Morgunblaðið - 16.04.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.04.2011, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2011 Alcoa Fjarðaál veitti 38 milljónir í samfélagsstyrki  Hálfur milljarður í samfélagsverkefni á Austurlandi Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði veitti í vikunni 26 styrki til samfélagsverk- efna á Austurlandi að upphæð sam- tals 38 milljónir króna. Frá því að Alcoa Fjarðaál hóf starfsemi á Austurlandi fyrir sjö árum hafa Samfélagssjóður Alcoa og fyr- irtækið lagt rúmlega hálfan millj- arð króna í samfélagsverkefni á Austurlandi. Stærsti einstaki styrkurinn, rúm- lega 17 milljónir króna, er frá Sam- félagssjóði Alcoa í Bandaríkjunum til Háskólans í Reykjavík til að vinna að því með Verkmenntaskóla Austurlands og Þekkingarnetinu, að efla þekkingarsamfélag í Fjarðabyggð. Styrkurinn er til þriggja ára. Þá fékk Kirkju- og menningarmiðstöðin á Eskifirði tæplega tveggja milljóna króna styrk frá Samfélagssjóði Alcoa. Aðrir sem fengu styrki voru íþrótta- og ungmennafélög, skóg- ræktarfélög og menningar- viðburðir á borð við 700IS Hrein- dýraland og Jasshátíð Austurlands. Mörg smærri samfélagsverkefni fengu einnig styrki, til dæmis björgunarsveitin Brimrún á Eski- firði, Tengslanet austfirskra kvenna, Ferðafélag Fjarðamanna ogMenningarráð Austurlands. Afhending Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari VA, Stefanía Kristins- dóttir, framkvæmdastjóri Þekkingarnets Austurlands, og Gunnar Guðni Tómasson, forseti tækni- og verkfræðideildar HR, tóku við 17 milljóna króna styrk úr hendi Tómasar Más Sigurðssonar, forstjóra Fjarðaáls. Frá og með næstu mánaðamótum ætlar Hjálparstarf kirkjunnar að gera breytingar á mataraðstoð sinni innanlands til að mæta þörf skjól- stæðinga betur og draga úr því að fá- tækt foreldra skapi neikvæða upp- lifun barna af æsku í fjárþröng. Frá mánaðamótum verður barna- fólki veitt mataraðstoð með inneign- arkortum í stað matargjafa í poka. Segir stofnunin, að forritun kort- anna stuðli að því að inneign sé varið til nauðsynja. Eftir sjö mánuði verður verkefnið metið og framtíðarmarkmið mótuð út frá því. Gamlir sem nýir skjólstæðingar þurfa að koma með öll gögn um tekjur og gjöld til að sækja um í þessu nýja kerfi. Áfram er miðað við að tekjur mínus gjöld verði ekki hærri upphæð en viðmið umboðs- manns skuldara. Morgunblaðið/Golli Úthlutun Matarpokar heyra senn sögunni til hjá Hjálparstarfinu. Hættir að dreifa mat- arpökkum  Inneignarkort til skjólstæðinganna Fjörutíu og einn þingmaður mun móta tillögur og ræða mál tengd stjórnarskrá Íslands á þingi ung- mennaráða sem fram fer í Iðnó í dag. Þingið er liður í verkefninu Stjórnlög unga fólksins sem miðar að því að tryggja að skoðanir ís- lenskra barna og ungmenna fái að heyrast þegar stjórnarskráin er end- urskoðuð. Fram kemur í tilkynningu að þingmennirnir komi víðsvegar að og séu fulltrúar ungmennaráða í sínu sveitarfélagi. Að þinginu loknu verður unnið úr niðurstöðunum, ásamt því efni sem börn og unglingar hafa hlaðið upp á vefsíðu verkefnisins www.stjornlog- ungafolksins.is. Sett verður saman skýrsla sem kynnt verður fjölmiðl- um og afhent stjórnlagaráði og Al- þingi í maí. Það eru UNICEF, umboðsmaður barna og Reykjavíkurborg sem standa að verkefninu. Ungt fólk og stjórnar- skráin Ef þú kaupir Homeblest kexpakka, 300g, gætir þú unnið glæsilegan vinning. 4 x 55.000 kr. úttektir 17 x 18.000 kr. úttektir frá Intersport eða Markinu. DETTUR ÞÚ Í LUKKUPOTTINN? Útivistarleikur Homeblest Er gullskífa í pakkanum þínum? Vinnur þú?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.