Morgunblaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
www.noatun.is
Fermingarveislur
Nánari upplýsingar á noatun.is eða í næstu Nóatúns verslun.
1990
KR./MANN
VERÐ FRÁ
AÐEINS
Bókamarkaðurinn í Perlunni er árviss viðburður
og margir landsmenn láta hann helst ekki fram
hjá sér fara. Þar er enda mikið úrval bóka, jafnt
nýlegra sem eldri rita, og ekki skemmir fyrir að
á markaðnum má gera hin bestu kaup. Sumir
eru með ákveðnar bækur í huga og fara á mark-
aðinn í þeim tilgangi að verða sér úti um þær en
margir mæta upp á von og óvon, kanna úrvalið
og draga síðan upp veskið.
Bókamarkaðurinn í Perlunni
Morgunblaðið/Ómar
Fjöldi titla og mikill áhugi
Gísli Baldur Gíslason
gislibaldur@mbl.is
Mikill munur er á þjónustu við
blinda í Reykjavík og í öðrum sveit-
arfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
Nokkrir blindir einstaklingar hafa
sent kvörtun til síns sveitarfélags og
telja að lög séu brotin.
Þórarinn Þórhallsson er einn
þeirra. Hann er með skerta hliðar-
sjón og telst lögblindur. Hann er bú-
settur í Hafnarfirði en er í fullu starfi
í Reykjavík. Þórarinn þarf að njóta
aðstoðar til að komast til og frá
vinnu, því hann þurfti að leggja bíl
sínum þegar sjón hans fór að hraka.
Hann telur sig ekki fá þessa þjón-
ustu frá sveitarfélagi sínu.
Vinnudagur
Þórarins hefst
fyrir klukkan sjö
á morgnana og
stendur yfirleitt
til um fimm á
daginn, en stund-
um lengur. Hann
starfar sem fram-
leiðslustjóri hjá
fyrirtækinu Í ein-
um grænum. Sök-
um þess hversu snemma hann þarf
að fara af stað og hversu seint hann
fer heim, getur hann ekki nýtt sér
hefðbundna ferðaþjónustu fyrir fatl-
aða í bænum sem er í boði frá átta til
fjögur á daginn.
„Það er ekki verið að koma beint
að þörfum einstaklingsins, heldur er
reynt að fella þetta inn í kerfi sem
hugsanlega einhverjir geta sætt sig
við, en aðrir geta alls ekki nýtt sér,“
segir Þórarinn.
Eiga að hafa sama rétt
„Samkvæmt lögum um málefni
fatlaðra eru sveitarfélög skuldbund-
in til að veita slíka þjónustu. Lög-
bundið markmið þessarar þjónustu
er að gera fötluðum kleift að stunda
atvinnu, nám og njóta tómstunda
með sama hætti og ófatlaðir,“ segir
Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmað-
ur Þórarins. „Grunnþjónusta við
fatlaða er ekki valkvæð fyrir viðkom-
andi sveitarfélög. Hér er um að ræða
lögbundinn rétt fatlaðra og skyldu
sveitarfélaga sem þau geta ekki
komið sér undan.“
Í Reykjavík fá blindir sextíu ferðir
með leigubíl á mánuði og nemur
kostnaðurinn af hverri ferð því sama
og strætisvagnafargjald. Í Hafnar-
firði fá blindir átta sambærilegar
ferðir auk hinnar hefðbundnu ferða-
þjónustu fatlaðra á daginn.
„Það er ótrúlegt að málefni fatl-
aðra á höfuðborgarsvæðinu skuli
ekki vera samræmd hjá sveitarfélög-
unum. Það á ekki að skipta máli
hvorum megin við Fossvoginn þú
býrð,“ segir Þórarinn. Hann er þó
bjartsýnn. „Ég vonast til þess að fá
jákvæða niðurstöðu og að bæjar-
félagið sýni þessu skilning og miði
við mínar þarfir. Ég vænti þess.“
Kemst ekki í vinnu á réttum tíma
Blindir njóta mun verri þjónustu í Hafnarfirði og Kópavogi en í Reykjavík Sinna fullu starfi en
komast ekki til og frá vinnu Mannréttinda- og lögbrot af hálfu sveitarfélaganna, segir lögmaður
Páll Rúnar M.
Kristjánsson
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
„Fólkið okkar í Krýsuvík er vant
svona jarðskjálftum. Jörðin hefur
verið að hristast þarna annað slagið
í gegnum tíðina. Ég hef verið í sam-
bandi við það og það hafa ekki kom-
ið upp nein vandamál vegna þessara
skjálfta núna,“ segir Lovísa Christi-
ansen, forstöðumaður meðferðar-
heimilisins í Krýsuvík, en þar skalf
jörðin ítrekað um helgina..
Stór jarðskjálfti, 4,2 á stærð,
fannst vel víða um höfuðborgar-
svæðið og víðar um klukkan hálfsex
í gær. Skjálftinn átti upptök sín við
Kleifarvatn en þar skalf jörð í allan
gærdag. Skjálftinn var ívið stærri
en skjálftinn sem varð í gærmorgun
en sá mældist þá um fjögur stig.
Upptök skjálftans voru á svipuðum
slóðum, rúmlega þrjá kílómetra
norð-norðaustur af Krýsuvík.
Skjálftavirkni var þar mikil framan
af degi en upp úr hálfþrjú tók að
draga mjög úr henni að sögn Veð-
urstofunnar og átti skjálftavaktin
allt eins von á því að virknin væri að
deyja út þar til kippurinn kom síð-
degis í gær.
Tekið með stóískri ró
Lovísa segir að allt hafi hrist og
skolfið á meðferðarheimilinu en
skjólstæðingar þess hafi þó ekki
orðið hræddari vegna þess en áður.
Aðspurð hvort eitthvert tjón hafi
orðið á húsnæði heimilisins vegna
skjálftanna nú segist Lovísa ekki
vita til þess. „Húsið er byggt til þess
að þola mjög sterka skjálfta. Það er
þó sprungið á tveimur stöðum eftir
fyrri skjálfta, fyrst árið 2000 og síð-
an nokkrum árum síðar. En það er
allt í ferli hjá Viðlagasjóði.“
Jarðskjálftar fundust vel
á höfuðborgarsvæðinu
Vistmenn í
Krýsuvík taka
lífinu með ró
Morgunblaðið/Eyþór
Skjálfti Kraftur er í iðrum jarðar í
Krýsuvík og við Kleifarvatn.
Beiðni um aðstoð
barst stjórnstöð
Landhelgisgæsl-
unnar í gær-
kvöldi frá græn-
lensku
nótaveiðiskipi
vegna skipverja
sem fallið hafði
útbyrðis. Beiðnin
barst um níuleyt-
ið, en skipið var
þá statt suður af Malarrifi á Snæ-
fellsnesi. Þyrla Landhelgisgæsl-
unnar fór í loftið um hálftíma síðar
og sótti manninn. Þyrlan lenti síðan
í Reykjavík um klukkan tíu og var
manninum komið undir lækn-
ishendur. Ekki liggur fyrir hver líð-
an mannsins er.
Maður féll útbyrðis
af grænlensku
nótaveiðiskipi
Lítið einbýlishús í Hveragerði er að
líkindum ónýtt eftir að eldur kom
upp í því. Húsráðandi, kona, fór að
heiman í gær og þegar hún sneri
aftur sá hún að allar rúður hússins
voru svartar að innan. Hún afréð að
hringja í neyðarlínu og hætti sér
ekki inn. Talið er ljóst að eldurinn
hafi kviknað út frá eldavélarhellu
sem húsráðanda láðist að slökkva á.
Einbýlishús ónýtt
eftir eldsvoða
Blindrafélagið lagði í janúar
fram stjórnsýslukæru til úr-
skurðarnefndar velferðarráðu-
neytisins vegna meintra brota
Kópavogsbæjar á rétti drengs
til ferðaþjónustu. Að sögn Páls
Rúnars, lögmanns Blindra-
félagsins, hefur enn ekkert svar
borist vegna kærunnar.
Svar ekki
enn borist
STJÓRNSÝSLUKÆRA