Morgunblaðið - 16.04.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.04.2011, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2011 Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Verðbólga á evrusvæðinu í mars mældist 2,7% á ársgrundvelli. Verð- bólga á evrusvæðinu hefur nú ekki mælst meiri í 29 mánuði og bendir mælingin til þess að frekari vaxta- hækkanir séu í burðarliðnum hjá Evrópska seðlabankanum. Verðbólgan í mars fór í 2,7% frá því að mælast 2,4% í febrúar. Hefur hún ekki mælst meiri frá því í október árið 2008 þegar hún fór í 3,2%. Hækkun á bensíni og olíu til kyndingar í mars- mánuði er að stórum hluta á bak við hækkun verðlags á evrusvæðinu. Hinsvegar eru vísbendingar um að kjarnaverðbólga – sem tekur ekki til verðþróunar á orku og matvöru – sé einnig að aukast. Kjarnaverðbólga í mars mældist 1,3% á ársgrundvelli í mars en mælingin í febrúar sýndi kjarnaverðbólgu í einu prósenti á árs- grundvelli. Evrópski seðlabankinn brást við vaxandi verðbólguþrýstingi á dögun- um með fyrstu hækkun stýrivaxta í þrjú ár: Stýrivextir eru nú 1,25%. Fjármálamarkaðir reikna fastlega með að bankinn muni þurfa að grípa til frekari stýrivaxtahækkunar á næstunni. Hinn nafntogaði hagfræð- ingur Nouriel Roubini spáir til að mynda að stýrivextir á evrusvæðinu fari hugsanlega yfir 3% á næsta ári. Verðbólguþrýstingurinn stigmagnast á evrusvæðinu  Mældist 2,7% í mars  Vaxta- hækkanir líklegar Reuters Seðlabankastjóri Jean-Claude Trichet þarf líklega að hækka stýrivexti frekar á næstunni vegna vaxandi verðbólguþrýstings. Átta mánuðir eru liðnir frá því Straumur fjárfestingarbanki sótti um fjárfestingarbankaleyfi til Fjármálaeftirlitsins, en umsóknin hefur ekki enn verið afgreidd. Í raun er lengra síðan umsókn- arferlið hófst, því bankinn sótti í ágúst 2009 um að fá að halda hinu gamla leyfi Straums- Burðaráss, sem þá hafði verið tekinn yfir af FME. Að sögn Benedikts Gíslasonar, forstjóra Straums, sendi bankinn, á tíma- bilinu frá ágúst 2009 til júlí 2010, bróðurpartinn af þeim gögnum sem nauðsynleg eru í umsókn- arferli sem þessu. „Sumarið 2010 greiddu almenn- ir kröfuhafar Straums-Burðaráss síðan atkvæði um nauðasamning félagsins. Þar var Straumi- Burðarási skipt upp í eignaum- sýslufélagið ALMC annars vegar og Straum fjárfestingarbanka hins vegar. Þar með staðfestu kröfuhafar þann vilja sinn að endurreisa hófstillta fjárfesting- arbankastarfsemi á Íslandi og í framhaldinu var nýtt hlutafé greitt inn. Skipting félagsins gerði það hins vegar að verkum að ekki nægði að endurnýja leyf- ið heldur þurftum við að sækja um nýtt fjárfestingarbankaleyfi.“ Benedikt segir að biðin eftir leyf- inu hafi vissulega verið löng en samskiptin við FME hafi verið góð og hann búist við því að um- sóknin verði afgreidd innan tíðar. bjarni@mbl.is Straumur ekki enn kominn með leyfið  Hefur sótt um fjárfestingarbankaleyfi Breyttar aðstæður á heimsmarkaði hafa leitt til nýrra viðskiptatækifæra í orkugeiranum. Á Íslandi eru markaðstækifærin fjölbreyttari en áður. Landsvirkjun hefur unnið að greiningu tækifæra í ljósi breyttra aðstæðna á heimsmörkuðum og leggur nú áherslu á að vera markaðs- og rekstrardrifið fyrirtæki. Hver eru tækifærin og hvað þýða þau fyrir viðskiptaumhverfið á Íslandi? Á fundinum mun Dr. Hörður Arnarsson forstjóri og Magnús Bjarnason framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs kynna og ræða framtíðarsýn félagsins með sérstaka áherslu á breytt vinnubrögð í markaðsmálum. Dagskrá: • Framtíðarsýn Landsvirkjunar. Dr. Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar. • Hvaðan kemur eftirspurnin? Hvað hefur breyst og hvaða áhrif hefur það á rekstur Landsvirkjunar? Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar. • Í framhaldi af framsöguerindum verða umræður. Fundarstjóri: Dr. Þórhallur Örn Guðlaugsson, dósent við Viðskiptafræðideild og formaður Viðskiptafræðistofnunar. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis Orkan, Landsvirkjun og framtíðin - fjölbreytt markaðstækifæri í orkuiðnaði Þriðjudaginn 19. apríl kl. 12:00 -13:15. Háskólatorgi 105 VIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.