Já, við ákváðum að segja þetta eins og við höfum alltaf kallað þig þó svo að þú hafir flutt af Hrísateignum fyr- ir mörgum árum. Okkar æsku- minningar eru meðal annars það- an og eru minningarnar óteljandi sem við geymum með okkur alla ævi. Sem börn var fátt betra en að koma til þín og afa og njóta þess að vera saman með ykkur og ekki skemmdi fyrir að ísbúðin var hin- um megin við götuna. Afi sá um að alltaf væri til ís handa okkur börn- unum. Þær voru líka ófáar sund- ferðirnar í Laugardalslaugina sem enduðu á Hrísateignum og þá skipti engu máli hver var með í för, það voru allir velkomnir með til ykkar að fá eitthvað í gogginn. Minningarnar eru svo margar að erfitt er að gera upp á milli þeirra en það sem stendur upp úr er hversu jákvæð þú alltaf varst, með húmorinn á réttum stað og hrókur alls fagnaðar. Það er ósjaldan sem við höfum dáðst að þér vegna þessa en samhliða gleymdir þú aldrei að spyrja frétta af öllum í okkar fjölskyld- um. Þú vildir að allir hefðu það gott og það var augljóst að þér þótti mjög erfitt að heyra ef eitt- hvað bjátaði á hjá einhverjum okkar. Seinni árin, eftir að við systur fluttum til Danmerkur, þótti þér gaman að koma í heimsókn til okk- ar og foreldra okkar og gerðir þú það þar til heilsan leyfði ekki meir. Og alltaf varstu boðin og búin að aðstoða okkur ef þú gast þegar við komum til Íslands í heimsókn. Elsku amma á Hrísó. Það verð- ur að segjast eins og er að fráfall þitt kom á óvart þar sem við vor- um öll nýbúin að kveðja hana Kötu systur þína. En á hinn bóginn vit- um við að þú ert hvíldinni fegin og það hlýjar okkur að vita að þið systur getið verið saman á ný svo ekki sé talað um Guðnana þína eins og þú sagðir sjálf í fyrra. Okkur langar að kveðja þig með þessum texta: Er völlur grær og vetur flýr, og vermir sólin grund. Kem ég heim og hitti þig, verð hjá þér alla stund. Við byggjum saman bæ í sveit, sem brosir móti sól. Þar ungu lífi landið mitt mun ljá og veita skjól. Sól slær silfri á voga, sjáðu jökulinn loga. Allt er bjart yfir okkur tveim því ég er kominn heim. Að ferðalokum finn ég þig, sem mér fagnar höndum tveim. Ég er kominn heim, já, ég er kominn heim. (Jón Sigurðsson) Gunnar, Harpa, Freyja og fjölskyldur. Í dag kveð ég ekki bara ömmu mína heldur vinkonu mína líka. Amma var ekki þessi týpíska amma sem sagði manni frá gam- alli tíð. Ég veit ekki um marga sem deila ástarmálunum sínum með ömmu sinni, en það gerði ég, ætli það hafi ekki verið sérstak- lega út af því að hún spáði í bolla og það var ekki hægt að leyna hana neinu, hún sá allt sem hægt var að sjá. Það var því ekki óal- gengt að þegar ég kom í heimsókn til hennar var hálft bollastellið hennar á hvolfi. Amma var mjög fylgjandi jafn- ræði og mismunaði engum, ég fékk enga sérstaka meðferð þó ég væri nafna hennar sem mér finnst frábært í alla staði. Ömmu fannst ég stundum vera eigingjörn sem krakki og siðaði mig einu sinni til, en samtalið endaði með því að ég sagði: amma ég verð bara fegin þegar þú ferð, núna þegar komið er að kveðjustund er ég ekki fegin að hún sé farin en ég er verulega þakklát fyrir tímann sem ég fékk með henni. Við áttum góðar stundir síðustu dagana hennar enda kom það mér mjög á óvart þegar mamma hringdi og sagði mér að amma væri látin, það fyrsta sem ég gat sagt var: Ertu að djóka? Hún var búin að vera svo ótrúlega hress og ég ætlaði að fara og kúra hjá henni um nóttina og eiga með henni morgunstund. Elsku amma, ég veit þú ert komin á góðan stað til þeirra sem þú ert búin að kveðja um árin, á meðan þú heilsar þeim kveð ég þig. Þín verður mjög sárt saknað. Takk fyrir allt. Þín, Guðrún Halldórs. Það geta ekki allir verið gor- djöss. En það gast þú svo sannar- lega bæði að utan sem innan. Það var nú í fyrra fallinu í mínu lífi sem ég áttaði mig á því hversu mikla pæjuömmu ég ætti. Allir eyrna- lokkarnir, ilmvötnin, snyrtidótið og allir þínir fallegu hlutir sem maður fékk að ganga í, alveg sama hversu heilagt það var þér. Sama hvert var farið eða hvað var gert, alltaf var amma á Hrísó fín, meira að segja í sveitinni. Það besta við þig var þó hversu ofboðslega skemmtileg, líf- leg og hreinskilin mannseskja þú varst. Alltaf gleði og hlátur í kring- um þig og þegar ég hugsa um stundir sem við áttum saman varstu alltaf þannig. Ég á ógrynni af minningum frá öllum þeim stöðum sem við hitt- umst á og áttum góða tíma. Allar þessar minningar eru gimsteinar sem ég set í skartgripaskrínið mitt og geymi alltaf. Ég veit að það hafa orðið gleðifundir þegar þú hittir Guðnana þína sem voru þér svo kærir. Elsku amma mín, þú kenndir mér svo margt í lífinu og ég mun gera mitt besta að fara eftir flestu af því. Eitt af því sem þú kenndir mér voru allar mínar bænir. Ég kveð þig í dag í hinsta sinn og læt eina af mínum uppáhaldsbænum fylgja með. Megi góður Guð varðveita þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þín, Heiðrún. Mikið þykir mér leitt að þurfa að skrifa minningargrein um þig á þessum tímapunkti, elsku amma mín. Þú sem varst búin að jafna þig svona líka ágætlega eftir erfið veikindi síðasta sumar. Ég var svei mér þá farinn að halda að við bræðurnir yrðum svo heppnir að færa þér enn fleiri barnabörn. Svona er víst gangur lífsins, það er ekki á allt kosið. Ég á margar minningar um ömmu á Hrísó eins og ég kallaði þig svo oft. Ég var alltaf mikill ömmustrákur, enda ekki hægt að hugsa sér betri ömmu. Þegar ég var lítill þótti mér alltaf best að vera hjá þér. Þegar ég var smápolli, vafrandi um út um allt, sagðir þú ávallt: „Dýrið gengur laust!“ Þegar ég varð eldri passaði ég mig alltaf á að kyssa þig og faðma þegar við hittumst, þú kunnir að meta það. Skemmti- legt þótti mér að fá þig á lokakvöld Dale Carnegie-námskeiðs þar sem þú og mamma fenguð að sjá mig, nokkuð öruggan, halda ræðu fyrir framan fullt af fólki. Sumarið 2004 er mér minnisstætt því þá fór ég nánast daglega til þín í Gull- smárann, fékk lánaðan hjá þér pútter og fór niður á gras að spila við gömlu karlana. Þú horfðir svo alsæl á framgang mála frá svöl- unum á 10. hæð. Ég er ekki frá því að þér hafi ekki þótt neitt eins skemmtilegt og þegar ég kom með strákaslúður um frænkur mínar og barnabörn þín úr Borg- arnesi, þeim til mikillar mæðu. Fyrr í kvöld, þ.e. nokkrum dögum eftir að þú lést, skellti ég mér á tattústofu og lét merkja mig með upphafsstöfum þínum og krossi á vinstri handlegginn, nokkuð sem ég mun aldrei nokkurn tímann sjá eftir. Ég treysti á að þú sért komin á góðan stað og hittir þar fyrir fólk sem þér þótti mjög vænt um; Kötu systur þína sem er nýfallin frá, Harald bróður þinn og þá nafna Guðna bróður og Guðna afa. Við sjáumst svo eldhress þegar minn tími kemur. Þinn ömmustrákur, Kristinn Rúnar. Guðrún Magnea Jóhannesdóttir  Fleiri minningargreinar um Guðrúnu Magneu Jóhann- esdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.