Morgunblaðið - 16.04.2011, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.04.2011, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2011 ✝ Erla HuldaValdimars- dóttir fæddist 12.4. 1923 í Reykjavík. Hún lést hinn 9.4. 2011 í Borgarnesi. Foreldrar Erlu Huldu voru Inga Ei- ríksdóttir og Valdi- mar Hersir. Systk- ini samfeðra: Gunnar Hersir. Systkini sam- mæðra: Sesselja Davíðsdóttir, d. 2000, og Eiríkur Kúld Davíðsson. Erla ólst upp með móður sinni og Davíð Sigurðssyni stjúpa sín- um, lengst af í Miklaholti í 1998. Þau eignuðust fjögur börn. 3) Helgi Óskar, f. 23.7. 1945. 4) Sesselja Hulda, f. 6.9. 1946. Fyrri maður hennar var Lárus Þórð- arson. Þau eignuðust tvö börn. Seinni maður Sesselju er Björg- vin B. Svavarsson. 5) Steinunn Guðrún, f. 3.11. 1947. Maður hennar er Jón Atli Jónsson. Þau eiga þrjú börn. 6) Jenný, f. 16.11. 1949. Maður hennar er Hall- steinn Haraldsson. Þau eiga fimm börn. 7) Guðríður, f. 15.7. 1954. Maður hennar er Stefán Þorsteinsson. Þau eiga þrjá syni. 8) Magnús, f. 28.5. 1956. Fyrri kona hans var Björk Sigurð- ardóttir. Þau eiga fjögur börn. Seinni kona Magnúsar er Litany Guno. 9) Erla Jóna, f. 21.7. 1958. Hún á tvö börn. Maður hennar er Ómar Bjarki Hauksson. Útför Erlu verður gerð frá Borgarneskirkju í dag, 16. apríl 2011, og hefst athöfnin kl. 15. Hraunhreppi á Mýrum. Erla giftist Guðjóni Magn- ússyni, f. 15.8. 1913, d. 15.8. 2000, í Hrútsholti árið 1943. Þau bjuggu í Hrútsholti alla sína starfsævi, en sein- ustu árin dvöldu þau í Borgarnesi. Þau eignuðust níu börn: 1) Anna, f. 21.6. 1942, d. 25.11. 2010. Maður hennar Jónas Jónasson. Þau eignuðust þrjú börn. 2) Inga, f. 26.6. 1943. Maður hennar var Halldór Ásgrímsson, d. 6.10 Nú hefur elskuleg amma mín kvatt þetta líf eftir langa og far- sæla ævi. Mínar fyrstu minning- ar um ömmu eru tengdar sólrík- um sumardögum í Hrútsholti og heimsóknum þangað. Oft var fjöl- mennt í litla íbúðarhúsinu þar sem amma og afi ólu upp sín börn og eyddu starfsævinni. Það eru ekki mörg ár sem skilja mig og yngstu systkini móður minnar að í aldri. Ég leit mikið upp til þeirra og fannst að ekki væri til miklu gáfaðra og merkilegra fólk, það var a.m.k. vissara að geta svarað þeim nokkuð fullum hálsi ef mað- ur ætlaði eitthvað að hafa skoðun á hlutunum. Það gat verið fjör- legt að hlusta á þau ræða málin þegar ég var í heimsókn, oft hálf- gerðar kappræður, og amma hló bara góðlátlega að hávaðanum í þeim. Amma var brosmild og ljúf kona og hafði góða nærveru. Ég held ég hafi aldrei séð hana skipta skapi. Skoðanalaus var hún hins vegar ekki og hafði skoðun á málefnum en lagði það ekki í vana sinn að tala illa um neinn. Hún flíkaði hins vegar ekki tilfinningum sínum og hóg- værð og prúðmennska einkenndu allt hennar fas. Amma var ein af þessum ótrúlega duglegu ís- lensku konum sem ólu upp sín börn í sveitinni án þess að mikið af nútímatækni nyti við en amma og afi eignuðust níu börn á sextán árum. Afkomendahópur ömmu og afa er stór, barnabörnin 26 að tölu og barnabarnabörn fjöl- mörg, afkomendur í heild komnir vel á níunda tuginn. Amma var ánægð með sitt hlutskipti og ég heyrði hana aldrei kvarta eða tala um að eitthvað væri erfitt. Henni fannst gaman að rækta og átti lít- inn garð í hallanum neðan við húsið í Hrútsholti. Ég kom oft við hjá henni þegar farið var vestur að Minni Borg þegar foreldrar mínir bjuggu þar ennþá og oft gaf amma mér græðlinga fyrir garðinn minn eða gaf mér góð ráð í ræktuninni. Amma var mikil listakona í höndunum. Eftir hana liggur fal- legt handverk sem hún gaf fólk- inu sínu. Sérstaklega var vinsælt að fá útprjónaða fingravettlinga frá ömmu. Síðustu æviár sín bjó amma mín í Borgarnesi og naut þess að börnin hennar sýndu henni ein- staka umhyggju og alúð. Þau voru vakin og sofin yfir velferð hennar og sýnir það best að svo uppsker hver sem hann sáir. Síð- ustu mánuðir voru ömmu erfiðir. Hún missti Önnu dóttur sína í nóvember sl. og heilsu hennar hrakaði hratt nú síðustu vikurn- ar. Ég er óendanlega þakklát fyr- ir að hafa átt hana Erlu ömmu. Hún var mér mikil fyrirmynd í mörgu og hennar er sárt saknað. Elsku amma mín hafðu þökk fyrir allt. Helga Halldórsdóttir. Takk elsku amma Erla fyrir allar þær stundir sem við áttum saman í Hrútsholti, Ánahlíðinni og á Dvaló. Ég vona að þú vitir hversu lán- söm ég var að fá að eiga þig sem ömmu. Ég sem var í raun ekkert skyld þér nema með ást. En fyrir að hafa átt þig að þakka ég Guðríði og Erlu Jónu, sem alltaf hafa átt mig, hugsað um mig og elskað mig, og þess vegna varstu amma mín. Góðmennska þín og hlýja eru ótrúleg, að hafa hleypt mér að þér og alltaf dekrað mig, t.d. þeg- ar þú prjónaðir þína frægu vett- linga með rósinni en hafðir þá með belg því það fannst mér betra. Bergur, Arnar og Hanna fengu öll pínulitla vettlinga þegar þau voru lítil og svo komu nýjar stærðir með aldrinum. Alveg gerðir þú snilld þegar þú prjónaðir svo grifflur sem þeir hjóluðu með út um allt á sumrin og fengu mikla athygli fyrir og voru alsælir að segja að amma Erla hefði gert þetta. Alltaf var gott að koma til þín á Dvaló og börnunum fannst gaman að koma, skoða dótið þitt og kirkj- una sem þú gerðir sjálf ásamt púðunum með dýramyndunum og oft fengu þau gotterí í gogginn og fóru alsæl heim. Þrátt fyrir veikindin sastu í stólnum þínum góða, hlustaðir á sögur og prjón- aðir og nýju fingravettlingana mína mun ég geyma eins og gull. Takk fyrir allt og að hafa hleypt mér í faðminn þinn og gef- ið mér og fjölskyldu minni hlýju þína og ást. Ég trúi að nú sértu komin á góðan stað og að þar líði þér vel, örugglega með prjóna við hönd. Ég votta öllum fjölskyldum ömmu Erlu innilega samúð. Knús og kossar, Ég valdi þessa bæn því hún minnir mig á góðar ömmur. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Kristín Amelía og fjölskylda. Erla Hulda Valdimarsdóttir Steinn Þ. Steinsson ✝ Steinn Þ.Steinsson, fyrrverandi hér- aðsdýralæknir, fæddist í Reykjavík 4. febrúar 1931. Hann lést hinn 24. ágúst 2010, 79 ára að aldri. Útför Steins Þ. Steinssonar fór fram frá Fossvogskirkju 1. september 2010. Meira: mbl.is/minningar Glæsilegar sumarhúsalóðir! Til sölu einstaklega fallegar lóðir á einum vinsælasta stað landsins við Ytri-Rangá. Aðeins 100 km frá Reykjavík. Kjarri vaxið hraun, mikil veðursæld og fallegt útsýni. Uppl. á www.fjallaland.is og í síma 8935046 eða leirubakki@leirubakki.is Byggingavörur Hanna og smíða stiga Fást á ýmsum byggingarstigum. Sérlausnir í þrengslum. 25 ára reynsla. Uppl. í síma 894 0431. Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Bílar Til sölu Toyota Land Cruiser 90 disel árg. 2002. Sjálfskiptur, leður, dráttarbeisli, ný skoðaður, ek. 140þ. Verð 2,6 uppl. S 664 8363. Landcruiser frúarbíll Einstaklega gott eintak, dísel, nýskr. 12.2003, ek. 109 þús. 35" breyting, einn eigandi. Verð 4.070 þús. Uppl. s: 894-1298. NISSAN PATROL ÁRG. '07, EK. 45.000 KM. Í mjög góðu standi með öllum aukabúnaði. Diesel. Stóra 35" breytingin frá Artic Trucks. Verð kr. 5,2 m. Uppl. í síma 772 9927. Hyundai Starex 4x4 dísel árg. 2003 Til sölu Hyundai Starex 4x4 dísel, árg. 2003, stærri vélin, ek. 132 þ. Vel með farinn, 7 manna, frábær fjölskyldubíll, dráttarbeisli, nýskoðaður. Verð 1490 þús. Uppl. í síma 664 8363. SKODA ÁRG. '04, EK. 140 Þ. KM Skoda Octavia vRS 2004. Rauður, beinskiptur, bensín, 1800cc Turbo, 180hp. Keyrður 140.000 km. Nýbúið að skipta um háspennukefli, öll 4 og ný kerti eru í honum. Einnig er nýr pústskynjari, fremri og nýtt púst. Er með fulla skoðun fram á næsta ár. Óska eftir tilboðum. Frekari upplýs- ingar fást í síma 694-2624, Siggi. Hummer H2 Glæsilegur Hummer H2 árgerð 2003 á góðu verði til sölu. Bíllinn er í góðu standi með sjónvarpsskjá, topplúgu og fleira, ekinn liðlega 100 þús. km. Ný 37 tommu Goodrich dekk. Upplýsingar í símum 898 1014 og 896 1012 Hobby/Ford t 650 flc. Nýskr. 5/2008, ek. 11 þ. km, dísel, 6 gírar. Ásett verð 10.990.000. Rnr. 138615. Mjög vel útbúinn bíll – einn eigandi – markisa – sólarsella – bakkmyndavél – fluttur inn nýr af um- boðinu o.fl. o.fl. Algjör moli. Toyota Selfossi Fossnes 4 - 800 Selfoss Sími: 480-8000. http://www.toyotaselfossi.is Framleiðum sumarhús, gestahús og ferðaþjónustuhús Ýmsar stærðir og gerðir eftir óskum kaupenda. Vönduð vinna, góð verð. Nánari upplýsingar í síma 899 2802 eða smidafedgar@gmail.com. Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Bílaþjónusta                      ! "       #                            !  !!      ! Hjólbarðar Til sölu 33 dekk fyrir 15" felgur Hálfslitin. Verð ca. 50.000. S. 893-5201. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, 4WD. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason BMW 116i. 8921451/5574975. Visa/Euro. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '11. 8924449/5572940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð CC.BÍLALEIGA S: 8612319 Fellihýsi Starcraft 9 feta, 2007 módel Notað mjög lítið. Fylgir með ferða- klósett, Isabella fortjald, aukaskápar og margt fleira. Verð: Tilboð. Áhvílandi smá lán sem er hægt að yfirtaka. Víðir – 615 4223. Húsviðhald Þak og utanhússklæðningar, gler og gluggaskipti. og allt húsaviðhald Ragnar V Sigurðsson ehf Sími 892 8647. Bílar aukahlutir Plexiform og bólstrun, Dugguvogi 11, 104 Leður, tau eða leðurlíki. Viðgerðir á sæ-um farartækja. Fartölvustandar á mælaborð bíla og skrifborðið, blaða- standar, allar stærðir, póstkassar, til á lager. Sími 555 3344. Einkamál 2 hringir töpuðust Tveir hringir, annar með 3 steinum, töpuðust við greiðsluvél Bílastæða- húss Hverfisgötu, Traðarkoti, þriðju- daginn 5. apríl sl. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 553 3683 eða 895 5422. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Sumarhús Sumarbústaðalóðir Eignarlönd til sölu í landi Kílhrauns á Skeiðum, 75 km frá Rvk. í stærðunum 0,5 ha. til 1,1 ha. Hentar vel til gróðursetningar og er með fallega fjallasýn, kalt vatn, síma og þriggja fasa rafmagn að lóðarmörkum, til afhendingar strax, hagstætt verð og góð kjör. Verið velkomin. Hlynur í síma 824 3040. www.kilhraunlodir.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.