Morgunblaðið - 17.05.2011, Side 20

Morgunblaðið - 17.05.2011, Side 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2011 Fyrir skömmu fjallaði ég, í grein hér í Morgunblaðinu, um meginatriði í nýrri sjávarútvegsstefnu Framsóknarflokksins, en þar er lagt til að far- in verði blönduð leið í stjórnun fiskveiða. Annars vegar byggist sú leið á grunni núver- andi kerfis um afla- hlutdeild á skip með samningum um nýtingu auðlind- arinnar. Það er samdóma álit lang- flestra fræði- og fagmanna að kerfið hafi reynst vel, bæði m.t.t. hag- stjórnar sem og verndunar fiski- stofna. Framsókn leggur því til að það verði áfram grundvöllur fisk- veiðistjórnunar og grunnur að sívax- andi arðsemi greinarinnar. Hinsvegar er lagt til nýtt fyr- irkomulag úthlutana þar sem sér- staklega skal gætt byggðasjón- armiða m.a. með úthlutun aflaheimilda til fiskvinnslna, strand- veiða og annarra aðgerða sem einnig auka möguleika á nýliðun í greininni. Í tillögum Framsóknar er sér- staklega ýtt undir nýsköpun bæði með tilliti til veiða m.a. á van- eða ónýttum tegundum en einnig með frekari fullnýtingu hráefnis, fiskeldi og rækt, t.d. kræklingarækt. Úthlutun á grunni samninga Tillaga Framsóknar um úthlutun veiðiheimilda á grunni afla- hlutdeildar sem byggist á því að gera nýtingarsamninga við útgerðina, er útfærsla á samningaleiðinni sem sögulegt samkomulag náðist um í samráðsnefnd ráðherra um sáttaleið í sjávarútvegi. Tillagan byggist á að samningar verði gerðir á milli rík- isins og íslenskra aðila með búsetu á Íslandi, hið minnsta síðustu fimm ár. Slíkt ákvæði gæti tryggt raunveru- legt eignarhald Íslendinga á auðlind- inni. Við leggjum til að samningstím- inn verði u.þ.b. 20 ár og verði endurskoðanlegur á fimm ára fresti með framlengingarákvæði til fimm ára í senn. Það þýðir að atvinnu- greinin mun búa við stöðugleika í starfsumhverfi til lengri tíma eða minnst 20 ár. Sambærilegir samn- ingar tíðkast m.a. við Nýfundnaland. Vilji menn framlengja samninginn á fimm ára fresti skapast einnig að- stæður fyrir ríkisvaldið til að bregð- ast við breyttum aðstæðum. Innihald nýtingarsamninga Framsóknarmenn leggja til að nýtingarsamningurinn innihaldi m.a. ákvæði um aukna veiðiskyldu og tak- markað framsal. Um veiðiskylduna er víðtæk sátt. Þegar rætt er um tak- markað framsal er átt við að tryggja skuli ákveðinn sveigjan- leika, t.a.m. flutning aflaheimilda milli skipa sömu útgerðar, milli ára og svo framvegis. Þegar horft er til framtíðar þarf að tryggja hreyf- ingu á aflaheimildum með varanlegu fyr- irkomulagi. Þar með skapast bæði svigrúm til nýliðunar en einnig aðstæður til að þau fyr- irtæki sem standa sig vel geti vaxið og dafnað. Einnig er lagt til að settar verði enn frekari takmarkanir við óbeinni veð- setningu aflaheimilda og þannig leit- að leiða til að draga úr veðsetningu greinarinnar. Við núverandi efna- hagsástand og skuldaaðstæður ein- stakra útgerða teljum við rétt að setja ákvæði í samninginn sem tryggi að ef útgerð verður gjaldþrota falli aflahlutdeildin aftur til ríkisins. Það sama á auðvitað við sé samning- urinn brotinn. Sameign þjóðarinnar Nauðsynlegt er að skýra og skil- greina hvað hugtakið „sameign þjóð- arinnar“ þýðir. Málið er ekki einfalt. Lögskilgreining á hugtakinu „sam- eign þjóðarinnar“ er ekki til og því þarf að skilgreina hugtakið eða koma fram með annað betra. Í tillögum Framsóknar er lagt til að úthlutun aflaheimilda og nýting- arsamningar um þær byggist á að stjórnvöld fari með eignarréttinn á auðlindinni (fullveldisréttur) og geti með samningum falið öðrum nýting- arréttinn til ákveðins tíma og magns að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Einnig tryggir það eignarrétt þjóð- arinnar að fyrir nýtingarsamningana skal greitt gjald, veiðigjald eða auð- lindagjald til ríkisins. Með því að taka á þeim göllum sem hvað mest gagnrýni á núverandi kerfi hefur snúist um, en byggja jafnframt á kostum þess er varðar hagstjórn og stofnvernd, viljum við tryggja að sjávarútvegur verði áfram ein mikilvægasta atvinnugrein lands- ins. Þannig verður tryggt, með nýt- ingarsamningum og auðlindagjaldi, að eðlilegt gjald renni til eiganda auðlindarinnar – þjóðarinnar. Og for- senda þess er stöðuleiki í starfsum- hverfi greinarinnar. Sjávarútvegsstefna Framsóknar: Nýt- ingarsamningar Eftir Sigurð Inga Jóhannsson Sigurður Ingi Jóhannsson » Þannig verður tryggt, með nýting- arsamningum og auð- lindagjaldi, að eðlilegt gjald renni til eiganda auðlindarinnar – þjóð- arinnar. Höfundur er alþingismaður Ég hef nú búið á Ís- landi í um 19 ár en ég er enn að uppgötva eitthvað sem er mér framandi miðað við minn upprunalega menningarheim, hefð eða skynsemi. Um dag- inn sótti ég fund Fé- lags guðfræðinga og þar lærði ég í fyrsta sinn að hugtakið „guð- fræðingur“ er sam- kvæmt málvenju á Íslandi skilgreint í íslenskri orðabók: „maður með embættispróf í guðfræði“. Það felur sem sagt ekki í sér manneskju sem hefur lokið BA-prófið í guðfræði. Í raun skiptir guðfræðinám, t.d. hjá Háskóla Íslands í tvennt, annars vegar í BA-nám, sem er 180 einingar og lýkur með BA-prófi og fram- haldsnám fyrir embættispróf, sem er BA-próf auk 120 eininga og lýkur með embættisprófi. Þá dettur mér strax þessi spurning í hug: „Ef guð- fræðingur þýðir einungis manneskja sem er með embættispróf, hvaða heiti hefur þá manneskja sem hefur klárað BA-nám? Formlegt heiti á því hjá Háskóla Íslands virðist vera „maður sem er með BA-próf í guð- fræði“. Svo virðist vera að mann- eskjan fá ekki viðurkenningu sem guðfræðingur. Þessi uppgötvun vakti með mér undrun og forvitni, þar sem mér skilst að guðfræðinám á BA-stigi og nám fyrir embættispróf hafi ólíkar forsendur og að framhaldsnám í guðfræði sé ekki endilega nám fyrir embættispróf. Hver er munurinn á þessum forsendum? Í stuttu máli sagt er guðfræðinám opið öllum sem áhuga hafa á málinu, þ.á m. fólk sem trúið á aðra trú en kristni eða til- heyrir engum trúarbrögðum. Þetta er akademísk grein og gagnrýni er vel tekið svo framarlega sem hún sé á akademískum grunni. Hins vegar er námið fyrir emb- ættispróf aðallega hannað fyrir þá sem stefna að því að vera prestar eða þjóna í kirkjulegu umhverfi í framtíðinni. Áherslan í náminu er því lögð á at- riði eins og prestsþjón- ustu, predikanir og messuflutning. Því verða þeir sem stefna að embættisprófi að vera trúaðir, þó að það sé ekki skilyrði fyrir náminu. Munurinn á milli þessara tveggja námsleiða varðar grundvallarviðhorf nemenda í námi. Annað er akademískt viðhorf sem er óháð trúarlegum bakgrunni manns, og hitt er kristilegt og kirkjulegt viðhorf. Ef þessi skilningur er lagður í málið er mjög undarlegt að skil- greina „guðfræðing“ aðeins út frá embættisprófi eins og málvenja Ís- lendinga hefur hingað til gert. Þá er sú hætta til staðar að vel menntaður maður en gagnrýninn á kristna trú á akademískum grundvelli verði úti- lokaður frá umræðunni ef hann er aðeins með BA-próf. Einnig má benda á að ekki stefna allir „kristnir“ guðfræðingar að því að starfa innan kirkjunnar og vilja því ekki fara í nám sem gefur embættis- próf. Að takmarka „guðfræðinga“ einungis við þá sem lokið hafa emb- ættisprófi er því ekkert annað en takmörkun á akademísku frelsi. Þeir sem eru búnir að mennta sig til BA- prófs í guðfræði eiga að sjálfsögðu að kallast guðfræðingar eins og há- skólanemar verða stjórnmálafræð- ingar eða lögfræðingar eftir sitt BA- nám. Guðfræðingar í nútíma- samfélaginu Mér virðist þessi árekstur mál- venjunnar um guðfræðinga og aka- demískrar skilgreiningar marka eins konar tímamót íslensks sam- félags sem varða trúarbragðaviðhorf manna. Ég er sjálfur kristinn maður og efast ekki um ómetanlegt virði kristinnar trúar en samtímis hika ég ekki við að hvetja til eðlilegrar og eftirsóknarverðrar breytingar í trúarbragðaumhverfi sem passar þróun samfélagsins, akademískum samskiptum eða eflingu mannrétt- inda. Guðfræðinám í Háskóla Íslands er núna undir guðfræði- og trúar- bragðadeild, sem þróast hefur úr guðfræðideild. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, sagði að þetta væri jákvæð þróun fyrir Há- skólann og samfélagið í ávarpi sínu á prestastefnu 2011. Ég tel einnig að þetta sé jákvætt fyrir kristið fólk á Íslandi og kirkjuna okkar. Kristni er enn ríkjandi trú hér- lendis og verður það á næstunni. Engu að síður er kominn tími til að kirkjan eigi samræðu. Samræðu við önnur trúarbrögð en kristni, sam- ræðu við guðleysingja, samræðu við fólk sem hefur ákveðna skoðun um kirkjutengd málefni eða samræðu á meðal okkar í kirkjunni um ákveðin málefni. Og þeir sem leiða slíka sam- ræðu og umræðu frá mismunandi sjónarhornum hljóta að vera BA- menntað fólk á akademískum grunni, þar sem það er ekki endilega bundið við kirkju sem stofnun og einnig starfar það í gjörólíkum starfsgreinum. Í mínum huga er „guðfræðingur“ maður sem hefur hlotið BA-gráðu eða frekara framhaldsnám í guð- fræði og flestir í samfélaginu munu vera sammála mér. Þá verðum við að þurrka út stig af stigi gamalt hugtak um guðfræðing sem er með embætt- ispróf í guðfræði. Og ég tel að kirkj- an sjálf og Háskóli Íslands eigi að vera upphafsstaður þeirrar nýj- ungar. Hverjir eru guðfræðingar? Eftir Toshiki Toma » Í mínum huga er „guðfræðingur“ maður sem hefur hlotið BA-gráðu eða frekara framhaldsnám í guð- fræði og flestir í sam- félaginu munu vera sammála mér. Toshiki Toma Höfundur er prestur innflytjenda. Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréfum til blaðsins. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið má m.a. finna undir Morgunblaðshausnum efst t.h. á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti og greinar sem sendar eru á aðra miðla eru ekki birtar. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá not- andasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Þann 27. maí gefur Morgunblaðið út stórglæsilegt Garðablað. Garðablaðið verður með góðum upplýsingum um garðinn, pallinn, heita potta, sumarblómin, sumar- húsgögn og grill. Stílað verður inn á allt sem viðkemur því að hafa garðinn og nánasta umhverfið okkar sem fallegast í allt sumar. MEÐAL EFNIS: Skipulag garða. Garðblóm og plöntur. Sólpallar og verandir. Hellur og steina. Styttur og fleira í garðinn. Garðhúsgögn. Heitir pottar. Útiarnar Hitalampar. Útigrill. Ræktun. Góð ráð við garðvinnu. Ásamt fullt af spennandi efni. Gar ðab laði ð NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 23. maí. Garðablaðið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.