Morgunblaðið - 16.04.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.04.2011, Blaðsíða 12
Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2011 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Íslenskur bjór hefur slegið í gegn hjá neytendum. Þetta kemur ber- lega í ljós í samantekt ÁTVR yfir mest selda vín og bjór árið 2010 sem birt er í nýútkomnu Vínblaði. Af 20 söluhæstu bjórtegundunum í 500 ml dósum voru 14 íslenskar. Innifalið í þeirri tölu eru íslenskir bjórar og íslensk framleiðsla undir erlendum vörumerkjum. Þegar listinn er skoðaður vekur einnig athygli að fjórar söluhæstu tegundirnar eru frá sama framleið- andanum, Viking bruggi á Akur- eyri. Neytendur halda greinilega tryggð við sína tegund því engin breyting verður á níu efstu sæt- unum, ef salan er borin saman við árið 2009. Sala áfengis dróst saman um 5,1% á milli áranna 2009 og 2010. Í lítrum talið nemur samdrátturinn um milljón lítrum. Samkvæmt upp- lýsingum frá Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins seldust 18.942 þús- und lítrar af áfengi í Vínbúðunum í fyrra. Metárið 2008 var heildarsala áfengis 20.381 þúsund lítrar. Uppi- staðan í sölunni er bjór, þ.e. lag- erbjór, og skýrir minni sala á bjór fyrst og fremst þennan samdrátt. Hins vegar varð aukning á sölu annarra bjórtegunda í fyrra eða um 66%. Sala á jólabjór sló t.d. öll met fyrir síðustu jól. Í Vínblaðinu eru birtir listar yfir söluhæstu tegundir í öllum flokk- um. Í flokki sterkra og brenndra vína trónir Smornoff-vodki á toppn- um sem fyrr og Bacardi kemur í tveimur næstu sætum. Athygli vek- ur að koníaksdrykkja virðist á und- anhaldi því aðeins ein koniaksteg- und kemst á listann yfir 20 söluhæstu vínin. Í flokki léttvína er mest sala á rauðvíni á flöskum. Söluhæsta teg- undin reyndist vera Vina maipo Ca- bernet S. Merlot frá Chile, en sú tegund var í 14. sæti árið 2009. Stökk upp um 203 sæti Vínin frá Chile virðast eiga upp á pallborðið hjá Íslendingum því það- an koma átta af 20 söluhæstu vín- unum. Sérstaka athygli vekur vínið í 7. sæti á listanunm, Mamma Picc- ini Rosi di Toscana frá Ítalíu. Þetta vín stekkur upp um heil 203 sæti frá árinu 2009. Sala á hvítvínum hefur farið vax- andi í vínbúðum ÁTVR undanfarin ár, líklega á kostnað blandaðra drykkja, en salan á þeim hefur nán- ast hrunið. Söluhæsta hvítvínið í fyrra var Ars Vitis Riesling frá Þýskalandi. Í öðru sæti er Rosemount GTR frá Ástralíu. Báðar þessar tegundir eru örlítið sæt vín en þau hafa einmitt verið að sækja í sig veðrið á und- anförnum árum. Íslenski bjórinn er langvinsælastur  Af tuttugu söluhæstu bjórtegundum eru fjórtán íslenskar Mest seldi bjórinn 2010 (2009) 1 Víking gylltur 1 2 Víking Lager 2 3 Víking Lite 3 4 Thule 4 5 Tuborg Green 5 6 Egils Gull 6 7 Tuborg Gull 7 8 Carlsberg 8 9 Egils Lite 9 10 Hollandia 14 11 Faxe Premium 10 12 Víking Sterkur 12 13 Saku Originaal 26 14 Heineken 11 15 Faxe Royal 13 16 Polar Beer 20 17 Egils Premium 15 18 Egils Pilsner 38 19 Egils Sterkur 16 20 Budweiser Budvar 19 Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is „Víking gylltur hefur verið á mark- aði síðan bjórinn var leyfður á Ís- landi 1989, og alltaf verið vinsæll. Löwenbräu, sem var líka brugg- aður hér fyrir norðan, var reyndar langvinsælastur framan af, þannig að við höfum alltaf verið í þeirri stöðu að framleiða vinsælasta bjór- inn,“ segir Baldur Kárason, brugg- meistari Vífilfells á Akureyri. „Víking gylltur hefur alltaf fallið vel í kramið hjá bjóráhugamönnum og salan aukist jafnt og þétt. Bæði er bragðið einstakt og svo er hann heldur sterkari en bjórinn almennt; 5,6%, og þrátt fyrir hækkanir á áfengisgjöldum hefur hann haldið sínu.“ Baldur segir íslenskan bjór al- mennt mjög góðan. „Fjölbreytnin hefur aukist og svo má segja að vegna nálægðar við markaðinn sé hann betri en erlendur bjór; á að vera nýrri og ferskari en innfluttur og þannig er hann bestur.“ Baldur bruggmeistari segir áhuga hafa aukist mikið hin síðari ár á ýmsum sérbjór, bragðmeiri og dekkri en þeim sem kalla má venju- legan. „En þeir vinsælustu eins og Víking gylltur, lager, light og Thule eru allir frekar léttir og frískir, en með nokkuð ákveðnu bragði. Íslendingar vilja ekki kar- akterlausan bjór og fara eiginlega milliveginn; vilja ekki eins bragð- léttan bjór og Bandaríkjamenn hrí- fast af og ekki alveg jafnbragðmik- inn og Þjóðverjar og Tékkar vilja.“ Baldur hefur bruggað hjá Víf- ilfelli síðan 1991 og verið við stjórn- völinn síðan 1993. Galdurinn við góðan bjór segir hann í fyrsta lagi gott starfsfólk. „Hér eru starfs- menn almennt með langan starfs- aldur og vita því vel hvað þeir eru að gera. Svo skiptir mjög miklu máli að brugga eingöngu úr bestu hráefnum og vatnið úr Hlíðarfjalli er auðvitað gríðarlega gott.“ Baldur segir að alls staðar í heiminum sé heimabjórinn vinsæl- astur. Á Íslandi er innlendur bjór með 72% markaðshlutdeild en er- lendis sé algengt að hlutfallið sé yf- ir 90%. „Við viljum því auðvitað sjá hlutfallið hærra hér heima. Mér finnst óþarfi að flytja inn erlent vatn; yfir 90% af bjórnum er vatn,“ segir Baldur bruggmeistari Kára- son á Akureyri. „Íslendingar vilja ekki karakterlausan bjór“  Baldur brugg- meistari á Akureyri hefur bruggað vin- sælasta bjórinn Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vinsæll Víkingur Bruggmeistarinn Baldur Kárason með vinælustu fram- leiðsluna hjá Viking bjór, hinn gyllta Víking. Hann er söluhæstur á Íslandi. Taíland Balí og Java Bútan 18. maí – 1. júní Pattaya Verð frá 199.000 kr² 11. – 27. júlí Koh Samui Verð frá 275.000 kr² 11. – 23. október Hua Hin Verð frá 239.000 kr² 30. október – 20. nóvember Phuket Verð frá 287.500 kr² 12. – 25. nóvember Krabi Verð frá 267.000 kr² Jólaferð 17. desember – 2. janúar Hua Hin Verð frá 388.000 kr² Verð frá 368.000 kr² Verð frá 687.000 kr² 14. september - 6. október Fjölbreytt ferð um Jakarta á Jövu og Seminyak og Ubud á Balí. Fjöldi skoðunarferða innifaldar. Íslensk fararstjórn. 11. – 23. október Örfá sæti fáanleg. ¹ Verð per mann í tvíbýli í ferð til Pattaya 18. maí – 1. júní. ² Verð miðað við einstakling í tvíbýli. Með fyrirvara um prentvillur. Nánari upplýsingar á www.oriental.is www.oriental.is Hjólað um Laos Verð frá 377.000 kr² 12. – 25. nóvember Mögnuð ævintýrareisa. NÁNAR Á oriental.is Ferðaskrifstofan Óríental ehf. www.oriental.is oriental@oriental.is Sími 514 14 99 Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu 5 ÁRA 2006-2011 Verð frá 199.000 kr¹ UPPSELT UPPSELT ALLT INNIFALIÐ ÍSLENSK FARAR- STJÓRN MIKIÐ INNIFALIÐ ÍSLENSK FARAR- STJÓRN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.