Morgunblaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2011
FRÉTTASKÝRING
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Gríðarlegur flóttamannavandi er í
uppsiglingu á landamærum Líbíu
við Túnis, þar sem þúsundir manna
hafa safnast saman á flótta undan
ofbeldi og óróa í landinu. Á frétta-
vef BBC er haft eftir fulltrúa
Flóttamannahjálpar Sameinuðu
þjóðanna að um 20.000 Egyptar
séu fastir við landamærin í sárri
þörf fyrir mat og húsaskjól. Margir
sofa undir berum himni þrátt fyrir
vetrarkulda.
Um 100.000 manns hafa flúið
ástandið í Líbíu undanfarna viku að
sögn SÞ. Stærstur hluti þeirra er
egypskir verkamenn sem vilja
komast heim. Straumur þeirra að
landamærunum hefur aukist dag
frá degi. Flóttamennirnir eru flutt-
ir með rútum í nærliggjandi flótta-
mannabúðir en yfirvöld í Túnis
hafa ekki undan og ráða ekki við að
anna fjöldanum.
Reiðir sig á málaliða
Átökin halda áfram í Líbíu og
hermdu fréttir í gær að andstæð-
ingar Muammars Gaddafi, einræð-
isherra landsins, hefðu náð borg-
inni Zawiya á sitt vald, en hún er
aðeins í um 50 kílómetra fjarlægð
frá höfuðborginni Trípóli. Höf-
uðborgin og nágrenni hennar er
enn í höndum stuðningsmanna
Gaddafis, en andstæðingar hans
halda því fram að þeir hafi meiri-
hluta landsins á sínu valdi.
Ólíkt og í mörgum einræð-
isríkjum Mið-Austurlanda hefur
Gaddafi ekki reitt sig á stuðning
hersins til að halda völdum og er
líbíski herinn í raun fámennur og
máttlítill. Segja sérfræðingar því
litlu skipta þótt einstakar her-
deildir hafi slegist í lið með and-
stæðingum stjórnarinnar.
Meira máli skipta annars veg-
ar svokallaðar sérsveitir, sem eru
ekki hluti af hernum heldur lúta
stjórn byltingarnefnda Gaddafis.
Sonur hans, Hannibal, stýrir einni
slíkri sveit og hafa þær almennt
haldið hollustu sinni við stjórnina.
Þá hefur Gaddafi ráðið málaliða til
að berja niður mótmæli og and-
stöðu við ríkisstjórnina og hafa þeir
á skömmum tíma fengið á sig orð
fyrir mikla grimmd og blóðþorsta.
Málaliðarnir eru ekki margir, en
fréttir herma að síðustu daga hafi
fleiri málaliðar komið flugleiðis inn
í landið.
Ótti í Sádi-Arabíu
Ólgan annars staðar í heims-
hlutanum hefur síst minnkað og
voru tveir menn skotnir til bana í
Óman þegar andstæðingar soldáns-
ins reyndu að taka yfir lög-
reglustöð í borginni Sohar.
Tugþúsundir manna komu
saman í Amran, héraðshöfuðborg í
Jemen, í gær til að krefjast þess að
Ali Abdullah Saleh, forseti landsins
til 32 ára, láti af embætti. Alls hafa
24 látist í mótmælunum í Jemen
frá því að þau hófust um miðjan
mánuðinn.
Þrátt fyrir að mótmælaaldan
hafi ekki náð til Sádi-Arabíu er
greinilegt að stjórnvöld þar óttast
að það geti gerst og vilja koma í
veg fyrir það.
Meira en 100 háskólamenn,
fulltrúar samtaka og kaupsýslu-
menn í Sádi-Arabíu hafa verið boð-
aðir til fundar til að ræða um
breytingar á stjórnkerfi landsins.
Ræða á breytingar á stjórnarskrá
sem byggjast á því að áfram verði
konungdæmi í landinu.
Í síðustu viku var tilkynnt um
að stjórnvöld ætluðu að auka fé-
lagslegar bætur, m.a. atvinnuleys-
isbætur, framlög til húsnæðismála
og menntamál.
Öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna samþykkti aðfaranótt sunnu-
dags að setja viðskiptabann á
stjórn Gaddafis vegna viðbragða
hennar við uppreisninni í Líbíu.
Bannið felur í sér að óheimilt
verður að selja Líbíu vopn og allar
eignir fjölskyldu Gaddafis verða
frystar með vísan til ákvæða Al-
þjóðastríðsglæpadómstólsins um
glæpi gegn mannkyni.
Gaddafi segist hins vegar ekk-
ert mark taka á ályktun örygg-
isráðs Sameinuðu þjóðanna.
„Hvernig getur öryggisráðið sam-
þykkt ályktun sem er byggð á
fréttum fjölmiðla. Það er ekki hægt
að sætta sig við þetta og gengur
gegn almennri skynsemi,“ sagði
hann í viðtali við serbneska sjón-
varpsstöð.
Reuters
Líbía Líbískir borgarar ganga framhjá skriðdreka sem stjórnað er af mönnum hliðhollum stjórnarandstæðingum.
Hringurinn þrengist
utan um Gaddafi í Líbíu
Flóttamannavandi í uppsiglingu Viðskiptabann á Líbíu Ofbeldi í Óman
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Leiðtogar talíbana í Afganistan hafa
hafið rannsókn á tveimur nýlegum
árásum, þar sem hátt í fjörutíu al-
mennir borgarar féllu. Segja talib-
anar að árásirnar séu ekki í sam-
ræmi við þær reglur og viðmið sem
hreyfingin hefur sett sér, en sumir
kenna sjálfstæðum og mjög her-
skáum armi hreyfingarinnar um
árásirnar.
Í fréttaskýringu Wall Street Jo-
urnal segir að þessi viðbrögð talib-
ana sýni að þeir skilji jafn vel og
Bandaríkjaher að úrslit stríðsins í
Afganistan muni ekki aðeins ráðast á
orrustuvellinum, heldur einnig af því
hvor aðili nær almenningi á sitt
band.
Árásir náðust á myndband
Óttast talibanar að árásir á al-
menna borgara muni ekki hjálpa
þeim að ná þessu markmiði og því
reyni þeir nú að bæta ímyndina með
því að framkvæma eigin rannsókn og
með því að kenna hinum svokallaða
Haqqani-hóp um ódæðin.
Hinn nítjánda febrúar gekk talib-
ani, klæddur í lögreglubúning, um og
skaut fólk til bana með herriffli og
degi síðar féllu að minnsta kosti
þrjátíu almennir borgarar fyrir utan
opinbera byggingu í N-Afganistan í
sjálfsmorðssprengjuárás.
Talibanar lýstu árásunum á hend-
ur strax og þær höfðu verið gerðar,
en myndbönd af þeim voru síðar
sýnd í sjónvarpi og hafa vakið hörð
viðbrögð. Er það ekki síst vegna
myndbandanna sem talibanar hafa
verið að draga í land með ábyrgð
sína á árásunum og segja nú að þær
hafi fallið utan verklagsreglna sinna.
Talibanar takast á
við ímyndarvanda
Tugir óbreyttra Afgana létust í skot- og sjálfsmorðsárásum
Reuters
Árás Sprengjuárásir Talíbana hafa skaðað orðspor þeirra meðal Afgana.
Utanrík-
isráðherra
Frakklands, Mic-
hele Alliot-
Marie, tilkynnti í
gær afsögn sína
eftir að hafa sætt
gagnrýni vikum
saman vegna
meintra óeðli-
legra tengsla
hennar við hina föllnu ríkisstjórn
Túnis. Mótmælaaldan í Mið-
Austurlöndum hefur veikt rík-
isstjórn Sarkozys vegna stuðnings
hennar við menn eins og Zine El
Abidine Ben Ali í Túnis og Hosni
Mubarak í Egyptalandi. Þar hefur
Alliot-Marie sætt mestri gagnrýni,
ekki síst eftir að hún bauð fram
stuðning Frakklands við óeirða-
sveitir lögreglu í Túnis í janúar.
Utanríkisráðherra
Frakklands segir
af sér vegna Túnis
Michele
Alliot-Marie
Norður-Kórea hótaði því í gær að
ráðast á bandaríska og suðurkór-
eska hermenn, en ríkin tvö und-
irbúa nú árlegar heræfingar sín-
ar.
Norður-Kórea hótar slíkum
árásum reglulega og einkum í
kringum heræfingar.
Margir taka þó hótanirnar núna
alvarlegar en áður vegna þess hve
samband kóresku ríkjanna
tveggja hefur versnað undanfarin
misseri. Meint árás norðurkóresks
kafbáts á suðurkóreskt herskip
og stórskotaliðsárás á suðurkór-
eska eyju í fyrra eru meðal or-
sakaþátta í þessu versnandi sam-
bandi. bjarni@mbl.is
N-Kórea hótar að
ráðast á S-Kóreu
Kórea S-kóreskir hermenn við heræfingar.
Flokkur forsætis-
ráðherra Írlands,
Micheál Martins,
Fianna Fáil, galt
afhroð í þing-
kosningum um
helgina og í gær-
kvöld leit út fyrir
að flokkurinn
myndi aðeins fá
sautján þingsæti eftir kosning-
arnar, en hafði áður 77 þingsæti.
Sigurvegararnir voru hins vegar
Fine Gael, sem fékk 68 sæti og bætti
við sig 17, og Verkamannaflokk-
urinn sem fékk 35 sæti og bætti við
sig 15 sætum. Leiðtogi Fine Gael,
Enda Kenny, segist ætla að semja á
ný um kjör á 85 milljarða evra láni
sem Írland fékk frá ESB.
bjarni@mbl.is
Umskipti í írskum
stjórnmálum
Íbúar í bænum Nuevo Laredo í
Mexíkó vöknuðu upp við hryllilega
sjón á laugardagsmorgun því eitur-
lyfjaklíkur höfðu komið fyrir fjór-
um afhöfðuðum líkum á torgi í mið-
borginni fyrir allra augum. Nuevo
Laredo er á landamærum Mexíkó
við Bandaríkin þar sem blóðugt
stríð er háð um helstu smyglleiðir
eiturlyfja.
Líkin höfuðlausu lágu á laki á
torginu og á það höfðu verið skrif-
uð skilaboð frá einni eiturlyfjaklíku
til annarrar. Yfir 34.600 manns
hafa fallið í ofbeldi tengdu eitur-
lyfjasmygli síðan í desember 2006,
þegar Felipe Calderon forseti,
Mexíkó, lýsti yfir stríði hersins á
hendur eiturlyfjaklíkum.
Afhöfðuð lík
í Mexíkó
Bretar hyggjast hætta beinni þróun-
araðstoð við 16 lönd, þar á meðal
Rússland, Kína og Írak, samkvæmt
BBC. Í heildina verður alþjóðleg
þróunaraðstoð Breta hins vegar
aukin um þriðjung á kjörtímabilinu.
Haft er eftir þróunarmálaráð-
herranum Andew Mitchell að út-
gjöld vegna málaflokksins verði
héðan af mun markvissari en áður. Í
drögum bresku ríkisstjórnarinnar
að áætlun í þróunarmálum kemur
fram að það sé bæði gott fyrir efna-
hag og öryggi Bretlands að verja fé í
þróunaraðstoð.
Til stendur að gera þróun-
araðstoðina gagnsærri og skilvirk-
ari og leggja sérstaka áherslu á
verkefni sem styðja stúlkur og kon-
ur. Fjármagninu verður beint til
þeirra 27 landa þar sem dauðsföll
vegna barnsburðar og vegna mal-
aríu eru hlutfallslega flest, s.s. Gana
og Afganistans.
Reuters
Óman David Cameron, forsætisráð-
herra Bretlands, við komu til Óman.
Endurskoða
þróunaraðstoð