Morgunblaðið - 16.04.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.04.2011, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2011 Harpan flutt í Hörpu Meðlimir Sinfóníuhljómsveitar Íslands gengu í gær fylktu liði frá Háskólabíói að tónlistarhúsinu Hörpu, nýju heimkynnum hljómsveitarinnar. Ómar Flestir kannast við ljóðið Gunnarshólma. Þar er að finna þessar línur: Beljandi foss við hamrabúann hjalar á hengiflugi undir jök- ulrótum þar sem að gullið geyma Frosti og Fjalar. Hér er auðvitað átt við Seljalandsfoss og þjóðsöguna um fjársjóðinn bak við fossinn. Við krakkarnir í sveitinni trúðum þess- ari sögu í okkar barnslegu einlægni þar til við uxum inn í raunveruleik- ann. Ekki virðast þó allir fullorðnir una sér vel í raunveruleikanum, að minnsta kosti ekki sumir ráðamenn þjóðarinnar. Væri það ekki annars góð hugmynd að ríkisstjórnin, sér- staklega sá hluti hennar sem tileyrir VG, gerði út hóp manna til að freista þess að ná í gullið undir fossinum? Það væri að minnsta kosti skárri gulrót en glópagullið sem þetta lið reynir að bjóða okkur um leið og það böðlast á bak við tjöldin gegn alvöru atvinnuppbyggingu sem nýtir orku fallvatna og jarðvarma. Það er til dæmis hreint ótrúlegt að stjórnvöld skuli hafa vogað sér að beita sér gegn hagsmunum Suðurnesjamanna og annarra landsmanna í viðræðum við aðila vinnumarkaðarins, með því að reyna að slá álver í Helguvík út af borðinu, þessa einu stóru fram- kvæmd sem er í hendi með þús- undum fjölbreyttra starfa. Við Suðurnesjamenn upplifum nú mikið atvinnuleysi. Það hefur ekki verið meira frá hruni. Þar fer mikið afl hugar og handa forgörðum. Við þurfum að virkja þetta afl. En hvernig? Nærtækast er að nýta þann kraft sem býr í fallvötnunum og hitanum í iðrum jarðar. Nýta það gull sem þeir Jónas Hallgrímsson í Gunnarshólma og Snorri Sturluson í Eddu leiða huga okkar raunverulega að. Það mun gera okkur kleift að byggja upp mik- ilvæga iðnaðarfram- leiðslu eins og álver í Helguvík sem mun virkja stóran hluta þess mannauðs sem nú fer forgörðum, ekki bara á Suðurnesjum heldur öllu landinu. Sjálfskipaðir sendi- herrar náttúru lands- ins reyna að telja okk- ur trú um að hagnýting orkuauðlinda sé almennt af hinu illa og halda því t.d. blákalt fram að orka í iðrum jarðar á Reykjanesi sé á þrotum, þvert ofan í álit færustu sér- fræðinga. Þeim er greinilega ekki ljóst að þeir virkjanakostir sem skynsamlegt er að nýta eru yfirleitt endurnýjanlegir. Frestun á virkj- unum þýðir tap þjóðfélagsins sem nýtir ekki það vinnuafl sem nú er at- vinnulaust. Það er því æskilegt að hefjast handa strax þannig að skapa megi þær gjaldeyristekjur sem þjóð- in þarf til að ná niður skuldum sínum erlendum. Ég skora á ríkisstjórnina og stuðningsmenn hennar að taka þá sem fyrst tali sem nú ganga um nið- urlútir af atvinnuleysi og spyrja þá í fyllstu einlægni hvað þá vanhagi um, í stað þess að haga sér eins og Frakklandsdrottning á sínum tíma sem spurði hvort fólkið gæti ekki borðað kökur þegar henni var sagt að það vantaði brauð. Eftir Gunnar Þórarinsson » Frestun á virkjunum þýðir tap þjóðfélags- ins sem nýtir ekki það vinnuafl sem nú er at- vinnulaust. Gunnar Þórarinsson Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Orkan er eina leiðin úr vandanum Bæjarstjórn Garða- bæjar samþykkti sam- hljóða á fundi sínum 7. apríl sl. mótmæli við fyrirhugaðar gjald- skrárhækkanir Orku- veitu Reykjavíkur vegna rafmagns og hita. Bæjarstjórn mót- mælir því harðlega að auknar álögur séu enn á ný lagðar á íbúa Garðabæjar af hálfu þessa fyrirtækis sem fer með einok- unarstöðu í sölu á grunnþjónustu til almennings. Stefnulaus þátttaka í öðrum fyrirtækjum Allir sem hafa fylgst með „upp- gangi“ Orkuveitu Reykjavíkur und- anfarin ár hafa skynjað að þar hefur verið farið frjálslega með fé. Farið var í margar óskynsamlegar fjárfest- ingar m.a. með stofnun og/eða þátt- töku í öðrum fyrirtækjum á mörgum ólíkum sviðum, sem höfðu mismikil eða lítil tengsl við kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Í stjórnsýsluúttekt Innri endurskoðunar Reykjavík- urborgar á OR, sem kom út í ágúst 2008 kemur m.a. fram að áhættu- greining var ekki hluti af verklagi á sviði nýsköpunar og þróunar, þ.e. við þátttöku í sprotafyrirtækjum og út- rásarverkefnum. Þar segir einnig: „Ekki hefur verið staðið að sérstakri stefnumótun um slík nýsköp- unarverkefni; hvers eðlis verkefnin skuli vera og á hvaða forsendum OR taki þátt í þeim.“ Það eru ekki síst þessi verkefni, sem mörg hver voru fjármögnuð með lánsfé, sem almenn- ingur á veitusvæði OR á að borga fyrir með gjaldskrárhækkunum. Einnig má telja hér til skort á aga í rekstri sem kom fram í mikilli fjölg- un starfsmanna og dýrri yfirbygg- ingu sem er óviðunandi í rekstri op- inbers fyrirtækis. Ábyrgð stjórnarmanna Allt þetta sem nefnt er hér að framan hlýtur að vekja spurningar um ábyrgð þeirra sem sátu í stjórn fyrirtækisins á þessum árum og jafn- framt þeirra sem skip- uðu menn í stjórnina. Í 4. gr. laga um stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykja- víkur segir: „Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur fer með mál- efni fyrirtækisins og annast um að skipulag fyrirtækisins og starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi.“ Síðar í sömu grein segir jafnframt: „Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur annast um að nægilegt eftirlit sé haft með bók- haldi og meðferð fjármuna fyrirtæk- isins.“ Vart þarf að deila hart um að stjórn fyrirtækisins á árunum sem hér um ræðir, náði ekki að uppfylla þessar skyldur sínar. Stjórn fyr- irtækisins er skipuð sex mönnum, fimm kjörnum af borgarstjórn Reykjavíkurborg og einum kjörnum af bæjarstjórn Akraness. Stjórnin er því pólitískt skipuð og tekur breyt- ingum um leið og breytingar verða á meirihluta þeirra sem mynda borg- ar- og bæjarstjórn. Í ágúst 2008 sagði Innri endurskoðun Reykjavík- urborgar: „Ör skipti stjórnarmanna undanfarin ár koma fram sem áhættuþáttur í rekstri OR í ljósi þess að eðli starfseminnar, framleiðsla og rekstur orku- og veitustarfsemi, byggist á stórum verkefnum og lang- tímaáætlunum.“ Það má spyrja hvort skynsamlegt sé yfir höfuð að stjórn fyrirtækis eins og OR sé póli- tískt skipuð. Í áðurnefndri úttekt er bent á að slík skipan geti valdið óæskilegri skörun á hlutverkum sem geti stuðlað að hagsmunaárekstrum og komið í veg fyrir að aðilar sinni nægjanlega vel aðhalds- og eftirlits- hlutverki sínu. Þetta eru þung rök en það hlýtur jafnframt að segja sig sjálft að æskilegra sé að hæfileikar manna og þekking á starfsemi fyr- irtækisins ráði því hvort þeim býðst að taka sæti í stjórn fyrirtækisins frekar en tengsl þeirra við ríkjandi stjórnmálaöfl í borgar- og bæj- arstjórn hverju sinni. Lærum af mistökunum Með þessari grein er ekki ætlunin að kasta rýrð á einstaka starfsmenn OR, núverandi eða fyrrverandi. Þar sem stjórnarhættir eru í lagi starfa starfsmenn alltaf eftir forskrift stjórnar. Ljóst er að sú forskrift hef- ur ekki verið jafn skýr og nauðsyn- legt er hjá Orkuveitu Reykjavíkur sem hefur komið fram í skorti á aga og ábyrgð. Dýr mistök hafa verið gerð í rekstri Orkuveitu Reykjavík- ur. Mistök sem íbúar Garðabæjar bera enga ábyrgð á og gátu engin áhrif haft á. Stjórn fyrirtækisins ber að finna aðra leið til að borga fyrir þau mistök en að hækka gjaldskrár á almenning. Um leið verða menn að læra af þeim mistökum sem gerð hafa verið og horfa til framtíðar með þann lærdóm í huga. Það ber að fagna því að gerð hafi verið stjórnsýsluúttekt á starf- semi fyrirtækisins, fara rækilega yfir þær ábendingar sem þar koma fram og líta á hana sem veganesti til fram- tíðar Eftir Gunnar Einarsson » Bæjarstjórn Garða- bæjar mótmælir auknum álögum á íbúa sína með fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum Orkuveitu Reykjavíkur vegna rafmagns og hita. Gunnar Einarsson Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar. Vér Garðbæingar mótmælum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.