Morgunblaðið - 16.04.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.04.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2011 Holtagörðum 2. hæð • Sími 512 6800 • www.dorma.is 25% afsláttur Ilmur mánaðarins aði bæjarráð eftir því að fjárhalds- stjórnin samþykkti viðbótarfjár- veitingu til Tónlistarskóla Álftaness. Ekki væri hægt að hag- ræða frekar nema með því að snarminnka starfsemi skólans. Pálmi segir að miðað sé við að aukafjárveitingin verði ekki til þess að útgjöld fari fram úr áætlun held- ur verði þau tekin af öðrum liðum sem eru innan áætlunar. Innanríkisráðherra hefur framlengt skipunartíma fjárhaldsstjórnar Álftaness til 1. júlí næstkomandi og er þetta í fimmta sinn sem skip- unartími hennar er framlengdur. Fjárhaldsstjórnin var fyrst skip- uð í byrjun febrúar 2009, eftir að meirihluti Á-listans var fallinn. Síð- an þá hefur skipunartími hennar ítrekað verið framlengdur enda hefur ekki enn tekist að greiða úr skuldavanda sveitarfélagsins. Ræð- ur þar mestu að lausn á vandanum er samofinn endurskipulagningu Eignarhaldsfélagsins Fasteignar. Fjárhaldsstjórnin þarf að sam- þykkja öll fjárútlát sveitarfélagsins. Að sögn Pálma Þórs Mássonar, bæjarstjóra Álftaness, er sveitarfé- lagið rekið innan þess ramma sem fjárhaldsstjórnin setti því. Á bæjarráðsfundi í fyrradag ósk- Framlengt í lífi fjárhaldsstjórnar  Fimmta tímabilið á Álftanesi hafið Morgunblaðið/Heiddi Starfsmaður íhaldshóps Norð- urlandaráðs á Íslandi hefur ver- ið leystur frá störfum vegna gruns um að hann hafi dregið sér fé af reikningum ráðsins. Talið er að fjárdrátturinn hafi staðið yfir frá árinu 2009 og upphæðin nemi milljónum króna. Starfsmaðurinn hafði aðstöðu á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll en að sögn Jónmundar Guðmarssonar, framkvæmda- stjóra Sjálfstæðisflokksins, vökn- uðu grunsemdir þegar upp komu vísbendingar um að misferli hefði átt sér stað. „Þá var farið í það að athuga málið og í ljós kom að þarna var eitthvað á ferðinni sem ekki stóðst og að lokum reyndist nauðsynlegt að leita til efna- hagsbrotadeildar lögreglunnar,“ segir Jónmundur en málið var kært til lögreglu fyrir tveimur vikum. Peningarnir hafa ekki skilað sér og málið er í rann- sókn. Grunaður um fjárdrátt Leikskólamál í uppnám?  Samtökin Börnin okkar fordæma tillögur borgarstjórnarmeirihlutans  Segja sameiningartillögur „kollvarpa algerlega öllu leikskólastarfi í borginni“ Kristján Jónsson kjon@mbl.is Samtökin Börnin okkar harma forgangsröðun meirihlutans í borginni og hvernig málefni leik- skólabarna séu „fótum troðin“, eins og segir í yf- irlýsingu frá samtökunum. „Auk þess að sameina 24 leikskóla fyrir 1. júlí næstkomandi verður bak- land leikskólanna sett í algjört uppnám með tillögu um sameiningu leikskólasviðs, menntasviðs og tómstundamála ÍTR,“ segir í yfirlýsingunni. 47 leikskólastjórum og aðstoðarleikskólastjórum, verði sagt upp, einnig sviðstjórum leikskólasviðs og menntasviðs. „Það á að kollvarpa algerlega öllu leikskólastarfi í borginni með sameiningartillögunum, segja upp stjórnendum sem hafa menntunina og lengsta starfsreynsluna,“ segir Kristín Bjarnadóttir, einn stjórnarmanna samtakanna. „En samhliða þessu mikla róti segja þeir upp sviðstjóra leikskólasviðs sem er bakland leikskólanna. Sviðstjórinn átti nátt- úrlega að aðstoða starfsfólkið við alla þessa sam- einingu en nú er búið að segja upp konunni sem gegndi því starfi. Þetta er gert á sama tíma og verið er að keyra alla þessa sameiningu í gegn í mikilli andstöðu við vilja foreldra.“ Kristín segir ljóst að þann eða þá sem nú muni taka við hlutverki nýs sviðstjóra muni skorta nauðsynlega reynslu og ekki þekkja nógu vel til mála. „Við óttumst að þetta muni valda varanlegum skemmdum á öllu leikskólastarfinu. Það er farið allt of hratt í breytingarnar og það þarf enginn að segja mér að þetta hafi ekki slæm áhrif á börnin.“ Hún segir breytingarnar illa undirbúnar. Fækk- að verði stjórnunarstöðum sem merki minni launa- kostnað. En eftir tvö til þrjú ár verði þannig aðeins hægt að spara minna en 1% af útgjöldum til leik- skólanna. Á sama tíma sé varið 500 milljónum króna í lagfæringar á sundlaugum og 12 milljónum til að lagfæra lóð Alþingishússins, þá sé nóg til af peningum. Við óttumst að þetta muni valda varanlegum skemmdum á öllu leik- skólastarfi. Kristín Bjarnadóttir Meirihluti stjórn- ar Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær að ganga til könnunarvið- ræðna við Land- samband lífeyr- issjóða um fjármögnun og/ eða eignarhald á Hverahlíðarvirkjun. Sóley Tóm- asdóttir borgarfulltrúi segir að til- laga fulltrúa Vinstri grænna í stjórninni, um að málinu yrði frestað og það tekið til umfjöllunar af hálfu eigenda, hafi verið felld og málið samþykkt með mótatkvæði hans. Sóley gagnrýnir þessa ákvörðun harðlega í pistli á heimasíðu sinni og segir að þótt þegar hafi verið lagðir um fjórir milljarðar króna í und- irbúning Hverahlíðarvirkjunar sé ljóst að hátt á þriðja tug milljarða þurfi til að hún verði að veruleika. Orkuveita Reykjavíkur hafi enga burði til að bæta slíkum upphæðum í lánasafn sitt og ekki verði séð að ríkir almannahagsmunir krefjist þess. Þvert á móti sé nauðsynlegt að fyrirtækið sýni aukna ábyrgð í með- ferð fjármuna nú þegar borgarbúar hafi hlaupið undir bagga til að koma því aftur á réttan kjöl eftir „gassa- gang og áhættusækni“ undanfarin ár. OR í við- ræður við lífeyrissjóði Sóley Tómasdóttir  Tillögu VG um frestun málsins hafnað Reykjanesbær hefur ákveðið að greiða niður skuldir um 2,5 milljarða króna. Samsvarandi innistæða bæj- arsjóðs á reikningi í Landsbank- anum er nýtt til að greiða niður skuldabréfaútboð sem bærinn efndi til í október 2008. Það sem tilgreint er í skuldir og skuldbindingar A-hluta bæjarsjóðs, að undanskildum leiguskuldbind- ingum, í ársreikningi fyrir árið 2009 er 14,1 milljarður. Nemur þessi skuldalækkun 17,7% af þeirri upp- hæð, að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá Reykjanesbæ. Ársreikningur sveitarfélagsins verður tekinn til fyrri umræðu í bæj- arstjórn nk. þriðjudag. Seinni um- ræða og afgreiðsla er áætluð á fundi bæjarstjórnar 3. maí nk. Greiða niður um 2,5 milljarða Miðbærinn í Reykjavík iðaði af lífi í gær þegar nemendur nokkurra fram- haldsskóla voru þar á ferð í sinni dimitteringu. Brátt tekur við próflestur og þá er vissara að vera búinn að sletta úr klaufunum áður en alvara lífsins tekur við að nýju. Tilvonandi stúdentar gátu gleymt stað og stund í gær. Dimitterað dátt á Austurvelli Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.