Morgunblaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 25
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2011
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Sigríður Soffía Níelsdóttir er höf-
undur dansverksins White for
Decay sem frumsýnt verður í Borg-
arleikhúsinu föstudaginn 4. mars.
Verkið er samastarfsverkefni henn-
ar og Íslenska dansflokksins. „Upp-
haflega gerði ég dúettverk en mig
langaði til að vinna það verk áfram
og fékk styrk frá Þjóðleikhúsinu til
að gera verkið í fullri lengd,“ segir
Sigríður Soffía. „Í framhaldi fór ég í
samstarf við Íslenska dansflokkinn
og vann verkið með fjórum karl-
dönsurum flokksins og dansa sjálf í
því. Við höfum farið víða í hug-
myndavinnu.“
Að leikhúsgera sirkusinn
Í verkinu mætast nútímadans og
sirkuslistir, en Sigríður Soffía var á
sínum tíma í sirkusskóla í Brussel.
„Ég þekkti strák sem var í þessum
skóla og hann kenndi mér alls kyns
listir. Þessi belgíski sirkusskóli dró
mjög úr því að taka við skiptinem-
um eftir að tveir skiptinemar fóru
úr hnélið og einn úr axlarlið. En ég
fékk skólavist og var í mjög strangri
þjálfun áður en ég fór út svo að ég
myndi ráða við þetta því námið í
þessum skóla er ekkert grín. Ég
prófaði mismunandi sirkusgreinar í
skólanum, valdi síðan sérgrein sem
var að vinna í handstöðum. Ég valdi
þá grein því hún tengist beint inn í
dansinn. Handstöður eru mikil ná-
kvæmnisvinna, gífurlega seinlærð
en mjög góð fyrir margt annað í
dansinum. Ég vilji velja mér erfið
atriði til að læra og ég prófaði ým-
islegt eins og að ganga á línu og
vinna með tissjú sem eru slæður
sem maður klifrar upp í en þar er
mjög mikilvægt að vera liðugur.
Ég var með úkraínskan hand-
stöðuþjálfara sem talaði enga ensku
og enga frönsku. Við vorum í mjög
frumstæðum samskiptum. Hann sló
létt í mig þegar ég gerði eitthvað
vitlaust. Hann lét mig teygja mjög
mikið til að ég næði ofurliðleika.
Hann hafði áhuga á að sjá hvort ég
gæti gert „contorsion“ sem sýnir of-
urliðleika. Eftir fjögurra tíma þrot-
lausar teygjur hef ég vissulega aldr-
ei verið jafn liðug.
Þetta nám var gríðarlega
skemmtilegt en erfitt. Mig langaði
svo til að koma nýja sirkusnum inn í
þetta nýja verk mitt og nota eitt-
hvað af þeim trixum sem ég lærði
úti.“
Hvað er nýi sirkusinn?
„Nýi sirkusinn byggist á því að
leikhúsgera sirkusinn. Þannig verð-
ur þetta ekki eins og í sirkus, að
maður sýni sitt atriði og það sé
klappað strax eftir það, heldur er
mjög erfiðum líkamlegum hlutum
blandað inn í dansinn. Þannig er
ekki hægt að segja: Já, þetta er
sirkus, heldur er orðinn til dans sem
er líkamlega erfiður. Það tekur oft
nokkur ár fyrir sirkusfólk að full-
komna atriði. Dansarar geta ekki
leyft sér að vera nokkur ár að læra
líkamlega erfitt atriði en það eru
alls kyns litlir og flottir hlutir sem
ég sá og lærði úti. Mig langaði til að
láta á það reynda hvort ég og srák-
arnir í Íslenska dansflokknum gæt-
um gert eitthvað af þessu þótt við
séum ekki faglærðir sirkusmenn.
Strákarnir hafa verið mjög öflugir
og við erum búin að prófa ýmislegt
spennandi.“
Er ekki svo mikið líkamlegt erfiði
í þessum dansi að þú getur ekki
dansað hann eftir ákveðinn aldur?
„Ég hélt að það væri þannig en
svo fer þetta eftir því hvernig mað-
ur hugsar um sig og heldur sér í
formi og hvort maður er heppinn
eða óheppinn. Þetta er krefjandi en
ótrúlega heillandi.“
Hamlar þér ekkert sem dansara
og danshöfundi að búa á Íslandi,
væru tækifærin ekki fleiri ef þú
byggir í útlöndum?
„Í útlöndum er dansheimurinn
stærri en þar er líka meiri sam-
keppni. En það er orðið svo algengt
að dansarar vinni í hinum ýmsu
löndum, sérstaklega í stærri upp-
setningum. Í Belgíu sækja menn til
dæmis dansarara til Japans og ná
kannski í einn kvenskörung frá Ís-
landi. Ég held að það geti hjálpað í
vinnu eins og þessari að hafa sterk-
an persónuleika og vera bara
skrýtni Íslendingurinn.“
Endalausar hugmyndir
Sigríður Soffía er afskastamikil í
list sinni og hefur náð miklum ár-
angri. Hún er meðal annars höf-
undur dans-sirkusverksins Color-
blind sem hún gerði fyrir Silesian
Dance Theatre í Póllandi en verkið
var sýnt víða í Póllandi og síðan í
Tjarnarbíói. Hún hefur einnig samið
verk með dansfélaginu Krumma.
Hún gerir einnig stuttmyndir.
Fyrsta stuttmyndin hennar var
Uniform Sierra sem er búið að sýna
á fimmtán stuttmyndahátíðum.
Myndin var sýnd á Real Dance-
tvíæringnum, sem er stærsta stutt-
myndahátíð í Ástralíu, og var eftir
það sýnd í ellefu stærstu borgum
Ástralíu. Hún var valin besta stutt-
myndin á hátíð í Bilbao. Á síðasta
ári var svo stuttmynd Sigríðar
Soffíu, Children of Eve. frumsýnd í
Bilbao. Sigríður Soffía segist vera
komin með drög að næstu stutt-
mynd og er hálfnuð með handritið.
Sem danshöfundur og stutt-
myndahöfundur, þarftu ekki alltaf
að finna upp á einhverju nýju eða
hefurðu ótakmarkað ímyndunarafl?
„Ég vona að ímyndunaraflið sé
ótakmarkað. Hugmyndir eru alla-
vega alltaf að fæðast. Eitt af því
skemmtilega við að vera danshöf-
undur er að þótt maður sé alltaf að
vinna með hreyfingu er starfið mjög
fjölbreytilegt.“
Morgunblaðið/Kristinn
Sigríður Soffía Þannig verður þetta ekki eins og í sirkus, að maður geri sitt atriði og það sé klappað strax eftir það, heldur er mjög erfiðum líkamlegum hlutum blandað inn í dansinn.
Gott að vera skrýtni Íslendingurinn
Sigríður Soffía Níelsdóttir er höfundur nýs dansverks Í verkinu mætast nútímadans og
sirkuslistir Höfundurinn var á sínum tíma í sirkusskóla í Brussel Vinnur að stuttmynd
Dans og sirkus Sigríður Soffía ásamt dönsurum á æfingu.
Auk sýningarinnar White for
Decay eftir Sigríði Soffíu verða
tvö önnur dansverk frumsýnd á
nýja sviði Borgarleikhússins
föstudaginn 4. mars. Annað er
Grossstadtsafari eftir Jo Ström-
gren sem lýst er sem kraftmiklu
dansverki sem geri miklar kröfur
til dansaranna. Hitt er Heilabrot
eftir Brian Gerke og Steinunni
Ketilsdóttur sem er ærslafullur
kabaratt með dökku ívafi.
Danssýningarnar þrjár eru
sýndar undir heitinu Sinnum
þrír.
Sinnum þrír
DANSSÝNING