Morgunblaðið - 17.05.2011, Qupperneq 12
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Veiðin hefur gengið mjög vel. Um
680 fiskar hafa verið færðir til bók-
ar síðan 1. apríl,“ segir Sturla Sig-
tryggsson, bóndi í Keldunesi í
Kelduhverfi, um veiðina í Litluá.
„Síðan um helgina hefur Breti
nokkur verið að veiða í ánni og
hann er búinn að fá sextíu fiska,“
segir Sturla. Staðbundinn urriði er
ekki mest áberandi í veiðinni eins
og í apríl, heldur segir Sturla þetta
mikið vera silfraðan sjóbirting sem
er að ganga til hafs úr Skjálfta-
vatni.
„Í apríl veiddist mikið af fiskum
yfir 60 cm en núna er þetta eig-
inlega allt fiskur sem er 45 til 55 cm
og hann tekur vel.
Þessi Breti hefur aldrei verið hér
áður og hefur bara veitt á flugu í
eitt ár, en hann er mjög ánægður.“
Ákveðið hefur verið að hafa
veiðitímann í Litluá sveigjanlegan;
morgunvaktin er áfram frá klukk-
an 7 til 13 en veiðimenn geta valið
að veiða frá 19 til klukkan eitt eftir
miðnætti ef þeir kjósa, svo lengi
sem þeir virða sex tíma vaktina.
Sturla segir marga veiðimenn
ánægða með það fyrirkomulag.
„Kvöldin geta verið svo falleg,
strax á vorin þegar fuglinn er að
græja sig. Bretinn sem er hér hefur
ferðast um allan heim en segist
aldrei hafa séð jafn margar anda-
tegundir á svo fáum dögum. Hér
hefur hann séð hávellu, húsönd,
duggönd, rauðhöfða, straumönd,
og svo verpa himbrimi og lómur við
vatnið. Það er býsna líflegt.“
Góð urriðaveiði hefur verið í
Þingvallavatni í vor en nú segja
veiðimenn að bleikjan sé farin
að láta á sér kræla. Hafa
veiðimenn í þjóðgarð-
inum verið að setja í
eina og eina kuð-
ungableikju, en
gömlu menn-
irnir hafa oft
sagt að bleikjan
mæti þegar birkið
brumar.“
Mikið af birtingi og
fugli í Kelduhverfi
Um 680 fiskar færðir til bókar í Litluá Með 60 silunga
Morgunblaðið/Einar Falur
Urriðadans í stillunni Veiðimenn setja í urriða í Kleifarvatni. Veiðin hefur verið fín í vatninu síðustu vikur.
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2011
www.veidikortid.is
35 vatnasvæði
aðeins kr. 6000
Ertu búinn að fá þér Veiðikortið?
00000
Actavis hefur gefið krabbameins-
lækningardeild 11E á Landspítala
húsgögn fyrir aðstandenda-
herbergi á deildinni. Tekið var á
móti gjöfinni á miðvikudag sl.
Oddfellowreglan sem heitir Re-
bekkustúka nr 4, Sigríður, I.O.O.F.
færði deildinni einnig, sama dag, að
gjöf fimm rafknúna þægindastóla.
Góðar gjafir Bætt aðstaða er nú á
krabbameinsdeild Landspítalans.
Krabbameinsdeild
fær gjafir
Ragnheiður Þórisdóttir, hjúkrunarfræðingur Rauða
kross Íslands, hóf nýverið störf í búðum Alþjóða Rauða
krossins á Haítí. Meginmarkmið hennar verður að huga
að heilsufari hundraða hjálparstarfsmanna í höfuðborg-
inni Port-au-Prince.
Þó að sextán mánuðir séu liðnir frá jarðskjálftanum á
Haíti sem varð 220.000 manns að bana er enn þörf fyrir
umfangsmikið hjálparstarf. „Enn eru fleiri en 600 þús-
und manns í tjaldbúðum á Haíti,“ að sögn Þóris Guð-
mundssonar, sviðstjóra alþjóðasviðs Rauða kross Ís-
lands. „Það þýðir að meðfram uppbyggingunni, sem er
hafin, þarf að sinna þörfum fólks sem býr við álíka að-
stæður og á fyrstu vikunum eftir skjálftann.“
Á seinasta ári sendi Rauði kross Íslands alls 27 sendifulltrúa til Haítí,
mestmegnis lækna og hjúkrunarfræðinga sem störfuðu í tjaldsjúkra-
húsum, þeirra á meðal Ragnheiði.
Íslenskir hjálparstarfsmenn á Haítí
Á Haítí Ragnheiður
við störf.
Í dag, þriðjudag,
mun Ásgrímur
Angantýsson
flytja fyrirlestur
um kjarnafærslu
og formgerð
aukasetninga.
Fyrirlesturinn
fer fram í stofu
101 Í Árnagarði
og hefst kl.
16.00. Fyrirlest-
urinn er í boði Íslenska málfræði-
félagsins og Málvísindastofnunar
Íslands.
Ásgrímur Angantýsson varði
doktorsritgerð sína, „The Syntax
of Embedded Clauses in Icelandic
and related Languages“, við ís-
lensku- og menningardeild Há-
skóla Íslands í desember sl. Hún
fjallar um formgerð aukasetninga í
íslensku og skyldum málum, eink-
um öðrum norrænum tungumálum
og byggist fyrirlesturinn að
nokkru leyti á henni. Í fyrirlestr-
inum verða kynntar rannsókn-
arniðurstöður sem gefa tilefni til
að efast um þá hugmynd að ís-
lenska víki á kerfisbundinn hátt
frá nágrannamálum að því er varð-
ar kjarnafærslu í aukasetningum.
Setningarfræði
Ásgrímur
Angantýsson
STUTT
Á morgun, miðvikudag kl. 12:00-13:15 standa Alþjóða-
málastofnun Háskóla Íslands og EDDA öndvegissetur
fyrir opnum fundi í stofu 101 í Odda undir yfirskriftinni
„Leiklist stjórnmálanna“.
Í tilkynningu um fundinn segir að oft sé talað um
stjórnmálin sem leiksvið og stjórnmálamenn sem leik-
ara. Spannar þessi leiklist stjórnmálanna vítt svið sem
nær allt frá lýðskrumi og ímyndarsköpun til drama-
tískra tilburða stjórnmálaleiðtoga til að höfða til al-
mennings á ögurstundu. Á síðustu árum hafi jafnvel
komið fram aðsópsmiklir stjórnmálamenn sem sumir
hafi átt að baki feril sem leikarar. Frummælendur á þessum hádegisfundi
muni velta fyrir sér hinu leikræna eðli stjórnmála frá afturhaldi til bylting-
arhreyfinga og hvað það merki fyrir stöðu stjórnmála.
Frummælendur á fundinum eru þrír: Sigríður Þorgeirsdóttir heimspek-
ingur mun fjalla um leiklist stjórnmálanna og „avant garde“-pólitískar
hreyfingar. Stjórnmálafræðingurinn Ólafur Þ. Harðarson talar um leik-
ræna tilburði stjórnmálamanna og beitingu þeirra í kosningabaráttum. Þá
mun Sigríður Lára Sigurjónsdóttir bókmenntafræðingur fjalla um kosn-
ingabaráttu Besta flokksins sem pólitískt leikhús.
Fundur um „Leiklist stjórnmálanna“
Ólafur Þ. Harðarson
Á ársfundi Veiðimálastofnunar
var ítrekað að bleikja hefur
látið undan síga í ám á Vest-
ur- og Suðurlandi. Jafnframt
kom fram að ólíkt því sem
gerist með laxinn, hafi dregið
úr sleppingum á bleikju. Tals-
menn hóps sem kallar sig
Sogsmenn og veiðir mikið í
Soginu, fjalla á heimasíðu um
að bleikju hafi fækkað mik-
ið í Sogi og kenna
„fjöldadrápi“ um. Vilja
þeir að öllum stað-
bundnum fiski og
birtingi verði
sleppt. Stórar
bleikjur geta verið
allt að 15 ára.
Vilja sjá
bleikju sleppt
ERU SLEPPINGAR LEIÐIN?
Veiðimaður
með bleikju
við Brúará.
Jón Gnarr borgarstjóri afhenti fulltrúum Hinsegin daga
mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar í Höfða í gær
en 16. maí er mannréttindadagur Reykjavíkurborgar.
Mannréttindaverðlaunin eru veitt þeim einstakling-
um, félagasamtökum eða stofnunum sem hafa á eft-
irtektarverðan hátt staðið vörð um mannréttindi tiltek-
inna hópa. Markmiðið með mannréttindadeginum er að
vekja athygli á þeim málum sem varða mannréttindi
borgarbúa og á mannréttindastefnu Reykjavík-
urborgar.
Hinsegin dagar voru stofnaðir árið 1999 og efndu
samtökin til útihátíðar á Ingólfstorgi og sóttu um 1.500
manns hátíðina. Árið 2000 var fyrsta gleðigangan farin
niður Laugaveg og hún hefur verið gengin árlega síðan.
Talið er að hátt í 90.000 manns hafi fylgst með gleði-
göngunni í ágúst á síðasta ári.
Jón Gnarr borgarstjóri sagði við afhendingu verð-
launanna að samtökin væru vel að viðurkenningunni
komin. Hinsegin dagar ættu stóran þátt í þeirri miklu
viðhorfsbreytingu sem orðið hefur gagnvart samkyn-
hneigð á Íslandi og endurspeglaðist það meðal annars í
endurbótum á lögum sem bæta líf samkynhneigðra.
Þorvaldur Kristinsson, forseti Hinsegin daga, tók við
Mannréttindaverðlaununum fyrir hönd samtakanna.
Verðlaunin eru keramiklistaverk eftir Einar Bald-
ursson, íbúa á Sólheimum í Grímsnesi.
Hinsegin dagar verðlaunaðir
Morgunblaðið/Eggert
Afhending Þorvaldur Kristinsson, forseti Hinsegin daga, tók við verðlaununum úr hendi Jóns Gnarr borgarstjóra.