Morgunblaðið - 16.04.2011, Blaðsíða 11
á morgunverðar- og hádegisfundum. Enda er
sá drykkur sagður afar hentugur ef fólk hefur
drukkið aðeins of mikið af einhverju öðru
kvöldið áður.
Nokkur símanúmer á
kvöldi
Stefán Bjartur segir að
sér líki vel að starfa sem bar-
þjónn og hann haldi alveg ró
sinni á bak við barinn þó
að ösin sé mikil. Oftast segir
hann að pantaður sé hjá sér bjór eða
léttvín, eða bara romm í kók. Það komi þó líka
fyrir að fólk panti sér kokteila. Mér leikur for-
vitni á að vita hvort barþjónar séu ekki eft-
irsóttir og fái mörg símanúmer á kvöldi? Stef-
án Bjartur getur ekki neitað því og játar af
hógværð að nokkur kvenhylli fylgi starfinu.
irmanns míns um leið og ég færi honum drykk
í byrjun dags.
Stelpurnar vilja þá sæta
Stefán Bjartur Runólfsson, bar-
þjónn á Boston, hefur fallist á að
kenna mér réttu handtökin við
kokteilgerðina. Fyrst er að
finna til allt sem til þarf og
skera niður sítrónu til að
skreyta. Svo er að mæla
áfengið og hrista síðan
allt vel saman með klaka
í alvörukokteilhristara.
Stefán Bjartur hefur ekki
blandað The Suit áður en
eftir að hafa smakkað er-
um við sammála um að sá
drykkur sé meira fyrir
herramennina. Enda er hann
fremur beiskur og Stefán
Bjartur segir að yfirleitt velji
stelpurnar sætari drykki þar sem
sætan dragi úr eða feli áfengisbragðið.
Enda er Manhattan miklu frekar að mínu
skapi. Fallega rauðbleikur með sætum keim af
trönuberjasafa og Grenadine sem Stefán
Bjartur bætir út í drykkinn til að gefa honum
enn fallegri lit. Þessi minnir óneitanlega á
Cosmopolitan sem er einn af mínum uppá-
haldsdrykkjum. Það er líka viskí í Manhattan
en bragðið af því finnst mun minna en í hinum
drykknum. Kokteilar með viskíi voru nokkuð
vinsælir á sjöunda áratugnum eins og t.d.
Whiskey Sour og Old Fashioned en kapparnir
í Mad Men drekka líka óspart af Bloody Mary
Hrist en ekki hrært Stefán Bjartur fylgist með að
blaðamaður beri sig rétt að við hristinginn.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2011
Góðar fréttir fyrir kattavini með
nefrennsli! Fyrstu niðurstöður
prófana á bóluefni við kattaofnæmi
sýnir að það dregur úr einkennum
um 40%, án aukaverkana. Til að fá
samsvarandi áhrif af bestu frjó-
kornalyfjunum sem til eru í dag
þarf að meðhöndla sjúklinginn í
þrjá mánuði.
Vísindamennirnir við McMaster-
háskólann í Ontario í Kanada, sem
standa að bóluefninu hafa ein-
angrað próteinið
sem vekur við-
brögð í ónæm-
iskerfinu og
búið til eft-
irlíkingu af
því. Eftirlík-
ingin er síð-
an notuð í
blöndu
sem á að
venja
ónæm-
iskerfið
svo það
hætti að
bregðast
við katt-
arhárum sem skað-
valdi.
Verið er að prófa bóluefnið
áfram í nokkrum stórum klínískum
rannsóknum til að finna út hvaða
skammtar af því eru heppilegir, áð-
ur en hægt er að setja efnið á
markað.
Heilsa
Morgunblaðið/G.Rúnar
Strokur Með nýja bóluefninu ættu
fleiri að geta klappað kisa.
Bóluefni gegn
kattaofnæmi
vekur vonir
Nú er lag að bregða sér í Hugleik-
húsið á morgun, sunnudag, kl. 20
og sjá leiksýninguna Einkamál.is
sem Leikfélagið Hugleikur frum-
sýndi í gær. Leikritið Einkamál.is er
dramatískur fjölskyldugamanleikur
um samtímafjölskyldu í heima-
tilbúnum vanda. Hvað gerir barn-
elskur karl þegar hann kemst að því
að einkasonur hans og tengdadóttir
hafa ákveðið að eignast ekki börn?
Hann tekur málið auðvitað í sínar
hendur. Svo segir í tilkynningu frá
leikfélaginu og hægt er að panta
sér miða á slóðinni: www.hugleik-
ur.is.
Endilega …
… sjáið
Einkamál.is
Hugleikur Einkamál geta verið flókin.
Manhattan
Þessi drykkur er dömulegur og eins konar
Cosmo frændi, má segja. Hann skal bera fram í al-
vöru kokteilglasi eins og því sem hér sést á mynd.
4 cl amerískt eða kanadískt viskí
2 cl rauður vermouth
Skvetta af Angostura bitter,
þessu má skipta út fyrir Triple sec
Fyllt upp með trönuberja- eða kirsuberjasafa
og hrist vel saman með klaka.
The Suit
Þessi er tilvalinn handa herramanninum eftir
langan dag. Hann rífur í og best að sturta honum
ekki í sig heldur dreypa frekar á honum. Gam-
aldags vatnsglas eða viskíglas passar full-
komlega undir þennan drykk.
4 cl amerískt eða kanadískt viskí
1 sykurmoli
skvetta af Angostura eða
öðrum bitter
1 teskeið af vatni
Hrist vel saman með
klaka og skreytt með sí-
trónusneið.
Manhattan fyrir dömuna og
jakkaföt handa herranum
UPPSKRIFTIR
Kokteilblanda Þegar búið er að hrista allt saman með
klaka er drykknum hellt í viðeigandi glas.
Skál The Suit er nokkuð sterkur
viskíblandaður drykkur.
Umfelgun
2.990frá kr.