Morgunblaðið - 16.04.2011, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.04.2011, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2011 Ágúst Ólafsson Gissur Páll Gissurarson Hulda Björk Garðarsdóttir Valgerður Guðnadóttir Antonía Hevesi, píanó Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir Leikmynd: Guðrún Öyahals Búningar: Katrín Þorvaldsdóttir Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson PERLUPORTIÐ SPRELLFJÖRUG ÓPERUSKEMMTUN! Í KVÖLD LAUGARDAGINN 16. APRÍL KL. 20 Samkór Kópavogs kemur fram á tvennum tónleikum í Langholts- kirkju á næstu dögum. Þeir fyrri eru á morgun, sunnudag, og hinir síðari á mánudag. Kórinn kemur fram ásamt Kór Menntaskólans við Sund og flytja þeir Stabat Mater við tónlist Karls Jenkins, tónskálds frá Wales. Sinfóníuhljómsveit sem skipuð er kennurum og nemendum í þremur tónlistarskólum á höfuðborgarsvæðinu tekur einnig þátt í flutningnum. Hjörleifur Vals- son er konsertmeistari og ein- söngvarar þær Valgerður Guðna- dóttir og Ágústa Eva Erlendsdóttir. Þetta er þriðja árið í röð sem Samkór Kópavogs flytur verk eftir Karl Jenkins. Áður hefur hann flutt Requiem með Skólakór Kárs- ness, og The Armed Man með Kór Menntaskólans við Sund. Stjórnandi á tónleikunum er Björn Thorarensen. Hvorir tveggja tónleikarnir hefjast klukkan 20. Söngvararnir Samkór Kópavogs. Flytja Sta- bat Mater eftir Jenkins Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Sýningin Koddu verður opnuð á tveimur stöðum í Reykjavík í dag, í Nýlistasafninu við Skúlagötu og í Alliance-húsinu við Grandagarð. Þetta er æði-viðamikil sýning með þátttöku um fjörutíu myndlistar- manna, hönnuða og ljósmyndara, en sýningarstjórar eru þau Hannes Lárusson, Tinna Grétarsdóttir og Ásmundur Ásmundsson. Sýningin er sögð fjalla um „Íslensku leiðina – uppganginn, hrunið og þjóðar- sjálfið“, og Hannes segir hana hafa verið lengi í undirbúningi. „Hugmyndin að þessari sýningu á rætur í Listasafni Árnesinga í Hveragerði árið 2007 en safnstjór- inn bað mig þá að skipuleggja sýn- ingu sem byggðist að einhverju leyti á þjóðlegri fagurfræði, “ segir Hann- es og bætir við að hann hafi strax tekið vel í það og varpað fram grunnhugmyndum sem voru ekkert ósvipaðar því sem gestir á sýn- inguna sjái nú. „Ég vildi tengja saman myndmál og hugmyndafræði; tengja menn- inguna pólitíkinni og sjálfsímynd þjóðarinnar,“ segir hann. Mikil rannsóknarvinna „Þegar sýningin var síðan komin á dagskrá í Hveragerði í fyrra, þá fékk ég þau Ásmund og Tinnu til liðs við mig. Síðan þá höfum við unnið að þessu af fullum krafti. Við unnum mikla rannsóknar- vinnu, hvert í sínu lagi, og hún lá til grundvallar sýningunni. Síðan höf- um við verið samstiga. Þetta er að mestu leyti sameiginleg sýningar- stjórn, í rannsóknum og framsetn- ingu,“ segir Hannes. Sýningin er greinilega viðamikil því að Nýlistasafnið dugir ekki til, heldur er líka dreift úr henni í sölum Alliance-hússins. .„Sýningin var slegin af í Hvera- gerði í haust en komst aftur á dag- skrá í Reykjavík upp úr áramótum,“ segir hann. „Þá víkkaði hún í raun töluvert út og varð viðameiri en áður var fyrirhugað, bæði rannsóknar- þátturinn og sá myndræni. Þá tók- um við inn myndefni úr auglýs- ingageiranum og meira af verkum frá ljósmyndurum en áður var fyr- irhugað. Við fengum Ingvar Högna Ragnarsson til að taka fram- kvæmdastjórn ljósmyndaþáttarins að sér.“ Listrænar forsendur ráða Eins og sjá má í viðamikilli sýn- ingarskrá sem kemur út við opnun Koddu, með ýtarlegri grein um þær hugmyndir sem teknar eru fyrir, þá sýna ljósmyndirnar ýmsa viðburði úr íslenskum samtíma á síðasta ára- tug: veislur bankamanna, vígslur ál- vera, auglýsingaherferðir og fólk sem var áberandi í umræðunni á þessum tíma. „Við sýnum myndir úr fréttum, tímaritum og auglýsingum, en túlk- um þær inn í heildarsamhengið. Þetta er listsýning, þetta eru ekki myndskreytingar á hugmyndum eða á tíðaranda. Listrænar forsendur ráða sýningunni,“ segir Hannes. „Ef einhverjir halda að þessi sýn- ing fari á einhvern hátt yfir strikið eða sé óþægileg, þá kunna þeir að verða fyrir vonbrigðum. Við erum að búa til sýningu og verkin eru sýnd á þeirra eigin forsendum, ekki sem myndskreytingar.“ Hannes bætir síðan við að engu að síður leikstýri sýningarstjórarnir samhenginu sem verkin birtast í. „Sem sýningarstjórar og lista- menn búum við líka að hluta til um- gjörðina; þetta er ekki hlutlaust rými.“ Eins og fyrr er greint er sýning- arskráin vegleg, með á þriðja hundr- að myndum. Fjallað er um aðkomu listamanna að uppganginum og ýms- ar birtingarmyndir hennar dregnar fram á gagnrýnan en um leið grát- broslegan hátt. Morgunblaðið/Ómar Sýningarstjórarnir Ásmundur, Hannes og Tinna „Þetta er listsýning, þetta eru ekki myndskreytingar á hugmyndum eða á tíðaranda,“ segir Hannes. Listræn skoðun á þjóðarsjálfi  Sýningin Koddu opnar í Nýló og Alliance-húsinu  „Ég vildi tengja menn- inguna pólitíkinni og sjálfsímynd þjóðarinnar,“ segir Hannes Lárusson Myndlistarsýningin Koddu verður opnuð í dag klukkan 16 í Nýlistasafninu við Skúlagötu og í Allianz-húsinu við Granda- garð. Undirtitill sýningarinnar er Íslenska leiðin – Uppgang- urinn, hrunið og þjóðarsjálfið. Sýningarstjórar eru Hannes Lárusson, Ásmundur Ásmunds- son og Tinna Grétarsdóttir. Sýningin Koddu spannar allt frá tilurð þjóðlegs myndmáls, virkni ímynda í samtímanum til birtingarmynda og tákn- gervinga góðærisins og hruns- ins. Yfir 40 listamenn eiga verk á sýningunni. Þar á meðal Ás- mundur Sveinsson, Bryndís Björnsdóttir, Ragnar Kjart- ansson, Erling T.V. Klingen- berg, Goddur, Gunnar Vigfús- son, Gunnhildur Hauksdóttir, Golli, Julia Staples, Haraldur Jónsson, Hekla Dögg Jóns- dóttir, Hlynur Hallsson, Ósk Vilhjálmsdóttir, Páll Haukur Björnsson, Ingvar Högni Ragn- arsson, Rax, Kristín Ómars- dóttir, Þorvaldur Þorsteinsson, Ósk Vilhjálmsdóttir og Páll Haukur Björnsson. Uppgangur og hrunið YFIR 40 LISTAMENN SÝNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.