Morgunblaðið - 17.05.2011, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2011
„Forsalan hefur farið fram úr okk-
ar björtustu vonum,“ segir Har-
aldur Örn Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Landsmóts hesta-
manna. Forsölu aðgöngumiða
vegna landsmótsins í Skagafirði í
sumar lauk í gær. Haraldur segir
að búið sé að selja fleiri miða en í
fyrrasumar en þess ber að geta að
lítill hluti miða er seldur fyrirfram.
Landsmót hestamanna átti að
vera á Vindheimamelum í Skaga-
firði í fyrrasumar en var frestað
vegna pestar sem grasseraði í ís-
lenska hrossastofninum. Það verð-
ur haldið dagana 26. júní til 3. júlí.
Þeim gestum sem búnir voru að
kaupa miða í forsölu í fyrrasumar
gafst kostur á að halda miðunum og
nýttu um 1000 gestir það. Frestur
til að kaupa miða með afslætti í for-
sölu sem átti að vera til 1. maí var
framlengdur til dagsins í gær.
Frestun mótsins leiðir til að það
lendir á sama sumri og Heimsmeist-
aramót íslenska hestsins sem haldið
verður í Austurríki í ágúst. Har-
aldur segir að 20-25% miðanna hafi
farið til erlendra viðskiptavina, og
þeir séu fyrr á ferðinni en oft áður.
Hann segir ekki hægt að segja til
um það enn hversu margir útlend-
ingar komi á mótið, en búast megi
við að þeir verði eitthvað færri en
venjulega.
„Ég held þó að menn hafi áttað
sig á því hvaða staða er hér í hesta-
mennskunni, hún þarf nauðsynlega
að fá innspýtingu. Það er skylda
okkar að reyna að koma greininni
af stað á ný og til þess eigum við
ekkert öflugra tæki en lands-
mótin,“ segir Haraldur.
Annar undirbúningur fyrir mótið
gengur samkvæmt áætlun.
helgi@mbl.is
Forsala miða á
landsmót gekk
framar vonum
Undirbúningur fyrir Landsmót
hestamanna í Skagafirði gengur vel
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Landsmót Unnið að undirbúningi á
mótssvæðinu á Vindheimamelum.
„Hún hefur eitt-
hvað látið sjá sig,
hef séð hana sitja
á flugvellinum,
en eftir að það
kólnaði hefur
hún lítið látið sjá
sig,“ segir Bjarni
Magnússon um
kríuna í Grímsey
þetta vorið. Eins og fram kom í
Morgunblaðinu sl. laugardag hefur
krían lítið sést suðvestan- og vest-
anlands en aðallega verið á Norður-
og Austurlandi. Bjarni segir mikið
hafa verið af kríu í eynni síðustu
tvö sumur og varpið tekist vel, enda
mikið og gott æti. Hann á því von á
að hún fari að koma í stórum hóp-
um, um leið og fer að hlýna. Í gær
var aðeins tveggja stigi hiti í Gríms-
ey og norðvestankaldi.
Krían lætur á sér
standa í Grímsey
vegna kuldans
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Það er óhemjumikið af lang-
víueggjum, það mesta sem ég man
eftir,“ segir Bjarni Magnússon,
hreppstjóri í Grímsey, sem þetta
vorið er búinn að síga tvisvar í björg
í eynni og tína egg, ásamt syni sín-
um. Bjarni ætti að hafa samanburð-
inn, bráðum 81 árs, og búinn að síga
eftir eggjum allt frá árinu 1943, þá
13 ára gamall og hefur farið á hverju
einasta ári síðan.
Bjarni segir svartfugli hafa fjölg-
að gríðarlega í Grímsey undanfarin
ár. Átan hafi verið mjög góð. „Hér
fylltist allt af loðnu kringum eyjuna
og á sundinu. Fuglinn kom óvana-
lega snemma,“ segir hann.
Bjarni er sannarlega ekki elsti
sigmaðurinn í Grímsey. Er Morg-
unblaðið ræddi við hann í gær var
bróðir hans, Sigmundur, mættur í
árlega heimsókn frá Akureyri til að
fara með honum í bjargsig.
Nú er sko gaman að lifa!
Sigmundur er 86 ára og seig fyrst
í björg kringum 1940. Þeim bræðr-
um finnst fátt annað skemmtilegra
en bjargsigið, að tína egg og veiða
lunda, enda segist Bjarni hafa sagt
við bróður sinn er hann tók á móti
honum í gær og sauð handa honum
egg: „Nú er sko gaman að lifa!“
Aldrei séð meira af eggjum
Sígur enn í björg við Grímsey, 81
árs, ásamt 86 ára bróður sínum
Morgunblaðið/Helga Mattína
Sigmaður Bjarni Magnússon hreppstjóri hefur langa reynslu af bjargsigi.
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Níu ára drengur stakk sig á sprautu-
nál þegar hann var við leik ásamt
tveimur vinum sínum í Árbænum
seinni part sunnudags. Móðurbróðir
drengsins, Eyjólfur Páll Víðisson,
segir þetta ekki í fyrsta sinn sem
sprautunálar finnist á sama stað og
hvetur foreldra til að vera vakandi
fyrir því umhverfi sem börnin þeirra
leika sér í.
„Hann var úti að leika sér og kem-
ur síðan heim með nálarbox með nál-
um í og segir mömmu sinni að hann
hafi stungið sig á þessu,“ segir Eyj-
ólfur. „Hún fékk bara sjokk og fór
með hann beint upp á spítala þar
sem hann fór í viðtal og var skoð-
aður.“ Í gærmorgun hafi þau síðan
farið aftur á spítalann þar sem tekin
var blóðprufa og drengnum gefin
mótefni gegn lifrarbólgu b og c og
HIV-veirunni en hann mun þurfa
að mæta í áframhaldandi lyfja-
gjöf; næst eftir mánuð, síðan þrjá
mánuði, sex og loks eftir ár.
Eyjólfur segir að rann-
sókn standi yfir á nálunum
en rúm vika muni líða þar
til niðurstöður fást. Biðin sé
þegar orðin móðurinni afar
erfið.
„Hann gerir sér enga
grein fyrir því hversu al-
varlegt þetta er,“ segir Eyjólfur um
drenginn. „Hann er bara níu ára og
skilur ekki viðbrögðin hjá mömmu
sinni.“
Setji nálarnar í ruslið
Nálarboxið fann drengurinn á túni
fyrir framan blokk í Hraunbænum
en sjálfur býr Eyjólfur í nágrenninu
og segir að vitað sé að í blokkinni búi
fólk í neyslu. „Ég á sjálfur tvö börn
sem ég hef hjá mér aðra hverja helgi
og ég veit ekki hvernig ég hefði
brugðist við ef þetta hefði komið fyr-
ir þau,“ segir hann. Mikilvægt sé að
foreldrar geri sér grein fyrir að í ná-
grenninu búi fólk sem er í neyslu og
nálar á víðavangi séu fylgifiskar
þess.
„Það hafa áður fundist nálar á
þessu svæði og maður vill nátt-
úrulega líka reyna að fá þá sem eru
að henda þessu þarna frá sér til að
henda þessu í ruslið í staðinn. Þeir
gera sér kannski ekki grein fyrir því
að það eru börn þarna fyrir utan sem
geta stungið sig á þessu og fengið al-
varlega sjúkdóma,“ segir Eyjólfur.
Ekki eru liðnar fleiri en tvær vik-
ur síðan fimm ára drengur stakk sig
á nál í Öskjuhlíð þegar hann var að
leik með félögum sínum.
Níu ára stakk sig
á nál við Hraunbæ
Foreldrar í nágrenninu hvattir til að vera á varðbergi
Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu, segist sannfærður um það að algjör minnihluti þeirra
tilfella þegar fólk finnur sprautur á víðavangi sé tilkynntur til lögreglu.
Fólk taki sprauturnar og hendi þeim tilkynni ekkert endilega fundinn.
Hins vegar séu aðrar leiðir til þess að áætla fjölda þeirra sprautna
sem hent er á víðavangi.
„Nærtækast er að skoða og fylgjast með fjölda sprautu-
sjúklinga,“ segir Karl. „Þá erum við að tala um fólk sem er í
vímu og er í neyslu og er ekkert að spá í það, þegar áhrifin
byrja að segja til sín, að taka draslið saman og henda því í
ruslatunnuna.“
Tilfellin fleiri en tilkynningarnar
NÁLAR Á VÍÐAVANGI
Karl Steinar Valsson
Morgunblaðið/Ómar
Nálar Lögreglan telur mun fleiri sprautunálar finnast en tilkynnt er um til lögreglu.
Morgunverðarfundur
um verðtryggingu
miðvikudaginn 18. maí kl. 8.30-10.00
í Háskólanum í Reykjavík, stofu M1.01 - Bellatrix
Dagskrá:
• Eygló Harðardóttir, alþingismaður og formaður nefndar um
verðtryggingu, kynnir stuttlega niðurstöður nefndarinnar
• Marinó G. Njálsson, framkvæmdastjóri Betri ákvarðana
• Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir og fulltrúi Samfylkingar í
nefnd um verðtryggingu
• Pétur H. Blöndal, alþingismaður og fulltrúi Sjálfstæðisflokks
í nefnd um verðtryggingu
Að framsögum loknum verða pallborðsumræður.
Friðrik Már Baldursson, forseti viðskiptadeildar Háskólans í
Reykjavík, stýrir fundi.