Morgunblaðið - 17.05.2011, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2011
✝ Páll ValdimarKolka var
fæddur í Reykjavík
28. október 1959.
Hann lést á Land-
spítalanum 8. maí
2011.
Foreldrar Páls
eru Perla Kolka
Pálsdóttir, f. 1924
og Haraldur Krist-
jánsson, f. 1924, d.
2002. Þau skildu.
Seinni maður Perlu var Stefán
Sörenson, f. 1926, d. 2010.
Seinni kona Haraldar var Svan-
fríður Jónsdóttir, f. 1932, d.
1998.
Páll var yngstur fimm systk-
ina, systur hans eru: Björg
Kolka Haraldsdóttir, f. 1944,
Margrét Kolka Haraldsdóttir, f.
1948, Ása Kolka Haraldsdóttir,
f. 1951 og Elín Perla Kolka, f.
1957.
Páll kvæntist Heiði Óttars-
dóttur, f. 11. des.
1965, þann 24. júní
1989. Foreldrar
hennar eru Óttar S.
Einarsson, f. 1943
og Hrönn Há-
konardóttir, f.
1945. Páll og Heið-
ur eignuðust þrjú
börn, Perlu, f. 6.
nóv. 1991, kærasti
hennar er Axel
Óskarsson, f. 1989,
Þórunni Maríu, f. 18. sept. 2001
og Óttar Pál, f. 17. jan. 2007.
Páll lauk námi í tölv-
unarfræðum í Iðnskólanum í
Reykjavík. Einnig var hann lög-
giltur fasteigna-, fyrirtækja- og
skipasali og rak ásamt fleirum
fasteignasölu í Reykjavík. Undir
það síðasta var hann í vinnu hjá
sendinefnd Evrópusambandsins.
Útför Páls fer fram frá Hall-
grímskirkju í dag, 17. maí 2011,
og hefst athöfnin kl. 13.
Að það sé komið að þeirri
stundu að kveðja var ekki á dag-
skránni. Síðastliðnir níu mánuðir
hafa verið eins og að lifa í spennu-
sögu þar sem leigumorðingi er á
eftir þér stöðugt. Og þú reynir að
stinga hann af eftir bestu getu, en
hann eltir þig ávallt uppi og nálg-
ast stöðugt þegar á líður. Á end-
anum tekst honum ætlunarverk
sitt. Þannig upplifi ég þessa veg-
ferð okkar í þínum veikindum.
Svo mikill gangur var á krabba-
meininu að það fann sér alltaf leið
og þú fékkst sjaldan andrými til
að njóta þeirra fáu daga þar sem
þér átti að líða vel milli lyfja eða
geislameðferðar. Þú barðist eins
og hetja og tókst örlögum þínum
af miklu hugrekki og æðruleysi.
Þú varst aldrei reiður eða bitur
yfir örlögum þínum og sagðir mér
það þrátt fyrir of mörg ef sem
komu upp á þessum tíma. Enda
var það ekki í þínum anda að
staldra við „hvað ef“. Enda raun-
sær maður, „er það hægt, já eða
nei?“ ekkert kannski. Okkur
fannst ef þú fengir fimm ár frá-
bært, tíu ár heil mannsævi. Þann-
ig breytast gildin á lífið þegar
svona dómur gengur yfir þig, allt
annað skiptir ekki máli.
Við gerðum allt sem hægt var
enda mikið í húfi, áttir margt
ógert, koma börnum þínum til
manns, fara saman í mótorhjóla-
ferð upp á hálendið tvö ein með
tjald, verða afi, svo ætluðum við
að verða gömul saman. Að gefast
upp var ekki til í orðabókinni eins
og þú skrifaðir mér, eitt af mörg-
um skiptum sem þú lást inni á
spítala. Nú í þitt síðasta sinn sem
þú lást inni sagði ég þér að þú
væri búinn að liggja á öllum stof-
um inni á 11G. Fyrst hataði ég að
ganga inn ganginn og vonaði alltaf
að nú væri þetta síðasta sinn sem
þú þyrftir að koma þar inn. Undir
það síðasta var þetta farið að
verða þitt annað heimili og þú
gerðir það eins notalegt og hægt
var, eins og alltaf hvar sem við
stöldruðum við. Að hafa hvort
annað var nóg.
Ég mun hugsa með þakklæti
fyrir þau 25 ár sem við áttum
saman, það var ást við fyrstu sýn
og ekki aftur snúið. Ást okkar
styrktist með árunum og eftir því
sem börnunum fjölgaði. Við vóg-
um hvort annað upp, svona yin og
yang. Þú varst laus við hégóma,
varst réttsýnn, athugull, úrræða-
góður, laghentur, stríðinn, hafðir
sérstakt dálæti á að stríða mér og
bara svo góður maður. Börnin
voru þér kærust og varst þeim
bestasti pabbi og munu þau hafa
góðar minningar um þig í framtíð-
inni. Ég mun ala þau upp með þig
í huga, missir þeirra er mikill og
ég veit að það var þér sárast að
kveðja þau. Ég er þakklát að hafa
getað fylgt þér inn í ljósið þar sem
þú bíður mín þegar minn tími
kemur. Ég kveð þig með þessum
orðum sem ég sagði oft við þig
þegar ég vildi vera innileg við þig:
„What a fine man you are“ og þú
svaraðir eins og þér einum er lag-
ið: „What a fine woman you are,
Lassy“. Þú og ég að eilífu.
Þín
Heiður.
Nú er eini Bróinn minn farinn
frá okkur. Það er mjög skrítið að
skrifa minningargrein um hann,
sem er yngstur af okkur fimm
systkinunum. Stóri, fallegi, sem
barðist eins og hetja við sjúkdóm-
inn í heilan vetur ásamt Heiði, ást-
inni sinni. Strax í upphafi var
ákveðið að ekki skyldi gefist upp,
allt var reynt og aldrei kvartað.
Maður trúði því statt og stöðugt
að hann myndi sigrast á þessu af
því að hann var svo sterkur og af
því að þau Heiður voru óaðskilj-
anleg.
Við tvö yngstu systkinin leigð-
um saman í mörg ár eftir að við
fluttum að heiman, stundum fór
Brói að vinna út á landi, og við
leigðum út herbergið hans á með-
an.
Einnig leigðum við saman eftir
að ég eignaðist son minn Úlf, sem
leit mjög upp til Bróa og vildi helst
að ég giftist honum. Hann hlýddi
öllu sem Brói sagði og varð meira
en lítið afbrýðisamur þegar Brói
kynntist Heiði. En tók hana svo
auðvitað í sátt þegar hann kynnt-
ist henni.
Brói var mjög fjölhæfur og allt
lék í höndunum á honum. Hann
var traustur og góður vinur og gat
verið mjög stríðinn. Eitt sinn var
hann að passa Úlf lítinn, en þurfti
„nauðsynlega“ að horfa á einhvern
sjónvarpsþátt og pottormurinn
var alltaf fyrir sjónvarpinu. Þá bjó
hann til veiðistöng og batt kara-
mellu í spottann og lét Úlf síðan
hoppa og hlaupa um stofuna og
reyna að ná henni, án þess að hann
væri fyrir sjónvarpinu. Í annað
sinn var ég að vökva fyrir þau
Heiði blómin þegar þau voru er-
lendis, gekk inn í svefnherbergið
og þá lá manneskja sofandi í rúm-
inu, í íbúðinni sem átti að vera
mannlaus. Mér brá mjög mikið, en
hann hafði þá mótað líkama úr föt-
um undir sænginni, sett hárkollu
og sokka undan sænginni, bara til
að stríða mér. Hann hafði líka sér-
staklega gaman af því að stríða
Heiði, því hún var svo auðtrúa.
Nú föðmum við Heiði og börnin
og pössum þau, Brói minn. Og
mömmu, sem þú varst alltaf í dag-
legu sambandi við.
Þín systir,
Elín (Litta).
Elsku Brói, það eru okkur ákaf-
lega erfið og þung skref að með-
taka það að þú sért horfinn úr lífi
okkar allra og að ég tali nú ekki
um frá ungum börnum þínum og
frábærri eiginkonu. Þessir dagar
frá andláti þínu eru búnir að vera
þokukenndir og dofnir.
Sunnudaginn 8. maí fengum við
símtal um að við yrðum að flýta
okkur upp á spítala til þín þar sem
þú værir brátt að kveðja þennan
heim, en því miður náðum við ekki
í tíma áður en þú kvaddir, slíkur
var hraðinn á sjúkdómnum sem
þig hrjáði. Þú valdir fallegasta dag
ársins til að kveðja. En vikuna á
undan voruð þið Heiður í búðaferð
og þú keyrðir bílinn ykkar.
Dagurinn sem fylgdi var erfið-
ur, mun seint líða okkur úr minni
og hrikalegt að horfa upp á ung
börn kveðja 51 árs gamlan föður
sinn. Allan tímann höfðum við
fulla trú á að þú næðir bata fyrir
rest, þrátt fyrir hvert áfallið á fæt-
ur öðru í meðferðinni, slíkur var
bardagahugurinn hjá ykkur
Heiði. Heiður tók þátt í meðferð-
inni af fullum þunga og var þér við
hlið stoð og stytta allan tímann og
þú hefðir ekki getað fengið betri
manneskju til þess að sjá til þess
að allt færi fram eins og það ætti
að vera, enda ótrúlegt hörkutól.
Því miður þrátt fyrir hetjulega og
erfiða baráttu hafðist ekki sigur
að lokum enda hræðilegur sjúk-
dómur.
Hugurinn reikar norður í Vest-
ur-Hópið þegar maður hugsar aft-
ur í tímann og kannski ekki skrítið
þar sem við fjölskyldan öll áttum
miklar samvistir með ykkur Heiði
í endalausum en skemmtilegum
endurbótum, lagfæringum og
uppbyggingu á tveimur sumarbú-
stöðum sem þar eru. Þar varst þú
algjörlega lykilmaður í allri vinnu
og skipulagningu, enda mikill fag-
maður í öllu sem þú tókst þér fyrir
hendur. Við minnumst góðra sam-
verustunda með gleði í hjarta en
óendanlegum söknuði yfir því að
þú þurftir að kveðja okkur allt of
snemma. Þú og Heiður voruð okk-
ur öllum frábær fyrirmynd góðra
foreldra og hjóna og eruð í okkar
huga nánast ein og sama mann-
eskjan, slíkur var kærleikurinn
ykkar á milli.
Elsku Brói, um leið og við
kveðjum þig og biðjum góðan guð
að varðveita þig og geyma þá von-
um við að góður guð gefi Heiði,
Perlu, Þórunni og Óttari litla kraft
til þess að yfirvinna þessa miklu
sorg.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að
morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Hákon, Þórdís og börn.
Við Brói, eins og hann var jafn-
an kallaður, áttum samleið í réttan
aldarfjórðung, sem hljómar lang-
ur tími en virðist nú með ólíkind-
um stuttur. Mér hefur alltaf þótt
nafnið Brói eiga mjög vel við hann
því allt fas hans var bróðurlegt og
hélst áfram þannig – líka eftir að
við Litta systir hans skildum. Þeg-
ar við Litta vorum í tilhugalífinu
var Brói sá sem ég hitti fyrst af
hennar fólki þar sem þau leigðu
saman í Barmahlíðinni og síðar í
Stigahlíð. Brói og Heiður kynnt-
ust líka um þetta leyti sumarið
1986 og í huganum var gott veður
allt sumarið og ekki spilltu fyrir
hátíðahöld í borginni og gleði og
eftirvænting var í loftinu. Ég man
að Heiður sagðist hafa um tíma
fylgst með þessum háa og mynd-
arlega manni og hamingjan var
mikil þegar þau felldu hugi saman.
Brói vann um þetta leyti á Loft-
skeytastöðinni í Gufunesi, hafði
numið það fag sem var þá þegar
að verða tækninni að bráð. Það
var gaman að skreppa út fyrir
borgina og alla leið upp í Gufunes
að heimsækja Bróa í Lofskeyta-
stöðina og fara í fjársjóðsleit á
öskuhaugunum í leiðinni.
Minnisstætt er brúðkaup
þeirra Heiðar á Jónsmessu sum-
arið 1989 í Þórunnarlundi við bú-
stað afa hennar og ömmu við Vest-
urhóp. Amma hennar var nýlega
látin en lundurinn var nefndur í
höfuðið á henni svo hún yrði á ein-
hvern hátt viðstödd.
Nú fyrir tveimur árum var
ánægjulegt að rifja upp kynnin við
Bróa þegar hann tók að sér að
hjálpa okkur Gyðu við að mála og
innrétta á Borgarhóli. Brói var af-
ar laghentur maður og til hans var
hægt að leita um mjög margt.
Hann var mikill húmoristi og kom
oft með hnyttnar athugasemdir
sem báru bæði útsjónarsemi hans
og góðum gáfum vitni. Oft var inn-
takið það að gera lífið einfaldara
og svo sannarlega tókst Bróa oft
að gera slíkar tilraunir broslegar
en opnaði líka augu manns fyrir að
hlutirnir eru ekki flóknari en mað-
ur vill hafa þá. Þegar hann fór í
nám til löggildingar sem fast-
eignasali hafði hann haft viðkomu
á svo mörgum sviðum sem tengj-
ast íbúðakaupum að örugglega er
leitun að svo fjölhæfum einstak-
lingi á þessu sviði. Hann hafði
starfað við allt frá smíðum og mál-
un til þess að gera eignaskipta-
skiptayfirlýsingar og fá löggild-
ingu við þá grein. Brói átti þátt í
stofnun fasteignasölunnar Húsa-
naust og hafði ekki verið lengi við
störf sem fasteignasali þegar
hrunið varð og allt breyttist.
Starfsemin lagðist nánast niður og
Brói fór að leita sér að öðrum
verkefnum en án mikils árangurs.
Við þær áhyggjur bættist að ný-
fæddur sonurinn greindist með
hjartagalla og þurfti að fara í að-
gerð sem tókst sem betur fer vel.
Síðasta haust fékk Brói loks
starf sem bílstjóri hjá sendinefnd
Evrópusambandsins, en svipuðu
starfi hafði hann gegnt hjá tveim-
ur sendiráðum áður. Hamingjan
virtist blasa við þeim Heiði á ný
þegar hann greindist með meinið
sem lagði hann að lokum að velli.
Hann kvaddi á heiðríkum vordegi
eftir langan og erfiðan vetur.
Elsku Heiður, Perla, Þórunn
María og Óttar Páll og Perla móð-
ir hans, innilegustu samúðar-
kveðjur. Minningin um góðan
dreng mun lifa.
Ólafur J. Engilbertsson.
Sunnudagurinn 8. maí var
bjartur og fallegur dagur og lýs-
andi fyrir manngerð Bróa en samt
var þetta dagur sorgar því hann
kvaddi þennan dag eftir erfið veik-
indi. Brói bjó yfir mikilli sam-
kennd, einstakri ró og fallegri og
sterkri nærveru. Hann var rétt-
sýnn og sanngjarn og algerlega
laus við yfirborðsmennsku. Allir
hans góðu kostir unnu honum
traust, virðingu og vinskap allra
þeirra sem hann átti í samskiptum
við, áreynslulaust. Brói og Heiður
kynntust árið 1986. Ástin var það
sterk að fjölskyldan vissi varla svo
mikið sem nafn þessa unga herra-
manns áður en þau voru farin að
búa saman. Amma Þórunn var þó
fljót að samþykkja nýja fjöl-
skyldumeðliminn, því Brói var há-
vaxinn, myndarlegur og því „góð-
ar kynbætur“ í honum eins og hún
orðaði það. Það var ávallt stutt í
húmorinn hjá Bróa og hann var
fljótur að sjá spaugilegu hliðarnar
á lífinu, alltaf var hann hógvær og
nærgætinn í samskiptum. Brói
var listrænn, næmur og hug-
myndaríkur og þreyttist aldrei á
að breyta heimilinu. Hann gat t.d.
verið búinn að mála stofuna og
snúa öllum húsgögnum á meðan
Heiður skrapp eitthvað í heim-
sókn. Einnig var hann snöggur að
finna lausnir á ýmsum vanda-
Páll Valdimar Kolka
✝
Elskulegur sonur okkar, bróðir, frændi og
mágur,
EYÞÓR STEFÁNSSON,
Stekkjargötu 3,
Neskaupstað,
er lést þriðjudaginn 10. maí, verður jarð-
sunginn frá Norðfjarðarkirkju miðvikudaginn
18. maí kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á að láta líknarstofnanir
njóta þess.
Hallbjörg Eyþórsdóttir, Stefán Pálmason,
Pálmi Þór Stefánsson, Guðrún Björg Víkingsdóttir,
Ingibjörg Stefánsdóttir, Ólafur Sveinbjörnsson
og fjölskyldur.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
ELLERT S. SVAVARSSON
frá Ármúla,
til heimilis að Hólabraut 8,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
fimmtudaginn 19. maí kl. 13.00.
Bergþóra Valgeirsdóttir,
Svavar Ellertsson, Gunnur Baldursdóttir,
Valgeir Ellertsson,
Sigríður Ellertsdóttir, Rúnar Gíslason,
Hansína Ellertsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
ZÓPHÓNÍAS PÁLSSON
fyrrv. skipulagsstjóri ríkisins,
sem lést á heimili sínu sunnudaginn 15. maí,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 19. maí kl. 15.00.
Páll Zóphóníasson, Áslaug Hermannsdóttir,
Hjalti Zóphóníasson, Sigrún Haraldsdóttir,
Bjarki Zóphóníasson, Ulrike Baierl,
Margrét Zóphóníasdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
✝
Frændi okkar,
KRISTINN GUÐMUNDUR ÁRNASON
sýningarmaður
frá Bolungarvík,
Þverholti 30,
Reykjavík,
lézt laugardaginn 7. maí.
Samkvæmt ósk hins látna fór útför hans fram í kyrrþey.
Alúðarþakkir fyrir góða umönnun á líknardeild Landspítalans
Kópavogi og til góðra vina hins látna.
Guðrún Þorsteinsdóttir,
Salóme Halldóra Magnúsdóttir.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, lang-
afi og bróðir,
PÁLMI INGVARSSON,
lést í Seattle þriðjudaginn 10. maí.
Ingvar Pálmason Ingvarsson, Connie Ingvarsson,
Soffía Pálmadóttir, Gísli Kristjánsson,
Auður Ingvarsdóttir,
Sigurður Ingvarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
SIGRÍÐUR ELÍN ELÍASDÓTTIR,
Didda,
Steinaseli 5,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstudaginn
13. maí.
Guðmundur Sigurðsson,
Elías Guðmundsson, Petra von den Berg,
Ágúst Guðmundsson,
Ólafur Guðmundsson, Katla Dögg Sváfnisdóttir
og barnabörn.