Morgunblaðið - 17.05.2011, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2011
Sumarkjólar
Verð 11.900 kr.
Fleiri litir og munstur
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
www.rita.is
Sendum í
póstkröfu
www.feminin.is • feminin@feminin.is
Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222
Opið: mán.-fös. kl. 11-18 | lau. 10-16
Kjólar
St: 38-56
Eignarlóðir
undir sumarhús til sölu
Höfum til sölu eignarlóðir í landi Kílhrauns í Skeiða og Gnúpverjahreppi í
um klukkustundar akstursfjarlægð frá höfuðborginni.
Landið er einkar hentugt til skógræktarog útivistar.
Lóðirnar eru frá 5.000 fm -11.600 fm og kosta frá 1.800.000 kr.
Rafmagn, vatn og sími er komið að lóðarmörkum.
Á vefsíðunni www.kilhraunlodir.is má finna frekari upplýsingar um
skipulag, verð og aðra þætti einnig í síma 824 3040
Festu þér þinn sælureit í dag
Sex skipverjar af vélbátnum Veigu
VE 291 björguðust í gúmmíbjörg-
unarbáti 12. apríl 1952 þegar Veiga
VE fórst. Tveir skipverjar fórust
með bátnum. Þetta var í fyrsta sinn
sem gúmmíbjörgunarbátur bjargaði
lífi íslenskra sjómanna.
Fyrstu gúmmíbjörgunarbátarnir
voru settir um borð í vélbátana Er-
ling VE og Veigu VE á vetrarvertíð
1951. Á vertíðinni 1952 voru 40 vél-
bátar í Vestmannaeyjum komnir
með gúmmíbjörgunarbáta. Guðrún
VE fórst 23. febrúar 1953 og með
henni fimm menn en fjórir björg-
uðust í gúmmíbjörgunarbáti.
Skipverjarnir átta af Glað VE 270,
sem björguðust í gúmmíbjörg-
unarbáti vorið 1954 og breskur tog-
ari fann, voru því ekki fyrstu sjó-
mennirnir sem björguðust í
gúmmíbjörgunarbáti hér við land
eins og sagt var í Morgunblaðinu í
gær.
Sex björguðust 1952
LEIÐRÉTT
Hundur réðst á konu í Mosfellsbæ í
gær með þeim afleiðingum að hún
tvífótbrotnaði. Þá beit hundurinn
hana í kviðinn. Konan, sem var að
bera út póst fyrir Íslandspóst, var
flutt með
sjúkrabíl á
slysadeild.
Auk þess
að fót-
brotna
hlaut konan
bitsár á
maga og er töluvert lemstruð eftir
viðskiptin. Tilkynning barst um at-
burðinn kl. 11:30 og voru lögregla og
sjúkralið kölluð á vettvang.
Lögreglan ræddi við hundeigand-
ann, sem var á staðnum þegar atvik-
ið gerðist. Segir lögregla að hund-
urinn, sem er dalmatíuhundur, hafi
verið í bandi en hann hafi náð að
slíta sig lausan og ráðist geltandi og
urrandi á konuna. Reyndi eigandinn
að hemja hundinn. Að sögn lögreglu
er málið nú í höndum hundaeftirlits
Mosfellsbæjar sem tekur ákvörðun
um næstu skref.
Algengt að hundar ógni
bréfberum við störf
Ágústa Hrund Steinarsdóttir,
upplýsingafulltrúi Íslandspósts, seg-
ir í samtali við mbl.is að því miður sé
mjög algengt að hundar ógni bréf-
berum við störf. Mörg dæmi séu um
að bréfberar hafi slasast eftir við-
skipti við hunda.
Meðal þess sem Íslandspóstur
geri sé að bjóða upp á námskeið fyr-
ir bréfbera þar sem þeim er kennt
að bregðast við ógnun hunda. Ís-
landspóstur reyni auk þess að fá
hundaeigendur til að vinna með sér
og gæta þess að hundarnir séu ekki
lausir þegar bréfberar séu á ferð-
inni.
Aðspurð segir Ágústa að það sé í
höndum starfsmannsins að leggja
fram kæru. jonpetur@mbl.is
Bréfberi
bitinn og
brotinn
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veitti í gær
Ferðaþjónustu bænda Útflutningsverðlaun forseta Ís-
lands á Bessastöðum. Var það Sævar Skaptason fram-
kvæmdastjóri sem veitti þeim viðtöku. Íslandsstofa tek-
ur nú við umsjón verðlaunanna og ákvað úthlutunar-
nefndin því að festa í sessi veitingu sérstakrar heiðurs-
viðurkenningar til einstaklinga sem með starfi sínu
hafa borið hróður Íslands víða um heim. Í ár er það
Kristinn Sigmundsson óperusöngvari sem hlýtur við-
urkenninguna og tekur hér við skjalinu.
Heiðursviðurkenning á Bessastöðum
Lögreglan í Vestmannaeyjum þurfti
að hafa afskipti af nokkrum ung-
mennum vegna samkomu við
Hrafnakletta um liðna helgi og segir
að það sé orðið árlegur viðburður
hjá þeim sem eru að ljúka grunn-
skóla að hittast þar eftir próf. Fram
kemur í dagbók lögreglunnar, sem
birt er á vef Eyjafrétta, að ástandið
þar hafi verið þokkalegt en nokkur
ölvun á staðnum.
Þá hafði lögreglan afskipti af svo-
kölluðu unglingapartíi um helgina,
og þurfti lögreglan í tvígang að rýma
húsnæðið.
Afskipti af
ungmennum
í Eyjum
Svo virðist sem norsk-íslenska síldin
sé seinna á ferðinni en í fyrra og
minna mældist af henni innan land-
helginnar en þá. Makríllinn virðist
hins vegar vera á svipuðu róli og á
síðasta ári og á hefðbundnum slóðum
milli Íslands og Færeyja. Svo virðist
þó sem ekki sé minna af makríl á
ferðinni en var í fyrra, að sögn Guð-
mundar Óskarssonar fiskifræðings.
Þriggja vikna leiðangri hafrann-
sóknaskipsins Árna Friðrikssonar
lýkur á morgun, en hann var sam-
vinnuverkefni Íslendinga, Norð-
manna og Færeyinga. Helsta verk-
efnið var að mæla stærð og útbreiðslu
stofna síldar og kolmunna. Eftir er að
vinna úr niðurstöðum leiðangursins.
Í upphafi leiðangursins var út-
breiðsla kolmunna könnuð í land-
grunnsköntunum sunnan og vestan
við landið. Þar varð vart við talsvert
af ungum kolmunna, sem gefur vonir
um að góður árgangur sé á leiðinni
eftir mögur síðustu ár. aij@mbl.is
Síldin virð-
ist seinna
á ferðinni
Makríll á svipuðu róli