Morgunblaðið - 16.04.2011, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2011
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Ný heildarlög um fjölmiðla voru
samþykkt af Alþingi í gær. Alls
greiddu 30 þingmenn frumvarpinu
atkvæði sitt, 14 gegn því en 19 voru
fjarverandi. Af viðstöddum þing-
mönnum greiddu allir þingmenn
Samfylkingarinnar og Vinstri-
grænna og Hreyfingarinnar, auk
Lilju Mósesdóttur, frumvarpinu at-
kvæði sitt. Fjórir af fimm þingmönn-
um Framsóknarflokksins greiddu
atkvæði með því, en allir þingmenn
Sjálfstæðisflokksins á móti.
Eftir alllanga umfjöllun í mennta-
málanefnd var frumvarpið tekið til
annarrar umræðu síðastliðinn
mánudag. Hún tók skjótt af, en ekki
jafn skjótt og sú þriðja, þegar aðeins
tveir þingmenn kváðu sér hljóðs,
Skúli Helgason, formaður mennta-
málanefndar, og Eva Magnúsdóttir,
varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Snörp orðaskipti á þingi
Við atkvæðagreiðsluna í gær
gerðu nokkrir þingmanna grein fyr-
ir atkvæði sínu, þeirra á meðal Katr-
ín Jakobsdóttir, mennta- og menn-
ingarmálaráðherra, sem sagðist
telja að með setningu laganna væri
tekið skref í rétta átt. Hún væri hins
vegar meðvituð um að í frumvarpinu
væru mörg álitaefni. Sjálfstæðis-
menn gagnrýndu það að í engu væri
tekið á eignarhaldi fjölmiðla eða
stöðu Ríkisútvarpsins á fjölmiðla-
markaði. Boðað hefur verið að lög
um RÚV verði tekin til endurskoð-
unar, að líkindum á haustþingi.
Nefnd á vegum mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytisins vinnur nú
að frumvarpsdrögum.
Vigdís Hauksdóttir, sem kaus
gegn frumvarpinu ein Framsóknar-
manna, sagði mikla andstöðu vera
við frumvarpið í þeirri atvinnugrein
sem það tæki til, og ekki hefði verið
tekið tillit til athugasemda hags-
munaaðila sem menntamálanefnd
fékk til umfjöllunar.
Margar þeirra umsagna sem
nefndinni bárust, einkum frá fjöl-
miðlafyrirtækjunum sjálfum en
einnig Blaðamannafélagi Íslands og
Félagi fjölmiðlakvenna, voru mjög
gagnrýnar á ýmis atriði frumvarps-
ins, en ekki var tekið tillit til þeirra
athugasemda nema að litlu leyti.
Flokkssystir Vigdísar Hauksdótt-
ur, Eygló Harðardóttir, er fulltrúi
flokksins í menntamálanefnd. Hún
stóð að meirihlutaáliti nefndarinnar
á milli fyrstu og annarrar umræðu
og jafnframt að breytingartil-
lögu meirihlutans sem sam-
þykkt var í þinginu. Það
kom því ekki á óvart að
hún greiddi atkvæði með
frumvarpinu. Hún notaði
tækifærið og sagði þá sem
gagnrýndu frumvarpið
gera það af vanþekkingu
og að sjónarmið
þeirra byggðu að
auki á fordóm-
um.
Ný lög um fjölmiðla
samþykkt á Alþingi
Morgunblaðið/Kristinn
Alþingi Þingmenn virtustu áhugalitlir um málið og létu sig margir vanta.
Sigldu þægilega
í gegn þrátt fyrir
gagnrýni fjölmiðla
Mennta- og menningar-
málaráðuneytið hefur svarað
þeirri gagnrýni 365 miðla sem
greint var frá í Morgunblaðinu í
gær og snerist um það að ekki
væri brugðist við tilmælum um
úrbætur í ákvörðun Eftirlits-
stofnunar EFTA (ESA), m.a.
varðandi samkeppnisstöðu
RÚV, í fjölmiðlalögunum sem
Alþingi hefur nú samþykkt.
Í svari ráðuneytisins segir í
mjög stuttu máli að 365 miðl-
ar hafi misskilið efni ákvörð-
unar ESA. Í henni hafi verið að
vísa til sérlaga um Rík-
isútvarpið ohf., en ekki
til heildarlaga um
fjölmiðla.
Sögð byggð
á mistúlkun
GAGNRÝNI 365 MIÐLA
Skúli
Helgason
Becromal á Íslandi segist nú standa
í víðtækum aðgerðum til að bæta
umhverfisvernd við aflþynnuverk-
smiðju sína í Krossanesi við Ak-
ureyri.
Fyrirtækið segir í tilkynningu, að
aðgerðaráætlun hafi verið kynnt fyr-
ir Umhverfisstofnun sem hafi stað-
fest að fyrirtækið hafi bætt úr ann-
mörkum varðandi þætti í starfsleyfi
þess. Becromal hafi áður beðist af-
sökunar á því að hafa ekki fylgt skil-
yrðum starfsleyfisins nægilega vel
eftir. Þá hafi fráfarandi verksmiðju-
stjóri viðurkennt ábyrgð á því að
hafa ekki fylgt kröfum og reglugerð
nægilega vel eftir. Hann hafi nú
hætt störfum fyrir verksmiðjuna.
Fyrirtækið segir að til að koma í
veg fyrir mannleg mistök í framtíð-
inni hafi eftirlitskerfi nú verið upp-
fært yfir í fullkomið sjálfvirkt grein-
ingar- og öryggiskerfi, sem verði að
fullu komið í gagnið í júní. Einnig
hafi fyrirkomulagi við skýrslugerð
og tilkynningar verið breytt og sam-
skipti við yfirvöld aukin.
„Sem stór atvinnurekandi á svæð-
inu viljum við endurheimta það
traust sem fólk og yfirvöld báru til
okkar og styrkja þannig grunninn að
árangursríku samstarfi á Íslandi,“
er haft eftir Luciano Lolli, forstjóra
Becromal Group.
Víðtækar aðgerðir
hjá Becromal
Sjálfvirkt öryggiskerfi sett upp
Gildi - lífeyrissjóður
Sætúni 1
105 Reykjavík
Sími 515 4700
www.gildi.is
gildi@gildi.is
Á R S F U N D U R
Ársfundur Gildis-lífeyrissjóðs verður haldinn á Grand Hótel,
Reykjavík fimmtudaginn 28. apríl kl. 17.00.
Dagskrá fundarins:
1. Venjuleg ársfundarstörf.
2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins.
3. Tillögur um réttindabreytingar.
a. Um hækkun vegna örorkuframlags.
b. Um lækkun vegna tryggingafræðilegrar stöðu.
4. Önnur mál, löglega upp borin.
Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins liggja frammi á
skrifstofu sjóðsins og eru birtar á heimasíðunni,
Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi
og tillögurétti. Sérstakt fulltrúaráð, að jöfnu skipað fulltrúum
stéttarfélaga og samtaka atvinnurekenda sem að sjóðnum
standa, fer með atkvæði á ársfundinum.
Reykjavík 12. apríl 2011,
lífeyrissjóður
Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs.
2 0 11
www.gildi.is