Morgunblaðið - 16.04.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.04.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2011 Guðbjartur Hannesson velferðar- ráðherra og Gissur Pétursson, for- stjóri Vinnumálastofnunar, kynntu í gær átaksverkefni til að fjölga störf- um á vegum stofnana ríkisins og sveitarfélaga fyrir námsmenn og at- vinnuleitendur í júní og júlí. Um 900 störf verða auglýst í sérstöku aug- lýsingablaði sem dreift verður nú um helgina. Upplýsingar um störfin verða á heimasíðum sveitarfélaga sem taka þátt í verkefninu og á síðu Vinnumálastofnunar, vmst.is. Efnt var til sambærilegs átaks síð- astliðið sumar sem þótti takast afar vel, um 900 námsmenn og atvinnu- leitendur fengu þá sumarstörf, að því er segir í fréttatilkynningu. Sem dæmi um störf núna má nefna aðstoð við uppbyggingu náms í blaða- og fréttamennsku við Fé- lagsvísindasvið Háskóla Íslands og rannsóknarvinnu til að kanna áhrif sjóstangaveiðiferðamennsku á Vest- fjörðum á vegum verkfræði- og nátt- úruvísindasviðs HÍ. Rannsóknir á exemi Einnig vinnu við átaksverkefni í uppbyggingu gæðahandbókar og skönnun á heilbrigðisupplýsingum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis- ins, vinnu við viðhorfskönnun á Hornafirði um nýsköpunarsetur á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Ís- lands, vinnu við rannsóknir á sum- arexemi í hestum á vegum Tilrauna- stöðvarinnar á Keldum, aðstoð við átak í eflingu og markaðssetningu á náms- og starfstengdum úrræðum fyrir atvinnuleitendur á vegum Vinnumálastofnunar og aðstoð við skipulag friðlýstra fornleifa í Hús- hólma á vegum Fornleifaverndar ríkisins. Á vegum stofnana ríkisins verða um 500 störf í boði en um 400 á veg- um sveitarfélaga. Skilyrði fyrir ráðn- ingu námsmanna er að þeir séu á milli anna í námi en atvinnuleitendur þurfa að vera á skrá Vinnumála- stofnunar með staðfestan bótarétt. Opnað verður fyrir umsóknir í dag og umsóknarfrestur er til 8. maí. Til verkefnisins renna 250 millj- ónir kr. frá Atvinnuleysistrygginga- sjóði auk 106 milljóna úr ríkissjóði. Mótframlagi ríkisins er ætlað að mæta viðbótarkostnaði stofnana þess svo unnt sé að greiða laun sam- kvæmt kjarasamningum en sveitar- félögin munu sjálf standa straum af þessum viðbótarkostnaði. kjon@mbl.is Um 900 sumarstörf á vegum opinberra aðila Störf Guðbjartur Hannesson og Gissur Pétursson kynna átakið í gær.  Sams konar átaksverkefni þótti takast vel í fyrra Liður í aðgerðum » Störfin sem boðin verða eru liður í vinnumarkaðsaðgerðum á vegum Vinnumálastofnunar samkvæmt lögum um atvinnu- leysistryggingar og vinnumark- aðsaðgerðir. » Þau henta bæði konum og körlum og öllum umsóknum verður svarað. Launakjör fara eftir kjarasamningum viðkom- andi stéttarfélaga. Lónið við Árbæjarstíflu er nú tómt en starfsmenn Orkuveitu Reykja- víkur byrjuðu að hleypa niður úr lóninu á fimmtudag. Nú munu grasbalar, tré og runnar sem hafa verið í kafi í allan vetur taka við sér og grænka, að því gefnu að vet- urinn losi um sitt kalda krumlutak. Fuglar virtust þegar byrjaðir að leita sér að hentugum varpstað í gær. Vatnið í lóninu hefur knúið Raf- stöðina í Elliðaárdal í um 90 ár en á því varð reyndar hlé í vetur. Að- fallsrör stöðvarinnar reyndist skemmt og ákveðið var að skrúfa fyrir það. Fyrir nokkrum árum brast rörið með tilheyrandi flóði og landsskemmdum og vildi Orkuveit- an fyrir alla muni koma í veg fyrir að slíkt endurtæki sig. Orri Vigfússon, formaður NASF, Verndarráðs villtra laxastofna, vill að úr því að raforkuframleiðslu hefur verið hætt verði stíflan opn- uð á tveimur stöðum þannig að vatnið flæði óhindrað niður dalinn. Þannig muni færast nýr kraftur í lífríki ánna og laxastofn hennar. Samkvæmt upplýsingum frá Orku- veitu Reykjavíkur hefur ekkert verið ákveðið í þessum efnum, eina ákvörðunin sem hafi verið tekin hafi verið að loka fyrir aðfallsrörið í haust. Enn er eftir að taka ákvörðun um hvort gert verður við það og hvort raforkuframleiðsla hefst á nýjan leik. Meðal þeirra sem munu sýta lok- un Rafstöðvarinnar eru straumkajakræðrar sem hafa notað strauminn sem kemur undan Raf- stöðinni til að leika ýmsar kúnstir. Þeir efna á hverju vori til Elliða- árródeós á ánum en það fellur nið- ur að þessu sinni þar sem engin framleiðsla fer nú fram í stöðinni. runarp@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Stífla Ingi Þór Ingason, vélfræðingur hjá OR, opnar fyrir Jenslokann á Ár- bæjarstíflu. Fleiri loka þarf að opna svo lónið geti tæmst. Gróðurinn gægist upp við stífluna Að greinast aftur og aftur og aftur... Að lifa með krabbameini Örráðstefna mánudaginn 18. apríl 2011 kl. 16:30-18:00 í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8. Sími 540 1900 www.krabb.is krabb@krabb.is 16:30-16:35 Ráðstefnan sett. Ragnheiður Haraldsdóttir forstjóri Krabbameinsfélags Íslands. 16:35-16:45 Af hverju er krabbamein sjúkdómur en ekki dauðadómur? Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár. 16:45-17:00 Að reikna með lífinu Gunnhildur Óskarsdóttir lýsir sinni reynslu. 17:00-17:10 Ótuktin Valgeir Skagfjörð og Katla Margrét Þorgeirsdóttir kynna Ótuktina, einleik byggðan á bók Önnu Pálínu Árnadóttur sem fer á svið í Iðnó í lok apríl. 17:10–17:50 Ekki bara að þrauka heldur lifa með krabbameini. Mary Schnack sem greinst hefur 7 sinnum með krabbamein segir frá því hvernig hún hefur sigrað hverja orustuna á fætur annarri. 17:50-18:00 Ráðgjöf, spurningar og svör. Ragnheiður Alfreðsdóttir hjúkrunar- fræðingur segir frá starfi Ráðgjafar- þjónustu Krabbameinsfélagsins, stuðning- shópum félagsins og svæðafélögum. 18:00-18:30 Kaffi og spjall. Sókn í sextíu ár • 1951-2011 Allir velkomnir - Aðgangur ókeypis Laugardagur til lista Í dag milli kl. 12.00 – 17.00 eru verk eftir Hörð Ágústsson, listmálara og fræðimann til sýnis í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19. Upptökur af fyrirlestrum Péturs Ármannssonar og Ólafs Gíslasonar um listamanninn verða sýndar í ráðstefnusal bankans. Sýningin er einnig opin alla virka daga í apríl milli kl. 11.00 – 15.30. Verið velkomin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.