Morgunblaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2011
Ég er ekki blaða-
kona eða rithöfundur.
Ég er ekki einhver
bloggari. Ég er ung,
hraust og ótrúlega
spennt fyrir lífinu sem
er framundan en ég er
líka svolítið hrædd. Ég
er samt bara ég og hef
upplifað það sem fólk
ætti ekki að þurfa að
upplifa.
Fyrir 5 árum á
þessum degi, 28. febrúar var hringt í
mig og fjölskyldu mína og okkur
sagt að eldri systir mín hefði látist í
bílslysi og þannig misstum við hana
úr lífinu okkar. Sá atburður tók
mikið á og tekur á enn þann dag í
dag og veldur enn miklum harmi
ekki bara hjá okkur í fjölskyldunni
heldur líka hjá vinum og öðrum
vandamönnum.
Árið 2006 þegar ég missti stóru
systur mína voru allt of margir sem
dóu í bílslysum. Á því ári lést 31 í
bílslysum sem er allt of há tala en þó
að það hefði bara verið einn þá er
það samt of mikið. En við getum
reynt að nota það sem vit sem við
höfum og hegðað okkur í umferðinni
á þann hátt sem okkur var kennt
þegar við vorum í ökukennslu.
Festa bílbeltin, fylgjast betur
með í kringum okkur, hætta að aka
eins og það sé enginn annar í um-
ferðinni nema þú.
Við eigum bara eitt líf og stundum
hugsum við að það geti ekkert drep-
ið okkur og það muni ekkert henda
mig. Það er bara ekki rétt, en ég
hugsaði samt svona. Stóra systir
mín gerði það líka en þegar hún dó
var hún aðeins 18 ára
gömul. Hún hugsaði
eins og flestir gera,
svona nokkuð kemur
ekki fyrir mig. Þú getur
alveg sloppið, þú lendir
í umferðarslysi og ekk-
ert kemur fyrir þig en
hvað um hina, kannski
komast þeir ekki svona
vel út úr slysunum.
Lífið er stutt, ekki
koma þér eða öðrum í
hættu að óþörfu. Það
eina sem þú þarft að
gera er að hægja á þér, fylgjast vel
með öllu í kringum þig og vera alltaf
með bílbelti, það bjargar.
Mig langar til að enda þessa grein
mína á fallegu ljóði eftir Snæfríði, 11
ára, litlu systur okkar Guðrúnar.
Ég skrifaði nafn þitt á blað
og kennarinn tók það burt.
Ég skrifaði nafn þitt á lauf
og vindurinn blés því burt.
Ég skrifaði nafn þitt í sand
og sjórinn skolaði því burt.
Ég skrifaði nafn þitt í hjartað mitt
og nú er það þar að eilífu.
Það er gott að
muna og rifja upp
Eftir Jónínu Bríeti
Jónsdóttur
Jónína Bríet
Jónsdóttir
» Það eina sem þú
þarft að gera er að
hægja á þér, fylgjast vel
með öllu í kringum þig
og vertu alltaf með bíl-
belti, það bjargar.
Höfundur er nemi.
Nú um stundir ham-
ast ríkisstjórnin við að
svipta íslenska sjó-
menn sjómanna-
afslætti í nafni rétt-
lætis.
Fjármálaráðherra seg-
ir erfitt að rökstyðja
sjómannaafslátt „gagn-
vart ýmsum hópum“ á
sama tíma og elítan
skammtar sér 24 millj-
arða í skattfrí hlunn-
indi; dagpeninga, bílastyrki, for-
stjórajeppa, húsaleigu, tölvur, síma,
föt, tryggingar og fleira. Meðan sjó-
mannaafsláttur lækkaði um 500 millj-
ónir á fimmtán árum hækkuðu dag-
peningar elítunnar um 75% – fóru úr
tveimur milljörðum í átta milljarða.
Þar fara opinberir starfsmenn, þing-
menn og ráðherrar fremstir í flokki.
Sjómenn hafa notið sjómanna-
afsláttar síðan 1954. Þeir sækja sjó-
inn í misjöfnum veðrum fjarri ástvin-
um. Þeir hafa skapað auðlegð
þessarar þjóðar og afla dýrmæts
gjaldeyris. Ríkisstjórnin ræðst á sjó-
menn og ber fyrir sig réttlæti – og
hefur af þeim laun sem nema 510 þús-
und krónum á mánuði.
En hvernig ætli „réttlæti“ Stein-
gríms J. Sigfússonar og félaga sé
háttað í nágrannalöndum? Hver er
hugur nágrannaþjóða til sjómanna?
Sjómannaafsláttur í Noregi
3,2 milljónir
Staðreyndin er einföld. Á sama
tíma og ráðist er að íslenskum sjó-
menn verðlauna ná-
grannaþjóðir sína sjó-
menn – og þeim mun
meir sem þjóðir eiga
undir sjómennsku. Í
Noregi er sjó-
mannaafsláttur 3,2
milljónir króna á ári. Í
Færeyjum er sjó-
mannaafsláttur 1,8
milljónir króna á ári. Í
Danmörku er sjó-
mannaafsláttur ein
milljón á ári. Í Svíþjóð
er sjómannaafsláttur
630 þúsund krónur á ári.
Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að
svipta sjómenn 360 þúsund króna sjó-
mannaafslætti á ári þegar ástæða
hefði verið til að hækka sjó-
mannaafslátt til samræmis við ná-
grannalönd. Sjómannaafsláttur verð-
ur núll meðan sjálftökuliðið á Alþingi
og ríkisstjórn skammtar sér 24 millj-
arða skattfrjálsa peninga. Allt í nafni
réttlætis.
Mikil er skömm ríkisstjórnar Ís-
lands.
Af réttlæti
nágranna í
garð sjómanna
Eftir Birgi Hólm
Björgvinsson
Birgir Hólm
Björgvinsson
»Meðan sjómanna-
afsláttur lækkaði um
500 milljónir á fimmtán
árum hækkuðu dagpen-
ingar elítunnar um 75%
– fóru úr tveimur millj-
örðum í átta milljarða.
Höfundur er gjaldkeri
Sjómannafélags Íslands.
Löngu er orðið ljóst
að engin lagaskylda
hvíldi á íslenska ríkinu
að tryggja innistæður
vegna hruns einka-
bankans Landsbanka
Íslands í október 2008.
Íslensk stjórnvöld
ákváðu hins vegar að
borga tap allra ís-
lenskra innistæðueig-
enda vegna banka-
hrunsins því að það var mat þeirra að
annars hefði hugsanlega komið til al-
gers efnahagshruns. En hvers vegna
borguðu íslensk stjórnvöld þá ekki
breskum og hollenskum Icesave-
innistæðueigendum? Voru íslensk
stjórnvöld þar með ekki sek um mis-
munun? Svarið er nei af eftirfarandi
tveimur ástæðum: 1. Þá hefði til-
gangur aðgerðarinnar ekki helgað
meðalið, þ.e. íslenskir skattgreið-
endur hefðu ekki getað staðið undir
að bjarga eigin innistæðum svo og
innistæðum annarra skattgreiðenda.
2. Hér var ekki um mismunun að
ræða af þeirri einföldu ástæðu að ríki
er heimilt að fá skattgreiðendur til að
gera hvað sem þeir vilja fyrir hina
sömu skattgreiðendur, enda þessir
sömu skattgreiðendur sem borga all-
an brúsann. Hér er ekki um það að
ræða að ríkið hafi fengið einhvern
pening af himnum ofan til að bjarga
sumum og ekki öðrum. Allir þessar
peningar sem fara í að jafna út tjón
okkar vegna innistæðutaps eru tekn-
ir úr okkar sameiginlegu sjóðum sem
við höfum borgað í og munum borga í
um ókomin ár. Ef hinir bresku og
hollensku innistæðueigendur á Ice-
save hefðu borgað skatt hingað væri
um allt aðra stöðu að ræða því þá
væri vitaskuld úr miklu meiru að
moða (skattstofninn þeim mun
stærri) til að bæta þeim mun fleiri
upp tjónið. Gleymum svo ekki því að
engin lagaleg kvöð var á fulltrúum
okkar skattgreiðenda, þ.e. þing-
mönnum og ríkisstjórn, að borga
okkur sjálfum með þessum hætti en
þeir ákváðu í okkar umboði að nota
sameiginlega sjóði okk-
ar til að jafna tjón okk-
ar út og bjarga þannig
landi okkar frá algjöru
hruni. Því er ljóst að
það hefði hvorki verið
lagalega né siðferð-
islega rétt að útdeila
þannig stórkostlegu fé
úr okkar sameig-
inlegum sjóðum til fólks
sem aldrei lagði til
krónu í þann sjóð.
Að gera kröfu til að
íslenskir skattgreið-
endur bæti tjón skatt-
greiðenda í öðrum löndum án þess að
nokkur lög kveði á um slíkt er svipað
og að heimta að Íslendingar taki á sig
allt það tjón sem varð víða um heim
vegna gossins í Eyjafjallajökli sl.
sumar af þeirri ástæðu einni að Eyja-
fjallajökull er skráður á Íslandi! Í því
tilfelli hvíldi engin lagaskylda á ís-
lenskum stjórnvöldum að bæta að
einu eða neinu leyti upp tjón eins eða
neins en þau ákváðu engu að síður að
gera það með þeim hætti að einungis
íslenskir skattgreiðendur nytu góðs
af enda þeir hinir einu sem lagt hafa
fé í það púkk sem heitir Ríkissjóður
Íslands.
Samlíkingin með
húsfélögunum
Önnur samlíking sem nota má er
eftirfarandi: Hugsum okkur tvö hús-
félög í sömu blokk, hvort í sínum
stigagangi. Annað tilheyrir Klepps-
götu 51 og hitt Kleppsgötu 53. Nú
gengur íbúi á Kleppsgötu 51 ber-
serksgang og veldur umtalsverðu
tjóni í báðum stigagöngunum. Hver á
að borga? Svarið liggur í augum
uppi. Hann sjálfur. En ef hann er
ekki aflögufær, hvað þá? Það er
matsatriði. Eitt er þó ljóst, engin
lagaskylda er á húsfélagi þess stiga-
gangs sem hann er skráður sem íbúi,
þ.e. húsfélaginu á Kleppsgötu 51, að
greiða krónu, hvorki fyrir tjón af
hans völdum á þeirra eigin stiga-
gangi né þess við hliðina. Hver íbúi
fyrir sig getur þess vegna gert ráð
fyrir að þurfa bæta fyrir tjónið á eig-
in kostnað, mismunandi mikið eftir
hve miklar skemmdir voru unnar hjá
hverjum og einum.
Nú ákveður húsfélagið í stigagangi
auralausa tjónvaldsins (á Kleppsgötu
51) að jafna út tapið hjá íbúum þess
stigagangs. Ákveðið var að nota
hluta af framkvæmdasjóði húsfélags-
ins til þess arna, hækka húsfélags-
gjaldið umtalsvert næstu misserin og
taka lán í nafni húsfélagsins. Þetta
var ekki auðveld ákvörðun enda sum-
ir í þeim stigagangi sem urðu fyrir
litlu sem engu tjóni og fannst sem
þeir ættu ekki að þurfa að nið-
urgreiða tjón þeirra sem urðu fyrir
meiri skemmdum. Engu að síður
komst húsfélagið í þessum tiltekna
stigagangi að þessari niðurstöðu.
Fyndist einhverjum eðlilegt að hús-
félagið á Kleppsgötu 51 ætti sjálf-
krafa að borga tjón þeirra íbúa sem
borga í allt annað húsfélag? Að sjálf-
sögðu ekki. Íbúarnir í þeim stiga-
gangi geta einfaldlega barist fyrir því
að þeirra húsfélag geri það sama og
húsfélagið við hliðina, þ.e. noti eigin
hússjóð til að jafna út tapið í sínum
stigagangi. Hinn kosturinn er að
hver sitji uppi með sitt tap.
Er þá engin málamiðlun?
En eiga íslenskir skattgreiðendur
þá ekki að borga neitt til Breta og
Hollendinga? Lagalega er svarið
óumdeilt, þ.e., ekki neitt. Siðferð-
islega má í besta falli hugsa sér mála-
myndaupphæð þar sem viðmiðið
væri fjárhæð sem við vissum af en
fyndum ekki fyrir. Sú upphæð sem
nú liggur fyrir með Icesave III er
risa-myntkörfulán upp á tugi til
hundraða milljarða! Ljóst er að þar
er um að ræða upphæð langt umfram
þau viðmið.
Icesave og umræðan um
mismunun innistæðueigenda
Eftir Guðmund
Edgarsson » Allir þessir peningar
sem fara í að jafna
út tjón okkar vegna
innistæðutaps eru tekn-
ir úr okkar sameig-
inlegu sjóðum sem við
höfum borgað í
Guðmundur
Edgarsson
Höfundur er kennari við MH og HR.
Hinn 16. febrúar sl.
birtist í Morgunblaðinu
grein undir hinni tví-
ræðu fyrirsögn „Svan-
dís er dýr“ eftir for-
mann Samtaka
iðnaðarins. Meg-
ininnihald þessarar
furðulegu greinar er að
krefjast afsagnar um-
hverfisráherrans vegna
þess að ráðherrann tap-
aði máli fyrir Hæsta-
rétti er varðar virkjanir í neðri hluta
Þjórsár. Það er rétt að hvetja alla
hugsandi menn til að lesa tilvitnaða
grein, því leitun er að áþekku safni af
þvaðri, upphrópunum og sleggjudóm-
um. Er það höfundinum til lítils sóma.
Ekki verður betur séð en ráð-
herrann hafi sett fyrirvara við, að
orkufyrirtækjum sé heimilt að bera fé
á sveitarstjórnir og sveitarfélög til að
ná fram hagsmunum sínum á kostnað
náttúrunnar og þar með fólksins í
landinu. Málið fór fyrir dómstóla til úr-
skurðar, sem komust að þeirri nið-
urstöðu að slíkt væri í góðu samræmi
við gildandi lög og reglugerðir. Má því
ætla, að hér sé brautin rudd fyrir enn
frekari undirborðsgreiðslur og óbein-
ar mútur á þessu sviði í framtíðinni.
Það er kannski varla á öðru von.
Gölluð lög frá Alþingi eru algengari en
tárum taki og ein meginskýring á
slæmri tiltrú þjóðarinnar á þeirri
stofnun. Æðsti dómstóll þjóðarinnar,
skipaður af pólitískum
ráðherrum í áraraðir,
virðist leggja meiri rækt
við orðhengilshátt, titt-
lingaskít og leit að þókn-
anlegum lagakrókum
fremur en að styðja við
að almennt réttlæti í
landinu nái fram að
ganga.
Nú hefja Samtök iðn-
aðarins upp raust sína
sigri hrósandi eftir að
loksins búið er að finna
réttlætið. Stór-
iðjustefnan, ein meg-
inorsök hrunsins, skal keyrð áfram.
Gengið skal í skrokk á náttúru lands-
ins með öllum tiltækum ráðum í krafti
valds og vitlausra laga. Skuldsetja skal
þjóðina áfram upp í rjáfur með nýjum
lántökum og samþykkt á Icesave-
klúðrinu til þess að gröfukallar og
vörubílstjórar auk einhverra hags-
munaaðila við virkjanagerð fái spón í
askinn sinn undir handleiðslu Sam-
taka iðnaðarins. Svandís er ekki dýr
og kröfur um afsögn hennar í bezta
falli hallærislegar. Samtök iðnaðarins
kunna hins vegar að verða þjóðinni
dýr nái þau árangri í ríkisstyrktu
hagsmunapoti sínu. Ekki verður betur
séð en fjöldi iðngreina sé rjúkandi rúst
undir handleiðslu þeirra á und-
anförnum árum ef frá er talinn áliðn-
aður.
Byggingariðnaður virðist nú end-
anlega kominn að fótum fram meðal
annars vegna daðurs samtakanna við
offjárfestingastefnu undanfarinna ára.
Afleiðing þessa daðurs var meðal ann-
ars of hátt gengi og ruðningsáhrif,
sem hafa valdið mörgum iðngreinum
verulegum vandræðum. Að halda því
fram að virkjanir og stóriðjustefna sé
forsenda fyrir því að atvinnulífið
blómstri er furðuleg meinloka og úrelt
hugsun. Ekki verður séð að neitt hafi
lærst af hruninu. Það á að halda rugl-
inu áfram með öllum tiltækum ráðum.
Samtök iðnaðarins ættu að líta í eigin
barm og skoða hvort ekki ættu aðrir
að hugleiða afsögn frekar en ráðherra
umhverfismála. Kannski ættu þau líka
að reyna nýja hugsun.
Fagna ber því, að loksins skuli vera
kominn í stól umhverfisráðherra dug-
andi einstaklingur, sem er trúr sinni
sannfæringu og setur náttúru landsins
í verðugt öndvegi. Ólíku er saman að
jafna við forvera hans fjölmarga, sem
fyrst og fremst voru handbendi fram-
kvæmdavaldsins og hagsmunaaðila í
athöfnum sínum. Full ástæða er því til
að hvetja ráðherrann til enn frekari
dáða og láta ekki deigan síga þrátt fyr-
ir brölt andsnúinna hagsmunapotara,
löggjafarvalds og dómara. Náttúra
landsins og auðlindir þjóðarinnar eru
ekki skiptimynt í athöfnum þessara
aðila.
Áfram Svandís
Eftir Sverri
Ólafsson
» Fagna ber því, að
loksins skuli kominn
í stól umhverfisráðherra
dugandi einstaklingur,
sem setur náttúru
landsins í verðugt um-
hverfi.
Sverrir
Ólafsson
Höfundur er viðskiptafræðingur og
fyrrverandi sjálfstæðismaður.